Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 32

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 ÚTFARARÞJÓNUSTA OG LÍKKKSTIISMÍÐI Í AR LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR LAUFÁSVEGt52f RVK. SÍMAR: 13485, 39723 (A KVÖL ' Jt Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna verður haldinn mánudaginn 29. janúar á Hótel Holiday Inn og hefst kl. 14.00. Dagskrá skv. félagslögum: 1. Fundarsetning. 2. Kjör fundarstjóra og úrskurður um lögmæti fundar. 3. Ræða formanns, Haraldar Haraldssonar. 4. Skýrsla stjórnar. 5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 6. Yfirlit um starfsemi sjóða. 7. Kjör þriggja stjórnarmanna. 8. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 9. Kosið í fastanefndir. 10. Lagabreytingar. 11. Önnur mál. 12. Fundarslit. Gestur fundarins verður Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, og ræðir hann um breytingar í bankamálum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Haraldur Haraldsson Valur Valsson Listasögufyrirlestrar við Myndlistarskólann í Reykjovík. Tímar í listasögu hefjast 1. febrúar. Nánari upplýsingar í skólanum milli kl. 16 og 19. Skólastjóri. Myndlistaskólinn í Reykjavík, T ryggvagötu 15, simi 11990. Félag járniönaöarmanna Allsherjaratkvæöagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næstastarfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, *■ á skrifstofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra fé- lagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félags- ins og auk þess tillögur um 14 menn til við- bótarí trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnarog trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðju- daginn 7. febrúar 1990. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Norræna ráðherranefndin er samvinnustofnun ríkis- stjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir flest meginsvið samfélagsins. Skrifstofan hefur frum- kvæði að verkefnum og sér jafnframt um að ákvörð- unum ráöherranefndar- innar sé hrint í fram- kvæmd. Skrifstofan skipt- ist í fimm sérdeildir, fjár- hags- og stjórnsýsludeild, upplýsingadeild og skrif- stofu framkvæmdastjóra. SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR óskar að ráða: RÁÐUNAUT Á SVIÐI NEYTENDA- OG MATVÆLAMÁLA Einn af ráðunautum okkar lætur af störfum í mars 1990 og við viljum ráða eftirmann hans. Starfið sem ráðunautur við neytenda- og matvælamál er bundið sérdeild 5. Verk- efni ráðunautarins er m.a. ritarastörf fyrir norrænu embættismannanefndina um matvælamál og nor- rænu embættismanna- nefndina um neytendamál ásamt því að hafa sam- band við ýmsar samvinnu- stofnanir, áætlanir og vinnuhópa varðandi neyt- enda- og matvælamál. Skrifstofan getur einnig falið ráðunautinum önnur verkefni. Umsækjandi þarf að hafa staðgóða fræðilega og hag- nýta menntun. Starfið út- heimtir reynslu við störf hjá opinberum eða einka- fyrirtækjum. Skrifstofan telur það kost ef umsækj- andi hefur reynslu í tölvu- notkun. Ráðunauturinn verður að geta tjáð sig skýrt, bæði skriflega og munnlega á einu af þeim tungumálum sem notuð eru, en þau eru danska, norska og sænska. Starfið gerir kröfu til sam- starfshæfni og sjálfstæðis. Og því fylgja ferðalög á Norðurlöndum. Ráðningin er tímabundin með samningi til 4 ára með nokkrum möguleikum á framlengingu. Norrænar samvinnustofn- anir vinna að jafnrétti kynjanna og óska umsókna jafnt frá körlum sem kon- um. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráðning- artímanum. Vinnustaðurinn er Kaup - mannahöfn. Skrifstofan er hjálpleg með útvegun hús- næðis. Nánari upplýsingar veita Johs Kolltveit deildarstjóri og Sirkka Potila ráðunaut- ur. Harald Lossius, starfs- mannaráðunautur eða Annelie Heinberg, ritari stjórnar, gefa upplýsingar um ráðningarskilmála. Sími í Kaupmannahöfn 33 11 47 11. Umsóknarfrestur ertil 11. febrúar 1990. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordiska Ministerrádet, Generalsekreteraren, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K. BAKÞANKAR Karhnanns ígildi Edda min. Ég þakka hlýjar kveðjur í garð okkar Gunnars og annars heimilisfólks á Hlíða- renda. Mér varð nú að orði eftir að hafa lesið siðasta pistil þinn: „Mikið lifandi skelfing ætlar hún Edda min að eldast illa. Hún er að verða svo geðill með aldrinum!“ Ekki mun það koma mér á óvart að sjá þig upp á ölkassa á Lækjartorgi talandi á móti bjórnum, þegar frosthörkunum linnir. En svo fór ég að hugsa málið og sá þá að ekki gætum við allar elst jafnvel. Ég er auðvitað bara svona stálheppin, að hafa þetta jáfnaðar kvenrembu geð. Kona sem skiptir aldrei skapi, alltaf sama skemmtllega baráttu- glaða konan! Þá er komið að orði dagsins í þessu landsins útbreiddasta kvennablaði, sem ég var búin að velja vandlega til að fjalla um i þessum bakþönkum minum; „Karlmarms ígildi". Ég bið fólk að velta þessu skemmtilega orðatil- tæki ögn fyrir sér. Hvaða mat kemur þar fram? Ef kona er jafn- oki karls verður hún þá karl- manns ígildi? Aldrei hefur maður heyrt talað um kvenmanns ígildi, það er kannski ekki til? Er ekki gert ráð fyrir því í íslensku máli að konur geti gert sig gildandi sem konur? Og af því að þú, Edda mín, varst svo menningarleg í síðasta pistli, með virtar orðabækur á lofti, ák- vað ég að taka n ýju „íslensku orðsifjabókina" í notkun (sem ég „sparaði" svo mikið vlð að kaupa á tilboðsverði um daginn, ekkert út og restin vaxtalaus!). Ég vildi vita allt um þetta orðasamband. uppruna og merkingu og taldi víst að svarið væri að finna i þessari stóru og þykku bók um uppruna íslenskra orða. Ég reif plastið ut- an af bókinni og fletti upp á karl . . . en þar var bara að finna hefðbundna notkun á því <prði og engin orðasambönd gefin. Ég leit- aði undir „ígildi“ og „gildi" en ekk- ert „karlmanns ígil.di” fann ég þar. Ég dró því fram gömlu og góðu „íslenzku orðabók Menning- arsjóðs“ og jú þar var að finna undir „ígildi", „eitthvað sem getur komið í stað annars, jafngildi: peninga ígildi, karlmanns igildi". Segir þetta ekki allt; peningar og karlmenn saman á spýtunni en konurnar vantar! Það er hins vegar sjálfri mér umhugsunarefni afhverju ég hélt að ég myndi finna þau orð sem næðu yfir mínar hugmyndir og hugleiðingar í hinni nýju orðsifja- bók. Hvað hélt ég mig eiginlega vera að kaupa? Það er hins vegar vert umhugsunarefni í sjálfu sér hve orð eru mögnuð, og hvað þau búa yfir miklum krafti. Hvað þau geta sagt mikið og lítið. Eitt svona lítið og skemmtilegt orð eins og „karlmanns ígildi" getur slegið mann algjörlega út af laginu þvi þar endurspeglast aldagömul við- horf og mat og útilokar hálfa þjóð- ina. Hæsta stig konu er karlmað- ur. Mér fannst það nú dálítið spaugilegt að við vinkonurnar er- um að skrifa pistla í virt dagblað og erum þannig að reyna að gera okkur „gildandi" konur, en í besta falli getum við orðið „karlmanns igildi" enda hafa þeir smíðað verk- færin sem við erum að reyna að nota. Já, við konur verðum oft broslegar þegar við hættum okkur út á karlasviðið syngjandi hástöf- um; já, ég þori, get og vil! Það kom upp i huga minn skrítla sem ég hafði klippt út úr blaði og hékk á eldhússkápshurðinni hjá mér í mörg ár. Á myndinni mátti sjá karlmann, fýldan á svip, bogra undir húddi á bil sem greinilega var bilaður. Fyrir aftan karlinn stóð frúin glaðbeitt, með opinn munninn. Undir myndinni var þessi texti: „Heldurðu að það geti verið það elskan, að við erum ekki búin að borga síðustu af- borgunina af bilnum?“ Eg ætla að reyna að taka mig á og hætta að kaupa hluti á af- borgunum. Obs! Það er að segja, þegar ég verð búin að borga þessa annars ágætu orðsifjabók. eftir Helgu Thorberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.