Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTSR ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 B 3 JUDO KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Sex Þórsarar áltu aldrei möguleika í IMjarðvík Njarðvíkingar áttu ekki i vand- ræðum með vængbrotið lið Þórs frá Akureyri í Njarðvík á sunnudaginn. Akureyringum sem mættu aðeins með 6 Björn menn til leiks var Blöndal hreinlega rúllað upp skrifar og urgu lokatölur 126:72 eða 54 stiga munur. Þjálfari Þórsara, Bandaríkjamað- urinn Dan Kennard lék ekki með liði sínu að þessu sinni, hann var rúmliggjandi með flensu. Fleiri Norðanmenn voru fjarverandi. Mikill munur var á leik þeirra núna og síðast, en þá gerður þeir sér lítið fyrir og unnu Njarðvíkinga og bundu þannig enda á langa sig- urgöngu þeirra. Leikurinn var ein- stefna frá upphafi til enda og spurn- ingin var aðeins hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Þrátt fyrir afgerandi yfirburði Njarðvíkinga var leikur þeirra síður en svo gallalaus, þeir gerðu sig seka um mikið af klaufa mistökum í sókninni og varnarleikurinn var síður en svo sannfærandi. Lið Þórs á hrós skilið, liðsmenn þess gáfust aldrei upp þrátt fyrir ofureflið - og síðustu mínútuna léku Þórsarar aðeins 4 þar sem tveir úr liðinu voru komnir með 5 villur. Öruggt hjá KR KR sigraði Tindastól nokkuð örugglega, 91:77, í skemmti- legum leik á Sauðárkróki. KR-ingar náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks en lentu í vandræðum í síðari hálfleik og -misstu þijár leikmenn útaf með fimm villur. Heimamenn náðu að minnka mun- inn í átta stig en þá tóku KR-ingar við sér að nýju og tryggðu sér ör- uggan sigur. Frá Birni Björnssyni á Sauöárkróki Kef Ivíkingar sterkari Keflvíkingar sigruðu IR-inga í Seljáskólanum 101:87. Leikur- inn var mjög jafn framan af en í upphafi síðari hálfleiks fékk besti maður ÍR, Thomas Lee, fimmtu villuna og tæknivillu í kjölfarið. Eftir það hrundi leikur IR-inga, Keflvíkingar juku forskotið og sigr- uðu nokkuð örugglega. Staöan / B7 í jafnvægi að Hlíðarenda Valur sigraði Reyni frá Sand- gerði, 94:82, að Hlíðarenda. Leikurinn var í jafnvægi, Reynis- menn yfir um tíma í síðari hálfleik, en heimamenn áttu þó sannast sagna ekki í erfiðleikum að ná sigrinum í höfn. Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir liðin, nema þá sem æfing. Löngu er ljóst að Valur kemst ekki í úrslitakeppnina og Reynir situr einn og yfirgefínn á botni A-riðils. En leikmenn reyndu að hafa gaman af verkefninu, og gerðu oft laglega hluti. Skapti Hallgrímsson skrifar Einn leikur verður leikinn í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í kvöld. Grindavík fær ÍR í heimsókn kl. 20. í kvöld KJARTAN Briem úr KR varð íslandsmeistari í meistara- flokki karla í borðtennis um helgina, þriðja árið i röð, og Ragnhildur Sigurðardóttir fagnaði sigri í meistara- flokki kvenna. Var þaðtíundi íslandsmeistaratitill hennar í einliðaleik. Ragnhildur Sigurðardóttir, íslandsmeistari kvenna, lét ekki nægja að sigra í einliðaleiknum. Hún varð þrefaldur meistari, vann einnig tvíliðaleik með Sigrúnu Bjamadóttur úr UMSB og tvenndarleik með KR-ingnum Tómasi Guðjónssyni. í einliða- leiknum sigraði Ragnhildur Aðalbjörgu Björgvinsdóttur, 21:14, 21:15, 21:8. „Ég hef ekkert æft í vetur,“ sagði Ragnhildur við Morgunblaðið eftir að sigi-arnir voru í höfn. Hún sagðist hafa tekið sér frí í vetur, ekkert keppt fyrr en nú. „Ég kom bara í þetta mót.“ Hún sagðist vinna á reynslunni — „ég tók stelpumar á taugum. Þær voru mjög stressaðar, vantar meiri reynslu. En breiddin er að verða meiri og þær koma til. Það eru margir efnilegar stelpur að kom upp,“ sagði hún. ____________________________________________________ Morgunblaðiö/Skapti Hallgrimsson ■ Úrslit / B 7 Kjartan Briem og Ragnhildur Sigurdardóttir fagna íslandsmeistaratitlunum. Pall Kolbeinsson. sætií Prag HANDBOLTAMENN voru ekki einu íslendingarnir sem spreyttu sig í Prag í Tékkósló- vakíu um helgina. Nokkrir íslenskir júdómenn tóku þá þátt í alþjóðlegu móti í borg- inni. Bjarni Friðriksson náði bestum árangri; keppti um bronsið í -95 kg fl. við Austur Þjóðveijann Geisler. Þeirri glímu lyktaði með hantei (jafnglími) sem var dæmt Geisler í vil. Bjami varð því í fimmta sæti. Á mótinu mætti Bjami fyrst A- Þjóðvetjanum Barkofsky sem hann mætti einmitt á opna v-þýska mót- inu um daginn „og ætlaði Bjami nú ekki að láta hann kasta sér aft- ur. En Austur-Þjóðveijinn náði hengingu standandi, sem er mjög óvenjulegt. Hann keppti til úrslita um gullið en tapaði þeirri glímu,“ sagði Hákon Öm Halldórsson, formaður Júdósambandsins í sam- tali við Morgunbiaðið. Helgi Júlíusson keppti í -65 kg fl. Hann tapaði fyrir Tékkanum Josh á koka (3 stig) og sá tapaði í næstu umferð þannig að Helgi fékk ekki uppreisn. Sigurður Bergmann keppti í +95 kg fl. Hann sat yfir í fyrstu umferð og Tékkann Kolbal í 2. umferð á wasari (7 stig). í þriðju umferð tap- aði Sigurður fyrir Tékkanum Csoz. í uppreisnarglímu sem hann fékk glímdi Sigurður við Rúmenann Mariashi og tapaði slysalega. Sig- urður var yfir alveg þar til á síðustu mínútunni, sótti þá inn í bragð sem heitir taniotosi en náði ekki að full- komna bragðið, Rúmeninn nýtti sér það og náði fastataki. Sigurður lenti í 9. sæti. Freyr Gauti Sigmundsson keppti í -78 kg fl. Hann byijaði á því að sigra Tékka, tapaði síðan fyrir öðr- um heimamanni í annarri umferð. Hann fékk ekki uppreisnarglímu og lenti í 9. sæti Guðlaugur Halldórsson tapaði fyrir Austur-Þjóðveija í fyrstu um- ferð -86 kg flokksins og fékk ekki uppreisnarglímu. Halldór Hafsteinsson glímdi við A-Þjóðverjann Locktenstein í -86 kg fi. „Austur-Þjóðveijinn sturtaði honum svo hressilega á öxlina að Halldór slasaðist og tapaði," sagði Hákön Örn Halldórsson. Formaðurinn var ánægður með ferð hópsins. „Þetta var góð frammistaða að mínu mati. Þó þeir komist ekki lengra drengirnir þá er gott að vinna eina glímu á svona sterku móti — það er strax áfangi, sem skilar sér í auknu sjálfstrausti þeirra. Síðan fylgir áframhaldandi vinna út úr því,“ sagði Hákon Örn. Kjartan mætti Tómasi Guðjónsson, einnig úr KR, í úrslita- leiknum og sigraði, 10:21, 21:17, 21:18, 21:13. Kjartan virkaði mjög spenntur í byijun í Tómas sigraði örugglega í fyrstu lotunni. „Já, hann spilaði á veiku hliðarnar á mér. Á !_■■■■ bakhöndina — hún er ekki til staðar. Ég reyni Skapti að slá allt með forhöndinni,“ sagði Kjartan við Hallgrímsson Morgunblaðið á eftir. „En svo sá ég við honum. sknfar Fór að spila á hans veiku hliðar. Tómas er hægari en áður, hreyfir sig ekki eins hratt. Ég spilaði þvf á borðhornin til skiptis," sagði Kjartan. Þeir Tómas æfa saman hjá KR og þekkja leikstfl hvors annars mjög vel. „Úrslitaleikurinn var því ekki mjög mikið fyrir augað. Við hugsuðum báðir um að spila á veiku hliðar hins,“ sagði meistarinn nýbakaði. Honum gekk ekki vel nema í einliðaleiknum. Datt út í undanúrslitum tvfliðsleiksins og strax í fyrstu umferð í tvenndarleik. „Einliðaleikurinn er auð- vitað aðalmálið og ég er mjög ánægður með að vinna hann,“ sagði Kjartan, en á honum var að skilja að hann væri þó ekki sáttur við útkomuna. Hefði viljað bæta fleiri titlum í safnið. Kjartan sagðist vitaskuld vonast til að halda í meistara- tignina næstu árin, en sagði nokkra krakka vera á uppleið, „sem þó eiga eftir 2-3 ár enn til að standa í þeim bestu. Stelp- an sem spilaði til úrslita við Ragnheiði er til dæmis mjög efni- leg, og það eru líka mjög efnilegir strákar í Víkingi, þar sem unnið er sérstaklega gott unglingastarf. Þeir eiga eftir að spjara sig eftir nokkur ár — en ég mun gera heiðarlega til- raun til að halda titlinum." BORÐTENNIS / ISLANDSMOT Ragnhildur og Kjartan meistarar í einliðaleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.