Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 32

Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 „LAUN Launabókhald" ^l9oagrni“ Farið verður í uppbyggingu launaforritsins LAUN frá Rafreikni/EJS' og raunhæf verkefni gerð í sambandi við vinnslu launa. ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Fallegt útlit og frábærir eigin- leikar prýöa þennan vinsæla bíl, sem fæst nú meö auknum búnaði. Greiösluskilmálar viö allra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30 mánuði á bankakjörum. Viö tökum góöa notaöa bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verð frá 746.000,- stgr. Sýning í dag kl. 13-17 '"j EGYPTALAND BAÐSTRENDUR — BORGARLÍF — SKEMMTIFERÐASKIP FIMM STJÖRNU FERÐIR FRÁ UPPHAFI TIL ENDA 0G VERÐIÐ KEMUR ÞÉR ÞÆGILEGA Á ÓVART - BR0TTFÖR ALLA SUNNUDAGA - ÍSLENSKUR FARARSTJÓRI Fjölbreyttar skemmti- og skoöunarferöir. Vegna hagstæóra samninga vió SAS og feróaaðila í Egyptalandi bjóðast nú sannkallaðar lúxusferðir. Litríkt og skemmtilegt borgarlíf, þar sem leöurvörur, silki, skór, fatnaður og ótal margt annað er á sannkölluðu gjafverói. Egyptaland býður upp á mikla náttúrufeguró, litríkt og óvenjulegt þjóðlíf og fornminjar frá dögum Faróanna. Boðið er upp á vikudvöl á lúxus skemmtiferða- skipi sem siglir á Níl. Þarna er „ekkert" veður, eilíft logn, sólskin og öruggur hiti, sem er þurr og þægilegur, laus við loftraka, sem viða er f baðstranda- byggðum þeim sem íslendingar þekkja best við Miðjarðarhafið. Pantið snemma því við eigum aðeins 20 sæti með SAS á hverjum sunnudegi. FUJGFEROIR SOLBRFLUG Vesturgötu12. Símar 15331 og 22100. X/X • 'L'. BAKÞANKAR Gleðigjafinn í umferðinni * Eg henti greininni sem ég var búin að skrifa fyrir Morgun- blaðið mitt. Hún var með ólíkindum leiðinleg og stórversnaði við hvern yfirlestur, sem raunar er sameigin- legt einkenni allra blaðagreina. Ekki það að ég hafi nokkurntima ætl- að mér að gera bak- þanka Morgun- blaðsins að skrýtludálki. Við- fangsefnið átti að vera umferðin og ég þurfti að seilast alllangt aftur i for- tiðina þangað til mér tókst að kalla fram lítilsháttar atvik sem ég ímynd- aði mér að gæti hugsanlega laðað fram bros hjá einhveijum — a.m.k. hjá sjálfri mér. Til sögunnar skal nefndur leigubílstjóri nokkur sem tilkvaddur tók að sér að aka okkur hjónunum i bíó fyrir margt löngu. Það var á margan hátt snöfurmannlega að þessari bíóferð staðið af hálfu okkar hjóna. Við höfðum t.a.m. látið taka frá fyrir okkur miða eins og þá var siður, ráðið til okkar trausta og vand- aða barnfóstru til að gæta barnanna og gengið úr skugga um að við hefð- um meðferðis öll nauðsynleg hjálpar- gögn á borð við gleraugu, húslykla, heyrnartæki og skóhlífar og fleira þ.h. sem maður hefur vanalega með sér í bió. Ennfremur höfðum við les- ið barnfóstrunni pistilinn en hann hljóðar einhvernveginn svona: „Muna að skilja aldrei við opinn eld á hlóðum. Ekki geyma eiturefni og sterk lyf á glámbekk. Sjá til þess að sonur okkar skríði ekki út um eld- húsgluggann. Fylgjast með þvi að hann gleypi ekki stóra hluti sem gætu staðið í honum t.d. símatæki eða inniskó föður síns, gæta þess grannt að hann stingi sjálfum sér ekki í samband við uppþvottavélina eða sjónvarpið og alls ekki að hleypa neinum inn jafnvel þó viðkomandi segist vera amma barnanna okkar o.s.frv." Semsé allt klappað og klárt, börn og fullorðnir tiltölulega sáttir og allir á okkar bandi nema bílskijóðurinn okkar sem hafði þeg- ar til átti að taka engan áhuga á að fara með okkur í bíó þetta kvöld, sat sem fastast i rennusteininum utan við húsið okkar og glotti sínu tékkn- eska þrákelknisglotti. Klukkan að verða níu, málgefinn eiginmaður minn orðinn ískyggilega þögull og alvörugefinn og fátt annað skynsamlegra en að hringja í „prívatbíl“ eins og faðir minn er van- ur að kalla leigubifreiðir. Og meðan við biðum náðum við að kveðja börn- in upp á nýtt, fara aftur í gegnum hjálpargögnin og endurilytja barn- fóstrunni almannavarnapistilinn. Það var þá sem þessi ágæti leigubíl- stjóri kom til sögunnar og á slaginu niu sátum við í „prívatbilnum" hans fyrir utan Laugarásbió. Ég ætla ekki að fara út í það hér að lýsa mjög náið stemmningunni i aftursætinu þegar ég var búin að leita i heilar tiu mínútur að peningum! Leigubílstjór- inn þagði mjög kurteislega. Maður- inn minn þagði Iíka þunnu hljóði en virtist þó hafa ráðið með sér að taka þessu með stillingu. Samt fannst mér ekki örgrannt um að það djarf- aði fyrir óvildarglampa í augnaráði hans þegar klukkan var farin að nálgast hálftíu en það var einmitt þá sem ég afréð að gefast upp enda var andrúmsloftið orðið svo þykkt þarna aftan til í leigubílnum að það hefði mátt skera það í sneiðar. Þá sneri leigubílsstjórinn sér við í sæt- inu, brosti til okkar og sagðl vln- gjarnlega: „Gleymdirðu veskinu? Ekkert mál ég lána ykkur bara fyrir bilnum." Ég þakkaði manninum hjartan- lega fyrir og var i þann veginn að rjúka upp um hálsinn á honum þeg- ar maðurinn minn tók fram fyrir hendurnar á mér og hvíslaði hrana- lega að mér að við hefðum enga tryggingu fyrir því að stúlkurnar í miðasölunni hefðu jafn göfugt hjartalag og leigubilstjórinn og okkur væri þvi hollast að koma okkur heim. Þá sagði þessi hugþekki leigubil- stjóri: „Ykkur vantar vitaskuld líka fyrir biómiðunum. Það er ekkert mál heldur." Síðan dró hann upp veskið sitt, rétti okkur nokkrar spírur og sagði: „Góða skemmtun" og áður en við gátum áttað okkur ók þessi engill á brott og veifaði okkur i kveðjuskyni. Siðan þetta gerðist hef ég ævlnlega haft sterkar taugar til allra leigubíl- stjóra. Enda svo sem engin furða; einn þeirra bjargaði jú hjónabandi mínu. eftir Eddu Björgvinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.