Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 2
M0RGUNBLA9IÐ IÞROTTIR ÞRínJuhAfíiní 13. ;MAKZ 1990 , 2 B ÍÞRÚn/R FOLK ■ KLAUS Allofs skoraði þrjú mörk þegar Bordeaux vann stór- sigur, 8:0, á 3. deildarliðinu Saint- Lo í irönsku bikarkeppninni. ■ ÁSGEIR Siffurvirisson er meiddur. Hann lék ekki með Stuttgart gegn Diisseldorf, 4:0, á laugardaginn. H EINAR Páll Tómasson skoraði sjálfsmark eftir aðeins þijár mínút- ur þegar Paterburn tapaði, 0:2, fyrir Wanne-Eicken. Baldur Bragason lék ekki með vegna meiðsla. Vöðvaþræðir í læri hans slitnuðu á dögunum. ■ COLIN Addison hefur tekið við þjálfun spænska liðsins Cadiz. Hann var aðstoðarmaður Ron Atk- inson hjá Atletico Madrid á sínum tíma. ■ BRUCE RiocH hefur verið rek- inn sem framkvæmdastjóri Midd- lesborough. Við starfi hans tók Colin Todd, en þeir Iéku saman hjá Derby á árum áður. ■ WBA hefur keypt Gary Ban- nester frá Coventry á 250 þús. pund. ■ PHIL Whitehead, markvörður Halifax, er kominn til Barnsley, sem borgaði 100 þús. pund fyrir hann. ■ PA UL Merson, sóknarleikmað- ur Arsenal, verður frá keppni í fjór- ar vikur. Liðbönd í hné slitnuðu og er hann kominn í gips. Perry Gro- ves er einnig meiddur á hné og þá er Michael Thomas meiddur á ökkla. Þessir þrír leikmenn leika ekki með Arsenal á næstunni. ■ GRAHAME Roberts, fyrirliði Chalsea, sem óskaði eftir að vera seldur frá félaginu, er nú orðaður við Portsmouth. KNATTSPYRNA ÍBV leikur við Rangers Eyjamenn fara í æfingaferð til Skotlands um páskana á vegum Samvinnuferða/Landsýn. Liðið mun leika þar nokkra æfingaleiki m.a. við Glasgow Rangers. AIls verða tíu íslensk knatt- spymulið erlendis um páskana. Fylkir, UBK, Grindavík og Víðir verða í Vestur-Þýskalandi, FH í Portúgal, ÍR og Haukar í Belgíu, ÍBV og KS í Skotlandi og ÍK í Hollandi. KNATTSPYRNA / ENGLAND Oldham tvívegis á Wembley í vetur? OLDHAM United, sem leikur f 2. deild, er komið í úrslit deild- arbikarkeppninnar og f undan- úrslit „stóru“ bikarkeppninnar [FA Cup]. Liðið sló Everton út úr henni um helgina og mætir Aston Villa f undanúrslitum. Villa er í efsta sæti 1. deiidar, en allt virðist mögulegt Sjálfs- traust leikmanna Oldham er mikið um þessar mundir, enda hafa þeir ekki tapað í síðustu 34 heimaleikjum, á gervigras- velli félagsins á Boundary Park. Oldham og Everton höfðu tvívegis skilið jöfn og mættu því í þriðja sinn um helgina. Evert- on náði forystu með marki Tony Cottee á 12. mín. en Roger Palmer jafnaði á 33. mín. Ian Marshall, sem komst ekki í liðið hjá Everton og fór til Oldham fyrir tveimur árum, gerði sigurmarkið úr vítaspymu á þriðju mínútu framlengingar. Mars- hall, sem lék í framlínunni í stað Andy Ritchies sem er meiddur, var felldur á klaufalegan hátt er hann var á leiðinni út úr teignum og lítil hætta á ferðum. Crystal Palace komst einnig í undanúrslit um helgina. Liðið sigr- aði Cambridge 1:0 með marki Ge- off Thomas. Á sunnudaginn vom seinni tveir leikir undanúrslita bikarkeppninn- ar. Brian McClair tryggði Manc- hester United sæti í undanúrslitun- um með eina marki leiksins gegn Sheffield United á útivelli. Leik- menn Sheffield-liðsins mótmæltu markinu hástöfum, sögðu Manc- hester-leikmanninn Mark Robins hafa verið rangstæðan er hann fékk knöttinn inn fyrir vöm Sheffield og hafi síðan leikið honum aftur fyrir endamörk áður en hann gaf fyrir markið þar sem McClair skoraði! QPR og Liverpool mættust í síðustu viðureign bikarkeppninnar. Liðin skildu jöfn, 2:2, á Loftus Road í London. Gamla kempan Ray Wilk- ins náði forystunni fyrir Lundúna- liðið, John Bames jafnaði og Ian Rush kom bikarmeisturunum yfír á 80. mín. Margir töldu sigur þeirra þar með í höfn en aðeins þremur mín. síðari hafði Simon Barker jafn- að og þar við sat. Liðin mætast aftur, á Anfíeld Road í Liverpool á morgun, og sigurvegarinn mætir Crystal Palace í undanúrslitum. Deildarkeppnin Aston Villa sigraði Luton 2:0. Utheijinn Tony Daley og David Platt skoruðu mörkin. Liðið hefur nú tveggja stiga forskot á Liverpo- ol. Meistarar Arsenal urðu að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn Man. City, 1:1. Þorvaldur Örlygsson og samheijar hans í Nottingham David Platt skoraði einn einu sinni fyrir Aston Villa. Forest náðu sér ekki á strik á heimavelli gegn Coventry ogtöpuðu 2:4. Þorvaldi var skipt út af í síðari hálfleik. ■ Úrslit / B 7 ■ Staðan / B 7 KNATTSPYRNA / EVRÓPA John Toshack hefur gert góða hluti hjá Real Madrid á hans fyrsta keppn- istímabili hjá félaginu. Markametí hættu á Spáni „VIÐ stefnum að því að brjóta 100 marka múrinn,“ sagir John Toshack, þjálfari Reral Madrid, sem vann Real Sociedad, 3:0. Leikmenn Real Madrid hafa nú skorað 84 mörk og nálgast 96 marka met Barcelona, sem er frá 1958-1959. Mexikaninn Hugo Sanchez hjá Real Madrid er einnig að glíma við marka- met. Hann skoraði eit af mörk- um liðsins og hefur skorað 30 mörk. Markamet einstaklings á Spáni er 36 mörk, sem Telmo Zarra hjá Atletico Bilbao setti keppnistímabilið 1950-1951. Real Madrid er nú með tíu stiga forskot á Spáni og er nokkuð Ijóst að félagið vinni sinn fimmta meistaratitil í röð. Robedrto Fernnandez skoraði fyrstu þijú mörkin fyrir Barcelona, sem vann Celta, 6:0. Juventus stöðvaði sigurgöngu AC Mílanó á Ítalíu, eftir að Mílanó- liðið hafði leikið sextán leiki í röð án þess að tapa. Diego Maradona, fyrirliði Napolí, var ánægður þegar hann frétti um úrslitin, 3:0. „Ég vil þakka leikmönnum Juventus. En leikið ekki eins vel þegar þið mætið okkur,“ sagði Maradona og bætti við: „Þetta sýnir okkur að leikmenn ÁC Mílanó leiki ekki knattspymu sem er yfír öðrum lið- um hafín, eins og fólk segir.“ „Leikmenn Juventus voru ákveðnir að leggja okkur að velli. Þeir komu með morðglampa í aug- um. Þeir náðu að bijót niður vam- armúr okkar,“ sagði Arrigo Sacchi, þjálfari AC Mílanó. Skotinn Alan Mclnally skoraði fyrir Bayern Miinchen, þegar félag- ið vann Hamburger SV, 3:0, í Ham- borg í v-þýsku deildinni. Hann mun ekki leika með Bayern næsta leik, þar sem hann fer í leikbann eftir að hafa fengið að sjá gula spjaldið fióram sinnum. ■ Evrópuúrslit og Staða / B7 KÖRFUBOLTI / NBA Lakers og Detroit hafa náð bestum árangri LOS ANGELES Lakersog Detroit Pistons hafa náð best- um árangri liðanna í NBA- deildinni nú þegar flest lið hafa spilað 60 af 82 leikjum í deild- inni. Detroit hefur staðið sig best i austurdeildinni, unnið 47 leiki og tapað 15. Lakers hefur unnið flesta leikina í vesturdeildinni, unnið 46 og tapað 14. Frá Detroit hefur verið á Gunnari mikilli siglingu og Valgeirssynií unnið 20 af síðustu íBandaríkjunum 2\ leik sínum í deild- inni og er öruggt með sæti í úrslita- keppninni. 16 lið af 27 komast í úrsli- takeppnina, sem hefst eftir fímm vik- ur. Magic Johnson, sem var kjörinn leikmaður NBA-deildarinnar í febrú- ar, fór á kostum hjá Lakers er Iiðið sigraði Atlantic, 123:115, á sunnu- daginn. Hann gerði 32 stig, átti 14 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers hefur gegnið mjög vel þó svo að liðið hafí þurft að leika án Byron Scott, sem hefur verið meiddur í síðustu þremur leikjum. San Antonio Spurs hefur nú bætt áranur sinn það mikið frá í fyrra að það er farið að nálgast met í NBA- deildinni. Liðið hafði unnið fleiri leiki fyrir áramót en allt tímabilið í fyrra. Ekkert lát virðist á góð gengi liðsins og er það nú í öðru sæti í miðvestur- riðlinum og á góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Háskóladeildin að klárast Annars er það háskóladeildin sem allt snýst um þessa dagana. Nú er farið að leika til úrslita á svæðum fyrir sjálfa úrslitakeppnina, en þang- að komast aðeins 64 lið af 300. Keppnin þar er með útsláttarfyrir- komulagi. Fjögur efstu liðin leika síðan í sérstakri úrslitakeppni sem fram fer í Denver í lok mars. Sigur- stranglegustu liðin fyrirfram eru: Oklahoma, Las Vegas; Connecticut, Michican Stade og Kansas. ■ Úrslit / B7 ■ Staðan / B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.