Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
21 *
JltogmiÞIftfrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Litháen gegn
Kremlarvaldinu
A
Aþeim fímm árum sem liðin
eru síðan Míkhaíl Gorb-
atsjov tók við valdataumunum
í Kreml hefur þróunin verið á
þann veg, að Kremlveijar hafa
hörfað úr einu víginu á eftir
öðru. Á sínum tíma ræddu
menn um friðartillögur Gorb-
atsjovs, þegar hann samþykkti
hugmyndir Vesturlanda um
það, hvemig staðið skyldi að
gagnkvæmri afvopnun. Hern-
aðaraðgerðir Sovétmanna í
Afganistan drógust smátt og
smátt saman þangað til herafl-
inn var kallaður heim. Sovéskur
stuðningur við marxísk ríki í
þriðja heiminum er aðeins svip-
ur hjá sjón. Eftir að ljóst varð
að sovéskum herafla yrði ekki
beitt til að styðja við bakið á
leppstjórnunum í Austur-Evr-
ópuríkjunum hurfu þær frá
völdum hver á eftir annarri.
Út á við hafa stjórnarhættir
Gorbatsjovs einkennst af eftir-
gjöf. Hann hefur hvérgi sagt
hingað og ekki lengra.
Ahrifa þessarar stefnu gætir
nú í vaxandi mæli innan Sov-
étríkjanna sjálfra. Einstakar
þjóðir í þessu margþjóða ríki
em teknar til við að beijast
fyrir eigin sjálfstæði. Litháar
em komnir lengst á þeirri braut
og hafa þegar lýst yfír sjálf-
stæði sínu og eindregnum vilja
til að ræða um sambandsslit
við Kremlveija. Þá rís Gorbatsj-
ov upp í krafti nýfengins for-
setavalds og segir: Hingað og
ekki lengra!
Gorbatsjov hefur virst gæta
þess að hafa borð fyrir bára í
samskiptum sínum við Litháa.
Þótt hann hóti þeim í öðru orð-
inu hefur hann í hinu látið í
það skína, að hann kunni að
vera til viðræðu um sjálfstæði
þeirra. Aðgerðir Sovétforset-
ans síðustu sólarhringa: úr-
slitakostir fyrir helgina, aukin
varðstaða um þær eignir sem
hann telur sovéskar, innköllun
á skoptvopnum hjá almennum
borgurum í Litháen og hert
landamæravarsla, ekkert af
þessu lofar beinlínis góðu um
framhaldið. Hefur hann hafnað
sáttaleiðinni?
Á það hefur verið bent með-
al annars af Míkhaíl Vosl-
enskíj, sem þekkir vel innviði
Kremlar, að beiti Gorbatsjov
hervaldi í Eystrasaltslöndunum
glati hann ekki aðeins vinsæld-
um á Vesturlöndum heldur
einnig stöðu sinni heimafyrir,
þar sem vinsældimar út á við
séu hans mesti styrkur inn á
við. Völdin era Gorbatsjov kær
og vonandi notar hann þau
ekki til ofbeldisaðgerða í Lithá-
en. En hefur hann ekki þegar
gengið af svo mikilli hörku
gegn Litháum, að hann geti
ekki snúið við nema þeir falli
frá kröfum um sjálfstæði?
Tekst honum án valdbeitingar
að kæfa sjálfstæðisviljann?
Spurningar sem þessar verða
sífellt áleitnari. Á þessari
stundu er ekki unnt að svara
þeim. Allir fijálshuga menn og
þjóðir hljóta á hinn bóginn að
skipa sér á bak við Litháa með
óskum um að þeir nái markmið-
um sínum, frelsi og sjálfstæði.
Á sama tíma og Litháar bjóða
Kremlarvaldinu birginn og
segjast ekki ætla að afsala sér
réttinum til sjálfstæðis, eru
ráðamenn fijálsra þjóða með
vífilengjur um það, hvort þeir
eigi að viðurkenna Litháen af
tillitssemi við Sovétstjórnina.
Ástæða er til að mótmæla
slíkum undanbrögðum harð-
lega og hvetja til pólitísks og
siðferðislegs stuðnings við
sjálfstæðisbaráttu Litháa og
annarra kúgaðra þjóða innan
Sovétríkjanna.
Uppreisní
borgar-
málaráði
*
Ifyrrakvöld var gerð uppreisn
í borgarmálaráði Álþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, þeg-
ar meirihluti ráðsins lýsti yfir
stuðningi við Kristínu Á. Ólafs-
dóttur sem hefur gengið til liðs
við ný samtök í komandi borg-
arstjórnarkosningum. Stjórn
Alþýðubandalagsfélagsins í
Reykjavík brást hart við og
lýsti ákvörðun borgarmálaráðs-
ins ólögmæta. Ráðið sjálft er
eðlilega í upplausn eftir þessa
uppákomu og enn óljósara er
en áður hvort Alþýðubandalag-
ið láti yfirleitt nokkuð að sér
kveða með eigin röddu í kosn-
ingunum.
Alþýðubandalagið er ekki
einungis klofið í Reykjavík.
Engu er líkara en að það sé
að leysast upp í frumeindir og
hverfa.
LÆKKUN á verði hlutabréfa
Flugleiða hefúr verið 16,7% að
raunvirði frá síðasta aðalfúndi.
Á sama tíma hefur raunhækkun
á meðalgengi skráðra hluta-
bréfa orðið 19,2%. Svone&it
innra virði hlutafjár í Flugleið-
um, sem er hlutfall naftiverðs
hlutabréfa af eigin fé, var 70%
samanborið við meðaltal ann-
arra skráðra hlutabréfa sem er
125%.
„Það er athyglisvert að verð
hlutabréfa félagsins hefur lækkað
frá síðasta aðalfundi og eru sjálf-
sagt margar ástæður fyrir því,“
sagði Sigurður Helgason stjórnar-
formaður í ræðu sinni á aðalfund-
inum. „í fyrsta lagi hefur rekstur-
inn ekki gengið nægjanlega vel. í
öðru lagi var boðið út aukið hluta-
fé eftir síðasta aðalfund eins og
kunnugt er, en þá var hlutafé
aukið um 150 milljónir króna og
selt með yfirverði á 289 milljónir
króna. Þá hefur einnig sú staða
komið upp að ýmsir af eldri hlut-
höfum félagsins hafa viljað losa
fé og því selt sín hlutabréf. Þetta
hefur skapað aukið framboð á
hlutabréfum félagsins og leitt til
lækkunar."
Sigurður sagði að Ijóst mætti
vera að verð hlutabréfa Flugleiða
væri mjög lágt um þessar mundir.
Fyrir eigið fé félagsins greiddu
menn aðeins 70 krónur fyrir hveij-
ar 100 krónur hjá Flugleiðum á
sama tíma og menn greiddu að
meðaltali 125 krónur fyrir hveijar
100 krónur hjá öðrum félögum.
Fyrir utan eigið fé væru duldar
eignir hjá Flugleiðum sem ekki
kæmu fram í reikningum og þá
aðallega eign í flugvélum.
„Reynsla af verðmyndun hluta-
bréfa almenningshlutafélaga á
öðrum mörkuðum er á þann veg
að því fleiri hluthafar sem eru og
því dreifðari sem eignaraðildin er,
því sannari mynd af stöðu félags
sé að finna í verðmynduninni.
Hugsanlega er hér skýring á lækk-
í ræðu sinni á aðalfundi Flug-
leiða sagði Sigurður Helgason
stjómarformaður félagsins að
óhagstæðri þróun í innanlands-
fluginu yllu meðal annars breyttar
aðstæður þ.e.a.s. vegakerfi lands-
ins hefði stórbatnað sem aftur
hefði leitt af sér að ferðalög með
bílum á milli byggðarlaga væri
mun betri kostur en áður. „Þá
hefur kostnaður farið síhækkandi
samfara ströngum verðlagshöft-
um. Sem dæmi um hækkun kostn-
aðar má nefna að á síðastliðnum
fimm árum hefur kostnaður vegna
lendingargjalda í innanlandsflugi
hækkað um 563% á sama tíma
og lánskjaravísitala hefur hækkað
um 164%. Hér hefur ríkisvaldið
því hækkað þessi gjöld iiðlega
andi verði hlutabréfa Flugleiða þar
sem veruleg samþjöppun hefur
orðið í hlutafjáreign í félaginu."
Kristinn
Olsen
úr stjóm
KRISTINN
Olsen gekk úr
sljórn Flug-
leiða á aðal-
fúndi félags-
ins í gær eftir
46 ára setu í
stjórnum fé-
lagsins _ og
Loftleiða. í hans stað tók sæti
Ólafúr Ó. Johnsson en auk
þess voru þeir Halldór H.
Jónsson, Indriði Pálsson og
Grétar Br. Kristjánsson end-
urkjörnir í sfjórnina.
í varastjórn Flugleiða voru
kjörnir þeir Jóhann J. Ólafsson,
Jóhannes Markússon og Bene-
dikt Sveinsson en sá síðast-
nefndi kom í stað Dagfinns Ste'f-
ánssonar. Aðrir stjórnarmenn í
Flugleiðum eru nú Sigurður
Helgason, formaður, Hörður
Sigurgestsson, Árni Vilhjálms-
son, Kristjana Milla Thorsteins-
son og Páll Þorsteinsson.
Kristinn Olsen er einn af
stofnendum Loftleiða og hefur
að baki yfir 26 þúsund flugtíma.
Hann lærði að fljúga í Kanada
árið 1941 og var um skeið hjá
flugher Kanada. Hann kom
hingað árið 1944 og var meðal
þeirra fyrstu til að fljúga Rolls
Royce 400 farþegaflugvélum.
Þær voru þá stærstu vélarnar í
farþegaflugi yfir Atlantshaf með
sætum fyrir 200 farþega.
þrefalt miðað við aðrar hækkanir
í landinu. Auknum álögum ríkisins
í mun hærri lendingargjöldum er
nú fylgt eftir með virðisaukaskatti
á þennan rekstur, sem stórhækkar
rekstrarkostnað og rýrir sam-
keppnisstöðuna verulega.“
Sigurður Helgason sagði að á
meðan umræða og könnun um
framtíð innanlandsflugsins stæði
yfír væri ekki timabært að ræða
um endurnýjun á flugflota í innan-
landsflugi. „Ljóst er að ekki er
hægt að ætlast til þess af hluthöf-
um þessa félags, að þeir leggi
áfram til miklafjármuni til að
styrkja innanlandsflug félagins.
Hér verður að verða breyting á.
Endarnir verða að ná saman.“
í ræðu Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, á aðalfundi félags-
ins í gær, kom fram að tvær ástæð-
ur yllu því að tekjur voru minni en
samkvæmt áætlunum. „Í fyrsta lagi
var efnahagsástand slæmt hér á
landi, sérstaklega á seinni hluta
ársins,“ sagði hann. „Þetta hafði
mikil áhrif á farþegaflutninga til
og frá íslandi í nóvember og desem-
ber. Afkoma í þessum tveimur
mánuðum var mjög slæm og er það
helsta skýring þess að afkoma varð
verri en áætlun gerði ráð fyrir.
Önnur ástæða er, að farþegar í
Norður-Atlandshafsflugi voru
færri, en reiknað var með.“
Heildarfjárfestingaráætlun
20,4 milljarðar
Á árinu 1989 bættust í flota
Flugieiða tvær Boeing 737-400-
flugvélar og í ár koma þijár vélar
til viðbótar, þ.e.a.s. ein Boeing
737-400 og tvær Boeing 757-200.
Á næsta ári koma svo enn til við-
bótar ein 757-200 flugvél og ein
Boeing 737-400 flugvél. Heildar-
fjárfestingaráætlun Flugleiða er
samtals rúmlega 20,4 milljarðar
króna.
„Hefur svo smátt flugfélag sem
Flugleiðir eru á alþjóðamælikvarða,
efni á slíkri endurnýjun á flugflota
sínum í einu lagi?“ spurði Sigurður.
„Svarið er í raun einfalt. Flugleiðir
verða að endurnýja flugflota sinn
eins hratt og mögulegt er. Ástæðan
er sú, að þessar nýju flugvélar eru
mun hagkvæmari í rekstri og eldri
flugvélar eru einfaldlega ekki sam-
keppnishæfar. Sem dæmi má nefna,
að Boeing 737-400-vélarnar eyða
allt að 40% minna eldsneyti en eldri
vélar félagsins. Þessi munur er enn
meiri ef Boeing 757-200-flugvél-
arnar eru bornar saman við DC-8-
vélarnar. Viðhaldskostnaður er
lægri, það eru færri í áhöfn nýju
vélanna og lendingar-, afgreiðslu-
og yfirflugsgjöld eru einnig minni.
Á móti þessu kemur hins vegar
mun hærri fjármagnskostnaður.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
heildarkostnaður nýja flugvélaflot-
ans er lægri en gamla flotans. End-
urnýjun flugflotans er því lykillinn
að því, að fyrirtækinu takist að
snúa taprekstri undanfarinna ára í
hagnað.“
Sigurður Helgason isagði að ekki
mætti láta staðar numið við þær
fjárfestingar, sem þegar hefðu ver-
ið ákveðnar. „Framundan eru
ákvarðanir um endurnýjun innan-
landsflotans og um byggingu flug-
skýlis í Keflavík. Bæði þessi verk-
efni eru mjög mikilvæg. F-27-flug-
vélar félagsins hafa þjónað fyrir-
tækinu vel, en þær eru komnar til
ára sinna. Nýrri flugvélar eru mun
hagkvæmari í rekstri."
Sigurður sagði að á fyrstu tveim-
ur mánuðum þessa árs hefðu rekstr-
aráætlanir staðist. „í febrúarmán-
uði gerðum við heldur betur en
rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Bók-
anir hjá okkur eru nokkuð góðar
og fram í september erum við með
14% aukningu á bókunum í Evrópu-
fluginu miðað við sama tímabil í
fyrra. í Norður- Atlantshafsfluginu
éru kannski aðeins færri bókanir
en við erum með aðeins minna
framboð vegna minni véla.“
Flug milli Stokkhólms og
Washington
Flugleiðir munu þann 7. maí
hefja flug milli Stokkhólms og
Baltimore/Washington. Sigurður
Helgason segir að gert sé ráð fyrir
að ná þeim aðilum sem séu í við-
skiptaferðum milli þessara staða á
hærri fargjöldum og bjóða sömu
fargjöld og SAS og fleiri félög eru
að bjóða milli Skandinavíu og
Bandaríkjanna. „Við gerum ekki
ráð fyrir því að vera með eins stóra
hlutdeild í okkar flugvélum af
Saga-Class fargjöldum og t.d. SAS
en við ætlum að auka við það sem
við höfum í dag og það ætti að
geta bætt afkomu Norður-Atlants-
hafsflugsins."
Sigurður sagði að gerður hefði
verið markaðssamningur við banda-
ríska flugfélagið USAir og gætu
Flugleiðir boðið mjög hagstætt
tengiflug frá Baltimore/Washing-
ton til staða innan Bandaríkjanna.
Sigurður Helgason, stjórnar-
formaður Flugleiða, vék að mögu-
legu samstarfi við erlend flugfélög
í ræðu sinni á aðalfundinum. Hann
sagði það mjög áleitna spurningu
hvort Flugleiðir þyrftu ekki að
ganga til einhvers konar samstarfs
við erlent flugfélag til þess beinlín-
is að tryggja tilveru sína þegar til
lengri tíma væri litið. Stjórn félags-
ins hefði rætt þessi mál, en engar
ákvarðanir verið teknar. Hann
nefndi einnig þróunina fram að
1992 og sagði að nokkrar vonir
hefðu verið bundnar við að flugfélög
innan EFTA-landanna fengju að
taka þátt í fijálsræði innan Evrópu-
bandalagsins eftir 1992. „í sann-
leika sagt eru ýmsar blikur á lofti
að því er þetta varðar þannig að
það er langt í frá að nokkur vissa
sé fyrir því að þarna gefist tæki-
færi fyrir félag eins og Flugleiðir
til að hasla sér völl á þessu stóra
markaðssvæði Efnahagsbandalags-
ins.“
Hafdís hefur flugið
Hafdís, fyrri Boeing-757 þota Flugleiða, flaug í fyrsta sinn sl.
þriðjudag. Myndin var tekin nokkrum sekúndum eftir að hún hóf
sig á loft frá Renton-flugvelli Boeing-verksmiðjanna við Seattle.
Flugvélin verður afhent Flugleiðum í byijun apríl. Önnur samskon-
ar þota er nú í smíðum og verður einnig afhent Flugleiðum í vor.
Þær verða notaðar í Atlantshafsflugi félagsins.
i
AÐALFUNDUR FLUGLEIÐA
Hlutabréf í Flugleiðum;
Lækkuðu um 16,7%
að raunvirði á ári
Innra virði hlutafjár 70%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á aðalíúndi Flugleiða kom fram að forráðamenn félagsins eru bjartsýnir á að afkoma félagsins muni batna með tilkomu nýju flugvélanna.
Sigurður Helgason stjórnarformaður í ræðustóli og stjórnin við háborðið.
Nýju vélarnar taldar snúa rekstrarskilyrðum Flugleiða til hins betra:
Stefiit að því að hagiiað-
ur verði 5-7% af tekjum
FLUGLEIÐIR steftia að því að hagnaður af reglulegri starfsemi eftir
skatta verði að lágmarki 5-7% af tekjum eftir að flugfloti félagsins
hefiir verið endurnýjaður. Forráðamenn Flugleiða telja að hinar nýju
flugvélar séu svo miklu ódýrari í rekstri að það geri miklu meira en
að vega upp aukinn fjármagnskostnað. Eins og komið hefur fram nam
tap af reglulegri starfsemi félagsins 374,6 milljónum á síðasta ári.
Þegar litið er yfír afkomu síðastliðinna þriggja ára kemur í ljós að
heildarafkoma félagsins hefúr verið hagnaður að upphæð 632 milljón-
ir króna. Hagnaður af sölu eigna og þá aðallega flugvéla hefúr num-
ið 1.482 milljónum króna. Halli af rekstri hefur því orðið á þessum
þremur árum að upphæð 850 milljónir króna. Þessar tölur eru á
verðlagi hvers árs.
Innanlandsflug Flugleiða:
Rætt um að stoftia sér-
stakt félag um rekstur
STJÓRN Flugleiða hefúr ákveðið að kannað verði til hlítar hvort
ekki beri að stofiia sérstakt félag um innanlandsflug félagsins.
Talið er skynsamlegt að hafa samvinnu um stofnun slíks félags við
landsbyggðarflugfélögin. Heildartap á innanlandsfluginu hefur
numið 646 milljónum króna síðastliðin 10 ár og á síðastliðnu ári
reyndist hallinn vera 146 milljónir. Samsvarar það 14,3% af veltu
og hafði staðan versnað miðað við árið áður, en þá nam hallinn
af veltu um 10,4%.
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna:
Hugmyndir uppi
um 100-200 millj.
skerðingu lána
NÁMSLÁN verða skert um 123 milþ‘ónir króna frá og með
1. júní næstkomandi, samkvæmt hugmyndum fúlltrúa ríkis-
stjórnarinnar í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þar er
meðal annars gert ráð fyrir að lán til einstaklinga í foreldrahús-
um verði skert um 30%, að lán til bóka-, tækja- og efniskaupa
verði skert um 38% og að lán vegna skólagjalda lækki um 10
til 20%. Á fúndi í stjórn Lánasjóðsins á miðvikudag kom enn
fremur fram, af hálfú ríkisstj órnarfulltrúanna, að hugsanlega
þyrfti að skerða lánin enn frekar, eða sem næmi um 90 milljón-
um króna.
Tillögur um 123 milljóna
króna skerðingu
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinga, Stúdentaráðs, Banda-
lags íslenskra sérskólanema
(BISN), Sambands íslenskra
námsmanna erlendis (SÍNE) og
Iðnnemasambandsins, efndi til
blaðamannafundar í gær vegna
hugmynda um skerðingu náms-
lána. Þar kom fram, að hug-
myndir væra uppi um að skerða
lán til einstaklinga í foreldrahús-
um um 30%, að lán til bóka-,
tækja- og efniskaupa lækkuðu
Mor^unblaðið/Júlíus
Fulltrúar námsmanna á blaðamannafiindi í gær: Olafúr Lofts-
son, formaður BÍSN, Arnar Már Ólafsson, lánasjóðsfúlltrúi BÍSN,
Viktor B. Kjartansson, lánasjóðsfúlltrúi Stúdentaráðs, Jónas Fr.
Jónsson, formaður Stúdentaráðs og Hólmfríður Garðarsdóttir,
framkvæmdastjóri SÍNE.
um 38% og að lán vegna skóla-
gjalda lækkuðu um 10 til 20%.
Jafnframt væri gert ráð fyrir að
aukið tillit yrði tekið til tekna
maka námsmanns við ákvörðun
námsláns og að tekið yrði upp
stighækkandi __ tillit til tekna
námsmanna. í því fælist, að ef
árstekjur námsmanns væru á bil-
inu 146.496 kr. til 219.744 kr.
kæmu 35% til frádráttar náms-
láni. Væru árstekjurnar á bilinu
219.744 kr. til 292.992 kr. kæmu
50% til frádráttar og færu árs-
tekjurnar yfir þá upphæð yrði
frádrátturinn 75%. Með þessum
tillögum væri ætlunin að spara
123 milljónir króna á ári.
Fulltrúar námsmanna sögðu,
að einnig hefði verið rætt innan
stjórnar Lánasjóðsins, að þessu
til viðbótar þyrfti hugsanlega að
skerða framfærslugrunn náms-
lána um sem næmi 3,5%, sem
hefði í för með sér um 1.700 kr.
lækkun til sérhvers lánþega á
mánuði. Þetta gæti sparað um
90 milljónir króna.
Komið aftan að
námsmönnum
Viktor B. Kjartansson, fulltrúi
Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðs-
ins, segir, að korni þessar hug-
myndir til framkvæmda svíki
skömmu hafi Svavar Gestsson
lýst því yfir, að hann ætlaði að
standa við samkomulagið og að
námslán yrðu ekki skert meðan
hann væri menntamálaráðherra.
Með þessum hugmyndum væri
komið aftan að námsmönnum og
ef þær yrðu framkvæmdir yrði
gripið til harðra aðgerða af hálfu
námsmannahreyfinganna.
Sparnaður hjá
Lánasjóðnum
nauðsynlegur
Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, segir ljóst, að ein-
hver sparnaður verði að eiga sér
stað hjá Lánasjóðnum og eðlilegt
að hugmyndir þar að lútandi séu
kynntar og ræddar í stjórninni.
Nú væri rætt um sparnað upp á
um það bil 120 milljónir og það
væri í raun ekki stór hluti út-
gjalda sjóðsins, sem væru alls
um fjórir milljarðar króna. Hann
hefði lýst því yfir, að slíkur sparn-
aður yrði ekki látinn bitna á
framfærslugrunninum og það
hlyti að skipta námsmenn mestu.
Ráðherra segir að heildarnið-
urstöður varðandi málefni sjóðs-
ins á árinu muni liggja fyrir í lok
þessa mánaðar. Réttast sé að
námsmenn bíði rólegir þangað
til, enda verði þá rætt við þá um
málin í heild.
Svavar Gestsson menntamála-
j’áðhen-a öll loforð sín við náms-
menn. Ráðherra hefði gert sam-
komulag við þá í febrúar 1989
um að leiðrétta 20% skerðingu
lánanna frá árunum 1984 og
1985, gegn því að tekjutillit
hækkaði í 50%. Námsmenn hefðu
strax staðið við sinn hluta sam-
komulagsins en ekkert bólaði enn
á síðasta hluta leiðréttingarinnar,
6,4% hækkun, sem koma hefði
átt til framkvæmda 1. janúar.
Jónas Fr. Jónsson, formaður
Stúdentaráðs, segir að á opnum
fundi í Háskólanum fyrir