Morgunblaðið - 23.03.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Vaclav Havel í Lundúnum:
Semtex-sprengiefhi selt
í pólitískum tilgangi
Kommúnistar seldu Líbýumönnum 1.000 tonn
Lundúnum. Reuter.
VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði á fundi með blaðamönn-
um í Lundúnum í gær að í valdatið kommúnista í heimalandi hans
hefðu Líbýumönnum verið seld um 1.000 tonn af sþrengiefhinu „Sem-
tex“. Fullsannað þykir að hinir ýmsu hópar hryðjuverkamanna hafí
notað „Semtex" til að framkvæma grimmdar- og óhæfuverk sín.
Reuter
Forsvarsmenn bandalags hægri flokka í Austur-Þýskalandi. Frá vinstri: Rainer Eppelmann, formaður
DA, Lothar de Maiziere, formaður kristilegra demókrata, og Hans Werner Ebeling, formaður DSU.
Forsetinn, sem er í opinberri
heimsókn í Bretlandi, sagði að hin-
ir nýju valdahafar Tékkóslóvakíu
gætu ekki þvingað Líbýumenn til
að skila sprengiefninu en „Semtex“
er þeirrar náttúru að það kemur
ekki fram við „gegnumlýsingu" far-
angurs sé því haganlega fyrir kom-
ið auk þess sem sérþjálfaðir hundar
eru þess ekki megnugir að þefa það .
uppi. Af þessum sökum hafa
hryðjuverkamenn löngum reynt að
komast yfir efnið. Sérfræðingar
telja að fjölmörgum farþegaþotum
hafi verið grandað á flugi með
Austur-Þýskaland:
Stj ómarmyndun gengur hægt
De Maiziere tregur til að leiða nýja ríkisstjórn
Austur-Berlín. dpa.
ÞREIFINGAR um myndun nýrrar ríkissfjómar í Austur-Þýskalandi
hafa gengið erfiðlega enn sem komið er. Lothar de Maiziere, formað-
ur kristilegra demókrata, færist undan þvi að gegila forsætisráð-
herraembætti og fram hafa komið ásakanir um að hann hafi unnið
fyrir öryggislögregluna Stasi.
hann hefði unnið fyrir öryggislög-
regluna.
Þrír fijálslyndir flokkar sem sam-
tals fengu 21 þingsæti hafa ekki
getað komið sér saman um framtíð-
arsamstarf. Þessir flokkar tilkynntu
á þriðjudag að þeir ætluðu að sam-
einast en nú er komið babb í bátinn.
„Serntex". Þannig þykir fullsannað
að slíkri sprengju hafi verið komið
fyrir í farangri farþega er sprenging
varð í Boeing 747 þotu í eigu Pan
Am-flugfélagsins yfir bænum Lock-
erbie í Skotlandi í desember 1988.
Á sama hátt bendir flest til þess
að franskri DC-10 þotu hafi verið
grandað með „Semtex" er hún
sprakk í loft upp yfir Sahara-eyði-
mörkinni í fyrra. Þá munu hryðju-
verkamenn á vegum írska lýðveld-
ishersins, IRA, hafa notað efnið á
Norður-írlandi.
Vaclav Havel sagði að birgðir
þær sem tékkneskir kommúnistar
seldu Líbýumönnum myndu að
líkindum nægja hryðjuverkamönn-
um víða um heim í 150 ár til við-
bótar. Pólitískar en ekki efnahags-
legar ástæður hefðu búið að baki
sölunni því Tékkar hefðu aldrei
hagnast á útflutningnum. Forsetinn
sagði að tekið hefði verið fyrir frek-
ari útflutning en kvaðst ekki telja
að hætta bæri framleiðslu „Sem-
tex“. Efnið væri ætlað til ýmissa
iðnaðarnota og hefði aldrei verið
framleitt í þeim tilgangi að gefa
öfgamönnum tækifæri til að standa
fyrir tilhæfulausum óhæfuverkum.
Þeir þrír flokkar sem standa að
Bandalagi fyrir Þýskaland fengu
193 þingmenn af 400 í kosningunum
á sunnudag og er því búist við að
þeir verði uppistaðan í nýrri ríkis-
stjóm. Fulltrúar flokkanna héldu til
Bonn á miðvikudag til viðræðna við
vestur-þýska stjómmálamenn. Talið
er að Kristilega sósíalsambandið í
Bæjaralandi (CSU) leggi hart að
systurflokki sínum í Austur-Þýska-
Grænland:
Olíuleit hætt á
Jamesonlandi
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun.
OLÍULEIT á Jamesonlandi við
austurströnd Grænlands hefur
verið hætt og verða engar til-
raunaboranir gerðar á næsta
ári, eins og upphaflega var ráð
fyrir gert. Kostnaður erlendu
olíufyrirtækjanna vegna rann-
sókna sem hófust 1985 er orðinn
100 milljónir dollarar eða jafti-
virði sex milljarða ísl. króna.
Ákvörðunin um að hætta olíuleit
á Grænlandi vartekin af meirihluta
fyrirtækjasamsteypunnar sem
stundað hefur jarðlagarannsóknir á
Jamesonlandi, þ.e. bandaríska olíu-
fyrirtækinu ARCO og ítalska fyrir-
tækinu Agip. Þau eiga 64% hlut í
samsteypunni en ásamt þeim áttu
fyrirtækin Arktisk Minekompagni
og dansk-grænlenska olíufyrirtæk-
ið Nuna OIi hlutdeild í leitinni.
Vegna olíuleitarinnar hafði verið
gerður flugvöllur við Constable Po-
int og reist þar mikil birgða-
geymsla. Eignast grænlenska ríkið
hvort tveggja ókeypis. Jafnframt
fær grænlenska landsstjórnin
ókeypis allar vísindalegar upplýs-
ingar úr hljóðbylgjurannsóknum á
berggrunninum á Jamesoniandi.
Þær upplýsingar er henni heimilt
að nota kjósi Grænlendingar að fá
önnur fyrirtæki til samstarfs um
olíuvinnslu á þessum slóðum. Er
það niðurstaða rannsóknanna að
jarðfræði svæðisins sé með þeim
hætti að það er ekki talið munu
svara kostnaði að vinna oliu á Jame-
sonlandi.
landi Þýska sósíalsambandinu
(DSU) að taka ekki upp of náið sam-
starf við kristilega demókrata og
Lýðræðisvakningu (DA). Skýringin
á þessum ráðleggingum er sennilega
ótti við að ella leggist CSU niður í
sameinuðu Þýskalandi.
Jafnaðarmannaflokkurinn hefur
sett sem skilyrði fyrir stjórnarþát:
töku að DSU verði þar ekki með. í
gær buðu nýkjörnir þingmenn
flokksins CDU og DA viðræður um
stjórnarmyndun í blóra við ákvörðun
flokksstjómarinnar frá því á mánu-
dag.
Ekki er enn ljóst hver mun leiða
nýja ríkisstjóm. Lothar de Maiziere,
fomaður kristilegra demókrata, sem
er heilsuveill, hefur gefið til kynna
að hann hafi ekki hug á starfínu. Á
miðvikudag komu fram ásakanir um
að hann hefði unnið fyrir öryggislög-
regluna Stasi. De Maiziere neitaði
þeim ásökunum alfarið í gær. Hann
sagðist hafa átt samskipti við Stasi
á meðan hann var lögmaður fyrir
andófsmenn en fjarstæða væri að
Framkvæmdastj óri
NATO til Moskvu
Brussel. Reuter.
MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
(NATO) hefur þegið boð sovéskra stjórnvalda um að koma í heimsókn
til Moskvu. Verður það í fyrsta skipti sem framkvæmdastjóri bandalags-
ins heldur til fundar við ráðamenn í einni af höfuðborgum aðildarríkja
Varsjárbandalagsins.
Talsmaður NATO sagði að Edúard
Shevardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, hefði boðið Wömer
að koma til Moskvu er hann sótti
höfuðstöðvar NATO heim í Brussel
í desember í fyrra. Heimsókn She-
vardnadze þótti söguleg þar eð þetta
var í fyrsta skiptið sem svo háttsett-
ur fulltrúi aðildarríkis Varsjárbanda-
lagsins átti fund með forráðamönn-
um NATO í höfustöðvunum.
Enn hefur ekki verið ákveðið hve-
nær Manfred Wömer heldur austur
til Moskvu. Ónefndur sendimaður í
höfuðstöðvum bandalagsins sagði
fyrirhugaða heimsókn framkvæmda-
stjórans lið í áætlunum NATO um
aukið pólitískt samráð við ríki Aust-
ur-Evrópu. Fullvíst er talið að sam-
eining Þýskalands og staða landsins
í öryggiskerfi Evrópu verði efst á
baugi. Þar ber mikið á milli. NATO-
ríkin hafa sett það sem skilyrði að
Þyskaland eigi aðild að bandalaginu
en Sovétmenn hafa fyrir sitt leyti
krafist þess að landið fylgi hlutleysis-
stefnu.
Aðrir ónefndir heimildarmenn Re-
uters-fréttastofunnar sögðu að
Wömer hefði einnig þegið boð um
Manfred Wörner.
að sækja ráðamenn í Póllandi og
Tékkóslóvakíu heim á næstu mánuð-
um. Á miðvikudag átti Wörner fund
með Krzystof Skubiszewski, utanrík-
isráðherra Póllands, í höfuðstöðvun-
um í Bmssel og fyrr í mánuðinum
hitti hann Jiri Dienstbier, utanríkis-
ráðherra Tékkóslóvakíu, að máli.
Sovéskur sagnfræðingur:
Öryggislögregla StaJíns að baki
flöldamorðunum í Katyn-skógi
Moskvu. Daily Telegraph.
ÞEKKTUR, sovéskur sagnfræðingur segist halia fundið gögn sem
sanni að fyrirrennari sovésku öryggislögreglunnar, KGB, er
neftidist NKVD, hafi myrt rúmlega 15.000 liðsforingja í pólska
hernum árið 1940 í Katyn-skógi, skammt frá borginni Smolensk.
Sovétmenn kenndu lengi þýskum nasistum um morðin og sögðu
þau hafa verið framin 1941 er Þjóðverjar sóttu fram á þessum
slóðum I seinni heimsstyijöld. Frá 1987 heftir neftid sovéskra
sérliræðinga rannsakað málið en hefiir ekki enn skýrt frá niður-
stöðum sínum.
Vikurit umbótasinna, Moskvu-
fréttir, birti nýlega niðurstöður
sjálfstæðrar könnunar sem sagn-
fræðingurinn Natalja Lebedeva
gerði á skjölum í Moskvu. Fyrr-
verandi vörður í fangabúðum kom
henni á sporið og skýrði henni frá
heiti herdeildarinnar sem hann
þjónaði í. Lebedeva lýsir því
hvernig hún gróf sig i gegnum
skjalabunkana. Að lokum rakst
hún á vandlega undirbúna áætlun
sem Jósef Stalín einræðisherra
hafði gefið skipun um og skó-
sveinn hans, Lavrentíj Beríja, sá
um að hrinda í framkvæmd.
Pólsku liðsforingjunum var
haldið föngnum í þrem búðum,
Kozelsk og Ostashkov í Hvíta-
Rússlandi og Starobelsk í Úkr-
aínu. Þeir höfðu verið teknir hönd-
um eftir innrás Sovétmanna í
austurhluta Póllands haustið 1939
sem gerð var nokkrum vikum eft-
ir að herskarar Adólfs Hitlers réð-
ust inn í landið að vestan. Stalín
var í fersku minni styrjöld Sovét-
manna og Pólveq'a um 1920 og
óttaðist að liðsforingjarnir myndu
reynast erfiðir viðureignar, þeir
myndu beijast ótrauðir fyrir frelsi
Póllands við fyrsta tækifæri. í
mars 1940 var fangabúðastjórun-
um skipað að „tæma“ búðirnar
og fangamir voru fluttir til Smo-
lensk-héraðs. í skjölunum kemur
fram að í apríl og maí vom þeir
afhentir NKVD, er annaðist ör-
yggismál ríkisins, og sagt að
brenna ætti öll skjöl um þá í viður-
vist foringja lögreglunnar. Enginn
Pólveijanna sást á lífí eftir það.
Er Þjóðverjar fundu gröf með um
4.000 líkum við Smolensk í sókn
sinni austur á bóginn 1941 sýndu
þeir fulltrúum Rauða krossins
grafirnar en umheimurinn tók
lengi vel fremur mark á útskýr-
ingum Sovétmanna.