Morgunblaðið - 28.01.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.01.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 C 23 Eftir lostið HELSTA ROKKSVEIT norðan heiða var akur- eyrska rokksveitin Lost, sem nú hefur hætt stðrf- um. Sveitin starfaði við góðan orðstí frá því snemma árs 1987 ogþar til hún lét staðar numið með kveðjukassettu í des- ember sl. Lost skipuðu Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Kristján Pétur Sigurðsson söngvari, J6- hann Ásmundsson söngvari, Ingvar Örn Eðvarðsson trommuleikari og Siguijón Baldvinsson gítarleikari. Eins og áður sagði varð sveitin til 1987 og hélt sína fyrstu tónleika nyrðra í des- ember það ár. Tónleikarnir MlGGY Pop, sem sendi síðast frá sér breiðskífu 1988, þegar Instinct kom út, hefur gert samning við nýtt fyrirtæki og fer í hljóð- ver til að takja upp nýja breiðskífu í febrúar. Upp- tökustjóri er Don Was úr sveitinni ITas (Not Was). ■ETjRÍKstuttu var sagt frá geisladiskaútgáfu á verkum Davids Bowies undir nafn- inu Sound + Vision. Nú hefur Bowie ákveðið að halda í heimsreisu í enda mars til að kynna útgáfuna og mun sú ferð heita Sound + Vision. Tin Machine verður ekki með í för, en engu að síður er plata með þeirri sveit á næsta leiti. Hvað varðargeisladiska- safnkassann Sound + Visi- on sem sagt var frá, má geta þess að hann er einnig til á plötum og segja fróðir að meira sé í plötuútgáfuna lagt en diskana. Morgunblaðið/Rúnar Lost: Ingvar, Rögnvaldur, Jóhann, Kristján og Siguijön. á Akureyri urðu allnokkrir, en syðra lék sveitin ekki nema tvisvar, í Duus við góðar undirtektir í mars 1988 og á tónleikunum Minni Steinþórs í Tunglinu í nóvember sama ár. Kassettan, sem heitir bara Lost og kom svo út í desember, var tekin upp í Hljóðrita í apríl sl., en á henni eru fjórtán lög. Með fylgir textabók með ævi- ágripipi sveitarinnar. Mezzofortefréttir ÞÆR fréttir bárust í vikunni að Mezzoforte hefðu gert samning um útgáfú á síðustu breiðskífú sinni, Playing for Time, í Bandaríkjunum og verður það fyrsta skífa sveitarinnar sem gefin verður út þar. Steinar Berg ísleifsson, sem er umboðsmaður sveitarinnar, er staddur á MIDEM-ráðstefnunni í Suð- ur-Frakklandi og sagði í samtali við Morgunblaðið að samningurinn, sem hann gekk frá á ráðstefnunni, hefði verið lengi í smíðum. Hann sagði hafa tafið fyrir samningsgerðinni að banda- rískir útgefendur hefðu ekki áttað sig á hvernig ætti að markaðssetja sveitina; tónlist Mezzoforte telst „svört“ tón- list í Bandaríkjunum og menn virtust eiga erfitt að átta sig á því að hvítir menn léku slíka tónlist. Steinar sagði eina helstu ástæðuna fyrir því hve langan tíma það hefði tekið að koma sveitinni inn á markað í Bandaríkjun- um að hann hefði ekki vilja semja við smáfyrirtæki, þó mörg slík hefðu sýnt áhuga. Playing for Time verður gefin út á Novus-merki BMG, sem er hreint jass- merki, en einnig verða gefn- ar út smáskífur með lögum sveitarinnar, sem tíðkast ekki með jasssveitir, þannig að útgefandinn bandaríski ætlar að reyna að ná inn á R&B markaðinn til viðbótar við jassmarkaðinn. Steinar notaði einnigtæki- færið á MIDEM og kynnti sólóskífu sem Friðrik Karls- son vinnur nú að. Hann sagði að menn hefðu lýst miklum áhuga, en enn væri of snemmt að fara að tala um útgáfusamninga, enda plat- an á frumstigi. DÆGURTÓNLIST Hvaó eraó marka breskupopppressuna? Sunnudags- glenna BRESKU tónlistarvikuritin Melody Maker, Sounds og New Musical Express, sem flestir dægurtónlistar- áhugamenn kannast við hér á landi eru þekkt fyrir lirifnæmi sitt og nýjungagirni í slagnum um að vera fyrst til að uppgötva næstu metsölusveit. Líklega er mörgum enn í minni hvernig þau, Melody Maker þar fremst meðal jafningja, hófu Sykurmoiana á arma sina og lofuðu svo flestum þótti nóg um. Sundays Smiths með kvensöngvara? Síðan breska „óháða“ poppsveitin The Smiths lagði upp laupana hefur breska popppressan sem nefnd er í upphafi leitað logandi Ijósi að arftökum sveitar- innar, sem var vinsæl- asta „óháða“ sveit heims þegar hæst lét. Til sögunnar hafa verið nefnd- ar ótal hljómsveitir með miklum glamúr og látum, og hamagangurinn oftar en ekki nánast gengið af sveitunum dauðum. Nýj- asta sveitin sem hampað er á þennan hátt (sögð poppsveit tíunda áratugar- ins) er The Sundays. The Sundays skipa David Gavurin, Harriet Wheeler, Paul Brindley og Patrick Hannan. David Gavurin semur öll lög sveit- arinnar en textana á söng- konan Harriet. Sveitin var stofnsett 1988 og hélt sína fyrstu tónleika um mitt árið. Eftir aðra tónleika sveitarinnar síðla árs 1988 kom útsendari Melody Maker að máli við sveitina og óskaði eftir því að fá að leggja forsíðu blaðsins undir mynd af henni. Fyrsta forsíðan kom svo skömmu eftir að sveitin hélt sína fyrstu tónleika. Fyrstu smáskífunnar var því beðið með mikilli eftir- væntingu og þegar Can’t Be Sure, kom út snemma árs 1989, náði lagið inn á topp 40 listann breska og sagt bera keim af m.a. Ammæli Sykurmolanna. Flestir voru sammála um að það væri einkar góð bytjun á ferli sveitar. Tón- listinni svipaði til Smiths með Cocteau Twins ivafi; þunglyndislegt breskt gítarpopp á lágum nótum með upphöfnum söog ’ Harrietar. Níu mánuðir liðu án þess að nokkuð heyrðist til sveitarinnar, en í síðustu viku kom svo út breiðskífan Reading, Writing and Arithmetic. Viðtökumar voru á þann veg sem búast mátti við; hljómsveitin á forsíðu og NME og heilsíðudómur í Melody Maker með tilheyrandi uppskrúfuðum ástaijátn- ingum og froðu. Það getur vart verið þægilegt að vera að hefja sinn tónlistarferil í sömu stöðu og The Sundays, enda kemur vel fram í við- tölum við sveitarmeðlimi að þeir eru hálf ringlaðir á öllum hamaganginum. Á einum stað kvarta þeir yfir því að vera hampað svo yfirgengilega; það sé ekki að þeirra ósk. Það er þó erfitt að skorast undan þegar maskínan er komin af stað og víst er að útgáfu- fyrirtæki sveitarinnar, Ro- ugh Trade, er hæstánægt með alla umfjöllunina. Hvort hljómsveitin standi undir öllu lofinu verður svo hver að gera upp við sig. eftir Árno Motthíosson GAMLAR GLÆÐUR UM MIÐJAN sjöunda áratuginn sást víða á veggjum í Lundúnuin krotað „Clapton er guð“ og var þá vísað í Eric Clapton, sem er án efa þekktasti rafgítarleikari seinni tíma. Þó hann hafi alla tið verið að Ieika ámóta tónlist, blúsblendið rokk, nýtur hann virðingar langt út fyrir raðir þeirra sem áhuga hafa á slíku. Clapton hefúr nú leikið blúsrokk síðan 1962 og ekki er langt síðan hann sendi frá sér plötuna Journeyman þar sem hann er enn við sama heygarðshornið. Gagnrýnendur hafa tekið plötunni nýju mjög vel og plötukaupendur einnig. Þó virðist sem mönnum þyki mest í varið að sjá Clapton á sviði, því svo mikil eftir- spurn var eftir miðum á ár- lega janúartónleika hans í Albert Hall í Lundúnum, að það seldist upp á átján tón- leika í röð. Þar af verða þrennir tónleikar hreinir blústónleikar, þar sem Buddy Guy og Robert Cray troða upp með Clapton. Á tónleik- unum mun Clapton leika lög af nýju plötunni í bland við eldri lög, aukinheldur sem hann mun leika konsert fyrir rafgítar, sem saminn var fyr- ir hann. Clapton segir frá því í viðtali sem birtist í síðasta tölublaði breska tímaritsins Q að hann hafi þurft að læra verkið utanað eftir eyranu, þar sem hann geti ekki lesið Eric Clapton nótur. í sama viðtali segist hann ekki geta leikið á gítar nema með hljómsveit, hann taki aldrei upp gítarinn heima. Þrátt fyrir þessa þörf fyrir að starfa með hljóm- sveit hefur honum gengið illa að haldast í lengi í sömu sveit þar til nú að hann hefur starfað með sömu mönnum síðan 1985, þegar sett var saman sveit vegna vinnu við plötuna Behind the Sun. Síðasta plata Claptons, August, seldist vel en þótti dauf tónlistarlega, sem Clap- ton viðurkenndi fúslega í við- tölum. Journeyman, aftur á móti, þykir sýna að enn lifi í gömlum glæðum og ekki sé ástæða til að ætla annað en að Clapton eigi eftir að starfa af fullum krafti næstu þijátíu árin eðaxsvo. MLED Zeppelin var vin- sælasta rokksveit heims á sínum mektarárum um miðjan áttunda áratuginn. Fyrir tæpum tíu árum lést trymbill hennar, John Bon- ham, og sveitin hætti störf- um. Nú herma ólygnir að Zeppelinfélagar hyggist taka upp þráðinn þar sem frá var horf ið og við trommusettið muni sitja John Bonhain yngri, sonur trymbilsins sáluga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.