Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 13 Jón Sigurðsson bif- reiðastíórí - Minning Fæddur 28. júlí 1920 Dáinn 14. marz 1990 í dag verður lagður til hinstu hvíldar tengdafaðir minn, Jón Sig- urðsson, Mávahlíð 2 í Reykjavík. Hann fæddist 28. júlí 1920 á Finns- stöðum í Eiðaþinghá á Fljótsdals- héraði, þar sem foreldrar hans, Guðný Jónsdóttir, f. 1893, d. 1963, og Sigurður Steindórsson, f. 1884, d. 1957, voru þá til heimilis. Hann var þriðja bam þeirra hjóna, elst var Anna'Björg, f. 1915, d. 1979, húsfreyja í Steinholti í Egilsstaða- hreppi, þá Magnús, f. 1917, d. 1983, lengst af bóndi í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, næst eftir Jóni Ingunn, f. 1923, d. 1985, húsfreyja í Fjallaseli, Fellum og eftir að fjöl- skyldan fluttist að Miðhúsum í Egilsstaðahreppi fæddust yngstu systur hans, Guðný Sveinbjörg, f. 1930, búsett á Eskifirði, og Stein- dóra, f. 1932, búsett á Vopnafirði. Jón bjó með foreldrum sínum og systkinum á Miðhúsum til fullorð- insára og var reglusemi og vinnu- semi þar i hávegum höfð. Hann dvaldi tvo vetur við nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum og átti þaðan margar góðar minningar, sem hon- um var ljúft að rifja upp þegar til- efni gafst til. Jón vann lengst af við bifreiðaakstur, en fyrsti bíllinn sem hann eignaðist var vörubíll sem hann notaði meðal annars við vega- gerð. Síðan eftir að hann flutti til Reykjavíkur vann hann á sendibíl, en lengst af eða yfir 30 ár á Hreyfli. Jón hélt alla tíð tryggð við æskuslóðir sínar sem honum voru mjög hugleiknar. Hann hélt góðu sambandi við systkini sín sem öll bjuggu á Austurlandi. Venslafólk og vinir að austan voru tíðir aufú- sugestir á heimili Jóns og Lilju og ófáar ferðir fóru þau austur. Árið 1949 kvæntist hann Lilju Maríu Petersen lækni, f. 1922, en þau höfðu kynnst fyrir austan er Lilja gegndi störfum þar um nokk- urt skeið. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð, lengst af í Mávahlíð 2. Þau eignuð- ust fimm börn, Birnu, f. 1950, gifta Jóhanni Rúnari Björgvinssyni, Sig- urð, f. 1952, kvæntan Dagnýju Guðmundsdóttur, Guðnýju, f. 1954, gifta Leó Geir Torfasyni, Hans Pétur, f. 1957, kvæntan Óldu Björk Sigurðardóttur, og yngst er Guðrún Margrét, f. 1963, en hennar maður er Hörður Ragnarsson. Barnabörn- in eru orðin 14 talsins og fyrsta langafabarnið fæddist á síðasta ári. Jón var hreinskiptinn, laus við yfirborðsmennsku og hispurslaus. Hann var örlátur og vinur vina sinna. Hann var fljótur til svara ef því var að skipta. Barnabörnin hændust að afa sínum og ófáar ferðir voru farnar í silungsveiði, og hafði hann mikla ánægju af þeirri samveru. Hann var fastheld- inn á venjur og eru mér minnis- stæðar stundirnar sem við áttum í Mávahlíðinni á Þorláksmessu ár hvert er jólarjúpurnar að austan voru reyttar. Jón hafði góða frá- sagnargáfu og kunni ógrynni af vísum, gátum og sögum af sérstæð- um mönnum og atvikum. Jón var mikill keppnismaður og lék knattspyrnu á yngri árum aust- ur á Héraði og með félögum sínum á Hreyfli fram yfir miðjan aldur. Einnig spilaði hann brids sér til skemmtunar bæði með vinnufélög- um og þau hjónin. Hér sköruðust okkar áhugamál og ófáar stundir var rætt um brids og íþróttir. En minnisstæðast er mér sumarið 1984 er Jón og Lilja dvöldu með fjölskyldu minni sumarlangt í Svíþjóð þar sem við höfðum leigt til nokkurra mánaða sumarhús á lítilli eyju í Skerjagarðinum rétt norðan við Stokkhólm. Sumarhús- inu fylgdi lítill bátur og dag hvern rérum við til fiskjar, með handfæri og renndum fyrir þorsk. Við nutum góða veðursins, ferskleikans og spennunnar við veiðarnar. Miðuð- um út veiðistaði og skynjuðum uppruna okkar. Jón var af þeirri kynslóð sem taldi nýtni kost og allur afli var hirtur og verkaður. Þetta voru unaðslegir dagar og minntist Jón þeirra með mikilli ánægju. Jón var í fullu starfi þar til hann Kveðjuorð: Guðrún Valdimars dóttir, ljósmóðir Hartnær aldar ævi er lokið og kominn tími til að kveðja. Guðrún Valdimarsdóttir, ljósmóðir, föður- systir mín verður borin til grafar í dag. Hún var fædd á Strandselj'um í Ögursveit 16. nóvember 1897. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson, bóndi og sjómaður víða um Vestfjörðu, hreinræktaður Strandamaður að ætt og uppruna, frá Melum í Trékyllisvík, og kona hans, Elín Hannibalsdóttir frá Tungu í Langadal við Djúp og það- an ættuð að langfeðga- og lang- mæðratali, nema hvað móðurafi hennar, sr. Arnór í Vatnsfirði, tengdist miklum ættum um landið vestan-, norðan- og sunnanvert. Þegar hún varð níræð skemmti ég mér við að skrifa henni afmælis- kveðju hér í blaðinu og tel því ekki ástæðu til að setja hér á nýja lang- loku, þótt gamla konan hafi nú sett punkt aftan við æviferil sinn. Fáein orð hljóta þó að teljast við hæfi...Guðrún var dæmi um það epli sem ekki fellur langt frá uppr- unatré sínu, hvort sem kalla má það eik eða öðru nafni. Ættfólk hennar var stórbrotið í kostum sínum og göllum og hefur mörgum orðið minnistætt og um það skráð- ar sögur misjafnlega trúverðugar eins og gengur. Um ævi Guðrúnar má segja eins og Fornólfur kvað um Vatnsfjarðar-Kristínu, að „af henni bæði gustar geðs og gerðar- þokki stóð“. Hún var óvenjulega heilsteypt manneskja, sem lifði langa ævi og mundi tímabilin tvenn og þrenn. Ur sárri fátækt og án annarrar skólagöngu en farskóla skamma hríð, braust hún til ljósmóðurlær- dóms og þjónaði nokkrum fátækum umdæmum í því hlutverki. Síðan var hún um áratugsskeið símastjóri í Hveragerði, en tók svo upp þráð- inn aftur er hún rak eigin sængur- kvennastofnun í Reykjavík, um fimmtán ára skeið. Þrjú næstu árin var hún við hjúkrunarstörf í Noregi og lét enga tungumálaörðugleika aftra sér. Heimkomin var hún enn við hjúkrunarstörf um tíu ára skeið og lét ekki af störfum fyrr en kom- in undir áttrætt. Eftir það féll henni sjaldan verk úr hendi við listsaum og aðrar hannyrðir. Þannig var ævi hennar í stórum dráttum. Um langt skeið á fyrri og seinni hluta ævinnar átti hún við sjúkleika að stríða, sem hún yfirvann eins og aðra örðugleika. Hjónabandssæla hennar varð skammvinn. Aðeins árið eftir að hún gekk að eiga mann sinn, Kjart- an Helgason, sjómann, fórst hann með vélbátnum Rask. Hún stóð þá ein uppi með soninn Valdimar, heilsulítil, fátæk og eignalaus og háði harða baráttu fyrir betri tíð. Valdimar varð járnsmiður og véla- meistari og ævintýramaður á yngri fékk hjartaáfall 26. febrúar síðast- liðinn. Hann náði sér ekki og lést eftir stutta legu. Mig langar til að þakka Jóni fyrir árin sem við vorum samferða og þær stundir sem böm mín fengu að njóta með afa sínum, sem ég veit að þau geyma ve! í minningu sinni. Blessuð sé minning Jóns Sig- urðssonar, honum er hér þökkuð vinátta og tryggð. Megi góður Guð styrkja þig, Lilja mín, í þinni sorg. Jóhann Rúnar Björgvinsson Mágur minn, Jón Sigurðsson, andaðist í Borgarspítalanum þann 14. mars sl. eftir stutta sjúkrahús- legu. Hann fæddist á Finnsstöðum í Eiðaþinghá 28. júlí 1920. Sonur hjónanna Sigurðar Steindórssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem þá bjuggu þar. Fluttu síðan í Miðhús í sömu sveit 1926 og bjuggu þar til ársins 1951 að þau hættu búskap. Við ólumst upp í Eiðaþinghánni og vorum því kunningjar frá ungl- ingsárum og vorum mikið saman í starfi og leik. Þá voru aðrir tímar en nú, engin véltækni komin í land- búnaðinn. Þá unnu menn allt með handverkfærum, og var það erfið- ara en nú gerist. Nú er nærri allt unnið með vélum. Yfirleitt var þá ekki unnið á sunnudögum, og við strákamir í Eiðaþinghánni vorum ólatir að koma saman í knattspymu á hveijum sunnudegi. Og náðum það góðum árangri að við unnum árum og sigldi þá um öll heimsins höf. Hann tók með sér heim konu sína, Christine Grashoff, hollenska að ætt, og af þeim knérunni spruttu þau Guðrún og Kjartan, Jóhann og Arnór og langömmubörnin voru orðin fimm, sem glöddu augu gömlu konunnar áður en yfir lauk. Að leiðarlokum flyt ég Christine og afkomendum hennar og Valda hlýjar kveðjur. Við kveðjum góða konu, sem til hinstu stundar lifði lífi sínu sjálfstæð og óbuguð. Hún átti til bæði hörku og blíðu í skap- ferli sínu, en allt hennar líf var þó vígt þeirri plikt að ieggja líkn með þraut annarra, að miðla kærleik án væmni, segja hug sinn og standa á sínu hver sem í hlut átti, skyldur eða vandalaus. Minning um slíka manneskju er gott veganesti fyrir okkur, sem enn um stund stöndum hérna megin grafarinnar. Ólafúr Hannibalsson óftast nágrannalið sem keppt var við. Jón var mjög duglegur og góð- ur knattspyrnumaður og seinna ágætur í leikfimi eftir að hann var í Eiðaskóla. Hann ólst upp við venjuleg landbúnaðarstörf, og var mjög duglegur og laginn við allt sem hann gerði. Hann fór í Eiðaskóla 1939 og lauk námi þaðan. Þá var Eiðaskóli alþýðuskóli með tveggja vetra námi. Eftir skólaveruna fór hann að vinna mikið að heiman, en var oft heima við búskapinn ef á þurfti að halda. 1947 keypti hann vörubíl og stundaði mikið vegavinnu og aðra keyrslu sem til féll. En átti alltaf heima á Miðhúsum á þeim árum. Þau voru sex Miðhúsasystkinin, fjórar systur og tveir bræður. Elst var Anna Björg, húsfreyja, Steinholti, f. 11. janúar 1915, d. 10. september 1979. Hún var gift undirrituðum. Næstur var Magnús, bóndi í Stakkahlíð í Loðmundar- firði, fluttist á Seyðisfjörð, f. 14. nóvember 1917, d. 17. apríl 1983. Eftirlifandi kona hans er Ásta Stef- ánsdóttir frá Stakkahlíð. Þriðji í röðinni var Jón, þá Ingunn, hús- freyja, Fjallsseli, Fellum, f. 13. maí 1923, d. 25. apríl 1985. Eftirlifandi maður hennar er Eiríkur Einarsson frá Fjallsseli. Svo er Sveinbjörg, húsfreyja, Kirkjustíg 8, Eskifirði. Maður hennar Hallgrímur Einars- son, skrifstofumaður frá Fjallsseli. Hún er fædd 12. febrúar 1930, og yngst er Steindóra, húsfreyja, Fagrahjalla 4, Vopnafirði, f. 13. mars 1932. Hennar maður er Sveinn Sigurðsson útgerðarmaður. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Lilju Maríu Petersen lækni, 19. nóvember 1949 en þá starfaði hún sem aðstoðarlæknir við Sjúkraskýlið á Egilsstöðum, sem þá var nýlega tekið í notkun. Dvöldu þau á Miðhúsum sumarið 1950 en flytja til Reykjavíkur um haustið. Hófu þau búskap í Skólastræti 3 og bjuggu þar í 10 ár en keyptu þá íbúð í Mávahlíð 2 og hafa búið þar síðan. Eignuðust þau fimm mannvæn- leg börn, sem öll eru á lífi og hafa stofnað sín eigin heimili. Elst er Birna lækiiir, næstur er Sigurður sölustjóri, Guðný barnfóstra, þá Hans Pétur framkvæmdastjóri og yngst Guðrún kennari. Barnabörn- in eru orðin 14. Jón átti sendiferðabíl fyrstu árin en 1953 gerist hann leigubílstjóri á Bifreiðastöðinni Hreyfii og starf- aði þar til æviloka. Auk þess starfaði hann mörg ár sem ökukennari og um tíma rak hann söluturn á Hlemmtorgi. Jón var heilsteyptur maður. Hann var ákveðinn í skoðunum og lét þær í ljós tæpitungulaust í umræðum. Hann var félagslyndur og tók virkan þátt í félagsstörfum í þeim félögum, sem hann var í. Ég hef áður minnst á knattspyrn- una og íþróttir. Og hann var einnig mjög virkur félagi í Samvirkjafé- lagi Eiðaþinghár, en svo heitir ung- mennafélagið sem enn er starf- andi. Þá er mér kunnugt um að hann var mikið í félagsskap þeirra Hreyfilsmanna, t.d. í Bridsfélaginu, og vann oft til verðlauna í keppni þar. Hann var gæddur miklum keppnisanda, vildi ekki láta hlut sinn fyrir öðrum, en ávallt drengi- legur í keppni. Jón var alltaf Austfirðingur í anda þó árunum fjölgaði sem hann bjó í Reykjavík. Kom austur af og til, stundum bæði hjónin, Lilja og Jón. Ég held að honum hafi alltaf fundist hann vera kominn heim þegar hann kom á sínar æskuslóð- ir. „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til.“. Eg og mín börn eigum þeim hjónum, Lilju og Jóni, mikla skuld að gjalda, sem aldrei verður full- goldin, fyrir alla þá vináttu og fyrir- höfn sem þau hafa látið okkur í té á umliðnum árum. Við höfum ævin- lega verið velkomin til þéirra í Mávahlíðina eins og við segjum okkar á milli. Þar hefur verið okk- ar heimili í borginni hvort sem um lengri eða skemmri dvöl hefur ver- ið að ræða. Jón var alltaf boðinn og búinn að aka okkur um börgina í ýmsum erindum og sýna manni sitt af hveiju, sækja á flugvöllinn og koma okkur þangað aftur þegar heim var snúið. Og það var séð fyrir því að engum leiddist á meðan dvalið var í Mávahlíðinni. Sama er að segja um börn þeirra hjóna. Þau hafa ævinlega sýnt mér vináttu og hlýju og gert mér greiða ef um það hefur verið að ræða. Fyrir þetta allt vil ég, með þessum fátæklegu línum, þakka þér Lilja og þínum börnum. Nú er orðið of seint að þakka honum persónulega, en ég geri það í anda og tilbeiðslu. Ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að styrkja ykkur og styðja í sorg og söknuði. Öll getum við þakkað fyrir minninguna um góðan og kæran vin. Blessuð sé minning hans. Ingvar Friðriksson, Steinholti. Nonni frændi, eins og við kölluð- um hann, er látinn. Hann var ekki bara frændi okkar heldur mikill vinur. Þegar faðir okkar lést árið 1966 varð ung kona ekkja með þijár dætur. Leigubíll var hennar eina tekjulind og sá Nonni frændi um rekstur hans fyrstu árin. Við minnumst margra mánudaga þegar hann kom með uppgjörið eftir vik- una. Þegar allt var farið að ganga vel tók ekkjan við, en Nonni fylgd- ist vel með öllu áfram og var það mikið öryggi að vita af stuðningi hans áfram. Þegar lítill Páll fædd- ist í fjölskylduna átti hann engan afa, en hver sagði þá: „Kallaðu mig bara Jón afa.“ Oft var settur peningur í lítinn lófa eða sælgæti í munn. Það var oft kátt á Þórs- götunni þegar hann kom. En þau voru ekki alltaf sammála Sigga frænka og Jón frændi, eins og þau kölluðu hvort annað, og stundum hvessti all verulega. Nonni frændi kom alltaf annað slagið á Þórs- götuna síðustu árin þó móðir okkar gæti ekki talað lengur við hann, eins og áður, sökum veikinda henn- ar. Síðustu minningarnar eru frá síðasta aðfangadegi þegar hann kom með konfektkassa handa Siggu frænku. Þá var Nonni búinn að vera lasinn. Nú hefur hann feng- ið hvíldina og við trúum því að þeir séu búnir að hittast vinirnir Páll og Jón. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka frænda okkar fyrir allt. Minningin lifir. Lilju og börnun- um sendum við samúðarkveðjur. Kristrún, Einhildur, Ásgerður Pálsdætur. rz a HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. (rá|) ^ meiri ánægja^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.