Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 22

Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 Morgunblaðið/Björn Blöndal Pandóra Sigurður Eyberg, Magnús Þór Einarsson, Júlíus Rúnarsson og Þór Sigurðsson. ZEPPEUNROKK ÍSLENSKT þungarokk hefúr á erfitt uppdráttar. Um þessar mundir er þó mikil uppsveifla og ein nýrri þun'ga- rokksveita er Keflavíkursveitin Pandóra, sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól. BLUSÞUNGAROKK Quireboys Gamaldags blúsþungarokk. Pandóru skipa Júlíus Guðmundsson, tromm- ur og þverflauta, Sigurður Eyberg Jóhannesson, munn- harpa og söngur, Þór Sig- urðsson, gítar, og Magnús Einarsson, bassi. Sveitin hef- ur starfað í rúm tvö ár og hefur frá stofnun haldið sig við rokk í þyngri kantinum; einskonar Zeppelinrokk. í stuttu spjalli sagði Júlíus að sveitarmenn hefðu þó fleira undir í einu en þungarokkið. Fyrsta piata sveitarinnar, Saga, kom út seint á síðasta ári. PandÓra er þegar farin að leggja drög að annarri plötu, en sveitin er nú að semja söngleik sem Leikfélag Keflavíkur hyggst setja upp í haust. Tónlistin úr þeim söngleik verður að öllum líkindum hljóðrituð í sumar og gefin út í haust. Það verð- ur ekki hreint þungarokk að sögn Júlíusar, „en það er heví á milli“. BLÚSROKK Á sér gróna hefð í Bretlandi, en þó er langt síðan sveit sem leik- ur slíka tónlist hefur náð ofarlega á vinsældalistum. Yfirleitt hafa það verið bandariskar rokksveitir sem hafa einokað vin- sældalista, þegar ráðsett- ar breskar sveitir eins og Iron Maiden hafa ekki lát- ið á sér kræla. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar fyrsta plata bresku þungarokksveitarinnar Quireboys, skaust efst á breska breiðskífulistann í fyrstu viku. Rokksveitin Quireboys, var stofnuð í Lundún- um af þeim Spike og Guy Bailey. Þeir kynntust á krá (hvar annars) og fundu að þeir áttu sameiginlegan mikinn áhuga á gömlum lögum með Rolling Stones og ýmsum ámóta sveitum sem ekki eru lengur til. Þeir fengu ýmsa kunningja til liðs við sig og frá byijun var leikið keyrsluþungarokk með píanói og blússkölum. Með tímanum vann hljóm- sveitin sér það orð að vera með eindæmum fjörug tón- leikasveit og 1987 var svo komið að sveitin hélt níu tónleika í röð í hinum fræga Maquee-klúbb í Lundúnum og uppselt var á alla tónleik- ana. Það ár tróðu þeir og upp á Reading-rokkhátíð- inni. Þar sá til þeirra Sharon Osboume, eiginkona Ozzy, sem tók þá að sér. Ekki var þó sopið kálið, því það tók ár áður en útgáfufyrirtæki tóku við sér síðla árs 1988. Fyrsta platan var tekin upp í Los Angeles og tóku upp- tökur sex mánuði. Hermir sagan að piltarnir hafi eytt meiri tíma á ýmsum búllum og skemmtistöðum en í hljóðverinu, en þeim tókst að ljúka við plötuna, sem sló í gegn, eins og áður sagði. MlRONMaiden, sem er sennilega ein vinsælasta þungarokksveit hér á landi, hefur ekki sent frá sér plötu um alllangt skeið, en annar gítarleikari sveitarinnar Adrian Smith og söngvarinn Bruce Dickinson hafa starf- að með öðrum sveitum og ýtt undir vangaveltur um að sveitin.sé hætt. Fyrir stuttu kom svo á daginn að Adrian Smith hefði ákveðið að segja skilið við félaga sína og helga sig sveit sinni ASaP. MMEIRA um Iron Maiden: Sveitin hefur nú verið tíu ár á samningi hjá EMI og hefur fyrirtækið haft af því mikinn hag. Til að minnast þessara tímamóta hóf EMI útgáfuröð fyrir stuttu, þar sem fyrstu tíu smáskífur sveitarinnar verða gefnar út á 12“, eina á viku í tíu vikur, með auka- lagi og stuttu spjalli við trymbil sveitarinnar. Svo þyrstir eru aðdáendur sveit- arinnar orðnir að 12“, sem flokkast með breiðskífum vegna verðsins, fór inn á topp tíu í Bretlandi og íslandi. Að sigra heiminn ÞEGAR PLATA sleaze- rokksveitarinnar Guns ’n’ Roses þaut upp bandaríska breiðskífúlistann ári eftir að hún kom út virtist það koma öllum í opna skjöldu. Sleaze-rokkið virtist eiga greiða leið að banda- rískum piötukaupendum og nú er önnur slík sveit, Skid Row, komin á topp tíu með sína fyrstu breiðskífú. Skid Row er ein þeirra sveita sem njóta þess að þekkja fræga poppara, í þessu tilfelli Jon Bon Jovi. Sveitin var stofnuð í New Jersey 1987 af lagasmiðun- um Dave Sabo og Rachel Bolan. Nokkru áður höfðu þeir byijað að semja lög og bættu hvorn annan upp; ann- ar með þungar hugmyndir og hinn léttar. Strangar æf- ingar tóku við eftir að sveitin var fullmótuð og tækifærið gafst svo þegar Bon Jovi, þá orðinn heimsfrægur, bauð sveitinni að hita upp hjá sér. Skid Rovu Draumur sem rættist. Umboðsmaður Bon Jovi hreifst af Skid Row og kom sveitinni á samning hjá Atl- antic. Fram að því höfðu pilt- amir látið hveijum degi nægja sín þjáning og ekki velt fyrir sér framtíðinni. Nú var hinsvegar alvara á ferð- inni og þeir einsettu sér að sigra heiminn. Að ráði útgáf- unnar fór sveitin fjarri glaumi New York og tóku upp plötuna í Wisconcin. Platan kom svo út á síðasta ári, eins og áður sagði, og sveitin virðist hafa ti! þess alla burði að verða jafn vin- sæl og Guns ’n’ Roses. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um alla ævi; gera plötu, fara í tónleikaferð og eta okkur veika af drasl- fæði,“ sagði Sabo fyrir stuttu og fáar sveitir eru í betri aðstöðu til að gera það um þessar mundir. DÆGURTÓNLIST Hvad erab þungarokki ? Hærra, hraðar, þyngra ÞUNGAROKK ER tónlistarstefna sem alla jafna er í litlum metum hjá þeim sem telja sig hafa vit á eða góðan smekk fyrir tónlist. Það á þó til góðar hliðar líkt og önnur dægurtónlist og þar er að flnna krafl og einlægni sem oft vantar í það sem hæst ber hveiju sinni. Hér á landi eru þeir sem aðhyllast þungarokk fjölmargir og fer sífellt fjölgandi. Þungarokk skiptist í fjöl- margar greinar og oft ekki gott að greina á milli. Ein Vinsælasta þungarokk- sveit heims er Guns ’n’ Ros- es. Tónlist sú sem sveitin leikur, • melódískt þunga- rokk, á ættir að eftir Ámo rekja til Malthíasson Led Zeppelin og stendur ekki langt frá því popprokki sem t.a.m. Bon Jovi og sveit hans flytja, en hefur þó ver- ið kölluð síeaze-rokk. Glam-rock, eða glimmer- rokk, á sitthvað skylt með sleaze-rokkinu, en aðalmál- ið þar virðist á stundum vera klæðaburður og stríðsmálning sveitarmeð- lima og túberað hár. Glimm- erokksveitir sem skara framúr eru Mötley Criie, Poison og Cinderella. Hefðbundnara þunga- rokk lifir góðu lífí má nefna sveitirnar Def Leppard og Iron Maiden. Af athyglis- verðri nýrri sveit má nefna rússnesku sveitina Gorky Park. Hér á landi eru fjöl- margar sveitir sem leika þessa gerð af rokki, til að mynda Battery, Pandóra og Villingarnir. Afbrigði af „klassísku” þungarokki er blúsrokk, sem staðið hefur með blóma í Bretlandi. Speed-metal er einskonar svar við iðnaðarrokki átt- unda áratugarins. Upp spruttu sveitir sem léku þungarokk á tvöföldum hraða með örum taktskipt- um og tvöföldum hljóðstyrk hið minnsta og lögðu meira uppúr gítarfrösum en laglín- um. Fremsta speed-metal- sveit heims er Metallica, en síðasta plata hennar, Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bootlegs Fremsta íslenska speed-metalsveitin. ... and Justice for All, seld- ist í rúmum tveimur milljón- um eintaka. Fremsta íslenska speed-metalsveitin er Bootlegs. Þeir sem vilja kynna sér speed-metal ættu að fá sér Metallieu-plötuna Kill ’em Ali; tímamótaplötu í þeirri gerð tónlistar, og plötu Bootlegs, WC Monst- er. Thrash rokk er grófara en speed-metal, þó grunnur- inn sé sá sami. Textar slíkra sveita fjalla gjarnan um dauða og eyðileggingu og þær í meiri hávegum hafði af aðdáendum sem þeir eru blóðugri og tónlistin grimmdarlegri. Tímamóta- plata í trash-rokki er platan Reign in Blood með sveitinni Slayer. Dauðarokk er enn eitt afbrigði af speed-metal; textamir enn drungalegri og söngur bjagaður með rafeindatólum til að ná fram ómennskum stunum. Líklega þarf mesta átakið til að læra að meta dauða- rokk, enda er hraðinn eins mikill og unnt er. Fremstu dauðarokksveitir eru Death, íslénsk þungarokk. sem plata hennar Leprosy er talin með tímamótaplöt- um í dauðarokki, og hol- lenska sveitin Pestilence. Ekki veit ég um íslenska dauðarokksveit, en telja mætti sitthvað sem Ham hefur gert með dauðarokki, þó ekki í hraða. Ljúka má þessari upp- talningu með að nefna hard- core-rokk, sem mætti með nokkrum rökum telja pönk. Gömlurh pönkurum má benda á plötuna Speak English or Die, með sveit- inni Stormtroopers of Death (SOD), sem sameinaði trash-rokk og hardcore á einkar áheyrilegan hátt og tónleikaplötu rastafari- pönksveitarinnar Bad Bra- ins, sem leikur hardcore- reggae. FRUMSKOGATHRASH í ÁRAMÓTAUPPGJÖRI þungarokkblaða bar mikið á brasilísku hljómsveitinni Sepultura, sem sendi írá sér sína fimmtu breiðskjífu á síðasta ári. Platan sú heitir Beneath the Remains og var auglýst sem „kraumandi thrash úr frumskógum Amazon“, en Sepultura leikur thrash-rokk af þyngstu gerð. Platan var víðast valin thrash-plata ársins. Sepultura var stofnuð um 1984 og var til að byija með undir miklum áhrifum af Venom og Hellhammer (síðar Celtic Frost). Fyrstu plötur sveitarinnar, Bestial Devastation og Morbid Vis- ions, þykja miklar hörmung- arskífur, enda átti hún eftir að hrista af sér utanaðkom- andi áhrif og skapa sér per- sónulegan stíl. Skömmu eftir að önnur plata sveitarinnar kom út gekk til liðs við hana Andreas Kisser, klassískt menntaður gítarleikari sem hlustar á léttþungarokk ekki síður en thrash. Þriðja plat- an, Schizophrenia, vaki at- hygli á sveitinni utan Brasilíu og hún náði samning við ört vaxandi þungarokkfyrirtæki, Roadrunner. Þriðja platan, Sepultura Frumskógarokk frá Brasilíu. Beneath the Remains, sló svo í gegn svo um munar, eins og áður kom ffam. Til að kynna plötuna fór sveitin í tónleikaferð um Bandaríkin og Vestur-Evrópu við af- bragðs undirtektir gagnrýn- enda, ekki síður en óbreyttra tónleikagesta. Talsmaður sveitarinnar segir hana vilja auka enn þungann í tónlistinni, en um leið breikka grunninn sem hún er reist á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.