Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 LÆKNISFRÆÐIÆ/g^r lífió á? Sveinn Pálsson ogKópur ÞEGAR Bjarni Pálsson gerðist fyrsti landlæknir hér árið 1760, nýkominn frá próíborði í Hafn- arháskóla, var hann eini lækn- islærði maðurinn í þessari dönsku nýlendu. Bjarni og eftirmenn hans í Nesi við Seltjörn kenndu nokkrum ungum mönnum fræði sín og gegndu sumir þeirra störf- um fjórðungslækna eftir að þeirri skipan heilbrigð- ismála var komið á. Einn þeirra var Sveinn Páls- son og lærði af frænda sínum Jóni Sveinssyni sem tók við emb- ætti landlæknis skömmu eftir lát eftir Þórarin Guðnoson Bjarna. Sveinn var Skagfírðingur, fæddist 1762 og tók lokapróf úr Hólaskóla tvítugur að aldri en hóf læknisnám haustið eftir. Til Hafn- ar sigldi hann svo að fimm árum liðnum til frekari læknismenntun- ar og lukust þá upp fyrir honum nýir heimar. Samhliða námi í læknisgreinum og heimspeki lagði hann stund á almenn náttúruvís- indi, og á kynni sín af leiklist í borginni minnist hann síðar þegar hann setur saman eigin ævisögu og talar jafnan um sjálfan sig í þriðju persónu: „Komedíuhúsið var sá einasti lystisemdastaður í Höfn, sem Sveinn gat ekki móti sér látið að sækja, þegar ekki þvertók skildingsleysi, og iðraði hann þess aldrei." Sveinn lauk ekki prófi í læknisfræði en útskrif- aðist sem náttúrufræðingur og fyrstu árin eftir heimkomuna ferðaðist hann víða um land á vegum náttúrufræðifélags í Dan- mörku og skráði ítarlegar dag- bækur og ritgerðir á dönsku sem í fyrsta skipti birtust á prenti og þá í íslenskri þýðingu röskum hundrað árum eftir dauða höfund- ar (Ferðabók Sveins Pálssonar, Reykjavík 1945). Lækningar stundaði Sveinn í og með á þess- um ferðaárum 1791-97 en eftir það varð þjónustan við sjúka meg- instarf hans og þarf engan að undra þótt hún reyndist tímafrek. Umdæmi hans náði frá Reykjavík að Lómagnúp og Vestmannaeyjar þá meðtaldar, en oft varð hann að sinna sjúklingum langt austur í næsta hérað. Vötnin eru mörg og ströng, hvergi var brú og hvergi neitt það sem nú á dögum gæti kallast vegur. Sveinn gekk að eiga Þórunni, yngstu dóttur Bjarna landlæknis, og hokruðu þau fyrst undir Eyja- fjöllum um skamma hríð en flutt- ust svo að Kotmúla í Fljótshlíð og bjuggu þar í 12 ár. Almenning- ur hafði úr litlu að spila og lækn- ar fengu ekki ævinlega mikið fyr- ir snúð sinn, enda neyddist Sveinn til að stunda sjóróðra með Eyfell- ingum og sækja þannig björg í bú. Næst lá leið þeirra hjóna til Víkur í Mýrdal og áttu þau þar heima til dauðadags. Sveinn treysti sér ekki til að gegna emb- ættisstörfum lengur en til 1833 Sveinn Pálsson enda þá kominn yfir sjötugt og bagaður af nárakviðsliti. Hann iifði sjö ár eftir það, dó 1840 og hafði þá verið ekkjumaður í fjögur ár. En nú víkur sögunni til Gríms Thomsens skálds og bónda á Bessastöðum. í mánaðarblaðinu Sunnanfara 1894 birti hann kvæðið um Svein Pálsson og Kóp. Þá var Sveinn búinn að liggja meira en hálfa öld í gröf sinni og er líklegast að Grímur hafi í æsku, áður en hann lagði upp í sína Iöngu útivist með öðrum þjóðum, heyrt frægðarsögur af lækninum sem var þekktur fyrir samvisku- semi og skyldurækni, þrátt fyrir marga raun og kröggur í vetrar- för. En hvaðan var stólpagrípur- inn Kópur og hvaða Jökulsá glímdu maður og hestur við í kvæðinu? Fleiri en eitt og fleiri en tvö straumvötn á svæði því sem Sveinn læknir sinnti bera þetta nafn og mætti ætla að flestum dytti í hug Jökulsá á Sólheima- sandi en öðrum þætti sennilegra að kvæðið væri „skáldskapur“ frá upphafi til enda. Grímur tekur sjálfur af skarið í ritgerð sem hann skrifaði í Dýravininn: „Nafn- kenndastir hestar hér á landi á síðari tímum voru þeir Kolur, hestur síra Þorláks á Skinnastöð- um, og Hornafjarðarkópur... Kóp- ur er sá eini, sem ég hef heyrt um getið, sem borið hefur þann er á honum sat yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, og var áin rúmlega á miðjar síður, en al- mennt álitið hún sé ófær, er hún nær kviði. Kópur var hann kallað- ur, sökum þess hann aldrei gekk úr holdum, og var hann þó allra hesta fjörugastur og þolnastur. Ekki man ég, hver eigandinn var, en heyrt hef ég, að góðhestakyn í Hornafirði sé helst komið af Kóp.“ Greinin birtist 1887 og að líkindum hefur Grímur þá ekki verið búinn að yrkja kvæðið góða. Húsverndarsjóður Reykjavíkur í lok apríl verður úthlutað lánum úr Húsvemdarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til við- gerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða bygg- ingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar- góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verk- lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur ertil 6. apríl 1990 og skal umsókn- um, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. HERRASKÓR Litur: Svart Stærð: 40-46 Verð: 2.990,- Ath: Mjúkir, léttir og úægilegir Kringlunni, s. 689212. —ssOBm VELTUSUNDÍ 1 21212 Domus Medica S. 18519. RYMINGARSALA í annaó skipti á 12 árum. Nú vegna skipulagsbreytinga. Selt verður með góðum afslætti: Sígild húsgögn og lampar, sýningarhúsgögn, hlutir, sem hætt er að framleiða, gluggatjaldaefni, bútar og fl. Rýmingarsalan stendur yfir dagana 15., 16. og 17. mars. Listi yfir vörurnar liggur frammi í versluninni frá mánudagsmorgni 12. mars. TILKYNNING UM iFLUTNING Eftirtaldar endurskoðunarskrifstofur hafa flutt starfsemi sína í Ármúla 10. Endurskoðunarskrifstofan hf. Endurskoðunarskrifstofa Bergs Tómassonar hf. Endurskoðunarskrifstofa Kolbeins Jóhannssonar (beinn sími 38888) Endurskoðunarskrifstofa Ólafs J. Ólafssonar sf. Endurskoðunarskrifstofa Tómasar Þorvarðarsonar (beinn sími 32408) Nýtt símanúmer er / 687210 Lausnin . *y"f lagermn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinn þarf að vera rétl skipulagðurtil að rétt nýting náist fram. Kynntu þér möguleikana semviðbjóðum. LAGERKERFIFYRIR VÖRUBRETTI Mjög hentugt kerfi og sveigjaniegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR UMBOÐS-OG HEILDVERSLUNIN BÍLDSHÖFDA 16SÍMI672444 TELEFAX6725 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.