Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 8
P Q OÍ>er XMAM .81 5íUöÁ(l JÍQ15IM (1Í(1AJHHU1)5!0M L'i-w HHHHH HHHHI SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Ziirforiggen jafnaði met Gustavo Thöni - sigraði í heimsbikarkeppninni í fjórða skipti PIRMIN Zurbriggen frá Sviss sigraði í risasvigi í Hemsedal í Noregi á laugardaginn og tryggði sér það með sigur í heimsbikarnum ífjórða skipti. Hann vann einnig risasvigstitil- inn og á enn möguleika á brunt- itlinum. Zurbriggen, sem er 27 ára og ætlar að hætta keppni eftir þetta tímabil, hefur nú 344 stig í heildarstigakeppninni. Ole Kristian Furuseth frá Noregi er í öðru sæti með 228 stig og Giinther Mader í þiðja sæti með 213 stig. Nú eru aðeins tvö brunmót eftir og því enginn sem getur ógnað sigri Ziir- briggens. Zúrbriggen vann heimsbikarinn einnig 1984, 1987 og 1988. Hann hefur unnið alls fímm gullverðlaun á ólympíuleikum og heimsmeistara- keppni. Sigurinn í risasviginu á laugardaginn var 40. sigur hans í heimsbikarmóti þau 10 ár sem hann hefur keppt þar. „Ég hef enn gaman að því að taka áhættu," sagði Zúbriggen um risasvigið. „Ég hef ekki trú á því að mér takist að vinna bruntitilinn líka, en ég reyni að sjálfsögðu að gera mitt besta,“ sagði skíðakapp- inn, sem ætlar að halda vinum sínum kveðjuhóf í Crans Montana í Sviss 31. mars. Tomba sigraði í síðustu svig- keppninni Alberto Tomba, ítalski ólympíu- meistarinn í svigi, sigraði í síðustu svigkeppni heimsbikarsins sem fram fór í Saelen í Svíþjóð í gær. Tomba var aðeins með fírnmta besta tírnann eftir fyrri umferð, en tók mikla áhættu í síðari umferðinni og náði lang besta tímanum og það nægði til sigurs. „Sigurinn í sviginu var einn sá mikilvægasti á ferlinum. í síðari umferðinni keyrði ég eins og ég gerði best í gamla daga,“ sagði Tomba „La bomba“. Urslit / B7 Pirmin Zurbriggen fagnar sigri. SKIÐI / KONUR Einvígi Kronberger og Wachter helduráfram Petra Kronberger og Anita Wachter frá Austurríki beijast nú um heims- bikartitilinn af mikilli hörku. Kronberger hefur nú aðeins 15 stiga forskot á Wachter þegar þrjú mót eru eftir. Það er ljóst að önnur hvor þeirra hlýtur heimsbikarinn og er það í fyrsta sinn í ellefu ár sem austurrísk stúlka hlýtur titilinn, en Anne-Marie Moser Pröll gerði það síðast 1979. Um helgina var keppt í svigi og stórsvigi Stranda í Noregi. Carole Mere frá Frakklandi sigraði í stórsviginu - þriðji sigur hennar í röð. Anita Wach- ter varð í 12. sæti, en það nægði henni til að vinna stórsvigstitilinn. Austurrískar stúlkur urðu í þremur efstu sætunum í svigkeppninni á sunnu- dag. Karin Buder sigraði í sinni fyrstu svigkeppninni, Claudia Strobl varð önnur, aðeins 0,06 sek á eftir Buder, og Anita Wachter í þriðja sæti. Konurnar eiga eftir að keppa í svigi, stórsvigi og risasvigi. Heimsbikar- keppninni lýkur formlega með samhliðasvigi í karla og kvennaflokki í Áre í Svíþjóð 18. mars. Vilhelm bætist f hópinn ÍSLENSKA unglingalandsliðið í alpagreinum, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti unglinga, heldur utan í dag. Upphaflega var gert ráð fyrir að þrír íslend- ingartæku þátt í mótinu, en nú hefur Vilhelm Þorsteinssyni frá Akureyri verið bætt við. Íslenska liðið er skipað þeim Kristni Björnssyni frá Ólafsfirði, Arnóri Gunnarssyni frá ísafirði, Hauki Arnórssyni frá Reykjavík og Vilhlem Þorsteinssyni frá Akureyri- Liðið heldur utan í dag ásamt þjálfara sínum, Kajsu Nyberg. ís- lendingarnir taka þátt í þremur FlS-mótum í Frakklandi í næstu viku áðuren haldið verður til Zinal í Sviss, þar sem heimsmeistaramó- tið fer fram dagana 18. til 25. mars. Mótið átti upphaflega að fara fram í Vestur-Þýskalandi, en var flutt til Zinal vegna snóleysis í Þýskalandi. Íslendingarnir keppa í risasvigi, stórsvigi og svigi. SKÍÐAGANGA Ulvang vann heims- bikarinn Vegard Ulvang frá Noregi vann heimsbikarinn í skíðagöngu 1990 þó svo að eitt mót sé enn eftir. Ul- vang hefur hlotið 145 stig, 26 stigum meira en Gunde Svan frá Svíþjóð, sem hefur haft mikla yfirburði í keppninni undanfarin ár. Ulvang varð í fjórða sæti í 30 km göngunni, sem fram fór í Ornskold- svik í Svíþjóð á laugardaginn. Hann var einni mínútu á eftir Terje Langli, sem sigraði. Gunde Svan náði sér ekki á strik og hafði ekki réttan áburð, eins og reyndar fleiri Svíar, og hafn- aði í 50. sæti og hefur aldrei áður verið svo aftarlega á merinni. Síðasta heimsbikarmót vetrarins verður I Noregi í næstu viku. Norska stúlkan Trude Ðybendahl sigraði í 10 km göngu kvenna á sama stað á laugardaginn. Hún var 7,1 sek. á undan Manuela Di Centa frá Ítalíu. Sovésku stúlkurnar hafa mikla yfír- burði í heildarstigakeppninni. Svetlana Nageykina er efst með 134 stig, Lar- isa Lasutina með 129 og Elena Valbe með 126 stig. Það ræðst því á síðasta heimsbikarmótinu hver þeirra hlýtur titilinn. Klaus Sulzenbacher, Austurríki, sigraði í norrænni tvíkeppni. Hann hlaut 156 stig, 21 stigi meira en Allar Levandi frá Sovétríkjunum, sem varð í öðru sæti. HANDKNATTLEIKUR Inn og útum gluggann. SÖGULEGRl heimsmeistara- keppni í handknattleik er lok- ið. íslendingar, sem lentu i 10. sæti, fóru niður í B-flokk, aftur uppí A að því er menn héldu og svo aftur niður í B. Handboltafræðingar íslenska liðsins vissu ekki hvort þeir voru að koma eða fara og blaða- menn og stuðningsmenn lands- AF INNLENDUM VETTVANGI iiðsins helltu vatnl úr eyrunum. Eng- inn veit hvernig þetta byijaði en menn hafa gert því skóna að stjórnar- menn IHF hafi ákveðið að reyna að moka ísiend- ingum aftur upp í A-fiökk með því að leggja annan skilning í reglum- ar, því íslendingar em vinsælir og flestir vilja haida þeim meðal þeirra bestu. Þegar sú saga fór á kreik að Frakkar hefðu vitað um Logi Bergmann Eiðsson skrilar þessa nýju „túlkun" reglanna fyr- ir leikinn við íslendinga, lögðu menn saman tvo og tvo og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að hugs- anlega hefði átt að tiyggja Frökk- um sæti í A-keppninni í Svíþjóð þó þeir töpuðu leiknum um 9. sætið. Aðalritari alþjóða hand- knattleikssambandsins, Raymond Hahn, væri jú Frakki. Síðar kom í ljós að forseti IHF hélt að þetta væri svona og sá ekki ástæðú til að athuga betur áður en hann sagði ísiendingum þessar gleði/sorgarfréttir. Gífurleg vonbrigði Vonbrigðin á laugardaginn voru gífurleg. Leikmenn gengu niðurlútir af velli og mátti sjá tár á hvetjum vanga. Dauðaleit áhangenda hófst að sökudólgum og ákveðið var að skella skuldinni á þjálfarann. Síðdegis heyrðu menn orðróm þess efnis að 10. sætið nægði til sætis í A-flokk en það fékkst ekki staðfest. A sunnudagsmorgni, þegar ís- lendingar voru að yfírgefa hótelið, ræddu þeir við Svíana. „Við sjáumst í Svíþjóð 1993,“ sögðu Svíarnir. íslendingarnir hváðu og sögðu að það væri ekki ömggt. B-keppnin væri erfíð og um fá sæti að keppa. Svíunum fannst þetta svar afar sniðugt og spurðu hvað íslendingar ætiuðu að gera í B-keppnina, þegar þeir væm ömggir með sæti í A-flokki. Þannig var staðan þegar komið var útá flugvöllinn og þar var fundað með forráðamönnum IHF. Morgunblafiið/Júlíus Stuðningsmenn íslenska liðsins létu sitt ekki eftir liggja. Þeir sögðu að það væri nokkuð Ijóst að íslendingar yrðu með í Svíþjóð, enda ætti líunda sætið að duga og bætti því við að það væri jafnvel möguleiki á að fjölga liðum á Ólympíuleikunum 1992, svona rétt til að koma íslending- um fyrir. Það var því skiljanlega mikið fjör í flugvélinni, ennþá í fremstu röð, engar áhyggjur af B-keppni og jafnvel sæti á Ólympíuleikum. En í gær kom bakslagið; aftur í B og lítil von um Ólympíuleikana. Sveigjanlegar reglur Handbolli er undarleg íþrótt. Reglurnar er hægt að sveigja á alla vegu, til að koma skemmti- legu liðunum inn og þeim Ieiðin- iegu út. Ein skýringin á þessum reglubreytingum var sú að íslend- ingar væru með svo skemmtilegt lið að nauðsynlegt væri að halda þeim uppi. Stjómin virtist þó ekki sammála um þetta og því kom upp undarlega staða. Islendingar eru því aftur komn- ir í B-keppni, eins og reglurnar sögðu til um. Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ, á þó líklega frumlegustu skýringuna á því. Hann sagði á Bylgjunni í gær að fjölmiðlar hefðu skemmt fyrir með því að hafa samband við skrif- stofu IHF vegna málsins en hugs- anlega hefði verið hægt að leið- rétta þetta og koma íslendingum í A-keppni að nýju hefðu fjölrniðl- ar á ísiandi ekki farið af stað. GETRAUNIR: X X 2 1 1 X .OTTO: 4 9 11 23 24 + 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.