Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 12

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 Lýörœbissinnar stofnaflokk ogstefna ab sigri í kosningum Zorig Sanjasuren og stuðningsmenn: Afsagnar forystunnar krafizt. MONGÚLÍU VINDAR BREYTINGANNA hafa borizt alla leið til Mongólíu, af- skekkts lands hirðingja og eyðimerkur milli Sovétríkjanna og Kína, sem er þrisvar sinnum stærra en Frakkland. Stjórn mongólskra kommúnista hefur orðið fyrir sams konar þrýstingi og varð kommún- istaleiðtogum í Austur-Evrópu að falli. Nýlega fjarlægðu valdhafarn- ir siðustu styttuna af Stalín í höfiiðborginni Ulan Bator að kröfii ungrar og reynslulítillar lýðræðishreyfingar, sem hefur staðið fyrir útifundum siðan í desember og fékk nýlega að stofiia fyrsta stjórnar- andstöðuflokk landsins. Stalínslíkneskið var tákn um yfirgnæfandi áhrif Rússa í Mongólíu, en valdhaf- amir hafa reynt að koma á nokkrum umbótum inn- anlands og tekið upp sjálf- stæðari utanríkisstefnu. Fyrir skömmu fór forsæt isráðherrann, Dumaagiyn Sodnom, í sögulega heimsókn til Japans til að tryggja japanskar íjárfestingar og stuðla þannig að því landinu verði bjargað úr viðjum stalínisma. Enginn leiðtogi landsins hafði áður farið í heimsókn til auðugs kapítalistaríkis síðan kommúnistar tóku völdin fyrir 69 árum. Víðtækur stuðningur Lýðræðissinnaðir stjórnarand- stæðingar njóta víðtæks stuðnings í baráttu sinni fyrir því að binda enda á stjórn kommúnista. Þegar þeir stofnuðu Mong- ólska lýðræðis- flokkinn í febrúar kröfðust þeir þess að leiðtogar komm- únista segðu af sér og að mannréttindi og trúfrelsi yrðu virt. Lýðræðissinnar stefna að sigri í kosningum, sem kunna að fara fram eftir nokkra mánuði, en flokkur kommúnista, Al- þýðubyltingarflokkurinn, mun veij- ast af alefli. „Lýðræðishreyfingin hefur eflzt meir en nokkurn óraði fyrir,“ sagði erlendur stjórnarerind- reki nýlega. „Ef kosningar verða haldnar er ekki ósennilegt að Mong- ólski lýðræðisflokkurinn sigri og myndi ríkisstjórn." „Við hvetjum til þess að efnt verði til réttarhalda gegn þeim embættis- mönnum, sem gerðu þjóðina háða erlendum ríkjum og leiddu kreppu yfir þjóðina, og að þeim verði refs- að,“ sagði í samþykkt, sem var gerð á stofnfundi lýðræðisflokksins. Átt var við núverandi og fyrrverandi valdamenn, sem hafa hlýtt skipunum frá Moskvu, fyrst og fremst Yumz- mm ERLEND mm HRIWCSIÁ eftir Gudm. Halldórsson hadyn Tsédenbal fyrrum flokksleið- toga, sem býr í Moskvu ásamt sovézkri eiginkonu, og Zhambyn Batmunkh, sem tók við af honum 1984. Um leið var Míkhaíl Gorbatsj- ov sent bréf, þar sem honum var hrósað fyrir að reyna að binda enda á valdaeinokun sovézkra kommún- ista og sagt að Mongólski lýðræðis- flokkufinn stefndi að umbótum í hans anda. Á fundinum ríkti mikill samhugur með þremur milljónum Mongóla, sem búa rétt handan landamæranna í Innri-Mongólíu og lúta stjórn Kínveija (íbúar „Ytri-Mongólíu“ eru heldur færri). Lesin var orðsending frá „mongólskum bræðrum og systr- um“ í Innri-Mongólíu með svohljóð- andi tilvitnun í Genghis Khan, sem sameinaði alla Mongóla á 13. öld og réð yfir heimsveldi, sem náði frá Kyrrahafi til Dónár: „Þið megið ekki halda að leiðin sé of löng. Farið þið og náið markinu. Þið megið ekki halda að það sé of erfitt, reynið og ykkur mun takast það.“ Þegar tilvitnunin var lesin risu fundarmenn úr sætum og hrópuðu „Mongólar! Mongólar!" Genghis Khan hetja Kínveijar hafa nokkrar áhyggjur af því að Mongólar hafa fyllzt nýju þjóðarstolti, eins og i ljós kom á fundinum. Þeir óttast að ólgan í Ulan Bator kunni að breiðast út til Innri-Mongólíu og að Mongólar beggja vegna landamæranna hefji baráttu fyrir sameiningu. Japans- ferð mongólska forsætisráðherrans og fyrirsjánleg þróun í átt til fyöl- flokkakerfis í Mongólíu vekja einnig ugg í Peking. Kínverskir fjölmiðlar hafa ekkert sagt frá atburðunum í Mongólíu, en mongólska sjónvarpið var með beinar útsendingar frá stofnfundi Mongólska lýðræðis- flokksins. Til skamms tíma töldu mongólsk- ir valdhafar nána vináttu við Rússa nauðsynlega til að halda Kínveijum í skefjum. En viðskipti Mongólíu og Kína hafa aukizt síðan sambúð Kínveija og Rússa fór að batna og þeir sem ferðast milli Iandanna þurfa ekki lengur vegabréfsáritanir. Um 60,000 sovézkir hermenn hafa verið í Mongólíu, en talið er um tveir þriðju þeirra verði farnir fyrir árslok. Genghis Khan hefur verið hafinn til skýjanna í Mongólíu á ný og er tákn mongólskrar þjóðarvakningar, þótt hann sé talinn blóðþyrstur landvinningamaður á Vesturlönd- um. Eftir valdatöku kommúnista var nafn hans þurrkað út og hættu- legt gat verið að minnast á hann opinberlega, þar sem hann hefði verið „afturhaldssinni“. Nú vinna mongólskir sagnfræðingar að því að veita honum uppreisn æru og almenningur dýrkar hann sem þjóð- hetju. Opinberlega er sagt að á honum hafi verið „tvær hliðar“ og sagnfræðingurinn Natsaglery telur að hann hafi verið „60% góður og 40% slæmur". Fyrirhugað er að skíra nýtt hótel í höfuðið á honum og Genghis Khan-vodka er væntan- legt á markaðinn. Syndir fortíðarinnar Fyrstu valdhafar kommúnista í Mongólíu, sem er næstelzta komm- únistaríkið, minntu um sumt á Genghis Khan og voru „stalínskari en Stalín“. Þúsundir búddamunka, presta og annarra stjórnarandstæð- inga voru teknir af lífi, musteri voru lögð í rúst og klaustrum var lokað á árunum eftir 1930, í valda- tíð Choibalsans, sem var kallaður „Stalín Mongólíu". Nú er aðeins eitt klaustur starfandi, en til stend- ur að opna fleiri og nefndir hafa verið skipaðar til að veita fórn- arlömbum Choibalsans uppreisn æru. Tsédenbal, sem var var vikið frá völdum 1984, var forsætisráðherra í 32 ár og leiðtogi kommúnista- flokksins í 26 ár. Hann er hataður vegna þess að hann gróf undan Lýðræðissinnar á útifundi: Víðtækur stuðningur. mongólskri menningu og upprætti búddatrú að mestu, stóð fyrir hreinsunum í anda Stalíns og kom á samyrkjubúskap, sem hirðingjar áttu erfitt með að aðlagast. Núver- andi valdhafar viðurkenna að kúg- unarstjórn Tsédenbels hafi orðið mörg þúsund manns að bana og æ meira hefur borið á gagnrýni á hann í ríkisreknum blöðum Mong- ólíu. Batmunkh, núverandi leiðtogi, hefur fjarlægt verstu einkenni stalínismans og fylgt fordæmi Gorbatsjovs, sem hefur raunveru- lega sagt honum að Mongólíumenn þurfi ekki lengur að hlýða Rússum í blindni. Ein helzta breytingin er sú að stjórn skipulagsmála hefur verið færð í nýtt horf og tillögur hafa verið gerðar um breytingar í menntunarmálum. Hefðbundnar nýárshátíðir hafa verið leyfðar á ný og hirðingjum hefur verið leyft að eiga hjarðir, en dýrin mega þó ekki vera fleiri en 150. „Glasnost“ Árleg aðstoð Rússa hefur numið 880 milljónum dollara, eða helmingi þjóðartekna, og Mongólíumenn munu skulda þeim fimm milljarða dollara. Áhugi Rússa á að hjálpa Mongólíu hefur dvínað, þar sem þeir eiga sjálfir við ærna erfiðleika að etja. Mongólía er ekki lengur <-“>16. sovétlýðveldið". Um 95% utanríkisviðskipta Mongólíu hafa verið við Comecon, markaðsbandalag kommúnista- ríkja, en það er í upplausn. Stjórn landsins beinir sjónum sínum í vax- andi mæli til auðugra iðnríkja eins og í ljós kom þegar mongólski for- sætisráðherrann fór til Japans. I ferðinni undirritaði hann samning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.