Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
5
Nýbyggingar íbúða 1985-1988:
Þrír fjórðu í Reykja-
vík og Reykjanesi
Árleg nýbyggingaþörf 1.400 íbúðir
IJM ÞAÐ BIL þrjár íbúðir af hverjum Ijórum, sem lokið var við að
byggja á árunum 1985 til 1988, eru á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum. Á höfúðborgarsvæðinu einu var hlutfallið frá 63,2%
1985 til 73,9% árið 1988, samkvæmt tölum Þjóðhagsstofhunar. Miðað
við að byggðaþróun í landinu verði eins og verið hefúr metur Byggða-
stofnun þörf íyrir nýbyggingar á landinu öllu vera um 1.400 íbúðir
á ári. Sé tekið tillit til endurnýjunar vegna úreldingar eldra hús-
næðis nálgast árleg þörf 1.500 íbúðir. Verði lánað til byggingar 800
félagslegra íbúða nú, eins og greint,var frá í blaðinu í gær, er með
því sinnt 53-57% af heildarþörf landsmanna fyrir nýjar íbúðir.
Árið 1985 var lokið við að byggja
1.012 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu,
64 á Vesturlandi, 73 á Vestfjörðum,
25 á Norðurlandi vestra, 89 á Norð-
urlandi eystra, 83 á Áusturlandi,
89 á Suðurlandi og 166 á Suður-
nesjum. Samanlagt 1.601 álandinu
öllu, þar af 73,6% á höfuðborgar-
svæði og Suðurnesjum.
Árið 1986 var lokið við að byggja
1.062 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu,
37 á Vesturlandi, 34 á Vestfjörðum,
30 á Norðurlandi vestra, 74 á Norð-
urlandi eystra, 70 á Austurlandi,
130 á Suðurlandi og 78 á Suður-
nesjum. Samanlagt 1.515 á landinu
öllu, þar af 75,2% á höfuðborgar-
svæði og Suðurnesjum.
Árið 1987 var lokið við að byggja
1.097 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu,
53 á Vesturlandi, 19 á Vestfjörðum,
44 á Norðurlandi vestra, 56 á Norð-
urlandi eystra, 75 á Áusturlandi,
75 á Suðurlandi og 122 á Suður-
nesjum. Samanlagt 1.541 áiandinu
öllu, þar af 79,1% á höfuðborgar-
svæði og Suðurnesjum.
Árið 1988 var lokið við að byggja
1.277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu,
56 á Vesturlandi, 34 á Vestfjörðum,
25 á Norðurlandi vestra, 147 á
Norðurlandi eystra, 77 á Austur-
landi, 90 á Suðurlandi og 22 á
Suðurnesjum. Samanlagt 1.728
íbúðir á landinu öllu, þar af 75,2%
á höfuðborgarsvæðinu og Suður-
nesjum.
Hjá Þjóðhagsstofnun liggja ekki
enn fyrir tölur um byggingarfram-
kvæmdir á síðasta ári.
Mat Byggðastofnunar á nýbygg-
ingarþörfinni, 1.400 íbúðir, er
byggt á að framreikna þá byggða-
þróun sem verið hefur, að sögn Sig-
urðar Guðmundssonar forstöðu-
manns þróunarsviðs Byggðastofn-
unar. Meðaltal áranna 1985-’88 er
nokkru hærra, eða um 1.600 íbúðir
á ári. Sigurður segir að ekki sé
óeðlilegt að byggt sé eitthvað meira
en sem svarar til heildarþarfar, þar
sem byggðaþróun er nokkuð mis-
jöfn eftir svæðum, húsnæði getur
verið að losna á einum stað þegar
þörf skapast fyrir nýtt á öðrum.
Þá eykst þörfin vegna úreldingar
eldra húsnæðis og segir Sigurður
að gera megi ráð fyrir 40-50 íbúð-
um á ári þess vegna. Byggðastofn-
un miðar við 60 ára hús og eldri
þegar þær þarfir eru áætlaðar og
eru svo gömul hús alls um 9.400 á
landinu.
Á nokkrum þéttbýlisstöðum eru
þessar eldri íbúðir hlutfallslega um
og yfir 30% af öllu íbúðarhúsnæði
á staðnum. „Það er ljóst að þar er
við sérstakt vandamál að etja,“ seg-
ir Sigurður.
Ókunnur maður áreitir afgreiðslustúlkur:
Þykist þurfa á salemið
en þrífiir svo til þeirra
Afgreiðslustúlka í söluturni í Austurbænum varð á þriðjudags-
kvöld fyrir áreitni manns sem hún hafði hleypt inn fyrir búðarborð
undir því yfírskyni að hann þyrfti á salerni. Stúlkan veitti manninum
kröftuga mótspyrnu og hvarf hann þá á braut. Maðurinn hringdi
síðar um kvöldið í söluturninn og baðst afsökunar á athæfi sínu.
Lögreglan leitar hans nú. Grunur leikur á að sami maðurinn hafi
þriðjudagskvöldið 6. þessa mánaðar veist með sama hætti að ann-
arri afgreiðslustúlku í öðrum söluturni í nálægri götu.
Að sögn afgreiðslustúlkunnar
kom maður þessi, sem talinn er
vera rúmlega tvítugur, ,inn í sölu-
turninn og keypti sér íspinna. Hann
borðaði íspinnann og fékk að því
loknu að fara á salernið. Þegar
hann kom til baka kom hann aftan
að stúlkunni og tók hana hálstaki.
Hún barðist um á hæl og hnakka
og hljóp maðurinn þá á dyr. Síðar
um kvöldið hringdi hann í sjoppuna
og bað stúlkuna afsökunar á at-
hæfi sínu. Stúlkan hringdi í lögregl-
una sem leitar nú mannsins, sem
talið er líklegt að sé sá hinn sami
sem hálfum mánuði fyrr veittist að
annarri afgreiðslustúlku í nálægum
söluturni með sama hætti.
Gerð nýs flugvallar á Grænlandi:
Islenzk fyrirtæki
meta kostnaðinn
FLUGMÁLASTJÓRN íslands hefur í samvinnu við fyrirtækin Icecon
og Hagvirki lagt fram kostnaðaráætlun vegna gerðar flugvallar í
bænum Holsteinsborg á Vestur-Grænlandi. Aætlunin hljóðar upp á
70 til 80 milljónir danskra króna,
króna.
Þarna er ekki um beint tilboð í
gerð flugvallarins að ræða, enda
hefur engin ákvörðun enn verið tek-
in um það, hvar næsti flugvöllur
verður byggður á Grænlandi og
verkið hefur því ekki verið boðið
út. í Holsteinsborg er nú aðeins
lendingarpallur fyrir þyrlur, en
staðurinn er samkvæmt grænlenzk-
um heimildum efstur á lista heima-
allt að 750 milljónum íslenzkra
stjórnarinnar, þegar að því kemur
að nýr flugvöllur verði gerður.
Kostnaðaráætlunin miðast við
gerð 1.200 metra langrar flug-
brautar, sem nægir fyrir Boeing
737 ásamt tilheyrandi búnaði.
Áætlunin er miðuð við þær kröfur
og þarfir, sem taldar eru nauðsyn-
legar hér á landi.
rHálfi
- bylg
P^2x4(
PHILIPS býður þessa
fullkomnu samstæðu á sérstæðu verði í tilefni ferminga. - Geislaspilari,
plötuspilari, tvöfalt snældutæki, útvarpsviðtæki, magnari og tveir hátalarar.
PLOTUSPILARINN:
Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snúninga.
ÚTVARPST ÆKIÐ:
'Stafrænt með 20 stöðva minni, Val á FM - mið- og lang-
bylgju - Sjálfvirkur leitari og fínstilling á hverri bylgju.
upptökustilling bæði fyrir snældu og hljóðnema.
►^20 la
" Uárr
MAGNARINN:
2x40 músík Wött. 5 banda grafískur tónjafnari (Equalizer)
Mótordrifinn styrkstillir. Tónjafnari (Dynamic Bass Boost).
Sterio jafnvægi á sleðastillingu.
GEISLASPILARINN:
'20 laga minni, fullkominn lagaleitari ásamt fínstillingu,
stafrænn gluggi. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. Sjál-
fvirk diskskúffa.
" brmr
HATALARARNIR:
Þriggja-átta lokaðir hátalarar af gerðinni Philips LBS 381.
TVOFALDA SNÆLDUTÆKID:
Hámarks hljómgæði. Sjálfvirk stöðvun við enda á
snældu. Tvöfaldur upptökuhraði. Teljari. Pása. Sjálfvirk
þ
Ri'irí
FJARSTYRINGIN:
Rúsínan í pylsuendanum er fjarstýringin sem eykur á
þægindin til muna og gerir þér kleift að stjórna öllum
aðgerðum úr .sæti þínu.
PHSLIPS er brautryðjandinn í gerð geislaspilara;
gæðit frágangur og útlit í sérflokki.
- ÞU GETUR TREYST PHILIPS -
úþ
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMI691515 . Kringlunni SÍMI6915 20
■ í SOfHHÍH^iWt
PHILIPS F 1395 HLJOMTÆKJASAMSTÆÐAN
Metsölublad á hverjum degi!