Morgunblaðið - 23.03.1990, Side 12
12
MORGÚNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Ferðavinningur í hundana
Af viðskiptum mínum við Úrval-Utsýn og Knút Óskarsson
eftir IUuga Jökulsson
í litskrúðugum auglýsingabækiingi
ferðaskrifstofunnar Utsýnar (sem nú
mun heita Úrval-Útsýn) eru sólar-
iandafarar glaðir, ánægðir og sól-
brúnir; starfsfólkið traustvekjandi og
skín af því hjálpsemi og góðvild; for-
stjórinn sjáifur eins og klettur í haf-
ipu og vili hvers manns vanda leysa.
Ég ætla að segja hér eina sögu sem
er því miður öðruvisi.
Veturinn 1987-88 vildi svo til að
ég var valinn í lið Reykjavíkur sem
tók þátt í spurningakeppni Sjón-
varpsins, Hvað heldurðu?, sem Ómar
Ragnarsson stjórnaði af mikilli rögg-
semi. Þetta var mest til gamans og
framan af leiddi enginn okkar Reyk-
víkinga hugann að verðlaunum, þótt
starfsfólk Sjónvarpsins hafi verið að
pískra um það sín á milli að reynt
yrði að hafa verðlaunin óvenju glæsi-
leg, til dæmis bíl eða utanlandsferð.
Svo var það tilkynnt í undanúrslitum
að ferðaskrifstofan Útsýn hefði af
fádæma rausnarskap heitið sigurveg-
urum ferðavinningi að upphæð 100
þúsund krónum hveijum, og svo stór-
kostlegur þótti þessi vinningur að á
þessu var tönnlast sýknt og heilagt
í hveijum þætti upp frá því. (Síðan
hefur mér að vísu verið tjáð, og það
af sölustjóra Úrvals-Útsýnar, að þeg-
ar ferðaskrifstofur „gefa“ vinninga
af þessu tagi sé oftastnær alls ekki
um gjöf að ræða, heldur kaupi keppn-
ishaldari ferðirnar en þá væntanlega
með einhveijum afslætti gégn auglýs-
ingunni sem skrifstofan fær.) Þegar
á hólminn var komið, í úrslitaþáttinn
í Stykkishólmi í apríl 1988, höfðu
ýmsir aðrir aðilar heitið sigurvegur-
um verðlaunum, til dæmis átti sigur-
liðið að fá ferð um Breiðafjarðareyj-
ar, helling af harðfiski og sitthvað
fleira, en þessi verðlaun voru öll felld
niður að kröfu forstjóra Útsýnar sem
mættur var á staðinn til að afhenda
ferðavinninga sína; ekkert mátti
skyggja á Útsýn og þá auglýsingu
sem fyrirtækið ætlaði að fá út úr
þessari keppni og sínum myndarskap.
Nema hvað, við Ragnheiður Erla
og Guðjón unnum • í keppninni (og
Flosi var náttúrlega sér á báti í sinni
óformlegu keppni) og því hugði ég
gott til glóðarinnar að komast nú til
útlanda í frí. Að vísu uppgötvaði ég
fljótlega að ég ætti ekki hægt með
að komast af landi brott á árinu 1988,
en á miðanum sem Helgi Magnússon,
þáverandi forstjóri Útsýnar, afhenti
okkur í Stykkishólmi var kveðið á
um að ferðin skyldi farin á því ári.
Ég talaði því við hann og spurði hvort
nokkuð væri því til fyrirstöðu að ferð-
inni yrði frestað fram á næsta ár.
Hann taldi það lítið mál og bað reynd-
ar ekkert um að það fyrirkomulag
yrði fært inn á miðann úr Stykkis-
hólmi; sjálfur hafði ég heldur ekki
sinnu á því, enda taldi ég orð standa,
svona oftast nær. í fyrra hugðist ég
síðan skreppa í hálfan mánuð til
Portúgals og var farinn að leggja
drög _að þeirri ferð með starfsmönn-
um Útsýnar þegar aftur kom eitt-
hvert babb í bátinn og ég sá fram á
að ekki kæmist ég heldur með góðu
móti þetta árið. Því talaði ég að nýju
við starfsfólk Útsýnar og spurði hvort
ekki mætti enn fresta ferðinni um
eitt ár og fékk þau svör að ekkert
væri því til fyrirstöðu. Að vísu var
mér bent á að eftir því sem ég fre-
staði ferðinni lengur minnkaði vinn-
ingurinn að verðmæti, því ekki
tíðkaðist að framreikna vinninga sem
miðaðir væru við ákveðna upphæð
og hundrað þúsund kallinn yrði þess
vegna æ verðminni. (100 þúsund
krónur í apríl 1988 myndu nú vera
eitthvað rúmlega 140 þúsund, svo
dæmi sé tekið.) Þetta fannst mér
ansi skítt, því ég gat ekki betur séð
en að ef ferðaskrifstofa splæsir sem
svarar hundrað þúsund krónum í
vinning eitt árið hljóti hún að geta
staðið við það ári eða tveimur árum
seinna, þótt krónurnar séu ef til vill
orðnar nokkru fleiri. En þetta lét ég
GOÐAR
VETRARVÖRUR
FRÁ
ARCTIC CAT
Töskur
Samfestingar
Hanskar
Einnig mjöggott úrval aukahluta
Allt lietta og mlklu meira
BIFREIÐAR & LaNDBÚNADARVÉLAR HF.
Ármúla 13 - 108 Reykjavik - S1 681200
El 1 Suðurlanúslnaiil 14
samt kyrrt liggja í bili.
Svo var það nú eftir áramótin að
ég og mín litla flölskylda ætluðum
loks að nota okkur þennan góða vinn-
ing og fara í frí til útlanda, enn var
Portúgal' efst á vinsældalistanum.
Útsýn hafði þá breyst í Úrval-Útsýn
með nýjum eigendum en það hvarfl-
aði ekki einu sinni að mér að það
skipti nokkru máli, ég hugsaði sem
svo að nýir eigendur hefðu auðvitað
ekki bara keypt eignir fyrirtækisins
og sambönd, heldur og skyldur þess,
svo sem cins og þá að ég kæmist til
útlanda í frí. En það virðist hafa
verið leiður misskilningur. Óbreyttir
starfsmenn Útsýnar bentu mér á að
tala við nýja forstjórann, sem Knútur
heitir Óskarsson, þar eð vinningurinn
væri að verða tveggja ára gamall,
og ég gerði það bláeygur í framan.
Ég held að ég ýki ekkert þó ég segi
að forstjórinn nýi hafi undireins verið
eins og snúið roð í hund. Hann bytj-
aði strax að tala um það að nú væru
komnir nýir eigendur til sögunnar og
hann vissi ekki til að þeir hefðu skuld-
bundið sig á þennan hátt. Ég benti
honum á það sem að ofan greinir,
hvort þeir hefðu ekki keypt skuld-
bindingar Útsýnar eins og annað, og
jú, ég heyrði ekki annað en hann
yrði um síðir að fallast á það. En þá
hengdi hann hatt sinn á annað smáat-
riði, sem sé það að ég fann ekki leng-
ur í fórum mínum miðann góða frá
Stykkishólmi, þar sem stóð svart á
hvítu að ég ætti inn ferðavinning hjá
Útsýn. Þetta hafði ekki verið ýkja
virðulegur miði svo ég hef greinilega
ekki tekið það nógu hátíðlega að
passa upp á hann, en nú mátti á
Knúti skilja að það skipti höfuðmáli
hvort hvort ég gæti reitt fram mið-
ann, ekki hvort ég hefði á sínum tíma
unnið þessa ferð, sem varð næstum
aukaatriði í máli hans. Hann sagði
að miðinn hefði verið eins og hver
önnur ávísun og glatað fé ef hún
týndist og gaf meira að segja í skyn
að ég hefði vel getað farið í ferðina
fyrir tveimur árum, eða gefið hann
einhveijum öðrum, og væri nú að
reyria að svindla út aðra ferð.
Ég er maður ákaflega seinþreyttur
tii vandræða svo ég benti manninum
bara á að hana gæti sem hægast
gengið úr skugga um að ég_ hefði
ekki farið í neina ferð á vegum Útsýn-
ar síðustu tvö árin, né heldur hefði
ég gefið ferðina öðrum, enda var tek-
ið skýrt fram er vinningurinn var
afhentur að hann væri bundinn okkur
vinningshöfunum og engum öðrum,
og þar á ofan gæti hann líka séð það
í sínum plöggum að aldrei hefði nokk-
ur maður framvísað þessum fræga
miða á skrifstofu Útsýnar og viljað
fara í sólarlandaferð. Sömuleiðis var
samlíkingin við ávísun og glatað fé
alveg út í hött því eins og allir vita
má fella ávísanir úr gildi og end-
urnýja þær ef sannað er að þær hafa
hvérgi verið innleystar. Ég spurði því
Knút hvort hann hlyti ekki að eiga
afrit af miðanum í hirslum sínum,
úr því hann var svona mikilvægur,
og séð þar að ég hefði í raun og
sannleika unnið þessa ferð, en væri
ekki að ijúga að honum eða reyna
að hafa af fyrirtækinu fé, eins og
hann lét liggja milli línanna. Hann
viðurkenndi að sjálfsagt ætti hann
þetta afrit og gæti fundið það við
tækífæri en hélt áfram að malda í
móinn og fullyrti sem fyrr að ég „væri
í vondum málum“ úr því ég hefði
ekki lengur undir höndum frumrit
miðans.
Satt að segja hélt ég að það hefði
bara staðið eitthvað illa í bólið hjá
Illugi Jökulsson
„Eini mögnleikinn til
þess að ég kæmist í
ferðina,sagði sendiboð-
inn frá Úrvali-Útsýn,
. væri sá að fyrri eigend-
ur, sem hefðu leyft mér
að fresta ferðinni — þá
væntanlega Helgi
Magnússon eða þeir
sem hann var fulltrúi
fyrir — að þeir borguðu
ferðina eða drægju
hana frá söluverði
ferðaskrifstofunnar.
Hér ætla ég að setja
þrjú uþphrópunar-
merki!!!“
forstjóranum þennan dag og datt
ekki annað í hug en allt færi vel að
lokum og við gætum farið að sleikja
páskasólina í Portúgal eins og hugur-
inn stóð til. Að vísu gekk mér furðu
illa að ná tangarhaldi á forstjóranum
næstu vikurnar, til þess að ganga frá
málinu, en beið þolinmóður meðan
hann rótaði í skjalaskápum sínum í
leit að miðanum. Mér datt í hug að
útvega mér myndband af úxslits-
þættinum í Stykkishólmi og færa
honum, svo hann mætti sjá að ég
hefði vissulega unnið ferð hjá fyrir-
tæki hans, en taldi það satt að segja
móðgun við fullorðinn mann sem
áreiðanlega vildi þrátt fyrir allt reyn-
ast mér hið besta, svo ég hætti við
það. En að lokum gafst ég upp á
biðinni, enda leið óðum að páskum,
og fór því og talaði við starfsfóik
Útsýnar og vildi fara að koma ferð-
inni á hreint. Óbreyttir starfsmenn
tóku mér ljúfmannlega, sögðu að vísu
sem fyrr að vinningurinn yrði ekki
framreiknaður, sem mér fannst jafn
skítt og áður, en þar sem það væri
heldur óvenjulegt að vinningsferðum
af þessu tagi væri frestað svona lengi
vildu þeir ekki taka ábyrgð á að skrá
mig og mitt fólk endanlega í ferðina,
heldur þyrftu þeir blessun sinna yfir-
manna. Sem fyrr var ekki nokkur
leið að ná í Knút Óskarsson svo ég
talaði við sölustjóra Úrvals-Útsýnar,
Önnu Guðnýju Aradóttur, og hélt
eftir það samtal að nú væri loksins
hægt að ganga frá málinu. Hún tók
mér sem sé ákaflega vel, kannaðist
ekki við málið en taldi það bersýni-
lega ekki svo vont sem forstjórinn,
og var meira að segja farin að ráð-
leggja mér á hvaða hóteli væri rétt-
ast að gista. Einhveijar vöflur voru
að vísu á henni um það hvort vinning-
urinn góði væri svokallaður almennur
ferðavinningur, og ég gæti farið hvert
sem ég vildi, eða hvort hann hefði
verið bundinn leiguflugi Útsýnar og
ég gæti því aðeins farið á þá staði
sem Útsýn (og nú Úrval-Útsýn) flygi
til á hveijum tíma. Þetta ætlaði hún
að kanna og hafa síðan samband við
mig og ég fór kátur vel af fundinum
með henni, enda taldi ég að ef allt
um þryti og vinningurinn dæmdist
gilda aðeins á leiguflugleiðum Úr-
vals-Útsýnar (sem ekki flýgur til
Portúgals fyrr en í sumar), þá mætti
ugglaust finna annan stað þar sem
hægt væri að eyða páskunum. Voru
nú jafnt hinir yngstu sem elstu með-
limir ijölskyldunnar harla glaðir og
allir fóru að hlakka til.
Anna Guðný má eiga það að hún
brást skjótt við. Tveimur dögum eftir
að ég talaði við þana var hringt til
okkar frá Úrvali-Útsýn, það var að
vísu ekki hún sjálf og hvað þá heldur
forstjórinn heldur ein hinna brosandi
stúlkna í auglýsingabæklingnum,
sem bar okkur þau stuttu og iaggóðu
skilaboð að Anna Guðný hefði tekið
málið upp á fundi hjá fyrirtækinu og
niðurstaðan orðið sú að ég ætti ekki
lengur inni neina ferð hjá fyrirtæk-
inu. Punktum, basta. Miðinn marg-
nefndi hafði loksins komið í leitirnar
og þar stóð, eins og allir vissu frá
byijun, að ferðina ætti ég að fara
árið 1988. Nú þegar forstjórinn,
Knútur Óskarsson, hafði að því er
virtist ekki lengur neitt til að hengja
sig á, þá greip hann þetta ártal feg-
‘ins hendi og það þótt ég hefði fyrir
löngu verið búinn að útskýra fyrir
honum að ég hefði í tvígang fengið
leyfi stjórnenda fyrirtækisins til að
fresta ferðinni, og honum hefði þá
ekki dottið í hug að gera sérstakar
athugasemdir við það. Eini möguleik-
inn til þess að ég kæmist í feyðina,
sagði sendiboðinn frá Úrvali-Útsýn,
væri sá að fyrri eigendur, sem hefðu
leyft mér að fresta ferðinni, þá vænt-
anlega Helgi Magnússon eða þeir sem
hann var fulltrúi fyrir, að þeir bor-
guðu ferðina eða drægju hana frá
söluverði ferðaskrifstofunnar. Hér
ætla ég að setja þtjú upphrópunar-
merki!!!
Nú. Ekki förum við til Portúgals
með hækkandi sól og þar fór nú vinn-
ingurinn giæsilegi fyrir lítið. Sannast
að segja er ég svo standandi bit á
þessari framkomu að ég veit ekki
almennilega hvaðan á mig stendur
veðrið. í fyrsta lagi er maður látinn
koma fram eins og betlari sem er að
sníkja sér sólarlandaferð, í stað þess
að auðvitað ætti ferðaskrifstofan að
standa kurteislega við sínar skuld-
bindingar, burtséð frá öllum eigenda-
skiptum sem koma mér og öðrum
viðskiptavinum náttúrlega ekkert við.
í öðru lagi er viðskiptavinur greini-
lega ekki rétta orðið þegar forstjóri
þessi á í hlut, ekki úr því að hann
telur sig ekki geta grætt neitt á
mér, því auglýsinguna út á rausnar-
skap sinn er fyrirtækið löngu búið
að fá og það voru meira að segja
aðrir menn sem högnuðust á henni!
Kannski viðskiptaóvinur væri nær
lagi í augum Knúts Óskarssonar, eða
sníkjudýr, því það fór auðheyrilega
mjög í taugarnar á honum að þurfa
að sinna þessu erindi og í því engin
óskapleg gróðavon. Sannleikurinn er
væntanlega sá einn að Knútur tímir
ekki að standa við vinningsgjöfina,
eins og honum ber þó skilyrðisiaust,
hélt ég. Nema það sé siður hans og
helsta skemmtun i lífinu að niður-
lægja fólk. Ég ætla að minnsta kosti
rétt að vona að ekki sé komið_ svona
fram við alla þá sem leita til Úrvals-
Útsýnar, en get eiginlega ekki ráð-
lagt nokkrum manni að láta á það
reyna.
Höfundur er rithöfundur og
útvarpsmnður í Reykjavík.
Mál Þorgeirs Þorgeirssonar tekið
fyrir hjá Mannréttindanefhd Evrópu
MUNNLEGUR málflutningur í
máli Þorgeirs Þorgeirssonar rit-
höfundar gegn íslenska ríkinu
fór fram hjá Mannréttindanefiid
Evrópu í Strassborg 14. mars
sl. Þorgeir kærði islenska ríkið
til Mannréttindadómstólsins
vegna dóms yfir honum fyrir að
hafa ritað tvær greinar í Morgun-
blaðið um lögregluofbeldi.
Að sögn Þorsteins Geirssonar
ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu-
neytinu varðar málið 6. og 10.
grein. mannréttindasáttmálans, þ.e.
um rétt á sanngjarnri málsmeðferð
og rétt til fijálsrar tjáningar.
Nefndin fjallaði um hvort kæran
væri hæf til umfjöllunar hjá dóm-
stólnum og hefur ákveðið að taka
hanan til nánari umfjöllunar. Þor-
steinn Geirsson sagði að ekki væri
hægt að segja fyrir um hvort málið
verði lagt fyrir Mannréttindadóm-
stólinn fyrr en niðurstaða nefndar-
innar liggur fyrir.
Þorgeir Þorgeirsson flutti mál
sitt sjálfur fyrir Mannréttinda-
nefndinni ásamt lögmanni sínum
Tómasi Gunnarssyni, en af hálfu
íslenska ríkisins fluttu Þorsteinn
Geirsson og Gunnlaugur Claessen
ríkislögmaður málið.