Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 21
C 21 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 Minning: Sigurdrífa Tryggva dóttir frá Engidal Fædd 16. maí 1911 Dáin 2. nóvember 1989 Hinn 2. nóv. sl. andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur Sigurdrífa Tryggvadóttir frá Engidal í Bárð- dælahreppi. Útför hennar var virðu- lega gjörð frá Húsavíkurkirkju þann 11. s.m. Átta synir hennar allt vörpulegir menn á besta aldri báru kistuna til grafar og á eftir fylgdu fjórar dætur hennar ásamt stórum hópi bamabarna. Nokkuð er það óvanalegt að sjá svo stóran systk- inahóp saman kominn. Það má og segja, að foreldrum þessara systk- ina hafi skilað óvenju vel um bratt- lendi lífsbaráttunnar, sem jafnan var háð á bijóstum hinnar mis- gjöfuiu náttúm þessa lands, en þau voru fólk mikillar gerðar bæði til sálar og líkama og árangurinn eftir því. Sigurdrífa var af þingeysku bergi brotin i ættir fram. Hún fæddist að Halldórsstöðum í Bárðdæla- hreppi þann 16. maí 1911 og yngst af fimm börnum foreldra sinna þeirra Maríu Tómasdóttur frá Stafni í Reykjadal og Tryggva Valdemarssonar frá Engidal í Bárð- dælahreppi. Á Halldórsstöðum ólst Sigurdrífa upp til 14 ára aldurs, en þá fóm foreldrar hennar búferlum að Engidal í sömu sveit. Bærinn Engidalur stendur í mjúku dragi í Fljótsheiðinni austan Bárðardals og er heiðarbýli í þess orðs fyllstu merkingu. Eigi sér þaðan til ann- arra bæja, en víðsýni er allt til Bárðarbungu á Vatnajökli, þá skyggni er gott. Grösugt og kjarn- lent er umhverfis Engidal og skammt til veiðivatna svo land- kostir em þar gildir að fornu mati. Hins vegar er langræði til næstu bæja og býlið því mjög út af fyrir sig í hinum víða bláfjallageimi. í þessu sérstæða umhverfi ólst Sig- urdrífa upp til fullorðinsára og undi flesta æfi sinnar daga, enda órofa böndum bundin sinni heimaslóð. Sigurdrífa var kona ekki stór vexti, en svaraði sér vel á alla lund og bar mikla persónu, enda vakti hún virðingu og traust allra, sem henni kynntust. Hún fór aldrei flast að neinu og var framkoman bæði mild og hógvær, en þó hispurslaus eins og þeim er lagið, sem gott vald hafa yfir sjálfum sér og öðrum. Hún var bæði bókhneigð og námfús og fylgdist jafnan vel með öllu, sem gerðist nær og fjær. Á ungum árum réðst hún til vistar í Reykjavík, en höfuðborgarlífið freistaði hennar ekki svo leiðin lá heim í Engidal að vetri liðnum. Henni lét betur í eyrum svanasöngur á heiði, en ys og þys borgarlífsins. Á Héraðsskól- anum á Laugum í Reykjadal stund- aði hún nám veturna 1929—30 og 30—31. Skólagangan varð ekki lengri, en sakir námfýsi stundaði hún töluvert sjálfsnám með þeim árangri, að hún náði að lesa Norður- landamálin reiprennandi og þýsku sér til gagns. Atvik höguðu því svo, að ekki þurfti Sigurdrífa að yfir- gefa Engidal til að finna gæfu sína og draumaprins. Haustið 1932 réðst að Engidal ungur vetrarmaður, Páll Guðmundsson að nafni. Páll var maður húnvetnskra ætta, fædd- ur að Svertingsstöðum í Miðfirði, einn af átta börnum hjónanna Guð- mundar Sigurðssonar og Guðrúnar Einarsdóttur. Páll var maður sér- stæðrar gerðar og mátti um hann segja, að hann hefði andansgjöf jafnt sem handa svo og hitt, að eigi fór hann erindisleysu í Engidal. Árið 1934 gengu þau Sigurdrífa og Páll að eigast og hófu búskap á heiðarbýlinu. Sá búskapur þeirra þar stóð að því sinni óslitið til vors- ins 1951 og voru þá böm þeirra orðin 10. Nærri má því geta, að ekki hefur lífsbaráttan á heiðarbýl- inu verið eintómur dans á rósum og önn húsfreyjunnar þung bæði daga og nætur. Til marks um það, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað í þessi rúm 15 ár og eitt sinn liðu svo 5 ár, að hún fór eigi út af bæ sem kallað er. Það var löngum hlut- skipti hennar, að klukkan réði ekki vinnudeginum, heldur trúmennska hennar og endalitlar þarfir annarra. Bókhneigðinni gat hún ekki þjónað, nema að taka af svefntíma sínum um nætur, þegar kyrrð var komin á barnahópinn. En hjónin voru sam- taka um allt, hvort heldur sem galt meðlæti eða mótlæti og ekkert var til annarra sótt, enda sjálfsbjargar- hvötin sterk hjá báðum. Búið var að vonum ekki stórt, en afurðagott með afbrigðum því Páll var snjall búmaður. Einnig var hann slyngur veiðimaður og sótti mikla björg í bú bæði hvað snerti fugl og fisk, enda heiðin gjöful á hvorutveggja; Vorið 1951 brugðu þau Engidals- hjónin á það ráð að flytjast búferl- um að Saltvík í Reykjahreppi og mun sú ráðabreytni einkum hafa orsakast af því, að þau vildu bæta menntunaraðstöðu bama sinna. í Saltvík fæddust þeim brátt tveir drengir og þar búnaðist þeim vel, því jörðin er kostamikil, en sakir þess að þau fengu hana ekki keypta, þá fluttu þau þaðan eftir 9 ára búskap austur að Eiðum í N-Múla- sýslu og var öllum sveitungum þeirra eftirsjón að, því þau voru hinir bestu nágrannar og svo góð heim að sækja að við var brugðið. Á Eiðum var viðstaðan aðeins tvö ár, því þar festi fjölskyldan eigi yndi og lá þá leiðin vestur að Syðri- völlum á Vatnsnesi þar sem æsku- heimili Páis hafði áður staðið. Á Syðrivöllum var svo þegar' hafist handa með umfangsmiklar fram- kvæmdir bæði hvað snerti bygging- ar og ræktun og gmnnur lagður að nýrri og betri framtíð. En á þess- um árum tók hinn stóri systkina- hópur mjög að dreifast úr foreldra- húsum bæði vegna náms og starfa svo sem vænta mátti. Sigurdrífa fann sig ekki heima á Syðrivöllum og mun hugur hennar oft hafa leit- að til æskustöðvanna. Páll mun ekki heldur hafa fallið eins vel að umhverfinu og hann hugði, því tímarnir höfðu breyst og æskufé- lagarnir umvörpum horfnir. Hins- vegar var ljómi endurminninganna frá Engidal kominn á himininn og laðaði heim í heiðardalinn. Það fór því svo árið 1968 eftir 7 ára dvöl á Syðrivöllum, að þau hjónin létu jörðina í hendur Eiríki syni sínum og fluttu norður í Engidal þar sem þeim var vel fagnað af fv. sveitung- um, ungum sem öldnum. Við endurkomu sína í Engidal gátu þau hjónin kastað mæðinni, notið bókhneigðar sinnar og dundað við hannyrðir, sem báðum var iag- ið. Búskapurinn var aðeins nokkrar kindur til ánægjuauka og veiðiskap- ur húsbóndans sport í stað lífsbar- áttu áður. Böm þeirra og tengda- börn hlúðu að dvöl þeirra í Engidal með ýmsu móti, en lang stærstur var hlutur Kristlaugar dóttur þeirra í því tilliti. Hún dvaldi í Engidal þeim við hlið 6 síðustu búskaparár- in, eða þar til yfir lauk hjá Páli árið 1984 og reyndist þeim ómetan- leg stoð á alla lund. Einnig dvöldu þar synir hennar og maður, þegar þeir máttu því við koma sakir skóla- göngu og atvinnu, og lífgaði það mikið uppá samfélag heiðarbýlisins. Eitt sinn spurði ég Sigurdrífu, hvort ekki hefði verið erfitt að ala upp þessi 12 börn. Hún lét lítið af því og kvaðst hafa látið þau eldri ala upp hin yngri. Svo kann að hafa Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan megin við Kaupstað, sími 670760 Kransar, krossar, kistuskreytingar, samúöarvendir Sendingarþjónusta Blómustofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR granít-marmari Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Legsteinar 1 Framieiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. 1 Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ■ um gerð og val legsteina. ' 1 1 KS.HELGASONHF I ■STEINSMIÐJA B ■■ SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677 | verið að einhveiju leyti og allavega var hún óvenju mikil gæfukona í sínu fjölskyldulífi. Hún giftist manni, er var henni samboðinn, og ói honum 12 börn, sem öll eru vel- mennt mannkostafólk, en þau em sem hér skal greina: Ásgrímur kennari búsettur í Reykjavík kvæntur Guðrúnu S. Bjarnadóttur, Tryggvi kennari búsettur í Svíþjóð kvæntur sænskri konu Inger að nafni, Ólöf húsfreyja búsett á Húsavík, gift Rúnari Hannessyni, Ragna húsfreyja búsett á Húsavík, gift Steingrími Árnasyni, Eiríkur bóndi á Syðrivöllum kvæntur Ingi- björgu Þorbergsdóttur, Björn fv. skólastjóri nú bankafulltrúi búsett- ur í Hveragerði, kvæntur Lilju Har- aldsdóttir, Ketill kennari búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Bryndísi Baldursdóttur, Kristlaus húsfreyja og bóndi í Engidal, gift Guðmundi Wíum, Hjörtur vinnur við þunga- vinnuvélar búsettur í Noregi, giftur þarlendri konu Karin Larson, Guð- rún bókasafnsfræðingur búsett í Reykjavík, gift Eggert Hjartarsyni, Skúli ókvæntur tæknifræðingur og vinnur á verkfræðiskrifstofu í Reykjavík og Guðmundur verk- fræðingur, búsettur í Noregi kvæntur Kolbrúnu Ýr Bjamadóttur. Bæði fyrir og eftir lát manns síns varð Sigurdrífa fyrir heilsufarsleg- um áföllum og dvaldist síðustu árin ýmist á sjúkrahúsi eða meðal barna sinna uns yfir lauk. En þótt heilsu hennar hrakaði síðustu árin, þá lagði hún ekki árar i bát, því starf- ið var líf og lífið var starf í hennar augum. Þegar hægri höndin hætti að hlýða henni, þá virkjaði hún hina vinstri til sauma og hannyrða. Starfslöngunin var alltaf söm við sig og hugsunin óbreytt þannig, að alltaf var tekið mið af þörfum ann- arra fremur en eigin. Það vita þeir, sem henni eiga mest að þakka. Ég efast ekki um, að margur hefur hlotið Fálkaorðuna fyrir minni af- rek, en hún innti af hendi í lífi og starfi. Hinsvegar mun það ekki hafa verið henni neitt tjón, þótt hún færi orðulaus af þessum heimi, því lífsskoðun hennar var hafin yfir ailan hégóma eins og oft vill verða með hinar hljóðlátu hetjur hvers- dagslífsins. Hún sá hið smáa í hinu stóra og hið stóra í hinu smáa. Þegar ég lít yfir lífsslóð hennar efast ég ekki um, að hún var ein þeirra, sem átti mikinn auð þeirrar gerðar, er mölur og ryð fá ei grand- að. Þótt ég hafi lítillega gripið hér á helstu æviatriðum Sigurdrífu Tryggvadóttur, þá var það ekki meiningin að skrifa ævisögu henn- ar, enda á hún gildari þátt í sögu landsins en svo, að slíku yrði gerð skil í stuttri blaðagrein. Hitt var miklu fremur meining mín, að þakka henni minnisstæða samfýlgd, kærar stundir og kynni góð. Þá vildi ég líka óska henni góðrar land- töku á hinni ókunnu strönd handan þess mikla hafs, sem aðskilur lif- endur og látna. Öllum börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur, þótt síðbúnar séu. Vigfús B. Jónsson, Laxamýri. t Öllum þeim sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU K. IMSLAND, og sýndu okkur hlýhug, flytjum við kærar þakkir. Edda R. Imsland, Jón B. Baldursson, Thorvald K. Impland, Dagbjört E. Imsland, Páll Imsland Albert, Engilbert, Ásta Steina, Bryngeir, Róbert og Matthías Páll. t Alúðarþakkir færum við öllum, sem okkar, tengdamóður og ömmu, minntust ástkærrar móður ÞÓRDÍSAR HARALDSDÓTTUR, Hagamel 52, er andaðist 28. desemþer. Helga Brynjólfsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Níelsson, Brynjólfur Þór Jónsson, Helga Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Svanborg Hauksdóttir og Þorbjörn Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU MAGNÚSDÓTTUR, Meðalholti S, síðast búsett á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Dúna Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir Jil allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, JÓNU MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR, Skipasundi 9. Guð blessi ykkur öll. Hinrik Ragnarsson, Edda Númina Hinriksdóttir, Bragi Ásgeirsson, Ragnar Árni Hinriksson, Helga Claessen, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.