Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 1
VIKUNA 24. FEBRÚAR — 2. MARS r
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 BLAÐ V,/
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8
Útvarpsdagskrá bls. 2-8
Hvað er að gerast? bls. 3/4
Myndbönd bls. 6
Bíóin í borginni bls. 7
Vinsælustu myndböndin bls. 8
Birkið við
efstu mörk
Það er nú almenn skoðun sérfróðra manna,
að birkiskógar landnámsaldar hafi vaxið
saman yfir Kjöl. Þa hafi birkið víða vaxið að
600 metra hæðarlínu. Um þetta varður meðal
annars fjallað í öðrum þætti myndaflokksins
Á grænni grein sem er á dagskrá Sjónvarps
nk. fimmtudag. Lýst er ferð Valdimars Jóhann-
essonar og Gísla Gestssonar með Sigurði
Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra, á
nokkra staði á hálendinu þar sem birkið vex
enn í allt að 600 metra hæð, en þeir heim-
sækja Stórahvamm, Karlsdrátt og Fögruhlíð.
Þar vex skógur í 400-500 metra hæð sem er
síst lakari en Hallormsstaðarskógur var um
síðustu aldamót. í myndinni eru m.a. sýndar
Ijósmyndir frá Hallormsstað sem teknar voru
1903.
Ljósmyndavörur hf. kostuðu gerð myndar-
innar eins og allra myndanna í þáttaröðinni,
sem sýnd er í tilefni „Landgræðsluskóga -
átak 1990“. Framleiðandi er Víðsjá kvik-
myndagerð.
FJÖTRAR
Hátt í hlíðum Pakistan er fjöldi akra sem
þaktir eru valmúa, heróínjurtinni. Þessi
jurt er eina gróðavon bændanna þarna en fyrir
hennartilstuðlan látast hundruð manna árlega.
Fjötrar, nýr framhaldsþáttur í sex hlutum, sem
hefur göngu sína á Stöð 2 nk. sunnudag, fjallar
um baráttu gegn þessum ógnvaldi.
Alþjóðleg eiturlyfjaviðskipti og eiturlyfja-
neysla eru staðreyndir en í þessum spennandi
framhaldsmyndaflokki kynnast áhorfendur því
hvernig þessum ólöglegu viðskiptum er háttað,
hvernig miskunnarlausir alþjóðlegir dreifinga-
raðilar starfa en mannslífið er í þeim undir-
heimum einskis virði.
Breski ráðherran Jack Lithgow, sem leikinn
er af Bill Paterson, gerir baráttuna gegn eitur-
lyfjavandanum að sínu máli. Hann hyggst byrja
á því að hindra heróínflutninga frá Pakistan.
Þegar fjölskylda hans og vinir dragast inn í
atburðarásina verður barátta hans martraðar-
kennd. Engum er þyrmt í þessum undirheim
sem stjórnast af miskunnarlausri fégræðgi.
Þing Norðurlandaráðs og
heimsmeistarakeppnin
Dagskrá beggja rása Ríkisútvarpsins næstu vikuna mun markast af fram-
ístöðu íslendinga á þingi Norðurlandaráðs og á Heimsmeistaramótinu
í handknattleik. Á báðum þessum stöðvum munu íslendingar standa í
ströngu, stjórnmálamennirnir í Háskólabíói og handknattleiksmennirnir í
Tékkóslóvakíu.
iþróttadeildin mun fylgjast grannt með gangi mála í Tékkóslóvakíu, en
auk þess mun Dægurmáladeildin fylgjast með undirbúningi liðsins fyrir
leikinn gegn Júgóslövum.
Fréttastofan mun flytja fréttir af þingi Norðurlandaráðs, efna til umræðu-
þáttar um stöðu Norðurlandanna í Evrópu framtíðarinnar og í þættinum
Að utan verður rætt við forsætisráðherra Norðurlandanna. Auk fréttastof-
unnar verða fleiri deildir með norrænt efni. Sérstakt norrænt kvöld verður
nk. mánudag þar sem flutt verður talað mál um norðurlöndin og norræna
samvinnu og leikin tónlist frá Norðurlöndunum. í Litla barnatímanum verða
fluttar þjóðsögur og ævintýri frá Norðurlöndunum alla vikuna.