Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
'« 1
■
.
wBSmmí
■vf' ' í-
■n . >
hefur unnið sigur
med uppfærsiunni
á Endurbygglngu í
ÞJóðleikhúsínu,
Hún segist ailtef
ákveðin í að hætta
ieikstjórn eftir ^
hverja frumsýningu
og aldrei ákveðrpR
en nú, — entí
hyggst hún snuá
sérað
kartöfiúræíct
eftir Svein Guðjónsson/Mynd: Ragnar Axelsson
ÞAÐ ER hátt til lofts og vítt til veggja í þessu’gamla timburhúsi
við Laufásveginn. Við göngum í eins konar hring, í gegnum eld-
húsið og inn í tvær samliggjandi stofiir. I annarri þeirra stendur
forláta flygill og gamall útskorinn stóll. í hinni er grænt sófasett
og eins konar himinsæng úr dökkum viði. Þetta minnir á sviðs-
mynd úr leikriti frá Mið-Evrópu um miðja öldina, ef hljómflutnings-
tækin eru undanskilin. Svona hús hefúr öðruvísi sál en þau sem
byggð eru nú til dags og ég hef á orði að mér þyki íbúðin sér-
kennileg og skemmtileg. Brynja er sammála því, en bætir við að
það hafí þótt glapræði þegar þau Erlingur festu kaup á húsinu
á sínum tíma. „Þá voru timburhús bara timburhús og allt skyn-
samt fólk fjárfesti í steinsteypu uppi í Breiðholti.“
FFlestir eru sammála um að
Brynja Benediktsdóttir
hafi unnið sigur með upp-
færslu sinni á leikritinu
„Endurbyggingin" í Þjóð
leikhúsinu, ekki síst í ljósi þess að
höfundurinn, Vaclav Havel, sem við-
staddur var frumsýninguna, hefur
óskað sérstaklega eftir því að sýn-
ingin verði fest á myndband og not-
uð sem fyrirmynd annars staðar, þar
sem verkið verður sett á svið. En
hvernig líður leikstjóra á frumsýn-
ingu þegar sjálfur höfundurinn situr
meðal leikhúsgesta?
„Mér líður alltaf vel á frumsýning-
ardegi því þá er raunverulega verki
mínu lokið. Þá get ég ekkert annað
gert en að senda orku og andlegan
kraft til þeirra sem eftir stánda í
eldlínunni, sem eru fyrst og fremst
leikararnir á sviðinu og svo leikhús-
fólkið í kringum sviðið. Auðvitað var
óskaplega gaman og uppörvandi að
fá Havel á sýninguna, en ég hef oft
áður haft höfunda á frumsýningu,
og það breytir í rauninu engu um
sjálfa sýninguna. Athygli leikstjór-
ans er ekki á höfundinum eða fólk-
inu í salnum heldur uppi á sviðinu.
Árangur þeirrar vinnu sem menn
hafa lagt á sig, það er fullsköpuð
sýningin, skiptir þá öllu máli og allt
annað er aukaatriði, Nærvera Ha-
vels breytti því engu hvað þetta
snerti, en mér fannst auðvitað gott
að finna hvað hann var hrifinn og
ánægður. Hann var ósköp Ijúfur og
indæll og svona maður, sem hefur
þessa lífsreynslu og er leikhúsmaður
af Guðs náð, hann segir ekkert sem
hann meinar ekki. Maður veit að
hann er ekki að blaðra svona út í
bláinn.“
— Ertu kannski aldrei stressuð í
starfinu?
„Jú, biddu fyrir þér. Manni iíður
oft óskaplega illa. Það er dálítið
skrítið að mér líður yfirleitt verst í
upphafi vinnunnar, þegar ég er að
vinna það sem kallað er forvinna,
þegar ég er að finna út hvernig í
andskotanum ég á að koma verkinu
til skila, til áhorfenda minna, með
þeim listamönnum sem ég hef á að
skipa hveiju sinni. Það er minn höf-
uðverkur og fyrir mig er þessi tími
hræðilega kvalarfullur.
Hins vegar er þessi ferill mismun-
andi, eftir að leikstjórinn hefur gert
upp við sig þann skilning sem hann
ætlar að leggja í verkið, þær að-
ferðir sem hann ætlar að nota, og
með hvaða fólki hann ætlar að vinna.
Þá hefjast leikæfingar og þær eru
náttúrulega krefjandi vinna, sem
reynir mjög á verkstjórnarhæfileika
leikstjórans. Leikæfingarnar skipt-
ast í mörg tímabil og ánægjulegasta
tímabilið er þegar leikararnir fara
að hata leikstjórann og kenna honum
um allt sem miður fer. Það er merki
þess að leikarinn er að taka yfir.
Þá er hann búinn að þiggja þá möt-
un sem leikstjórinn getur boðið hon-
um upp á og er farinn að leggja
sjálfstætt mat á túlkunina. Á vissan
hátt er hann að yfirgefa leikstjórnina
og það er mikilvægur áfangi í sköp-
uninni og merki þess að eitthvað sé
að fæðast."
Uppllfun af efri
svölum
Brynja kveðst ekki minnast þess
að hafa í bernsku dreymt um að
verða leikkona. Hún fæddist á
sveitabæ í Mýrdal í Vestur-Skafta-
fellssýslu, dóttir hjónanna Benedikts
Guðjónssonar kennara og Róshildar
Sveinsdóttur frá Fossi. Þegar hún
var sjö ára fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur.
„Ég held að pabbi og mamma
hafi flust í bæinn til að koma okkur
krökkunum til mennta. Á þeim árum
var nánast ógerningur að koma
I