Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 „það erkom/nn t/m '/ til a<5 v/S heyrum frcL, hinum þögla meirih/uta." Á FÖRNUM VEGI „Hér bera menn sig und- antekningar- lítið vei og láta nálina ekki hræða sig þótt þeir séu að koma í fyrsta sinn" Morgunblaðíð/Ámi Sæberg Valgeir Kristinsson lætur fara vei um sig meðan verið að þræða nálina í æð enda ekki að koma i fyrsta sinn. Hvað er þetta maður. Ætl- arðu ekki að byrja að ausa...? Tjaldhælar? Ég hélt þetta væri í uppkveikju ... Víkverji skrifar „Hér bera menn sig vel og láta nálina ekki hræða sig“ í bankanum við Barónsstíg er jafnan í nógu að snúast og við- skiptavinirnir eru að tínast inn allan daginn. Stundum er dálítil bið eftir afgreiðslu en síðan rólegra á milli en allir eiga það sameiginlegt að vera komnir til að leggja inn. Um úttektina hugsar enginn og til hennar verður ekki gripið nema i neyð. Hér er að sjálfsögðu verið að ræða um banka allra landsmanna í orðsins fyllstu merkingu, Blóðbankann. egar okkur bar að garði lágu þrír menn á blóðtökubekkjun- um með annan handlegginn útrétt- an og úr honum streymdi lífsvök- vinn, sem ekkert sjúkrahús getur verið án, tæplega hálfur pottur úr hveijum manni. Einn blóðgjaf- anna var Tómas Einarsson og hann var kominn til að gefa í 86. sinn. „Ég var fyrst flokkaður árið 1961 og í meira en 20 ár hef ég komið hér reglulega fjórum sinn- um á ári,“ sagði Tómas og lét lítið yfir en Björn Harðarson, líffræð- ingur og deildarstjóri'á rannsókn- ardeild, bætti því við, að Tómas væri slíkur reglumaður, að hann kæmi ávallt 8. eða 9. dag mánað- arins nema þegar þá bæri upp á helgi. Tómas á nú metið meðal þeirra, sem enn gefa, og hjá hon- um er farið að hilla undir Islands- metið, sem er 95 skipti alls. Sigurbjörg Jóhannsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri er yfir- maður kvennanna, sem annast blóðtökuna, og hún hefur starfað í Blóðbankanum frá árinu 1972. Segir hún aðsóknina vera bæri- lega, frá 30 og upp í 80 manns daglega, en æskilegast, að blóð- gjafarnir séu ekki færri en 60 til Tómas Einarsson var að gefa blóð í 86. sinn og er þá farið að styttast í íslandsmetið hjá honum. HÖGNI HREKKVISI „ BG VILPI GMRHAN AV þó XUPPTIR A HONU/M KLÆ.RNAR." Sósíalisminn er öllum gegnsær — nú orðið. Nýju fötin (áróð- ursjkomissaranna breyta þar engu um. Jafnvel „blindir" hafa fengið sýn, ef marka má skriftir og vitnisburði. Fyrrum heittrúað- ir marx-lenínistar, sem máttu ekki vatni halda af hrifningu yfir herlegheitum heimskommúnis- mans, setja nú upp hneykslissvip þegar „fræðin" og „framkvæmd þeirra“ bera á góma. Gamalt hrópyrði Þjóðviljans, „Mogga- lygi “, er horfið af síðum blaðsins. Víkveiji dagsins minnir á að Steinn skáld Steinarr sagði það, sem allir vilja sagt hafa nú, þeg- ar árið 1956. í frægu blaðavið- tali í september 1956 kemst hann svo að orði um sovézkt þjóðskipu- lag, nýkominn heim úr ferð til Sovétríkjanna með fréttastjóra Þjóðviljans: „Ég held, að það sé einhvers konar ofbeldi, ruddalegt, and- laust og ómannúðlegt. Og okkur svokölluðum Vesturlandamönn- um myndi sennilega finnast það óbærilegt. . .“ xxx jóðviljinn brást hinn versti við, þegar þetta viðtal við skáldið birtizt. Heill leiðari fór í það að hirta það fyrir misskilning á sósíalismanum og Sovétríkjun- um. Steinn svararði fyrir sig í blaðagrein — og sagði m.a.: „Aðalritstjórinn skrifaði leið- ara um málið og sannaði fljótlega með nokkrum vel völdum orðum, að ég hefði selt „auðvaldinu“ sál mína og sannfæringu. Annars fannst mér þetta leiðarakorn í rýrara lagi, þrátt fyrir tvær eða þrjár sæmilegar vísur eftir sjálf- an mig, sem fengu að fljóta með . ..“ Skáldið sagði að fréttastjóri Þjóðviljans „birti nú sem óðast ferðapistla sína úr þessari reisu“ [hans og skáldsins til Sovétríkj- anna]. Steinn sagði að „þessar ritsmíðar eigi að sýna okkur Sov- ét-Rússland og óvini þess í hinu sósíal-realistíska ljósi — og er það vissulega tímabær upp- fræðsla . . .“ Víkverji dagsins telur að vel fari á því að Þjóðviljinn endur- birti þessar fréttaskýringar sínar á Sovétríkjunum og sósíalisman- um — í ljósi framvindu mála þar og hér heima næstliðin misseri. Máske færi betur á því að Mál og menning gæfi greinaflokkinn út á bók. xxx Víkveiji dagsins hefur dulítið gaman af hrafnaþingi íslenzkra sósíalista á síðum Þjóð- viljans — og víðar — síðustu mánuði, þar sem þeir keppast við að sverja af sér öll tengsl við marx-lenínismann, Sovétríkin og pólitíska fortíð sína. Þeir stað- hæfa að þeir séu í „nýjum fötum“ sósíalismans. „Moggalygin“, sem fyrrum átti formælendur fáa yzt á vinstri vængnum, fær naumast betri byr í segl, nú orðið, en þar. Einn og einn utangátta harðlínumaður eltir þó enn sitt mýrarljós til móts við óvissuna; heldur uppi „vitavörzlu“ á horn- ströndum heimskommúnismans. Kommúnistaflokkur Islands var „sögulegt slys“ stóð yfir þvera Þjóðviljaopnu á dögunum. Óðru vísi mér áður brá. Það sögu- lega slys er ekki séríslenzkt fyrir- brigði, heldur spannar það hlið- stæður sínar allar, hvar á byggðu bóli sem þær hafa lagst á sveitir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.