Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 4
4 B
B 5
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 13. MARZ 1990
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Sovétmenn bestir
- en við meistarar, sagði Bengt Johansson, þjálfari heimsmeistara Svía
BENGT Johansson, þjálfari Svía, var jarðbundinn eftir að lið
hans hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik á
laugardag með 27:23 sigri gegn Ólympíumeisturum Sovét-
manna. „Markmið okkar var að tryggja okkur sæti á Ólympíu-
leikunum í Barcelona 1992. Það tókst og gott betur, en þegar
komið var í úrslitaleikinn var ekki um neitt annað að ræða
en sigra. Sovétmenn eru bestir, en við erum meistarar."
um eftir tækifærunum og nýtum
þau betur en mótherjarnir," sagði
þjálfarinn.
Rétt hugarfar
Svíar komu með réttu hugar-
fari í leikinn. Þeir trúðu á sjálfa
sig, trúðu að þeir væru bestir.
Hveiju marki fögnuðu þeir rétt
eins og titillinn væri í höfn, áhorf-
endur voru vel með á nótunum
og hrifust með. „Sænska liðið er
hið eina, sem hefði getað þetta,“
sagði Anders-Dahl Nielsen, lands-
Svíar voru vel að sigrinum
komnir. Þeir voru betri í
leiknum — dagsformið gildir. „Af
hverjum 10 leikjum við Sovét-
menn gætum við
sigrað í þremur og
þetta var einn
þeirra. Við töpuð-
um fyrir þeim í
haust og það er alltaf erfítt að
eiga við Sovétmenn, en þegar á
hólminn var komið vissum við að
við gætum lagt bjöminn að velli.
Við lékum okkar sænska leik, bið-
Steinþór
Guðbjartsson
skrífar
frá Prag
liðsþjálfari Dana við mig. „Hugar-
farið hjá Svíum er þannig.“
Svíar voru orðnir langeygðir
eftir þessum eftirsóttasta titli í
handknattleik, en þeir uðu heims-
meistarar 1954 og 1958. „Svía
sætta sig aðeins við að vera best-
ir,“ sagði Staffan Holmqvist, að-
stoðarþjálfari. „Þegar dæmið hef-
ur ekki gengið upp á úndanfönum
árum hafa menn fussað og sveiað
og sagt að handboltinn hefði nú
verið mun betri hérna í gamla
daga. Nú þagna þær raddir og
handboltinn á eftir að rísa hátt í
Svíþjóð. Við erum í mikilli sam-
keppni við aðrar greinar, en titill-
inn vekur áhuga og handboltanum
verður veitt meiri eftirtekt. Við
eflumst á allan hátt, en það sem
skiptir mestu er að við fáum fleiri
til að æfa og það skiptir mestu
upp á framtíðina að gera.“
„Svona er lífið"
Anatolíj Evtutsjenko, þjálfari
Sovétmarina, lét ósigurinn ekki
raska ró sinni. „Það er gott að
hafna í verðlaunasæti. Eftir tap
eru allir sorgmæddir, en menn
gera mistök og verða að lifa við
þau. Við vorum með góða stöðu,
en þá fóru mínir menn sér of óðs-
lega, einkum Tutsjkín og Atavin,
og munar um minna. En svona
er lífíð og þegar frá líður verða
menn að taka tapi sem hverju
öðru hundsbiti."
Þjálfarinn sagðist hafa trúað á
sigur lengst af, „en við spiluðum
of mikið inn á miðjuna, það geng-
ur ekki og þegar fjórar mínútur
voru eftir játaði ég mig sigraðan."
Morgunblaðiö/Júlíus
Björn Jilsen, fyrirliði Svía, hefur lengi staðið
í eldlínunni. Hann hampar hér krystalsvasa sem
meistaramir til eignar.
Mikil gleoi í Svíþjóð
MIKIÐ var um að vera á
Arlanda-flugvellinum í Stokk-
hólmi þegar sænska landsliðið
í handknattleik kom heim f rá
Tékkóslóvakíu á sunnudaginn
með heimsmeistaratitilinn.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svía, tók á móti sænsku
landsliðsmönnunum.
Forráðamenn sænska hand-
knattleikssambandsins eru yfir
sig ánægðir með árangur sinna
manna, sem er mikil lyftistöng fyr-
^■■■H 'r handknattleikinn
Frá í Svíþjóð. Leikmenn
Þorbergi sænska liðsins
Aðalsteinssyni fengu sem svarar til
lSvto°ð 400 þús. ísl. kr. í
bónus fyrir gullið í Tékkóslóvakíu
og ljóst er að sænska sambandið
fær allt að 100 millj. ísl. kr. í kass-
ann á næstu tveimur árum, vegna
árangurs sænska liðsins á HM.
Svíar eru í sjöunda himni og segja
að varnarleikur sænska landsliðsins
hafi verið hornsteinninn að sigrin-
um og einnig góð markvarsla. Allir
þrír markverðir sænska liðsins
vörðu mjög vel. Svíar hafa verið
að þróa varnarleiksaðferð sína í tíu
ár, en engin önnur þjóð leikur varn-
arleik eins og Svíar gei-a. Þá vita
leikmenn sænska liðsins hvað þeir
geta og hvert þeir eru að fara.
Þeir reyna ekki hluti sem þeir geta
ekki.
Þá hefur Bengt Johansson, þjálf-
ari Svía, sem tók við landsliðinu
eftir Ólympíuleikana í Seoul, komið
með nýjar hugmundir. Sænsku leik-
mennirnir ráða því sjálfir hvernig
þeir leika hveiju sinni og þeir hafa
komið með margar hugmyndir.
Svíar byggja sóknarleik sinn á leik-
fléttum á milli tveggja til þriggja
leikmanna, en síðan eru þeir með
sóknarkerfi í bakhöndinni, sem allir
leikmennirnir taka þátt í. Johansson
fór með fimmtán leikmenn til
Tékkóslóvakíu og fengu þeir allir
tækifæri til að spreyta sig.
Johansson hefur yfirumsjón með
þremur sænskum landsliðum, sem
leika öll sömu leikaðferðina. Þá
leika nær öll félagslið í Svíþjóð eins
varnarleik og leikinn er í sænska
landsliðinu.
Johansson hefur náð að virkja
alla þá menn sem koma nálægt
landsliðinu, þannig að það er stór
hópur manna sem vinnur saman
sem ein heild. Léttleikinn var látinn
ráða ferðinni og leikmenn höfðu
gaman af því sem þeir voru að fást
við hveiju sinni. Það var stemmning
yfir liðinu og á bekknum, þar sem
allir kepptust við að hvetja hvern
annan. Johansson sagði fyrir HM,
að sænska liðið væri á réttri leið
og aðeins verðlaunasæti gilti í
Tékkóslóvakíu. Hann hafði svo
sannarlega rétt fyrir sér.
Litlar breytingar
Það er ljóst að litlar breytingar
verða á sænska landsliðinu fyrir
HM í Svíþjóð 1993. Öruggt er að
tveir leikmenn hætta nú að leika
með liðinu. Það eru þeir Björn
Jilsen, sem er 30 ára og Sten Sjö-
gren, 32 ára. Þá er enn óljóst hvað
Mats Olsson, markvörður, gerir, en
hann er 30 ára.
Bengt Johansson, þjálfari
sænska liðsins, segir að hann eigi
ekki aðeins einn eða tvo leikmenn
til að taka við stöðu þessara gamal-
kunnu leikmanna, heldur getur
hann valið úr þremur til fjórum leik-
mönnum í hveija stöðu.
Flestir leikmenn sænska liðsins
eru á besta aldri. Magnús Wisland-
er er 26 ára, Ola Lindgren 26 ára,
Staffan Olsson 25 ára og Erik
Hajas 27 ára, svo einhveijir leik-
menn sænska liðsins séu nefndir.
Fyrir keppnina var talað um að
Svíar léku í léttari milliriðlinum, en
þegar upp er staðið þá virðist svo
ekki hafa verið. Svíar unnu Sovét-
menn í úrslitum. Rúmenar unnu
Júgóslava í keppninni um þriðja
sætið. Tékkar lögðu A-Þjóðveija
að velli í keppninni um sjöunda
sætið og Frakkar unnu íslandinga
í keppninni um níunda sætið. Allar
sigurþjóðirnar léku i milliriðli með
Svíum.
Undarlegt val
ákeppnisstað
AÐ VEUATékkóslóvakíu sem
keppnisstað fyrir HM er ótrú-
legt. Aðbúnaður var slæmur,
skipulagningin fyrir neðan all-
ar hellur og þjónusta við
fréttamenn litil sem engin.
Landsliðið bjó á tuttugu hæða
hóteli í Bratislava. Tvær
pólskar lyftur sáu um að flytja
gesti til herbergja sinna og menn
lærðu fljótt að
LogiBergmann gera ráð fyrir
Eiðsson 15-20 mínútum í
skrífar. hveija ferð. Her-
bergin voru þröng
og óvistleg, maturinn slæmur og
þjónustan lítil sem engin.
Blaðamenn fengu aðstöðu sem
fékk hárin á höfði þeirra til að
rísa. „Fréttamiðstöðin" í Brat-
islava skartaði einu telefaxtæki,
símar voru fáir og lélegir, og tölu-
legar upplýsingar voru seinar að
berast. Aðstaðan í Prag var litlu
skárri. Þar hafði verið byggt yfír
fimleikagryfju og þegar einhver
yfir kjörþyngd gekk inní salinn,
lék allt á reiðiskjálfi. Þar voru
telefaxtækin tvö ogjafnvel nokkr-
ir símar sem þjóðminjavörður
hefði gefíð mikið fyrir. Þá var
blaðamönnum boðið upp á hand-
knúnar ritvélar sem voru líklega
allar eldri en undirritaður. Blaða-
menn frá þjóðum Vestur-Evrópu
mótmæltu á hveijum degi en svar-
ið var alltaf það sama: „Við ráðum
ekki við kerfíð". Jafnvel Pólveij-
um, sem eiga ekki góðu að venj-
ast í fjarskiptamálum, var nóg
boðið.
Starfsfólkið var allt af vilja
gert til að hjálpa og gerði hvað
það gat, en tungumálaörðugleikar
settu strik í reikninginn. Fáir
töluðu ensku, nokkrir þýsku en
margir aðeins tékknesku.
Á hótelunum lokaði símkerfið
á miðnætti og ef reynt var að
hringja til íslands gerðist það
ótrúlega oft að „það virtist bara
enginn vera við“.
Á veitingastöðum var nóg af
lausum borðum en þó ekki hægt
að fá borð. Þau voru bara fyrir
hópa. Það voru að vísu engir slíkir
væntanlegir en þannig voru regl-
umar og þeim var fylgt.
Svíþjóð - Sovétríkin
27:23
íþróttahöllin í Prag, úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, laugárdaginn
10. mars 1990.
Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 2:4, 3:5, 3:7, 7:9, 9:9, 10:10, 11:12, 11:14, 15:14, 17:17,
19:17, 20:18, 22:18, 23:19, 24:20, 24:22, 26:22, 27:23.
Mörk Svíæ Magnus Wislander 6, Per Carlén 4, Bjöm Jilsen 4, Staffan Olsson 4, Erik
Hajas 3, Ola Lindgren 3, Pierre Thorsson 2 og Johan Eklund 1.
Varin skot: Mats Olsson 12, Tomas Svensson 1/1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Sovétmanna: Alexander Tútsjkín 11, Andrej Tjúmentsev 3, Júrí Nesterov 2,
Mikhaíl Jakímóvíts 2, Andrej Tsjepkín 1, Alexander Karsakevíts 1, Valerí Gopín 1,
Víatsjeslav Atavin 1 og Konstantín Shavarov 1.
Varin skot: Andrei Lavrof 13/1, Igor Kustov 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Jug og Jeglig frá Júgóslavíu. Dæmdu ágætlega en voru heldur á bandi Svía.
Áhorfendur. 10.200.
Allir á bandi Svía
SVÍAR áttu hug og hjörtu nær
allra þeirra 10.200 áhorfenda,
sem voru á úrslitaleiknum í
Prag á sunnudaginn. Talið var
að um 1.000 Svíar hafi verið á
bekkjunum, en aðrir voru einn-
ig á þeirra bandi.
Astæðan er tvíþætt. I fyrsta
lagi eru Sovétmenn almennt
Iangt því frá að vera vinsælir á
meðal Tékka. Sem dæmi, þá voru
þrumur og eldingar
í Prag á föstudag
og spurði ég Tékka
hvort svona veður
væri algengt og
hvernig á því stæði. „Ætli sé ekki
verið að hrekja Rússana í burtu,“
sagði vinurinn.
Hin ástæðan er sú að Svíar léku
Steinþór
Guðbjartsson
skrífar
frá Prag
í sjöunda himni
Sænsku heimsmeistararnir voru vita-
skuld í sjöunda himni eftir sigurinn á
Sovétmönnum, sem allir — nema
sennilega Svíar sjálfir — töldu örugga
með títilinn. Hér hafa þeir fengið gull-
peninga sína og brosa sínu breiðasta,
þrír af bestu mönnum Svía í leiknum.
Frá vinstri: Mats Olsson markvörður,
línumaðurinn Per Carlén og loks
Magnus Wislander, en hann varð
markahæstur Svía með sex mörk í
úrslitaleiknum.
skemmtilegan hándbolta, leik, sem
áhorfendur kunnu að meta. Leik-
gleðin var slík að áhorfendur gátu
ekki annað en tekið þátt og gerðu
það, svo um munaði.
Stemmningin var engu lík og
þegar heimsmeistararnir hlupu sig-
urhring með fána, sem á stóð „vel-
komin á HM í Svíþjóð 1993“, ærð-
ist allt af fögnuði.
Morgunblaðið/Júlíus
Leikgleðin hjá Svíum var geysileg. Þeir fögnuðu hveiju með miklum tilþrifum og hvöttu hver annan til dáða. Hér fagna
Magnus Wislander (3) og Staffan „Faxi“ Olsson marki.
Leikgleðin
rédi úrslitum“
- sagði sænski línumaðurinn snjalli Per Carlén
Morgunblaðið/Júlíus
Gullfaxi
Staffan „Faxi“ Olsson var kjörinn besti maður úrslitaleiksins. Hér er hann á
flugi fyrir framan sovésku vörnina.
„Vert aðéger
I besta liðinu“
- sagði Sovétmaðurinn Alexander
Tútskjín, besti leikmaður keppninnar
PER Carlén lék mjög stórt hlut-
verk í sigri Svía í heimsmeist-
arakeppninni. Hann byrjaði
mjög vel en meiddist og um
tima var talið ólíklegt að hann
yrði með í úrslitaleiknum. En
hann hélt áfram og barátta
hans og kraftur dreif sænska
liðið áfram.
etta var skemmtilegur leikur
og við höfðum gaman af því
að spila. Við vissum að við gætum
sigrað en þyrftum að hafa fyrir því
og ég held að leikgleðin hafi ráðið
úrslitum," sagði Carlén. „Munurinn
var kannski sá að okkur langaði til
að verða heimsmeistarar en Sovét-
menn aðeins að skila vinnu sinni. í
þeirra augum var þetta vinna en
fyrir okkur miklu, miklu meira,“
sagði Carlén, og bætti við: „Úrslitin
í dag eru í raun sigur fyrir hand-
boltann. Þau sýna að ekki er hægt
að búa til eitthvert ofurlið sem eng-
inn getur sigrað,“ sagði hann.
Stórkostlegt
„Þetta var einfaldlega stórkost-
legt. Við náðum frábærum leik og
ég fann það strax að við áttu mögu-
ieika á sigri, þrátt fyrir erfiða byij-
un,“ sagði Ola Lindgren, leikstjórn-
andi sænska liðsins. „Það væri
raunhæft að vinna tvo til þrjá af
tíu leikjum við Sovétmenn. Þeir eru
líklega bestir en við vorum ákveðn-
ir í að sigra, þó ekki væri nema
bara fyrir sænsku áhorfenduma,“
sagði Lindgren.
„Ótrúlegt"
Mats Olsson, sem varði fnjög vel
að vanda í úrslitaleiknum og lokaði
rparkinu á mikilvægum augnablik-
um, var að vonum mjög ánægður
með titilinn. „Eg trúi þessu ekki.
Það er ótrúlegt að þetta hafí gerst,"
sagði Olsson er hann kvaddi blaða-
mann Morgvnblaðsins á flugvellin-
um í Prag. „Við sýndum okkar
besta á réttum tíma, og það er
gaman að sjá árangur, en ég veit
ekki hvenær ég átta mig fyllilega
á þessu.“
Alexander Tútsjkín var kjörinn
besti ieikmaður heimsmeist-
arakeppninnar og kom það fæstum
á óvart. Hann er gríðarlega skot-
fastur og öruggur og ekkert lið
hefur náð að stöðva hann. Hann
átti þó í erfíðleikum með sænsku
vörnina í úrslitaleiknum en gerði
þrátt fyrir það 11 mörk.
Ég veit ekki hvað gerðist en ég
veit að ég er í besta liði heims,“
sagði Tútskjín í samtali við Morgun-
blaðið. „Við hefðum átt að vinna
en lékum illa. Af hveiju veit ég
ekki, kannski voru það taugarnar
og það var erfitt að leika gegn þess-
ari vörn. Þá voru dómararnir slakir
og Svíum hliðhollir," sagði Tútsjkín.
Hann sagðist vera þokkalega
ánægður með frammistöðu sína í
keppninni, fram að úrslitaleiknum.
„Ég nýtti ekki skotin og tapaði
boltanum of oft. En svona er hand-
bolti, það er ekki alltaf sigur,“ sagði
Tútsjkín.
■ ANDINN í landsliðshópnum er
yfirleitt mjög góður þrátt fyrir að
á ýmsu gangi og á milii manna
ganga ýmiskonar skot. Verði mönn-
um á í messunni fá
þeir að finna fyrir
því og það fékk Jú-
líus Jónasson að
reyna. I síðasta tölu-
blaði íþróttablaðsins er viðtal við
Júlíus og félögum hans í landsliðinu
fannst hann heldur fáklæddur á
forsíðumyndinni. „Ég vissi að ég
myndi fá eitthvað og um leið og
blaðið kom út byijaði skothríðin.
Þegar ég mætti á æfíngu heyrði
ég klið í salnum og svo byijaði það
á fullu,“ sagði Júlíus sem nú geng-
ur undir nafninu Julio.
■ STEN Sjögren hefur ákveðið
að hætta í sænska landsliðinu.
Hann er 33 ára gamall og hefur
leikið um 200 landsleiki. Sjögren
leikur með Lugi og var þar með
Jóni Hjaltalín Magnússyni, for-
manni HSÍ, en hann lék með liðinu
1969-77. „Hann var að byrja hjá
liðinu sem smástrákur þegar ég var
að hætta,“ sagði Jón.
■ ÍSLENSKU landsliðsmennirnir
fengu blómvönd frá Grunnskólan-
um á Reyðarfirði við komuna til
Islands.
■ ÍSLENDINGAR fengu ein
verðlaun í heimsmeistarakeppninni,
þrátt fyrir að hafa lent í 10. sæti.
Það var fyrir að vera prúðasta lið
keppninnar með 54 brottvísanir.
Júgóslavar voru grófastir með 80
brottvísanir og voru þrívegis útilok-
aðir.
■ ÞAÐ getur stundum verið erf-
itt að drepa tímann á ferðum með
landsliðinu og strákarnir styttu sér
stundir við að horfa á Stöðina ’90.
Liðið var tvær vikur í ferðinni og
þættimir ekki margir og því voru
landsliðsmennirnir næstum því bún-
ir að læra þættina utanað og Ragn-
ar Reykás fékk mikla samkeppni.
■ ÞAÐ GEKK ekki þrautarlaust
að afhenda verðlaunin eftir úrslita-
leikinn. Ervin Lanc forseti IHF
flutti ræðu en hún heyrðist illa því
túlkurinn yfírgnæfði hann. Þá vakti
það furðu að Svíarnir fengu ekki
styttuna sem fylgir heimsmeistara-
titlinum fyrr en seinna um kvöldið
og tóku aðeins við kristalsvasa í
höllinni.
■ JUAN Antonio Samanranch,
forseti alþjóða ólympíunefndinar-
innar, leit við í Prag og sat þar
blaðamannafund. Hann horfði þó
ekki á úrslitaleikinn heldur flaug
strax af stað til Rómar.
■ MATURINN í Tékkóslóvakíu
þótti ekki sérlega góður og þegar
liðið millilenti í London fóm nær
allir niður í bæ til að borða. Pizza
Hut og MacDonalds voru vinsæl-
ustu staðirnir og þótti mönnum
gott að fá „vestrænan mat“ eftir
langa bið.
■ JULIAN Duranona frá Kúbu
var markahæsti leikmaður keppn-
innar með 55 mörk úr 80 skotum.
Þar af voru 20 vítaköst. Sovétmað-
urinn Alexander Tútsjkín kom
næstur með 52 mörk úr 102 skot-
um, þaraf 12 vítaköst. Alfreð
Gíslason var 15. í röðinni með
32/14 mörk úr 70 skotum. Kristján
Arason gerði 24 mörk úr 49 skot-
um og Bjarki Sigurðsson 20 mörk
úr 32 skotum.
■ PETER Hofman var með bestu
nýtingu markvarða í keppninni,
varði 51,1% skota ,sem á markið
komu. Alexandru Buligan, mark-
vörður Rúmena, varði 44,1% og var
kjörinn besti markvörðurinn í
keppninni. Guðmundur Hrafn-
kelsson var með 31,8% nýtingu og
Einar Þorvarðarson 26,4%.
Logi
Bergmann
skrifar