Morgunblaðið - 23.03.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Seltjarnarnes:
Minnihluta-
flokkarnir
sameinast
um firamboð
ÁKVEÐIÐ hefiir verið að stofna
Bæjarmálafélag Selljarnarness.
Undir merkjum þess ætla Al-
þýðuflokkur, Alþýðubandalag,
Borgaraflokkur, Framsóknar-
flokkur, óháðir og að öllum líkind-
um Kvennaiisti að bjóða sameigin-
lega fram í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í maí, að undangengnu
opnu prófkjöri.
Unnið hefur verið að þessu sam-
eiginlega framboði undanfarnar
vikur. Arnþór Helgason, sem á
sæti í undirbúningsnefnd að stofnun
bæjarmálafélagsins, sagði við
Morgunblaðið að stefnt væri að
opnu prófkjöri helgina 6-7. apríl.
Auglýst verði eftir þátttakendum í
prófkjörið um næstu helgi og fram-
boðsfrestur renni út 28. mars.
Sjálfstæðisflokkur hefur meiri-
hluta í bæjarstjórn Seltjarnarness,
með 4 fulltrúa af 7. Alþýðubandalag
hefur 2 fulltrúa og Framsóknar-
flokkur 1. Amþór sagði að minni-
hlutaflokkarnir tveir hefðu upphaf-
lega rætt um sameiginlegt framboð
en orðið sammála um að ná þyrfti
breiðari samstöðu um það framboð.
Nú hefði það tekist og eindrægni
verið ríkjandi á fjölmörgum fundum
sem haldnir hefðu verið um þetta
mál.
Á fundi sl. þriðjudag var skipuð
undirbúningsnefnd að stofnun bæj-
armálafélagsins, framkvæmda-
nefnd fyrir prófkjörið og málefna-
hópur sem á að skila lista yfir þau
málefni sem lögð verða til grund-
vallar framboðsins. 'Stefnt er að því
að kynna málefnalistann um næstu
helgi.
Stöð 2 læsir
allri dagskrá
ÖLL dagskrá Stöðvar 2, þar á
meðal fréttir, verður send út
læst frá og með 10. apríl næst-
komandi.
í fréttatilkynningu frá stöðinni
segir að hingað til hafi hún sent
út um 13.000 klukkustundir dag-
skrárefnis og þar af hafi 3.000
klukkustundir verið sendar út
ótruflaðar og án endurgjalds. Þá
segir að stöðin hafi sett sér það
markmið, sem nú sé í höfn, að 70%
þeirra sem næðu útsendingum
stöðvarinnar væru áskrifendur að
dagskrá hennar, og í framhaldi af
því sé dagskránni læst.
Rýminc
hefst
0HITACHI
larsala
í dag !
Sjónvörp, myndbandstæki,
hljómtæki, örbylgjuofnar
ITT
INIOKIA 4
Sjónvörp
SNOW&IP
abc
Kæliskápar
Heimilistæki
RONf
sllNG
KRIN
LUNNI
EDAiyil EM/l IIIM
VI0 r KAIVl L £ 1^1 U IVl
ÞAÐ ERALLTA FULLU ///
Hinn eini og sanni Stórútsölumarkaður, Bíldshöfða 10,
Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval
ASTEINAR - Hljómplötur - kasettur ★SAUMAUST - Alls konar efni AKARNABŒk - Tískufatnaður
herra og dömu ★SKŒÐl - Skófatnaðui ★BOGART/GARBC - Tískufatnaður ★BLÓMAUST - Blóm og
gjafavörur ★HUMMEL - Sportvörur alls konar ★ STÚDÍÓ - Fatnaður ★ SAMBANDID - Fatnaður á alla
fjölskylduna ★MÆRA - Snyritvörur - skartgripir ★ VINNUFATABÚÐIN - Fatnaður ★THEODÓRA -
Kventískufatnaður ★PARTY - Tískuvörur ★SPARTA - íþróttavörur ★BOMBEY - Barnafatnaður ★Versl.
KAREN - Barnafatnaður, undirföt o.fl. ★SMÁSKÓR - Barnaskór ★X OG Z - Barnaföt
Bætum við vörum
daglega!
Myndbandahorn
-Fríttkaffí