Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. MARZ 1990 14 Asdís Kolbeins- dóttir - Minning Fædd 18. júlí 1968 Dáin 16. marz 1990 í dag verður borin til hinstu hvílu Ásdís Kolbeinsdóttir, elskuleg frænka okkar, sem svo skyndilega og óvænt var tekin í burtu frá okkur langt fyrir aldur fram. Ásdís skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður að fullu uppfyllt. Hún var einstaklega lífsglöð og þróttmikil stúlka sem hafði alltaf í nógu að snúast. Við systkinin munum varla eftir Ásdísi öðruvísi en á þönum með bros á vör, alltaf hress og kát. Við höldum að atorku- semi Ásdísar hafi gert henni kleift að lifa svo margt á sinni stuttu ævi. Á stundum sem þessum streyma fram í hugann minningar um unga stúlku sem hleypti birtu í líf okkar allra. Við þökkum Guði fyrir samverustundimar með Ás- dísi, um leið og við kveðjum hana með sárum söknuði. Megi minningin um hana lifa um ókomna framtíð. Elsku Bryndís, Kolbeinn, Eyþór, Finnur og Jóhannes, við sendum ykkur og öðrum ástvinum Ásdísar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Baldur, Malla og Auður í dag er til moldar borin æskuvin- kona okkar, Ásdís Kolbeinsdóttir. Hún var dóttir hjónanna Kolbeins Finnssonar og Bryndísar Jóhannes- ardóttur. Hún var næstelst af fjór- um systkinum sem eru: Eyþór 23 ára, Flnnur 18 ára og Jóhannes 11 ára. Fjölskyldan er mjög samrýnd og systkinin hafa alltaf staðið sam- an í einu og öllu. Ásdís var fædd og uppalin í Ár- bænum. Við áttum okkar bestu ár með henni í skóla, starfi og leik, þar má nefna íþróttir, leiklist, ferða- lög og útiveru, sem voru hennar helstu áhugamál. Hún var ein sú lífsglaðasta manneskja sem við höf- um kynnst og driffjöðrin í okkar hópi; hún var alltaf bjartsýn og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Ásdís byijaði í skátafélaginu Árbúum 9 ára gömul og var virk þar í starfi sem annars staðar. Eftir grunnskóla lá leið Jiennar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hún hóf námið á heilsugæslubraut en færði sig yfir á íþróttabraut þar sem hún átti betur heima. Með skól- anum stundaði hún handbolta í Breiðabliki og starfaði meira og minna í versluninni Blómavali við Sigtún. Hún útskrifaðist vorið 1989. Útskriftaraðallinn hélt hóp- inn þrátt fyrir verkfall kennara og má þakka þeim Ásdísi og Höllu, skólasystur hennar, fyrir bjartsýni og þolinmæði, enda fengu þær verð- laun fyrir vel unnin félagsstörf. Eftir stúdentspróf tók hún sér frí frá námi og fór að vinna í Iðnað- arbankanum við Dalbraut. Hún hafði hug á að halda áfram námi við íþróttakennaraháskólann, leik- listarskólann eða í sálfræði í háskó- ianum, en því miður veit enginn sín örlög. 5. mars sl. veiktist hún skyndi- lega og var lögð inn á Borgarspítal- ann, þar sem hún lést 16. mars sl. Okkur finnst stórt skarð höggvið í vinahópinn og sjáum að ekki er hægt að taka lífinu sem sjálfsögð- um hlut. Við hugsum til Ásdísar með söknuð í hjarta og við trúum því að henni sé ætlað eitthvert stærra hlutverk annars staðar. Um leið og við kveðjum hana viljum við þakka fyrir þær ánægju- stundir sem við fengum að njóta með henni. Blessuð sé minning hennar. Elsku Kolbeinn, Bryndís, Eyþór, Finnur og Jói, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung að morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (T.G.) Fanney, Hanna, Kitta, Kiara, Steinunn og Þóra. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafí eilíft líf. (Jóh. 3.16) í dag, föstudaginn 23. mars, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju Ásdís Kolbeinsdóttir, góður vinur minn og Klöru Lísu unnustu minnar. Það var fyrir rúmlega fimm árum, þegar við Klara byijuðum að vera saman, að ég kynntist Ásdísi, en hún og Klara höfðu þá verið vinkon- ur í nokkur ár. Strax frá upphafi fór mjög vel á með okkur. Þegar maður hugsar til baka um Ásdísi kemur aðeins eitt upp í hugann, hversu glöð og jákvæð hún alltaf var. Ásdís hafði mjög gaman af allri útiveru og íþróttir áttu hug hennar allan. Þær voru margar helgarnar sem við Klara og aðrir úr vinahópnum eyddum með Ásdísi í sumarbústað foreldra hennar í Þrastarskógi, og þar var alltaf glatt á hjalla, og átti Ásdís alltaf stóran þátt í því. Þegar við Klara fluttum í kjall- araíbúð hjá foreldrum mínum, leit Ásdís ekki ósjaldan inn hjá okkur, og var þá oft í fylgd með henni annar hvor yngri bræðra hennar, Finnur eða Jói, en þau systkinin voru mjög samrýnd, og hef ég aldr- ei kynnst samrýndari systkinum. Það var síðan aðafaranótt föstu- dagsins 16. mars að Ásdís kvaddi þennan heim eftir stutta sjúkrahús- legu, og ég veit að við eigum öll eftir að sakna hennar sárt. Það er bjart yfir minningunni um Ásdísi. Megi Guð styrkja fjölskyldu og ástvini hennar í sorg þeirra. Gísli ívarsson í dag er borin til hinstu kvílu ástkær frænka okkar, Ásdís Kol- beinsdóttir, sem svo skyndilega var kölluð burt frá ástvinum sínum yfir móðuna miklu. Okkur þykir óvægilega höggvið og erfítt að finna réttlætingu í svo fyrirvaralausu kalli, en vegir guðs eru órannsakanlegir og við trúum því að henni hafi verið ætlað stærra hlutverk á æðri sviðum. Minning- amar streyma fram í hugann og þær einkennast af glaðværð og atorku sem voru svo áberandi í fasi hennar frænku okkar. Alltaf líf og Qör, enginn tími til að láta sér leið- ast hvorki í leik né starfí. Við trúum því að minningin um lífsgleði Ásdísar og kraftur styrki foreldra hennar, bræður og aðra ástvini á þessari sorgarstund og vottum þeim okkar dýþstu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna.. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Jón, Kristján, Bjarni og fjölskyldur. Nú fínnum við, þegar við kveðjum þessa ungu stúlku, Ásdísi Kolbeins- dóttur, hve orð eru lítils megnug. Þó viljum við reyna með fáeinum orðum að lýsa þakklæti okkar fyrir þá stuttu samfylgd sem við urðum aðnjótandi með Ásdísi. Ásdís var dóttir vina okkar, Bryndísar Jóhannesdóttur og Kol- beins Finnssonar. Hún var óvenju fijálsleg og kurteis, sem bar vott um gott uppeldi og sér í lagi góða manngerð. Er við lítum til baka líða myndir hjá, alltaf er hún jafn leiftrandi í minningunni. Hún var lífsglöð og yndisleg stúlka sem þurfti að ljúka mikiu á stuttum tíma og við spyijum í huganum: Var tíminn kominn? Er henni nú ætlað að starfa á öðrum tilverustigum? Og vissan um það að vel hefur verið tekið á móti henni í nýjum heimkynnum gefur styrk í sorginni. Elsku Bryndís, Kolbeinn, Eyþór, Finnur, Jóhannes og aðrir ástvinir, megi minningin um yndislega stúlku gefa ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði. Þar kveðjast vinir og hlátur og söknuður heyja hæglátt stríð: Partir c’est raourir un peu. (Að skiljast er að deyja lítið eitt.) (V.G.) Kolbrún, Óðinn og Jón Gísli. Kveðja frá samstúdentum Það er erfitt að lýsa því hvernig okkur leið þegar sú harmfregn barst okkur að Ásdís, samstúdent okkar og vinkona, væri alvarlega veik. í bijóstum okkar allra bjó sú von að hún myndi yfirstíga þessi veikindi, þar sem hún bjó yfír svo ólýsanlegri lífsorku og gleði. En þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Við kynntumst flest Ásdísi á skólaárum okkar í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla. Ásdís var okkur öllum einkar kær og góð vinkona. Hún bjó yfír miklum kærleik og var vinum sínum Ijósgjafi með sinni einstöku lífsgleði. Það var álit okkar allra að lífsglaðari manneskju verði erfítt að finna. Minning: Lilja G. Guðjóns- dóttir kaupmaður Fædd 16. júní 1927 Dáin 10. marz 1990 Það var á björtum og sólríkum vordegi fyrir rúmum fjörutíu árum að fundum okkar Lilju Guðrúnar bar fyrst saman er við hófum störf sumarlangt hjá kexverksmiðjunni Frón. Við urðum brátt góðar vin- konur og hafa þau vináttubönd haldist í gegnum árin. Lilja vann að mestu leyti við verslunarstörf áður en hún stofnaði heimili og einnig á seinni árum. Árið 1956 gekk Lilja í hjónaband með Sigurði Jónssyni kaupmanni í versluninni Kjöti og ávöxtum. Það var ótvírætt þeirra beggja ham- ingja. Bæði voru atorkusöm og afar samhent í lífí og starfi. Lilja og Sigurður hófu búskap sinn í Kapla- skjóli 5, Vallartröð 7 varð síðar heimili þeirra og seinna byggðu þau stórt og fallegt hús í Grundarl- andi 7 í Fossvogi sem þau sameigin- lega áttu mörg handtök í. Lilju og Sigurði varð fjögurra barna auðið. Elstur er Jón verslunarmaður, svo Eydís snyrtifræðingur, Lilja fata- hönnuður og kaupkona og yngstur er Þórir viðskiptafræðingur. Með Skúla Olafssyni eiginmanni mínum, sem nú er látinn, og Sig- urði tókst góð vinátta ogheimsóknir voru tíðar milli ijölskyldnanna. Lilja og Sigurður voru höfðingjar heim að sækja og ævinlega hress og kát. Sérstaklega eru eftirminnilegar stundir með þeim í sumarbústaði þeirra í Sléttuhlíð. Árið 1976 dró ský fyrir sólu í lífi Lilju og barn- anna þegar sigurður lést skyndilega 54 ára að aldri. Þetta var eins og gefur að skilja mikið áfall fyrir fjölskylduna. En á þessari stundu sem endranær stóð Lilja sem hin sterka eik og lét ekki bugast en sameinaði þess í stað krafta sína í að styrkja börn sín í sorginni og koma þeim til mennta. Sjálf hélt hún áfram rekstri barnafataverslunarinnar Bellu á Laugavegi af miklum dugnaði meðan heilsan leyfði. Þá seldi hún húsið þeirra í Fossvoginum og réðst í að kaupa fokhelt hús í Kríunesi 5 á Amarnesi sem hún lét innrétta að eigin smekk og ber þess vitni hve mikla áherslu hún lagði á að hafa fallegt og vandað í kringum sig. Lilja og ég fórum saman árið 1984 til Kanaríeyja, þá báðar orðn- ar ekkjur og bömin okkar uppkom- in. Þetta var skemmtilegt ferðalag sem geymir góðar minningar. Lilja vinkona mín var trúuð kona með sterkan persónuleika sem einna best kom fram í hennar erfiðu veik- indum. Hún gerði sér strax grein fyrir því að hún gengi með ólækn- andi sjúkdóm og það væri hlut- skipti sitt sem hún yrði eftir mætti að sætta sig við og enginn mannleg- ur máttur gæti þar um breytt. Ég er innilega þakkiát fyrir trausta vináttu okkar öll árin og ánægjulegar samverustundir sem aldrei gleymast. Lilju minni óska ég fararheillar til ljóssins heima og bið Guð að styrkja og blessa bÖHFhennar og fjölskyldur þeirra svo og vanda- menn og vini. Aðalbjörg Jónsdóttir Þann 10. marz síðastliðinn and- aðist á Landakotsspítala Lilja Guð- rún Guðjónsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Lilja Guðrún fæddist að Hermundarstöðum í Þveráhlíð 16. júní 1927. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson og Lilja Ingveldur Guðmundsdóttir. Hún var ung að árum þegar hún flutti til Reykjavíkur. Fyrst fór hún í vist, sem kölluð er, til móðursyst- ur sinnar, seinna fór hún að sauma í kjólastofunni Gullfoss sem var fræg fyrir glæsifatnað á þeim árum. Einnig vann hún við veitingastörf. Sama var að hveiju hún gekk, allt lék í höndum hennar. Árið 1956 giftist Lilja Guðrún Sigurði Jónssyni kaupmanni sem þá rak búðina „Kjöt & ávextir“. Seinna komu þau hjónin sér upp versluninni Bellu á Barónsstíg 29 og síðan Laugavegi 99. Þó Lilja Guðrún hafi lengst af unnið utan heimilis áttu þau hjón yndislegt heimili, sem bar vott um góðan smekk. Voru þau hjónin samtaka að gera heimilið hlýlegt og fagurt. Þar var gott að koma og glöddust þau hjónin mest við að taka höfð- inglega á móti gestum, og voru jafnan veitandi fremur en þiggjandi. Lilja Guðrún og Sigurður eignuð- ust fjögnr börn: Jón f. 20.10. 1955, Eydísi Guðrúnu f. 15.10. 1956, Lilju Rós f. 14.7. 1958 og Þóri f. 13.8. 1964. Börnin fengu besta uppeldi og þá menntun sem hugur þeirra stóð til, það var þeim hjónum metnaðarmál. En lífíð er ekki alltaf dans á rós- um. Þann 20. júní 1976 missti Lilja Guðrún mann sinn eftir þrálát veik- indi. Þá kom í ljós hvað þessi netta og fíngerða kona var sterk þegar á reyndi. Hún missti ekki kjarkinn en hélt áfram atvinnurekstri eigin- manns síns. Hún fór iðulega utan í innkaupaferðir. Börnin studdu líka móður sína eins og þau gátu. Það var tekið eftir því hvað hún hafði smekklegar og góðar vörur á boð- stólum. Þegar hún fann að heilsan var að gefa sig seldi hún búðina. Þó lasin væri og oft þjáð, sinnti hún blómum sínum og fegraði heimilið með stakri natni. Hún fann sér ótal verkefni heima fyrir og var að vinna . að fögrum hlutum fram undir það síðasta. Þrátt fyrir að lífsorkan væri ekki svo mikil kveið hún ekki umskiptunum, því hún var trúuð kona og viss um annað líf eftir jarðlífið. Við barnabörn Lilju Guðrúnar vorum stolt af henni og dáðum hana alla tíð. Við elskuðum hana og söknum hennar sárt. Við biðjum Guð að blessa hana ömmu og að gefa öllum hennar ástvinum styrk. Barnabörn 10. mars sl. lést Lilja Guðrún Guðjónsdóttir í Landakotsspítal- anum í Reykjavík eftir að hafa háð langa og hetjulega baráttu við banvænan sjúkdóm. Otrúlega mikið andlegt og líkamlegt þrek hennar veitti svo harða mótspyrnu gegn því sem óumflýjanlegt var að með ólíkindum má teljast. Þetta sterka viðnám Lilju, að vilja ekki átaka- laust bjóða til borðs með sér þeim gesti sem knýja mun dyra hjá okkur öllum fyrr eða síðar, er ein- mitt lýsandi dæmi um þá þraut- seigju og þann lífsþrótt sem var einkennandi fyrir allar hennar at- hafnir allt frá frumbernsku. En áður en við gerum því efni frekari skil ætlum við að víkja nokkrum orðum að ætt hennar og uppruna. Hún fæddist á Hermundarstöð- um í Þverárhlíð 16. júní 1927, næstelst sex barna hjónanna Lilju Guðmundsdóttur frá Brandagili í Vestur-Húnavatnssýslu og Guðjóns Jónssonar, sem fæddur var og uppalinn á Hermundarstöðum. Foreldrar Lilju hófu búskap árið 1926 og bjuggu fyrsta árið á Brandagili. Árið 1927 fluttust þau að Hermundarstöðum og eyddu þar allri sinni búskapartíð, sem var hartnær aldarfjórðungur eða til ársins 1961 að þau bregða búi og flytjast í Borgarnes og síðan á Vegamót 2, Seltjarnarnesi, þar sem 1 þau létust bæði í hárri elli á síðasta áratug. Tæplega er hægt að segja að Hermundarstaðir, æskustöðvar Lilju, hafi haft upp á mikla mögu- leika að bjóða og kom þar aðallega tvennt til, að jörðin var ekki vel í sveit sett, eins og. þá var háttað samgöngum í efstu byggðum Borg- arfjarðar, svo og fremur rýrir land- kostir sem síðan hlaut að leiða af sér að ábúendum varð mjög þröng- ur stakkur skorinn hvað varðaði umfang og arðsemi bústofns, hversu svo sem fyrirhyggja og dugnaður náði langt. Það varð eitt af fyrstu verkefnum foreldra Lilju | að endurnýja húsakost jarðarinnar því íbúðar- jafnt sem gripahús voru vart til neinna hluta brúkleg. Það k þarf naumast að leiða getum að því hversu slíkar framkvæmdir reyndu á þolrif þeirra sem í þeim | stóðu, þegar svo við bættist að í hönd fóru einhveijir mestu krepp- utímar sem íslendingar hafa upplif- að á þessari öld. En af miklum dugnaði og vinnuálagi tókst foreld- rum Lilju að sigrast á erfiðleikunum þótt lífið væri oft á tíðum enginn trjr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.