Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 25
C 25 MORGUNBLAÐIÐ MEISININGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 lÆXiULAS'T/Hvad óttumst vid mest í sjálfum okkurf Stefnumót við Faust íKalifomíu EINN AF þeim sem sótt hafa leikstjórnarmenntun erlendis er Ásgeir Sigurvaldason, sem lauk námi frá University of California, Irvine vor- ið 1989 með uppsetningu á fyrri hluta Fausts eftir Goethe. Hann þreyt- ir nú frumraun sína sem leikstjóri hér heima ásamt öðrum leikstjórum afyngri kynslóðinni í dagskrá smáverka, sem Þjóðleikhúsið hefur tekið saman undir vinnuheitinu Stefhumót. Asgeir hóf leikstjómarnám sitt 1986, en hafði áður stundað leiklistarnám í tilraunaleikhúsdeild New York University, þar sem kenn- ararnir komu m.a. úr undirheima- leikhúsi 7. áratug- arins. Einn af kennuram hans var pólski leikhús- . frömuðurinn Jerzy Grotowsky, sem Ásgeir vann með í tvö ár. í leikstjórn- arnámi sínu setti hann m.a. upp Sjúk 'i ást eftir Sam Shepard, Skjald- bakan kemst þangað líka eftir Áma Ibsen og Antígónu eftir Anouilh. En lokaverkefni hans var eins og áður er getið Faust. Hvers vegna valdi hann Faust, eitt erfiðasta leikverk allra leikbókmenntanna? „Mér fannst það við fyrsta lestur yfirþyrmandi, stórt og flott, mikil klassík. Ég vildi takast á við erfið- ari verk eftir því sem liði á námið. Allir hinir leikstjóranemarnir voru að setja upp Shakespeare. Ég rakst á splunkunýja þýðingu eftir Luke á ensku sem mér fannst bæði ljóðræn og nógu nálæg til þess að hún gæti ^gert sig á leiksviði.“ Hvað var erfiðast í uppsetning- unni? „í fyrsta lagi þurfti ég að taka ákvörðun um Faust með ársfyrirvara fyrir verkefnaskrá leikhússins í skól- anum og þá hófst forvinnan. Ég bar saman þýðingar, greindi verkið, bjó til leikgerð, þar sem ég reyndi að nálgast hinn upprunalega Faust, sem Goethe skrifaði á æskuáranum, en gaf aldrei út. Það fannst ekki fyrr en eftir dauða hans. Það vora vissir fordómar hjá kennuranum mínum gagnvart Goethe, því ensku- mælandi þjóðir eiga sinn eigin Faust eftir Marlowe. Eins var erfitt að sannfæra leikarana sem tóku þátt í uppsetningunni (allt nemendur við sama skóla) að það væri þess virði að reyna við Faust og gefa þýðing- unni og verkinu tækifæri á leik- sviði.“ Hver er grandvallarmunurinn á Faust Goethes og Marlowes? „Heimsmynd og hugmyndafræði verkanna eru gjörólíkar. Hjá Goethe er hún meira í ætt við „heiðni" en hjá Marlowe er hún kristin og púri- tönsk. Boðskapurinn hjá Goethe er í ætt við kenningar Nietsche, þ.e. handan við gott og illt, og byggir ekki á kristnum andstæðum.“ Hvernig túlkaðir þú boðskap verksins? „Hjá Goethe er guðinn og hjáguð- inn Jarðarandinn, sem er hin skap- andi frummóðir alls, sem lifir. Krist- in hefð hefur haldið niðri hinu kven- lega og sett jafnaðarmerki á milli óhaminnar náttúru (sem þó ber að hemja) og hins kvenlega. Goethe stillir upp hugmyndinni um uppljóm- un og þroska mannsins, þ.e. að horfa á veröldina í afstæðu samhengi í stað þess að líta alltaf á hana sem baráttu milli andstæðna. Allt verkið er í hrópandi mótsögn við hugmynd- ir vestrænnar menningar um sjálfa sig.“ Hvað var það sem heillaði þig sérstaklega í Faust? „Mest heillandi persóna verksins er Mefistofeles. Persóna hans er skyld Loka í norrænu goðafræðinni — hann er fallegur, sjarmerandi, en tvíeggjaður. Hann er það sem við óttumst mest í okkur sjálfum. Um leið og við höfum greint hann, þ.e. teljum okkur vita hver hann er — þá skiptir hann um ham. Goéthe gerir Mefistofeles ekki að kristna djöflinum, heldur fer hann lengra aftur með hann og finnur hina upp- haflegu goðsagnafyrirmynd, þá sem við m.a. þekkjum úr grísku goða- fræðinni í líki Díonýsusar. Mefisto- feles er fulltrúi þess þáttar í mann- legu eðli, sem við vildum helst kveða niður, því hann brýtur í bága við allar venjur og hefðbundið gildis- mat. Við getum aldei fest hendur á honum, dregið hann í dilk og afmáð hann. Þess vegna er hann hættuleg- ur.“ eftir Hlín Aqnarsdóttur DJRSS/Fremstur evrópskrapíanistaf Tár í augum FRANSKIPÍ ANISTINN Michel Petrucciani hefúr hlotið þegnrétt í bandarískum djassi. Hann hefúr sest að í Bandaríkjunum og fetað í fótspor annarra evrópskra píanista eins og George Shearings, Maríu McPartlands, Victor Feldmans, André Previns og Joe Zawinuls. Blue Note-hljómplötuútgáfan sendir árlega frá sér Petrucciani-skífú og heitir sú nýjasta MUSIC. Petrucciani semur alla tíu ópusana er þar má heyra, en hann hefur það framyfir marga djassmenn sem semja allt sem þeir hljóðrita að hann er snjall að byggja —og hefur laglínu- næmi. Mér hefur oft flogið í hug hversu stór hluti af þeim aragrúa frumsaminna djassópusa sem hljóðritaðir hafa verið síðustu ár eru lítt bitastæðir og eftir Vernharð Linnet fæstir þeirra hafa ratað á efnisskrá annarra en höfunda — jafnvel þó frábærir séu. Sú íslensk djassskífa er ég hlusta einna oftast á er Sam- stæður Gunnars Reynis Sveinssonar. Hann er langfremsta djasstónskáldið sem við eigum og eitt frumlegasta djassskáld Norðurlanda — en ég man ekki til þess að íslenskir djassleikar- ar hafi haft verk hans á efnisskrá sinni — afturá móti hefur danski djasspíanistinn Ole Kock Hansen leikið verk eftir hann víða. Kannski er þetta gamla sagan — enginn er spámaður í sínu föður- landi — eða bara það að auðveldast er að leika standardana séu menn ekki að leika eigin verk. Miehel Pe- trucciani er spámaður í djassheimin- um óg jafn vinsæll í Frakklandi og Bandaríkjunum og þegar hlustað er á nýju skífuna læðist að manni sá grunur að nú ætli hann að festa sig í sessi og klifra upp vinsældalista. Hann er með hljóðgerfla, ásláttar- hljóðfæri og nikku til að skreyta tríóið sitt sígilda. Upphafsópusinn, Looking up, gæti sómt sér á vin- sældalistum: Manchini-bragð í laglínu og Methenyísk útfærsla — svo koma Minningar frá París, dramatík í lýrikinni og harmónikka og tár í augum, en spuninn er hreint og tært ljóð þar sem fagur ásláttur Petrucciani og skýr tónhugsun sam- einast í einfaldri línu. Hann byggir á skóla impressjónistanna og Evans sem Hancock, Corea, Jarrett og þeir félagar fullkomnuðu í Bandaríkjun- um og legið hefur nær evrópskum hugsunarhætti ert flest önnur ný- mæli í síðari tíma djasstónlist. Á Norðurlöndum hafa margir slegið tært í þeim stíl enda handgengnir evrópskum tónskáldskap. Clausen í Danmörku, Stenson í Svíþjóð, Eyþór hér heima og fleiri og fleiri — og enn fleiri á meginlandinu — en eng- inn stendur Petracciani á sporði. Hann er óefað fremstur evrópskra píanista að Martial Solal og Tete Montóliu frátöldum — en stíll þeirra er annarrar ættar. Michel Petrucciani Á leið upp vinsældalistana? Þriðji ópus skífunnar heitir My bebop tune. Þar er sveiflan á fullu. Andy McKee bassaleikari, Victor Jones trommari og píanistinn einir. Ekkert af aukahljóðfærum. Laglínan einföld en persónuleg, eins og það er nú orðið erfitt að leika slikt bíbopp. Klisjur meistaranna glymja ekki í eyrum og Petrucciani ekkert að látast vera taugaveiklaður snill- ingur — svo eru sömbur og fleira gott á Music og Taina Maria raular með honum og er skrifuð fyrir út- setningu á áslættinum. Þessi skífa er að því leyti ólík fyrri skífum Petrucciani að hljóð- gervlar skreyta hana. Samban er ekkert nýnæmi hjá honum; hér er Brasilíusvíta númer 2. Sú fyrsta var á síðustu skífu: M.P. plays M.P. En aðalatriðið er að þó hann fari ekki hefðbundnar slóðir — er ekkert smekklaust hér að finna heldur sumt það frískasta er hann hefur hljóðrit- að fyrir Blue Note. „Spurningin um þjóðlega eða ekki þjóðlega list er óþörf — spurningin um góða list eða ekki skiptir öllu.“ MYNDLISTÆr orðið „íslenskt mikilvægt í myndlistf Um þjóðleglieit SAMHLIÐA FJÖLGUN sýninga og eflingu listalífsins síðustu ára- tugi hefúr stundum komið upp umræða um hvort ákveðin mynd- list sé þjóðleg eða ekki, og þá undir þeim formerkjum að erlend- ir listastraumar séu af hinu illa. Þeir listamenn sem ekki láta sér nægja viðfangsefiii úr sögu þjóðarinnar eða lýsingar á landinu hafa stundum mátt sætta hinum verstu ákúrum; listamannadeilan sem Jónas frá Hriflu kom af stað 1942 verður lengi í minnum höfð sem mesti áreksturinn í okkar listasögu á þessu sviði. En þau viðhorf, sem menntamálaráðherra setti þá fram, heyrast enn; þeim er stundum skotið inn sem viðbót þegar fjallað er um verk listamanna af yngri kynslóðinni. Það er hægt að velta upp sést nú af þeirri arísku þjóðremb- spumingunni um hvað er ingsframleiðslu, sem þúsundára- þjóðleg list og hvað ekki á marg- ríkið hélt á lofti, en ýmsir þeir sem an hátt. Menn gefa sér mismun- nasistar bönnuðu og gerðu verk- andi forsendur fyrir svarinu, og efnalausa á sinni stjórnartíð eiga eru misjafnlega sér fastan sess í listasögunni. strangir á þau Nokkrir íslenskir myndlistar- skilgreiningar- menn hafa skapað sér orðstír á atriði sem lögð alþjóðavettvangi, og hafa í því era til grundvall- hvorki goldið þess né notið sér- ar. Það má líta á staklega að vera íslendingar; þeir tvö dæmi til að era virtir fyrir verk sín, og við sýna að svarið erum ávallt hreykin, þegar fréttir getur ekki verið berast hingað heim af góðu gengi einfalt. landans erlendis. Ef við færum Almenna Bókafélagið hefur gefið hins vegar að spyija, hvort list- út bækur sem Frank Ponzi tók sköpun þessa fólks sé íslensk list saman um myndir sem erlendir eða ekki, verður fátt um svör, því listamenn gerðu á ferðum um ís- að listamennirnir sjálfír velja sér land á 18. og 19. öld. Þær mynd- víðari sjóndeildarhring, og sannir ir sýna okkur landið, búskapar- listunnendur eru opnir fyrir fleiru hætti og þjóðina á einstæðan hátt. en Þv> sem þe>m er næst. Ef svo En era þessar myndir íslensk list? V8er> ekki, hefði lítið upp á sig að - Myndefnið er islenskt, en lista- kynna íslenska list erlendis, og mennirnir ekki, svo hér má svara enn mmni ástæða væri til að fá á ýmsa vegu. verk erlendra listamanna til sýn- Á síðasta ári kom út merk bók >nKa hér á landi. eftir Hörð Ágústsson, „Dóms- Spurningin um þjóðlegheit er dagur og helgir menn á Hólum“. einfaldlega óþörf, vegna þess að Þar er fjallað um mjög áhugavert ah>r menn- listamenn jafnt sem efni, sem mögulega tengir aðrir, bera merki uppruna síns. íslenska menningu enn fastari Marc Chagall sagði eitt sinn í við- böndum en áður við hið alþjóðlega tal>. að ..hver einasti listmálari er svið. En er þetta íslensk list? - fæddur einhvers staðar". Enginn Fjalirnar eru líklegast skornar á getnr hlaupið frá því, og enginn íslandi, mögulega af íslenskum sannur listamaður reynir slíkt; manni, en viðfangsefnið er erlent, uppgerð af öllu tagi skapar falsk- alþjóðlegt - svo enn er svarið við an tón, sem heyrist fyrr en varir. spurningunni skilyrt. Þess vegna er spurningin óþörf Þessi dæmi eru auðvitað ekki °g >' r»un skaðleg, því hún beinir tekin vegna þess að vert sé að athyglinni frá því hvort um sé að svara spurningunum um hvort ræða góða list eða ekki. listaverk geti talist þjóðleg eða Listamaðurinn Charles Burch- ekki, heldur til að sýna hversu field komst að niðurstöðu, sem varhugavert er að láta þær skipta hæfir vel sem lokaorð hér: „Til einhveiju máli yfir höfuð. Góð að ná til fólks um allan heim þarf myndlist hlýtur að vera jafngóð listamaður að eiga rætur í sínum hvar sem er, og léleg list batnar tíma og á sínum stað. Þeir sem ekki þó hún fái á sig þjóðræknis- myndast við að vera alþjóðlegir stimpil. Síðari fullyrðinguna má eða þjóðlegir af ásetningi, fram- styðja með því að benda á, að lítið leiða aðeins gelda list.“ eftir Eirík Þorlóksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.