Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
4
PÁPARF
ÉGAÐFARA
f HRIKALEGA
SÁLUSORGUN...
í TRÚNflÐI/A UÐUR EIR VILHJÁLMSDÓTTIR
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
KANNSKI verða brautryðjendurnir alltaf að bíða
eftir sögunni. Það hefur stundum hvarflað að
mér að eigi við um Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem
var fyrsta konan til að taka prestsvígslu á Is-
landi. Þó lygilegt sé eru ekki nema sextán ár
síðan. Eftir 1981 tóku kvenprestar svo að þyrp-
ast út á akurinn og þykir varla f réttnæmt nú
þó kona taki vígslu. Auður Eir var lengst af eina
konan í guðf ræðideild frá 1956 til 1962. Ég man
eftir prófprédikun hennar í Háskólakapellunni
og að hún talaði öðruvísi, hún sló til dæmis á
létta strengi svo að virðulegir gestir litu hver
á annan í forundran áður en þeir létu eftir sér
að brosa. Hún vann í Kvenlögreglunni með
námi, starfaði innan Hjálpræðishersins og lenti
í hinu umtalaða Bjargsmáli 1967 er hún var
sökuð um harðræði við stúlku sem þar var en
strauk síðar. Bjargsmálið loddi við hana lengi
og stóð henni ugglaust fyrir þrifum þegar hún
reyndi að sækja um brauð — jafnvel löngu eftir
að allir höfðu viðurkennt að málinu hafði verið
snúið á haus að ekki sé nú talað um að allir
voru löngu búnir að gleyma um hvað það sner-
ist.
Auður Eir er glaðlynd og hlý, einörð í f ram-
komu, hún hefur smitandi hlátur og virkar býsna
margþættur persónuleiki, einlæg trúkona og í
bland við að vera jarðbundin og yfirveguð, mik-
il tilfinningamanneskja. Hún hefur fitjað upp á
nýjungum í kirkjulegu starfi I Þykkvabænum en
þar hefur hún þjónað síðustu tíu ár. Við töluðum
saman tvisvar vegna þessa viðtals. Þegar hún
skilaði mér því úr yfirlestri hafði hún breytt
ýmsu. „Ég er til í að ræða tilfinningar mínar
við þig,“ sagði hún, „en ég uppgötvaði um helg-
ina að ég er ekki reiðubúin að ræða þær við
alla þjóðina."
Við spjölluðum margt þessar stundir. Ég
sagði mér fyndist kirkjan þung og næði ekki til
mikils þorra manna. Hvaða skoðun hefur hún á
því?
að þarf að vera
meiri gleði í kirkj-
unni, hún þarf að
vera nær okkur
og opnari. Við verðum að
sameinast um að vita hvern-
ig við eigum að bera fram
fagnaðarerindið. Ég starfa
með nokkrum kvennahópum
þar sem við ræðum þetta.
Og í Þykkvabæ er hópur með
konum og körlum. Hver hóp-
ur hittist einu sinni í mánuði
eða oftar, við tölum um trúna
og lesum úr biblíunni. Mér
finnst slík hópstarfsemi lyk-
ilatriði. Ég tel að við skerp-
um lífssýn okkar með því að
tala saman og miðla reynslu
og finna til samsvörunar við
það sem við lesum. Þessar
konur hafa ekki allar alist
upp við trúarræktun eða iðk-
un en vilja efla þennan þátt
vitundar sinnar. Mér finnst
þessi starfsemi byggjast á
tvennu. Við finnum samspil
lífs okkar og hinna kristnu
sanninda. Svo erum við allar
stjórnendur, hver ber sína
ábyrgð og allar geta fært
fram það sem þær vilja. Þeg-
ar við byrjuðum fannst mér
ég vita hvað þessir hópar
ætluðu að gera en ekki
hvernig við færum að því.“
Varstu trúrækin sem
barn?
„Ég hafði sterka trúarvit-
und og sótti sunnudagaskóla
hjá KFUK og fannst það
stórkostlegt. Á hverjum
sunnudegi v_ar þar þéttsetinn
bekkurinn. Á bernskuheimili
mínu var trúrækni eins og
var og er á svo mörgum
heimilum. Svona á sinn hátt.
Pabbi fór með okkur í sunnu-
dagsgöngur, niður á höfn að
skoða skipin, og svo var
komið við í Dómkirkjunni á
heimleið. Ekki hlýddum við
endilega á alla guðsþjón-
ustuna en fengum andrúmið
í okkur ung. Það var
skemmtilegt. Eftir stúdents-
próf úr Verzlunarskóianum
1956 fór ég í guðfræðideild.“
Ég hegg eftir því að þú
notar oft orðið skemmtilegt.
„Það er vegna þess mér
finnst svo margt skemmti-
legt. Þetta hópstarf sem ég
minntist á. Ogtrúin er
skemmtileg. Hvað ég meini?
Sjáðu til. Hún er svo hress-
andi.Að vera með fólki sem
hittist í trúnni sinni, fólki
sem er glatt. Kristin trú er
fagnaðarboðskapur. Þess
vegna hlýtur trúin að ger_a
okkur glöð og fagnandi. Ég
veit að mörgum finnst vera
þyngsli og drungi í kirkj-
unni. Ég hugsa það séu þess-
ar hefðir.“ Hún hallar undir
flatt. „Það er erfitt að rífa
sig frá þeim. Stundum eru
þær líkt og skurðgoð sem
má ekki hrófla við. En þetta
hlýtur að breytast. Mér
finnst eftirtektarvert að
sumar prestssystur mínar
eru ekki jafn fastar í hefðun-
um.“
Auður lauk guð-
fræðiprófi 1962
og hafði þá að-
eins ein kona
lokið því áður. Hún tók ekki
vígslu fyrren árið 1974. Sú
sem næst kom var elsta dótt-
irhennar, Dalla, 1981. Svo
var líkt og flóðgátt opnaðist
og nú hafa 18 konur tekið
vígslu. Sárafáar konur höfðu
verið í deildinni áður né voru
henni samtíða.
„Samt virtist þetta mjög
hversdagslegt í augum próf-
essora minna. Það var eins
og ég væri þúsundasta kon-
an. Jú, mér féll margt vel í
deildinni. En það hefur
heyrst að sumir kveinkuðu
sér. Fannst guð hlyti að vera
alls staðar annars staðar en
í guðfræðideildinni. Ég fann
ekki fyrir þessu en oft fannst
mér erfitt. Ég man eftir rit-
skýringartíma hjá prófessor
Magnúsi Má er hann sagði
við mig: „Nú sé ég að ég er
alveg að drepa yður.“ Það
var hveiju orði sannara. Við
vorum að fara yfir ritskýr-
ingu um Rómveijabréfið.
Ritskýringar eru eins og
hrossaræktarskýrslur,
fannst mér sem var óvön
þessum aðferðum. En oftast
leið mér vel og deildarbræður
mínir voru ágætis félagar og
lærifeðurnir merkir. Mér
finnst eftir á að hyggja að
trúarlegri mótun minni megi
líkja við fléttu — ég var í
KFUK og ég starfaði í kven-
lögreglunni, svo að áhrifin
söfnuðust saman og fléttuð-
ust í einn farveg. Nei, það
urðu engir árekstrar, öllu
fremur að eitt styrkti ann-
að.“
Mig langar að tala um
sálusorgun, segi ég.
„Mig líka! Ég hef svo oft
velt fyrir mér þeim mun sem
er á kristilegri sálusorgun
og sálfræðiviðtölum. Sú
kristilega beinir til guðs með
vandann. Kristileg sálusorg-
un er tilboð. Tilboð um að
leysa vanda. En það tekst
auðvitað ekki alltaf. Þá fyl-
list ég ýmsum spurningum.
Eins ogþessari: Hvers virði
er kristin trú sem leysir ekki
vandamál? Að mínum dómi
er sálusorgun eitt mikilvæg-
asta verkefni kirkjunnar í
nútímanum. En sálusorgun
er meira en það eitt að sitja
hjá presti eða sálfræðingi
með vandamálin því við sálu-
sorgum hvert annað leynt
og ljóst á hveijum degi. Það
er fjarska gott. En stundum
finnst mér þó vanta á að við
gefum okkur tíma til að tala
saman, létta af okkur
þyngslum eða áhyggjum áð-
ur en þau vaxa manni yfir
höfuð. Ég vona þetta sé að
breytast. Það er engu líkara
en menn séu að opnast örlít-
ið og við finnum fíjótt hvað
þetta gerir okkur gott og er
hollt. Hvað prestar hafa
meira að bjóða? Þetta eina
og stóra; að eiga akkerið í
trúnni. Sálfræðingar veita
faglega hjálp, prestar hina
trúarlegu. Þeir þyrftu að
vinna meira saman, þeií-.
bæta hver annan upp. Sjálf
hika ég ekki við að vísa fólki
til sálfræðinga ef þannig
stendur á. Vinir eru yndisleg-
ir sálusorgarar og stundum
finnst mér leitt að það er
eins og þeir hafi ekki nógu
oft það vægi sem dugir til
að á orð þeirra sé hlustað
eða eftir þeim farið. Auðvitað
byggja prestar og sálfræð-
ingar á lærdómi sem gefur
kannski forskot. En þeir búa
ekki alltaf yfir væntumþykj-
unni eða mannvitinu sem
góður vinur hefur. Sumir
segja að þeir leiti síst til
prests. Ég held það stafi oft
af vanþekkingu eða mis-
skilningi á starfi kirkjunnar.
Það er mjög líklegt að ég
hafi brugðist í sálusorgun
einhverntíma. Auðvitað! Og
ég finn það manna best og
það bakar mér sársauka. Svo
mikinn að égþarf sjálf sálu-
sorgun. Þá leita ég hennar
einkum hjá fólkinu heima hjá
mér, prestasystrum mínum,
vinkonum mínum í biblíuhóp-
unum eða öðrum vinum. Ég
hef lista með nöfnum þeirra
sem ég leita til þegar í harð-
bakkann slær. Það eiga
menn að hafa, það hjálpar
að átta sig áður en vandinn
er orðinn óviðráðanlegur. Ég
býst við að konur séu fúsari
að leita sér sálusorgunar og
sinna henni. Karlmenn eru
margir hræddir við að missa
eitthvað af ímyndinni, finnst
þeir opinbera veikleika, hika
við að tjá tilfinningar. Én
ætli það sé ekki að breytast.“
Þú hikar væntanlega ekki
við að viðurkenna að þú sért
tilfinningavera.
„Ég er áreiðanlega tilfinn-
ingavera. Það er náttúrlega
ekki auðvelt að dæma um
það sjálfur. Þegar maður
ætlar að fara að segja hitt
eða annað um sjálfan sig
wmmtmwr
HOOVER Compact Electronic 1100
Kr. 9.500,- stgr.
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
ÞARABAKKI 3, SÍMI 670100
Burt meö rykið
fyrir ótrúlega
lágt verö!
pmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmuj
Byrjenda-
námskeið 1
Skemmtilegt og gagnlegt nám-
skeið fyrir þá sem eru að byrja
að fást við tölvur.
Tími: 15., 20., 22., og 27. mars kl. 13-16 og 20-23.
BSRB, ASI og VR styðja félaga sína
til þátttöku á námskeiðunum.
Leiðbeinandi: Stefán Magnússon.
■ Tölvuskóli Reykjavíkur ■
■ Bl tölvufræðsla Borgartúni 28. s. 687590 • *
■I