Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Kristján með FH næsta vetur Þjálfar liðið ásamt Þorgils Óttari Mathiesen og leikur jafnframt með því Ragnar Margeirsson Ragnar tilKR KRISTJÁN Arason verður þjálfari 1. deild- arliðs FH í handknattleik næsta keppn- istímabil ásamt Þorgils Óttar Mathiesen, núverandi þjáifara liðsins. Kristján mun einnig leika með liðinu. Girnilegt tilboð Kristján Arason er á heimleið og klæðist FH- búningnum á ný. frá spænska liðinu Teka, sem landstiðsmaðurinn leikur með, gæti breytt þessu, en Kristján telur ólíklegt að félagið bjóði honum betri samning en þann, sem rennur út í júní nk. Kristján, sem hefur verið í fimm ár í Vestur-Þýskalandi og á Spáni, sagði við Morgunblaðið eftir að keppni lauk á HM í Tékkóslóvakíu um helgina, að það Steinþór væri spennandi verk- Guðbjartsson efni að taka við FH- liðinu og þjálfa það trarrag með Óttari. „Við höf- um svipaðar hugmyndir og þekkjum hvorn annan mjög vel.“ Kristján hefur þegar keypt hús í Hafnarfirði og sagði að hann hefði ráðið sig í spennandi starf heima á íslandi. Kristján sagði að starfið sam- ræmdist ekki því að leika áfram með landsliðinu, vegna þess hve mikill tími færi í æfingar og keppni með liðinu. Allar líkur væru því að því að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. „Ég hef það ágætt á Spáni, en það er líka gott að koma heim,“ sagði Kristján. Hann og samheijar hans hjá Teka mæta vestur-þýska liðinu Grosswallstadt á útivelli á sunnudag í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa. „Gæfan hefur ekki fylgt manni að undanförnu, en vonandi verður það breyting á. Við mætum til leiks með heimsmeistara [Mats Olsson] í markinu og í því er mikill styrkur.“ KR-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk. Ragnar Margeirsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við vesturbæjarliðið. Það þarf ekki ekki að fara mörgum orðum um það að Ragnar mun styrkja KR-liðið mikið. Hann mætti á sína fyrstu æfingu í vestur- bænum í gær. W E g á örugglega eftir að kunna vel við mig hjá E KR og vona að KR-ingar eiga eftir að njóta krafta minna,“ sagði Ragnar Margeirsson, sem verður ekki einmanna. Hann hitti fyrir þijá leik- menn frá Keflavík. Sigurð Björgvinsson, Gunnar Oddsson og Ólaf Gottskálksson. „Þetta eru góðir vinir mínir og þá þekki ég vel aðra leikmenn KR-liðsins, sem ég hef leikið með í landsliðinu á undanfömum árum,“ sagði Ragnar Margeirsson, sem lék með Fram síðasta keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR / HM „Hahn gerði mistök“ - sagði Jörg Bahrke, framkvæmdastjóri IHF, um misskilning um Aog B sæti ÍSLAND er aftur komið í hóp B-þjóða í handknatt- leik, eftir að hafa lent í 10. sæti heimsmeistara- keppninnar íTékkóslóvak- íu, sem lauk á laugardag. Sá misskilningur komst á kreik að 10. sætið dygði til að halda sæti meðal A-þjóða en það á ekki við rök að styðjast. Að sögn Jóns Hjaltalín Magnússonar, formanns HSI, í gær voru það Erwin Lanc, forseti IIiF og Raymond Hahn, aðalritari sambandsins, sem sögðu honum að þeirra skilningur væri sá að 10. sæti gæfi A-sæti. „Við héldum að svo væri ekki, eins og komið hefur í Ijós, en Ilahn sagði að þetta væri sinn skilningur og. forráðamanna franska hand- knattleikssambandsins,“ sagði Jón. „Þar sem málið var orðið opinbert gáfu þeir Hahn og Lanc okkúr leyfi til að tilkynna íslensku leikmönnum og fjöl- miðlum þessar fréttir," sagði formaður HSI, en fréttin birt- ist fyrst í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins á sunnudag. Morgunblaðið náði ekki í Hahn í gær, en Lanc staðfesti í símtali við blaðið frá Aust- urríki að hann hefði talið, er hann ræddi við Jón, að 10. sæti gæfi þátttökurétt í næstu A-keppni, en hins vegar væri ekki um það að ræða að hann „túlkaði" reglurnar á þennan hátt. „Ég hélt að reglurnar væru svona þegar ég var að ræða við Jón í Prag. Ég var hins vegar ekki með pappírana á mér, en skoðaði þá um leið og ég kom heim og sá strax að ég hafði ekki haft rétt fyr- ir mér.“ Misskilningurinn var leið- réttur í gær. Jón Hjaltalín ræddi við Erwin Lanc og sagði Austurríkismanninn hafa beð- ist afsökunar. Jörg Bahrke, framkvæmda- stjóri alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF, fullyrti í símaviðtali við Morgunblaðið í gær að aldrei hefði staðið til að breyta reglunum. Átta efstu sætin gæfu sæti í næstu A-keppni, níu þar sem gest- gjafarnir Svíar væru á meðal átta efstu nú. „Reglurnar voru sendar út fyrir mörgum mán- uðum, og á nokkrum fundum með fulltrúum þátttökuþjóð- anna í Tékkóslóvakíu sögðust allir hvað eftir annað vera með reglurnar á hreinu,“ sagði Bahrke. „Ég vorkenni Jóni Hjaltalín og íslensku leik- mönnunum, en þeir verða að mæta til Austurríkis [í B-keppnina] 1992,“ sagði Bahrke. Þaðan komast þrjár efstu þjóðirnar, og næsta Evr- ópuþjóð þar á eftir, í A-keppn- ina í Svíþjóð 1993. „Raymond Hahn fór ekki með rétt mál er hann sagði Jóni Magnússyni að íslending- ar væru enn í hópi A-þjóða. Ilahn gerði mistök," sagði Bahrke. ■ HM/B4-5 ■ Inn og út... / B8 HANDKNATTLEIKUR: SVÍAR FENGU 400 ÞÚS. KRÓNUR í BÓNUS / B5

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (13.03.1990)
https://timarit.is/issue/123123

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (13.03.1990)

Aðgerðir: