Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 12

Morgunblaðið - 28.01.1990, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUÐAGUR 28. JANÚAR 1990 12 C Minning: Benedikt Guðmunds■ son á Staðarbakka Það var hátíð í huga lítils stráks þegar hann fékk að fara með föður sínum frá Hvammstanga fram að Staðarbakka til þess að heimsækja frændfólkið úr föðurætt. Hátíð var það ekki aðeins vegna þess að Mel- staður og Staðarbakki voru og eru sem tveir risar á verði, vestan Mið- íjarðarár, gegnt risunum austan megin árinnar, en einnig vegna þess að þótt ættartaumar drengsins hafi víst þrætt æði marga staði sveitarinnar, var Staðarbakki og ábúendur þar akkeri og höfuðból þessára draumkenndu ættar- tengsla. Á þessu höfuðbóli bjuggu, það drengurinn man fyrst, Margrét og Guðmundur, foreldrar þeirra Staðarbakkasystkina. Síðar byggðu jörðina bræðurnir Benedikt, Gísli og Magnús, en dóttirin Anna settist að í Reykjavík. Síðar byggði og Staðarbakka Rafn, sonur Benedikts og Ásdísar, og er þar nú þríbýli. Af einhveijum ástæðum varð við- dvölin á heimili Benedikts drengn- um ógleymanleg. Benedikt var þó áratugum eldri en drengurinn, svo ekki var það jafnaldri að sækja jafn- aldra heim þar sem var hann og drengurinn. Hvers vegna svona var skal ekki reynt að svara hér, kannski var ástæðan einnig gömlu hjónin, Margrét og Guðmundur, sem í fegurð sinni og virðuleik virk- uðu á drenginn eins og konungur og drottning þessa heimilis og báru í sér einhverja forvitnilega en ósn- ertanlega ævintýraheima sem drógu að sér forvitinn bamshuga. í huga drengsins var Staðarbakki höll, þar sem húsað var betur en á öðmm bæjum, og þar var sem ryk og hvers konar óhreinindi fengju ekki þrifíst, sú var tilfinning drengsins að minnsta kosti, en gróðursetti jafnframt þá dálítið óþægilegu kennd að meðfædd strákapör hefðu lítinn hljómgmnn á þessum stað. Kynslóðir koma og fara. Guðmundur og Margrét hurfu af sjónarsviðinu, faðir minn einnig, en Staðarbakki hélt áfram að draga mig til sín. Ég fór að kynnast Bene- dikt, ekki aðeins sem ævintýra- frænda heldur sem alvömfrænda og til hans sótti ég handtak sem ég þurfti áframhaldandi. Aldurs- munur okkar varð æ minni og hafði ég á tilfínningunni að hann eltist miklu hægar en ég, og raunar tók ég aldrei eftir því að Benedikt elt- ist, slíkt var skap hans, minni hans, lífsstíll og útlit. Ég fann mig vel- kominn á heimili hans og Ásdísar, hvort sem ég var einn á ferð eða með fylgdarlið næstu kynslóðar með mér og fljótlega var sú norður- ferð vart farin að Staðarbakki og Benedikt væru ekki stór þáttur þeirrar ferðar. Nú á kveðjustund skal þökkuð löng og hamingjurík ævi. Staðarbakki stendur eftir fá- tækari við brottför Benedikts og skuggi mun hvíla yfir þessu höfuð- bóli í dag, en minningin um Bene- dikt mun lýsa í geislum nýrrar dag- renningar og mörgum mun um ókomna framtíð verða hátíð að heimsækja Staðarbakka. Ragnar Björnsson í Fjallræðunni er að fínna þessi orð meistarans í Nazaret: „Þér eruð salt jarðarinnar, en ef saltið dofnar með hveiju á þá að selta það? Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósa- stikuna: og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu." Þessi áskorun, sem á sínum tíma var beint til bænda og fiskimanna frá Galfleu, er mér ofarlega í huga þegar tengdafaðir minn, Benedikt Guðmundsson bóndi á Staðarbakka í Miðfirði, er kvadd- ur héðan úr heimi. Allt hans ævi- starf, hvert einstakt þeirra marg- þættu verkefna sem honum voru falin, var unnið af þeim hug að það mætti verða öðrum til farsældar. Ábyrgðarstörf hlóðust á hann þegar á unga aldri, ekki vegna þess að hann sæktist eftir þeim fyrir sjálfan sig, persónuleg upphefð var honum fjarri skapi, hégómagimd kitlaði hann ekki. Hitt mun sönnu nær að samferðamenn hans hafí fljótt fundið að hann var skörpum gáfum gæddur og þessum gáfum var stýrt af ríkri réttlætiskennd og umhyggju fyrir annarra hag. Slíkum mönnum er óhætt að fá völd í hendur, þó að þau séu svo óendanlega vand- meðfarin. Benedikt'var líka mæta- vel ljóst að lykillinn að hvers manns gæfu, að því marki sem hann er í eigin hendi, er í því fólginn að gefa af þeirri auðlegð hjartans sem auðna hefur veitt. Auðvitað hefur staðið styrr um ýmsar þær ákvarð- anir sem skylda lagði honum á herð- ar að taka enda orkar flest tvímæl- is þá gert er. Hitt var aldrei af sanngirni unnt að draga í efa að réttlæti réði gerð og sannfæring fyrir góðum málstað. Eiginhags- munir sátu aldrei í fyrirrúmi. Því naut hann alla tíð djúprar virðingar samferðamanna sinna. Verkefna- skrá hans um opinber störf verður ekki tíunduð hér, það munu aðrir gera sem betur til þekkja af eigin raun. Þótt mikill tími færi í fjölþætt embættisstörf í þágu sveitunga og samfélags var umhyggja hans sterkast bundin hans nánustu. Heimilið og íjölskyldan var honum öllu öðru kærara. í samveru við eiginkonu og börn og í daglegri önn bóndans fann hann lífsfyllingu og lífsnautn. Hann þekkti af eigin raun hverfulleik lífsins og vissi að skjótt getur sól brugðið sumri. Slík reynsla, þótt bitur kunni að vera, leiðir af sér þá auðmýkt hjartans gagnvart undri lífsins sem nauðsyn- leg er til að geta notið gjafa þess án skilyrða. Natni Benedikts við skepnur var við brugðið og oft leituðu grannar til hans er vanda bar að höndum í þeim efnum. Virðing hans fyrir lífinu kom einkar skýrt fram í dag- legri umgengni við húsdýrin, í aug- um hans voru þau ólíkir einstakling- ar sem bar að virða og sýna alúð. Þau voru hvort tveggja í senn vinir hans og lífsbjörg heimilisins, þótt það kunni að hljóma sem þversögn í eyrum þeirra er slitið hafa rætur við íslenska mold. Tjaldurinn, sem á seinni árum var fastur sumargest- ur á flötinni sunnan við bæinn, hjón með eitt barn, stundum tvö, átti marga stund athygli íbúa hússins. Daglegt og sumarlangt bardús þeirra og brauðstrit var einn af mörgum gleðigjöfum hversdagsins, þessi smámynd af lífinu í hnot- skurn. Áttræður maður og fjórum árum betur man tímana tvenna. Hann þekkir raunar búskaparhætti margra alda. Benedikt hafði séð hið gamla ísland bænda og sjó- manna líða undir lok og nútíma borgarsamfélag rísa á grunni þess. Samfélag allsnægta taka við af örbirgð. Hann fagnaði framförum en var jafnframt ofarlega í huga mikilvægi þess að fólk kynni að nýta þær sér og öðrum til auðugra lífs, vissi sem var að það stoðar manninn lítt að eignast öll auðæfí veraldar ef hann glatar sálu sinni. Vart mun hjá því fara að fyrir- boðar ellinnar veki mörgum nokk- um kvíða í brjósti. Benedikt hafði stundum orð á því að það væri erf- itt hlutskipti gamals fólks að verða öðrum til byrði. Þar var gæfan honum hliðholl. Hann hélt óskertri dómgreind og sæmilegum líkams- styrk til hinstu stundar. Á gamlárs- dag gekk hann, eins og svo ótal sinnum áður, spölinn suður bakk- ann til að heilsa upp á fólkið á heimili yngsta sonar síns og líta við í fjárhúsunum. Þau spor hins aldna öðlings mörkuðust lítt í frera jarð- ar, en lífsspor hans hafa markað marga þá braut sem um ókomna tíð er greiðari göngu en ella hefði verið. Blessuð sé minning hans. Ólafur H. Jóhannsson í dag, 27. janúar, er til moldar borinn öðlingsmaðurinn Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi hrepp- stjóri á Staðarbakka. Benedikt var fréttaritari Morg- unblaðsins í Miðfirði. Þegar blaðið sagði frá láti hans gat það um helstu störf hans, bæði opinberstörf fyrir sveit og sýslu svo og önnur félagsmálastprf, svo ég rek það ekkert nánar hér. Ekki heldur ætla ég að segja frá ætt hans og uppruna. Það munu vafalaust gera mér færari og kunn- ugri menn. Ég vil bara minnast míns góða vinar, Benedikts á Staðarbakka, en við áttum margvísleg samskipti í hartnær fjóra áratugi, bæði í opin- beru lífí, en hann var oddviti, hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður sveitar sinnar, og svo á öðrum sviðum mannlegra samskipta. Benedikt var mjög athugull mað- ur og á mannfundum flutti hann mál sitt af festu og með skýrum rökum. Honum lá fremur lágt róm- ur en menn hlustuðu á hann án þess að hann þyrfti að hrópa upp eða beija í borðið. Hann var traust- ur og það stóð sem hann sagði. Síðasta samtal mitt við Benedikt var sunnudagskvöldið fyrir andlát hans. Hann hafði verið á sjúkrahús- inu á Hvammstanga og var nýkom- inn heim. Gamall sveitungi hans þar hafði beðið hann um skilaboð til mín og vildi hann koma þeim strax til skila og hafði þannig stað- ið við gefið loforð. Staðarbakki er góð og hæg jörð. Öll eða næstum öll graslendi. Þar hefir hann og kona hans búið góðu búi og nú hefir sonur þeirra tekið við. Þau geta því verið ánægð með ævistarfið. Hann var virtur í sveit sinni og héraði og af öllum þeim er skipti áttu við hann. Þegar lífsstarfinu er lokið og ævikvöldið komið er gott að geta kvatt þennan heim án þess að liggja lengi sjúkur eða verða barn öðru sinni. Benedikt var gæfumaður. Hann kvæntist góðri konu og saman áttu þau mannvænleg börn og að leiðar- lokum fékk hann að fara með fulla andlega reisn. Við minnumst hans sem virðulegs öldungs, sem þó bar aldurinn svo vel að hann leit fremur út fyrir að vera um sjötugt en ekki hálfníræður, manns sem gladdist yfír framförum og bættum kjörum, en lofaði ekki sífellt hina gömlu góðu daga, en lagði sig þó fram um að varðveita menningarverð- mæti genginna kynslóða. Menn eins og Benedikt eru kjölfestan í þjóð- félagi okkar og meðan slíkir eru til — og sem betur fer eru þeir og þær margar — er þjóðerninu ekki hætt. Ég get ekki fylgt vini mínum síðasta spölinn, en ég og kona mín sendum Ásdísi og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn. Guð blessi minningu háns. Jón ísberg Við fráfall Benedikts á Staðar- bakka hvarflar hugurinn tvo ára- tugi aftur í tímann. Mig hafði lengi langað til að kanna nýjar slóðir og kynnast af eigin raun bændum og búskaparháttum í öðrum fjórðung- um en mínum eigin. Og fyrir milli- göngu Gísla Kristjánssonar hjá BÍ var ég svo heppinn á þorra 1969 að komast sem vetrarmaður að höfuðbólinu Staðarbakka í Miðfirði til Benedikts Guðmundssonar og konu hans, Ásdísar Magnúsdóttur. Þennan vetur og þann næsta var sonur þeirra hjóna og núverandi bóndi á Staðarbkka við nám á Hvanneyri svo þörf var liðsauka, enda Benedikt farinn að bila til heilsu og gegndi auk búskaparins ýmsum tímafrekum trúnaðarstörf- um fyrir sveit sína og hérað. Er ekki að orðlengja það að mér var af þeim góðu hjónum, tekið eins og ég væri einn úr barnahópnum þeirra og ekkert til sparað að koma mér til nokkurs þroska í búmennt Miðfirðinga og þá ekki síður í kynni við menningar- og félagslíf héraðs- búa. t Móðir okkar og tengdamóðir, SVAVA JÓHANNSDÓTTIR, Teigaseli 7, Reykjavík, verður jarðsungin þriðjudaginn 30. janúar kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Þóra Ólafsdóttir, Gústav Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Nilsson, Jóhann Ólafsson, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi ÞORSTEINN GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, Bogahlíð 18, Reykjavík andaðist í Borgarspítalanum 26. janúar. Veronika Konráðsdóttir, börn , tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURLAUGUR SIGURÐSSON vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 54, sem lést 17. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. janúar kl. 15.00. Anna M. Thorlacius, börn, tengdabörn og barnabörn. í tómstundum var mér heimilis- jeppinn alltaf sjálfsagður til ferða- laga út og norður um hérað og ekkert mál að flýta mjöltum svo ég kæmist í tæka tíð á þorrablót á Hvammstanga eða körfuboltaæf- ingu í Reykjaskóla. Það var því með meira en glöðu geði að ég vistaðist aftur að Bakka næsta vetur og fram á vorið, uns Rafn kom alfarinn heim frá Hvann- eyri. Síðan hefur mér of sjaldan gefist tækifæri til að rækja vináttu við þetta góða fólk, og núna er Bene- dikt er horfinn yfír móðuna miklu, koma upp í hugann margar myndir frá þessum ánægjulegu og lær- dómsríku mánuðum á Staðarbakka. Ég man góða hirðinn Benedikt er kind vantaði, komið undir rökkur og ég ókunnur hættum í beiti- landinu upp á hálsinum, hvað hand- tökin voru snögg að búa sig til leit- ar og eins fótaburðurinn er haldið var frá bíl, svo varla var að ég hefði við honum og er þó óvanur að þurfa að horfa til lengdar á bak- svip gangandi samferðamanna. En kindina fann hann ofan í kalda- vermslisafætu og var henni þar með borgið, þó ekki mætti miklu muna. Eg man seinna vorið nákvæman og velvakandi Morgunblaðsfrétta- ritarann Benedikt, öskufallsmorg- uninn í Heklugosinu, er hann var að vega og þykktarmæla tiltekinn flöt öskulagsins á heyvagninum á hlaðinu og síma svo niðurstöðumar suður hið bráðasta. Ég man Bene- dikt sem formann fasteignamats- nefndar grafalvarlegan yfír skrám og skýrslum ásamt þeim félögum sínum, Axeli í Valdarási og Óskari í Víðidalstungu, og svo á kövldin leikandi á als oddi í lomber með þeim kumpánum. Ég man vit- og úrræðamanninn Benedikt, sem sveitungar leituðu gjaman til er mikið lá við og sem á svipstundu var boðinn og búinn til að bijótast með þeim suður yfir illfærar heiðar til að tala þeirra máli við þingmenn og valdastofnanir í höfuðstaðnum. Og síðaat en ekki sízt minnist ég kvöldstundanna með þeim hjónum í eldhúsinu eða stofunni á Bakka, þar sem rætt var um alla heima og geima, menn og málefni, góðleg kímnisbrosin og blik í augum hús- ráðenda þegar eitthvað spaugilegt bar á góma og þó man ég aldrei til að talað væri illa um nokkurn mann á þessum kvöldum og ævin- lega barið í brestina, væri þess nokkur kostur. Elsku Ásdís mín, einlægar sam- úðarkveðjur til þín og þinna héðan að vestan. Blessuð sé minning þess góða drengs, Benedikts Guðmunds- sonar á Staðarbakka. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfonn. Þegar ég frétti lát Benedikts á Staðarbakka urðu mér efst í huga minningar frá árinu 1934. Þá var ég ung, nemandi í Reykjaskóla í Hrútafirði. Það var jólafrí. Bíll frá Hvammstanga kom til að sækja þá sem ætluðu í austurátt, yfír Hrúta- fjarðarháls. Ég fór úr bílnum þar sem vegurinn liggur inn í Miðfjarð- ardali. Minnist þess ekki að hafa verið í slíkum vandræðum með sjálfa mig eins og þá. Þetta var sennilega skemmsti dagur ársins og ég þurfti að labba heim, 20-25 km leið, alein í myrkri. Það þorði ég ekki. Allt í einu kom mér til hugar að fara niður að Staðarbakka og biðjast gistingar. Ég kvaddi þar dyra. Komu á móti mér húsmóðirin og dóttir hennar, Sigríður, sem stundum var köliuð Miðfjarðarsól. Ég þurfti ekki að biðjast gistingar því mæðgurnar sögðu einum rómi: Viltu ekki gista hjá okkur í nótt? Þeim móttökum mun ég aldrei gleyma. Benedikt kynntist ég mjög lítið, en allt er ég hef um hann heyrt sagt er gott. Ásdísi frænku minni og hennar fjölskyldu sendum við Óskar einlægustu samúðar- kveðju með orðum Jóns Bergmann er hann kvað: Sorgin lifir sameinuð sem að oss er kveðin, . hún er öll í ætt við Guð eins og dýpsta gleðin. Svanlaug Daníelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.