Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
15
Á þessari stundu koma allar
minningarnar um hana upp í huga
okkar og efst í minni er útskriftar-
ferð okkar til Flórída síðastliðið vor.
Þar var Ásdís einatt hrókur alls
fagnaðar og miðpunktur gleðinnar.
Óþreytandi var hún í starfsemi
okkar stúdentanna og á heiður ski-
lið fyrir félagsstörf í skólanum, enda
hlaut hún viðurkenningu fyrir þau
við útskriftina.
Þrátt fyrir djúpa sorg okkar nú
mun minningin um Ásdísi vinkonu
okkar ávallt vera glaðleg. Hún var
góður og traustur vinur vina sinna.
Þó Ásdis sé ekki lengur á meðal
okkar mun minningin um hana lifa.
Við biðjum Guð að styrkja og leiða
ijölskyldu hennar og vini á þessum
erfiðu sorgartímum.
í dag kveðjum við elskulega
frænku okkar Ásdísi, sem svo
skyndilega var kvödd burt frá okk-
ur. Ásdís var gleðigjafi hvar sem
hún kom, síbrosandi og kom öllum
í gott skap í kringum sig. Við
minnumst góðra stunda heima hjá
ömmu Möllu, þegar fjölskyldan kom
saman, þar sem ætíð var líf og fjör
í kringum Ásdísi. Þessara stunda
með henni munum við sárt sakna.
Það er erfitt að sætta sig við að •
svo ung stúlka í blóma lífsins sé
nú horfin á braut, en við trúum að
Ásdísi hafi verið ætlað annað hlut-
verk og vitum af henni í góðum
höndum, þar sem við eigum öll
eftir að hittast aftur. Ásdísi þökkum
við samfylgdina í gegnum líflð; við
geymum minningu um góða stúlku
í hjörtum okkar.
Elsku Bryndís, Kolbeinn, Eyþór,
Finnur, Jóhannes, amma Malla,
aðrir aðstandendur og vinir, Guð
styrki okkur öll á þessari erfiðu
stundu.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk yfir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.
Briem)
Helga, Lilja, Auður, Kristján
Páll, Hugrún, Hildur og Finn-
ur.
dans á rósum. Það var við þessar
aðstæður sem Lilja Guðjónsdóttir
ólst upp og þær áttu örugglega sinn
þátt í að móta skapgerð hennar og
athafnaþrá. Hún fór strax barn að
aldri að taka þátt í heimilisstörfum
bæði innanhúss og utan og undan-
tekningarlaust leysti hún störf sín
vel og samviskusamlega af hendi,
enda munu þeir eiginleikar hafa
orðið megin kjölfestan í velgengni
hennar síðar meir á ævinni.
Ung að árum fluttist hún úr
föðurhúsum og lá þá leið hennar
til Reykjavíkur. Hafa það örugglega
verið mikil viðbrigði fyrir unglings-
stúlku að koma úr frábreytileika
jjallabýlisins, langt frá alfaraleið, í
iðandi mannlíf borgarinnar sem þá
var að taka út sína vaxtarverki
vegna þeirra uppgangstíma sem
fylgdu í kjölfar síðari heimsstyijald-
arinnar. En Lilja, þótt ung væri, lét
ekki glepjast af neinum skyndimun-
aði, sem borgin hafði upp á að
bjóða, heldur vaidi hún hinn vand-
rataða stíg að skapa sjálfri sér
varanlega fótfestu í félagslegu og
efnahagslegu tilliti. Hennar innri
köllun var að hafa nóg að starfa,
sjálfri sér og öðrum til hagsbóta,
enda kom brátt í ljós að hún gat
sér gott orð á vinnumarkaðnum.
Gilti það sama hvort hún vann við
framreiðslustörf á veitingahúsum,
afgreiðslustörf í verslun eða að
verkefni í heimahúsum svo dæmi
séu tekin, allt féll henni jafn vel úr
hendi.
Árið 1954 verða þáttaskil í lífi
Lilju er hún kynnist manni þeim
er síðar varð lífsförunautur hennar,
en sá hét Sigurður Jónsson og var
kaupmaður. Hæfileikaríkur og
hagsýnn dugnaðarmaður. Hann rak
meðal annars um alllangt skeið
matvöruverslunina Kjöt og ávexti í
Hólmgarði 34. Þau Lilja og Sigurð-
ur gengu í hjónaband árið 1956.
Lilja varð að sjálfsögðu strax virkur
þátttakandi í verslunarrekstrinum
við hlið eiginmanns síns og má
segja að hún ynni heimilisstörfin í
Sá sem guðirnir elska deyr ungur.
í dag er til hinstu hvíldar borin
starfssystir okkar, Ásdís Kolbeins-
dóttir.
Ásdís hóf störf í bankanum í
ágúst síðastliðnum. Það duldist
engum að hér var á ferð stúlka sem
var vel af guði gerð. Hveiju verki
sem henni var falið skilaði hún óað-
finnanlega, brosandi og æðrulaus.
Við eigum erfitt með að trúa því
að Ásdís komi ekki oftar til vinnu
og heilsi með sínu glaðlega brosi
eins og hún var vön. Við söknum
hennar sárt úr litla hópnum okkar,
en jafnframt vitum við að okkur
ber að vera þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari góðu
stúlku og mannkostum hennar.
Þungur harmur er nú kveðinn að
foreldrum Ásdísar og bræðrum,
vottum við þeim okkar dýpstu
samúð.
Þökkum við Ásdísi fyrir okkar
samverustundir, sem verða okkur
dýrmæt minning. Guð geymi hana
og varðveiti.
Samstarfsfélagar í
íslandsbanka, Dalbraut 3.
Vorlaufið unga,
veika og smáa,
veit það um blóm sitt,
um daggir, yl og ljós?
Vorlauf míns hjarta,
vorlauf míns trega,
verður þú rós?
(Þorst. Valdimarsson)
Við skyndilegt fráfall Ásdísar
Kolbeinsdóttur vakna margar
spurningar um tilgang lífsins. Hví
er ungu fólki svipt frá okkur nánast
áður en lífsgangan er hafin? En
vegir Guðs eru okkur órannsakan-
legir og varla þýðir neitt að reyna
að skilja hvert hann stefnir okkur
hveiju um sig. Allir hafa sinn tíma.
Mörg okkar muna eftir Ásdísi frá
því að hún var barn að aldri og öll
höfum við starfað með henni um
lengri eða skemmri tíma. Ásdís var
glaðlynd, þróttmikil og rösk. Hún
var liðtæk við hvert það starf sem
að höndum bar, jafnt sumar, vetur,
vor sem haust. Aldrei var Ásdís
ráðalaus. Hvort sem það var að
setja saman blómvönd eða senda
hann út í bæ ellegar þá að sinna
afgreiðslu og leiðbeina í garðplöntu-
sölunni, svara í síma, vinna við
kassana eða í grænmetissölunni. í
öllum þessum störfum var Ásdís
vel heima. Hún var vinsæl af vinnu-
félögum og viðskiptavinum. Glað-
værð hennar, æðruleysi og fjör
smitaði út frá sér og skilur eftir
fallegar minningar í hugum okkar
allra.
Kæra Bryndís, Kolbeinn, Eyþór,
Finnur og Jói, við sendum ykkur
og öllum aðstandendum Ásdísar
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur á þessari stundu.
Starfefélagar í Blómavali
Mislengi er líf vort í hafi, segir í
ljóði, og eru orð að sönnu. Ásdís
Kolbeinsdóttir lézt á Borgarspítal-
anum 16. marz síðastliðinn, örfáum
dögum fýrir jafndægur á vori, er
skammdegið lætur undan síga fyrir
hækkandi sól, ung stúlka í blóma
lífs. Á einum stað stendur, að dauð-
inn sé óskiljanlegur af því að „hann
kemur missnemma, stundum til
ungmenna, stundum til gamal-
menna. Ef allir fengju að hrörna
til fulls, dvína út á gamalsaldri,
deyja eins og gamalt fólk deyr:
neyta allra aldursskeiða, slokkna
síðan út að fullnuðum tíma, þá
væri dauðinn ekki annað en punktur
á réttum stað, settur aftan við línu
sem er fullstíluð. En svo einfaldur
er hann ekki. Hann er endapunktur
margsinnis á skökkum stað, að því
er mannlegri skynsemd virðist, og
það gerir ferðir hans óskiljanlegar."
Ásdís lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla síðast-
liðið vor og var í forystu fyrir stúd-
entahópnum ásamt stöllu sinni. Hún
stundaði nám sitt af alúð, vann í
verzlun nemenda, tók þátt í fjáröfl-
un stúdentsefna til utanlandsferðar
og hljóp í skarðið í eldhúsi kennara,
þegar á þurfti að halda. Hún geisl-
aði af fjöri og lífsþrótti, vann öll sín
verk af ábyrgð og samvizkusemi.
Og nú er ævisól hennar slokknuð í
hádegisstað.
Verkfall kennara síðastliðið vor
reyndi á þolrif allra, sem í skólum
starfa. Stúdentsefni okkar héldu
ákaflega vel hópinn, og forysta
þeirra lét aldrei undan _ síga. Ef
kastaðist í kekki reyndi Ásdís ætíð
að stilla til friðar. Það var gott að
fá þær vinkonur í heimsókn til
skrafs og ráðagerða, þegar mold-
viðrið var mest í fjölmiðlum.
Starfsfólk Fjölbrautaskólans við
Ármúla sendir foreldrum Ásdísar,
bræðrum og öðrum ástvinum sam-
úðarkveðju með orðum Hannesar
Péturssonar í ljóði, sem heitir
Framtíð:
Ferð þin er hafin.
'Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fýrir augum.
En alnýjum degi
fær þú aldrei kynnzt.
1 lind reynslunnar
fellur ljós hverrar stundar
og birtist þar
slungið blikandi speglum
alls þess er áður var.
Sölvi Sveinsson
Fátt kom meira á óvart en sú
harmafregn að hún Ásdís hefði svo
óvænt fengið þann sjúkdóm sem
leiddi til þess að hún átti ekki aftur-
kvæmt til þessa lífs. En það er ekki
síst á svona stundu sem maður
spyr, hvar maður stæði gagnvart
hinu mikla kalli, sem allir verða að
lúta. Ásdís var systurdóttir konu
minnar og þannig stend ég þessari
fregn nokkuð nærri. Ásdís fæddist
18. júlí 1968, dóttir hjónanna
Bryndísar Jóhannesdóttur og Kol-
beins Finnssonar verslunarmanns.
Hún var eina dóttir þeirra hjóna af
fjórum börnum þeirra. Bræðurnir
eru: Eyþór, f. 27. febrúar 1967,
Finnur, f. 21. mars 1972, og Jó-
hannes Ásbjörn, f. 8. nóvember
1978.
Ásdís ólst upp í fögru umhverfi
enda bar öll framkoma hennar því
vitni. Hún var hógvær í allri fram-
komu en samt glaðlynd og alltaf
fjörlegur blær yfír öllu hennar
afari. Ásdís hafði lokið öllu grunn-
skólanámi og varð stúdent síðastlið-
ið vor. Ásdís var mikið fyrir útiveru
og ótaldar eru ferðir hennar með
foreldrum sínum austur að Stöð í
Stöðvarfirði, þar sem afi hennar og
amma bjuggu. Veit ég að hún hefur
fyllt huga þeirra og hjörtu gleði
allar þær stundir sem hún átti með
þeim þar. En nú verða spor hennar
ekki fleiri, en eitt stendur þó alltaf
eftir en það er hin dýrmæta minn-
ing, minning um allar samveru-
stundirnar. Ásdís átti margar heim-
sóknir til okkar hjónanna en við
áttum börn á svipuðum aldri svo
mörgum stundum var eytt saman
bæði í leik og starfi og var hún
eftirsóttur félagi í hvort heldur sem
var.
Ásdís hóf störf há Iðnaðarbank-
anum í Reykjavík á síðastliðnu
sumri og ávann sér fljótt traust og
virðingu starfsfólksins fyrir sam-
viskusemi og trúmennsku að hveiju
sem hún gekk. Ásdís dvaldi alla sína
tíð á heimili foreldra sinna og þar
leið henni vel, því heimilislífið sem
hún lifði við, var með þeim ágætum
að ekki varð á betra kosið. Samband
hennar við foreldra og bræður var
alltaf svo einlægt og hlýtt. Ég held
að ég sé búinn með þessum fátæk-
legu orðum að lýsa hug minum og
fjölskyldu minnar allrar til Ásdísar.
Ég vil þakka Ásdísi fyrir allar heim-
sóknir hennar á heimili mitt frá
þeirri fyrstu er hún kom lítil í burð-
arrúmi og til þeirrar síðustu sem
var nú síðustu jól og þá aðeins 21
árs gömul. Það er fögur minning
sem við eigum af Ásdísi, við öll sem
umgengumst hana, en það er sú
minning er hún skapaði sjálf.
Pjölskylda mín vottar foreldrum
og bræðrum innileg samúð vegna
hins sviplega fráfalls dóttur og
systur., Ég bið svo guð að létta
þungan harm og gefa þeim trú, trú
á lífið og að aftur muni birta. Nú
í dag verður Ásdís lögð til hinstu
hvíldar og vil ég segja kveðjuna einu
sinni enn sem ég sagði svo oft áður
þegar við hittumst, vertu sæl.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þormóður Sturluson
hjáverkum, en hinsvegar bar heim-
ili þeirra þess ekki merki að það
væri byggt upp á aukavinnu, því
óvíða höfum við komið á einkaheim-
ili þar sem jafnmikill glæsileiki,
snyrtimennska og gestrisni ríkti og
hjá þeim hjónum.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau
hjá föður Sigurðar í Kaplaskjóli 5
í Reykjavík, en foreldrar hans voru
Jón Tómasson, skipstjóri og kona
hans Eydís Jónsdóttir. Síðan festu
þau kaup á íbúð á Seltjarnarnesi
þar sem þau bjuggu í nokkur ár
eða þar til um miðjan sjöunda ára-
tuginn að þau reistu sér stórt og
glæsilegt einbýlishús í Grundar-
landi 7 í Fossvogi og bjuggu þar
meðan Sigurði entist aldur, en hann
iést vorið 1976 aðeins 54 ára að
aldri.
Þeim hjónum varð fjögurra barna
auðið. Þau eru: Jón, f. 20.10. 1955,
verslunarmaður, sambýliskona
hans er Svanlaug Bjarnadóttir.
Eydís Guðrún, f. 15.10. 1956,
heilsu- og snyrtifræðingur, gift
Páli Ingólfssyni, húsgagnasmið.
Lilja Rós, f. 14.7. 1958, fatahönn-
uður, gift Óla Guðjóni Ólafssyni,
múrara og Þórir f. 13.8. 1964,
viðskiptafræðingur, ókvæntur.
Eins og gefur að skilja var það
mikið áfall fyrir Lilju að missa
mann sinn svo langt fýrir aldur
fram, en hann hafði reyndar átt
við vanheilsu að stríða um margra
ára skeið, þótt hann sinnti oftast
daglegum störfum, áreiðanlega
stundum meira en heilsan leyfði.
En í mótlætinu skal manninn reyna
og einmitt við þessar aðstæður
sýndi Lilja hvað best hver styrkur
hennar var. Hún hélt ótrauð fram
með tilstyrk barna sinna að vinna
að þeim verkefnum sem maður
hennar hafði áður með myndarleg-
um hætti lagt grunninn að. Áður
en Sigurður lést höfðu þau hætt
rekstri verslunarinnar Kjöt og
ávextir, en þess í stað sett upp
vefnaðar- og fataverslunina Bellu,
fyrst við Barónsstíg en síðan á
Laugavegi 99 og rak Lilja þá versl-
un rneðan heilsa og kraftar entust.
Árið 1981 seldi Lilja hús sitt í
Fossvoginum en þá voru tvö elstu
systkinin flutt að heiman og festi
hún kaup á húsinu í Kríunesi 5 í
Garðabæ. Þar dvaldist hún ásamt
Þóri, yngri syni sínum, til dauða-
dags. Hann sýndi móður sinni ómet-
anlega ástúð og umhyggju, þótt
hin systkinin létu heldur ekki sitt
eftir liggja í þeim efnum eftir að
hin þungbæru og langvinnu veik-
indi fóru að heija á henni.
Auk þess að vera afkastamikil
og áhugasöm í sérhverju starfi sem
Lilja fékkst við var hún mikill nátt-
úruunnandi og dýravinur. Það
mátti m.a. glöggt sjá á heimili
hennar að hún hafði mikið yndi af
tijá- og blómarækt. Þar hafði hún
komið sér upp einskonar gróður-
húsi þar sem hin fegurstu blóm og
runnar döfnuðu vel, jafnvel þótt
vetur konungur héldi hinni villtu
náttúru í greip sinni. En fegurstu
og lífsseigustu blómin voru samt
þau er hún gróðursetti og hlúði að
í sínu eigin sálarlífi, en þar eigum
við við þann eiginleika hennar að
vilja rétta öðrum hjálparhönd þó
einkum og sér í lagi þeim er stóðu
höllum fæti efnahagslega sem og
öðrum þeim er af einhveijum orsök-
um höfðu orðið afskiptir af lífsins
gæðum.
Þrátt fyrir ágæta námshæfileika
hlaut Lilja ekki aðra menntun en
þá er skyldunám þess tíma hafði
upp á að bjóða, en sú skólaganga
var bæði skammvinn og skapaði
enga umtalsverða möguleika í vérk-
efnavali þegar til lengri tíma var
litið. Við teljum að hagnýtasta
skólaganga hennar hafi verið sú
verkhæfni, forsjálni og samvisku-
semi sem hún flutti með sér úr
foreldrahúsum og hafi orðið henni
hvað notadrýgsta námið í lífsbarátt-
unni.
Við getum ekki lokið þessum
línum svo að minnast ekki á einn
all sérstæðan þátt í fari Lilju. Hún
hafði alla tíð óbifanlega trú á að
líf okkar hér á jörðinni væri aðeins
áfangi á lengri leið, enda höfum
við rökstuddan grun um að hún
hafi stundum skynjað hluti sem
flestum öðrum eru að jafnaði huldir.
Að þessum fátæklegu kveðjuorð-
um sögðum viljum við óska hinni
látnu góðrar landtöku eftir hinn
langa og stranga aðdraganda að
siglingunni yfir móðuna miklu.
Megi drottinn leiða hana á ljóssins
vegi á eilífðar brautinni. Eftirlifandi
ættingjum Lilju færum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Tengdabörn.
HITAMÆLAR- ÞRÝSTIMÆLAR-
AFfiASM/FI AR
MIKIÐ ÚRVAL FÝRIRLIGGJANDI.
Hagstætt verð -
leitið upplýsinga.
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122