Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
C 15
Ég veit að það þykir sniðugt
að afgreiða konur með því að þær álykti allt út frá tilfinn-
ingahliðinni. En við gerum það bara öll — á einn eða
annan hátt.“
rekur mann í vörðurnar. Nei
annars, hvaða vitleysa. Auð-
vitað er maður best fær að
dæma um sjálfan sig því að
maður er alltaf með sjálfum
sér — þó maður sé kannski
ekki alltaf með sjálfum sér.
En kosti og galla mína sé
égkannski öðruvísi. Égtek
eftir þegar ég er á fundum,
þá segir einhver eftir á:„ Já
en þú ert nú svo mikil tilfinn-
ingamanneskja." Ég hugsaði
þá með mér: Ér þetta nú
jákvætt eða neikvætt? Það
er allt í lagi að sitja heima
hjá sér og vera tilfinninga-
manneskja. En kannski er
það ekki nógu virðulegt á
fundum. En nú kæri ég mig
kollótta. Það gleður mig
hvað þáttur tilfinninganna
er stór í öllum ákvörðunum.
Og ég er ekki rög lengur við
að tjá tilfinningar hvort sem
er á fundum eða ekki. Við
ályktum og ákveðum að
miklu leyti út frá tilfinning-
um, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Ég veit að
það þykir sniðugt að afgreiða
konur með því að þær álykti
allt út frá tilfinningahliðinni.
En við gerum það bara öll —
á einn eða annan hátt.“
í framhaldi af þessu; hug-
myndir um sjálfa þig.
„Ég vinn svolítið eftir hug-
ljómun. Það er minn veru-
leiki og virkar örvandi á mig.
Fyrir vikið hef ég gert ýmis-
legt sem ég hefði ella ekki
gert. Sóknarbörn mín láta
eftir mér margt sem mér
dettur í hug og það er
skemmtilegt. 0g þau leyfa
mér meira eftir því sem á
líður, og við kynnumst betur.
Þau gæta líka að mér og ég
að þeim. Eða ég vona það
sé gagnkvæmt."
Heldurðu að þú sért vinsæl
meðal þeirra, kannski um-
deild?
„Þú segirnokkuð. Nú veit
ég ekki alls kostar. Þau njóta
alla vega vinsælda hjá mér.
Mér finnst samspil okkar
meira og betra nú orðið. En
ég velti ekki fyrir mér nótt
og nýtan dag hvort ég sé
ástsæl. Ef þau gagnrýna mig
og ég er á því að ég eigi
þetta ekki skilið og kannski
enn frekar ef ég á það ski-
lið ... þá þarf ég að fara í
hrikalega sálusorgun. Bið
þau um hana og fæ hana.“
ftir að Auður lauk
guðfræðiprófi
vann hún hjá
kvenlögreglunni í
nokkur ár og telur það hafa
verið mjög gagnlegan vett-
vang. Hún sótti um brauð í
fyrsta skipti 1971, um Kópa-
vog. Ég spurði hvort róður-
inn hefði verið þungur. Hún
fórnaði höndum.
„Auðvitað. Ég var fyrsta
konan sem reyndi slíkt. Ég
gekk hús úr húsi og talaði
við fólk og kynnti mig. Það
var erfitt en skemmtilegt og
mér var vel tekið þó svo ég
fyndi að það hvarflaði að
fæstum að kjósa mig. „Þú
ert ágæt, góða, en ég gæti
ekki hugsað mér að láta konu
jarða manninn minn,“ eru
orð sem ég hef oft vitnað
til. Þegar ég hugsa um þessa
kosningabaráttu núna finnst
mér að viðbrögð fólks hafi
að mörgu leyti verið skiljan-
leg. Fólk þarf tíma, kona sem
prestur er einhvers konar
ógnun við það sem erum vön
og við þekkjum. Ég áttaði
mig ekki á þessu fyrst en
þegar það fór að renna upp
fyrir mér að ég hafði ekki
minnstu möguleika varð ég
óskaplega reið. Kannski voru
það heppilegustu viðbrögðin
og auðvitað átti ég ekki
heimtingu á þessu.“
Auður Eir var svo vígð til
Suðureyrar í Súgandafirði
1974 og þjónaði þar í ár.
Hún segir að sér hafi verið
tekið hlýlega. Ég spyr hvort
það hafi komið á óvart.
„Nei, ég var ekkert hissa
á því. Fyrstu viðbrögð sókn-
arnefndarinnar voru að
finnast það svo sjálfsagt að
ráða mig til starfa. Ég öðlað-
ist góða reynslu á Suðureyri
þetta ár.“
Hver fannst þér svo
reynsla þín af prestskosning-
um síðar?
„Öll lífsreynsla er góð ef
hún er ekki gífurlega þung-
bær. Þegar ég hugleiði mín
eigin mál hefur þetta verið
ljómandi góður skóli að
standa í þessum prestskosn-
ingum. Kannski eyddi ég
alltof miklum tíma í þetta
prestskosningavafstur en ég
varð einhvern veginn að
halda áfram eftir að ég var
byijuð. Kannski hefði ég átt
að nota þessi ár til _að mennta
mig í sálusorgun. A hinn
bóginn var einmitt þetta
vafstur ágæt menntun í að
umgangast fólk.“
Þú sóttir um Dómkirkj-
una. Eigum við að tala um
það.
Hún hugsar sig um.„ Æ,
nei. Við skulum ekki gera
það.“
Ég segi: Allt í lagi. Þá
vendum við okkar kvæði í
kross. Nú ert þú kona á miðj-
um aldri, margar konur
kvíða sálarlegum og líkam-
legum breytingum. Hvað
með þig?
„Þá vil ég vitna í tvær
manneskjur, séra Sigurð
Pálsson, vígslubiskup, sem
sagði á efstu árum sínum að
bestu árin í ævi manneskj-
unnar væru milli fimmtugs
og sjötugs. Og í Þorbjörgu
Daníelsdóttur, vinkonu mína,
sem sagði við mig á dögun-
um að jafnöldrur okkar væru
svo margar að kikna undan
álaginu. Þess vegna eigum
við að leggja allt kapp á að
finna hvað er að fara með
okkur og reyna að kippa því
í liðinn svo árin til áttræðs
verði þau bestu.“
Oghvernig?
„Ræða málin, ráðgast,
nota reynslu hver annarrar.
Ég held að þá sjáum við að
við höfum troðið of miklu inn
í tíma okkar. Við verðum að
taka eitthvað af því út aftur.
Svo veljum við auðvitað mis-
jafnlega hvað við tökum út.
Við hættum að segja, ég
ætti að eða ég ætti ekki
að ... Við finnum bara hvað
við eigum að ...
Hún styður hendi undir
kinn. Heldur áfram. „Við
uppörvum hver aðra svo mik-
ið, við miðaldra konur. Ein
vinkona mín segir oft við
mig að ég sé há og grönn.
Þá finnst mér ég há og grönn
þó ég viti ég sé það ekki.
Og það er óskaplega gaman
að vera há og grönn! Svo læt
ég svona hrós berast í ein-
hverri breyttri mynd til
næstu manneskju sem ég
hitti. Ég held að það hafi líka
góð áhrif og hressandi."
Kannski er þetta nú ekki
alveg svona einfalt, segi ég.
„Þetta er hluti af þessari
gagnkvæmu hversdagslegu
sálusorgun sem'við töluðum
um, sálusorgun vináttunnar.
Hún er mjög merkur hlutur
einmitt af því hann er ein-
faldur. Líklega er það ein-
mitt hjá manneskjum sem
uppörva mann á þennan hátt
sem við gætum sest niður
að fá dýpri og alvarlegri
sálusorgun. Með öllu þessu
gerum við okkur grein fyrir
sjálfum okkur og hjálpum
hvert öðru til að fá góða
mynd af okkur. En við þurf-
um ekki að krefjast full-
komnunar hvert af öðru.“
Hvað finnst þér um kröfur
til presta og fullkomleika
þeirra?
„Prestar eiga að vísa veg-
inn og svo fara þeir hann
ekki alltaf að ýmissa mati.
Auðvitað er álitamál hvað
er að fara veginn og hvað
ekki. Oft eru ósanngjarnar
kröfur gerðar og dómar
felldir af hörku. Menn eiga
sér mynd af prestinum sem
er ekki alltaf raunhæf. Þessi
mynd er sprottin úr öðrum
þjóðfélagsháttum. Ný mynd
á við í breyttu þjóðfélagi.
Vonandi erum við að reyna
að gera hana. Kannski drög-
um við upp þá mynd sem
hentar okkar og hvert eftir
sínu höfði. Það verður að
huga að svo mörgu í kirkj-
unni. Það verður líka að
leysa vanda dreifbýlispresta.
Gefa þeim fleiri tækifæri til
að hittast, endurmennta sig.
Þá líður öllum betur og þeir
verða betri prestar. Við ger-
um allt betur ef við erum
glöð og finnst við ráða við
verkefnið. Mér þykir
tvímælalaust mikill kostur
að umræður um kirkjuna eru
hreinskilnari og opnari en
var. Þá er líklegra að við
komum að kjarna málsins,
inntaki trúarinnar."
Og Bjargsmálið á sínum
tíma. Hvað gerði það þér?
að hefur ugglaust
gert mér ógagn.
Við því verður
ekkert gert. Mér
fannst þetta ekki skemmtileg
lífsreynsla en einhver svona
reynsla verður æ algengari
í þjóðfélagi okkar. Það er
alltaf verið að taka fólk í
gegn. Ég held að þetta sé
hættulegt af því við getum
öll vaknað upp við það að
eitthvað hefur verið sagt eða
skrifað til að skemma mann-
orð okkar. Við eigum ekki
að fara svona hvert með
annað. En Bjargsmálið var
ekki alvont fyrir mig. Margir
styrktu mig, fólk sem ég
hafði ekki hugmynd um að
væri mér velviljað. Það var
gott. Það var réttara sagt
yndislegt. En ég sé enga
ástæðu til að neita að þetta
veitti mér ör.“
BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/27644
Handnnenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1600 fslendingum bæöi heima og
erlendis á síðastliðnum níu árum. Hjáokkur getur þú lærtteikningu, litameð-
ferð, skrautskrift, innanhússarkitektúr og gerð kúluhúsa - fyrir fulloröna - og
föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá
okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. -
Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar
eöa hringdu í sima 27644 núna strax, símsvari tekurvið pöntun þinni á nóttu
sem degi. - Tímalengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið
nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem
þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmti-
legan hátt. Þú getur þetta líka. - Nýtt hjá okkur: Innanhússarkitektúr.
ÉG 6ska eftir ad fa’ sent kynningarrit
hm'i mér að kostnadarlausu
NAFN.
k NAI
I HEI
HEIMILISF.
'Æ
TILBOÐ ÓSKAST
i Dodge Raider Ram. 4x4 árgerð ’87 (ekinn 28 þús. mílur),
ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 13. mars kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
Sala varnarliðseigna.