Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 27 Guðmundur Kristjáns- son, Akureyri - Minning Fæddur 27. maí 1910 Dáinn 16. marz 1990 Aðeins fáein minningarbrot af kynnum okkar mágs míns. Þau kynni hófust sumarið 1928 er hann kom með Sigfúsi bróður mínum vestur á Snæfellsnes til þess að byggja þar brýr sem voru fyrstu samgöngubæ- turnar þar um slóðir. Guðmundur var þriðji í röðinni af fimm bræðrum, sonum hjónanna, Guðrúnar Jóns- dóttur og Kristjáns Bjarnasonar, sem síðast bjuggu á Lækjarbrekku við Akureyri. Bræður hans voru Bjarni, bifreiðarstjóri, Akureyri, Sigfús, brú- arsmiður, Reykjavík, Konráð, kaup- maður, Akureyri og Halldór, bóndi á Lækjarbrekku. Bjarni og Konráð eru látnir. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum en vegna fátæktar og erfiðra lífsskilyrða urðu þau að senda þá Sigfús og Bjarna í fóstur til vandalausra. Þeir bræður voru því lítið samvistum uns Sigfús hóf störf við brúarsmíðar. Störfuðu þeir bræð- ur oft saman eftir það, þó ekki sam- fellt því aðaláhugamál og reyndar ævistarf Guðmundar voru bifreiðir og akstur. Mín fyrsta minning um hann er af honum á vélhjóli. Var þá oft ekið greitt þótt vegir væru holótt- ir. Síðar, eða árið 1930, eignaðist hann svo sinn fyrsta bíl, nýjan úr kassanum. Mikil var gleðin er hann ók með okkur á þjóðhátíðina á Þing- völlum. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Álfheiður Guðmunds- dóttir frá Þúfnavöllum. Þau eignuð- ust einn son Guðmund, rannsóknar- lögreglumann. Þau slitu samvistir. Fluttist þá Guðmundur til Reykjavík- ur og starfaði þar við akstur. Ég gleymi seint hvað hann var hugul- samur við mig, mágkonu sína, þegar eiginmaður minn var úti á landi við vinnu sína. Þá renndi Mundi oft við til að aðgæta hvemig mér reiddi af einni með börnin. 31. desember 1941 kvæntist Guð- mundur Guðrúnu Huldu Valgeirs- dóttur frá Hellissandi og bjuggu þau alla tíð á Akureyri á Grundargötu 5. Guðrún lést fyrir tveim árum. Guðrún og Guðmundur eignuðust fjögur börn, þær Öldu, Guðmund og Guðbjörgu, sem allar eru búsettar á Akureyri, og Ingólf Arnar sem er látinn. Barnabörnin urðu mörg og var hann iðinn við að hjálpa þeim og styðja á allan hátt. Við munum minnast hans vegna glaðværðar hans og hjálpsemi við alla sem til hans leituðu. Hafi hann þúsund þakkir fyrir allar ánægju- stundirnar og kátínuna sem hann miðlaði okkur af. Guð blessi minningu hans. Elín og Sigfus TILKYNNINGAR Kjörskrá Garðabæjar Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara 26. maí 1990, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Garða- bæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg frá og með 26. mars 1990 til og með 22. apríl 1990. Kærur vegna kjörskrár þurfa að berast bæj- arstjóra Garðabæjar eigi síðar en 11. maí 1990. Bæjarstjórinn í Garðabæ. Stokkseyri Til sölu er efri hæð í gömlu húsi á Stokks- eyri, um 51 fm. Gott útsýni yfir sjóinn og höfnina. Upplýsingar í síma 91-652219. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands auglýsir námsstyrki Sjóðsstjórn hefur ákveðið að úthluta nokkr- um styrkjum til kennara sem hyggjast stunda nám á næsta skólaári. Um er að ræða styrk- veitingar skv. a-lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ frá 15. febrúar 1990. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í 6-12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í sam- ræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem •fæst á skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. m Auglýsing um kjörskrá í Kópavogi Frá 25. mars nk. og til og með 22. apríl nk. liggur kjörskrá í Kópavogi fyrir bæjarstjórnar- kosningar 26. maí 1990 frammi á bæjarskrif- stofunum í Kópavogi, Fannborg 2. Aðstandendum námsfólks, sem dvelurá hin- um Norðurlöndunum og tilkynnt hefur flutn- ing þangað samkvæmt norrænu flutnings- vottorði, er sérstaklega bent á að athuga hvort viðkomandi sé á kjörskrá. Þeir, sem eiga lögheimili í Kópavogi þegar framboðs- frestur rennur út þann 27. apríl nk. og náð hafa 18 ára aldri fyrir eða á kjördegi, eiga að vera á kjörskrá og hafa kosningarétt. Kærufrestur til sveitarstjórnar er til og með 11. maí nk. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Veiðifélag Apavatns Samkvæmt samþykkt (lögum) Veiðifélags Apavatns er öllum óheimilt að veiða á félags- svæðinu nema með sérstöku skriflegu leyfi félagsstjórnar. Félagssvæðið nær yfir Apa- vatn, Grafarós, Grafará, Djúpin, Hvíslar, Apá, Þverá, Smiðjuá, Svartós og Stangarlæk. Brot á samþykkt „þessari varðar sektum sam- kvæmt XVI kafla laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Stjórnin. f f: i. a g s s t a r f Stokkseyri Sjálfstæðisfélag Stokkseyrarhrepps heldur almennan félagsfund ( samkomuhúsinu Gimli, sunnudaginn 25. mars nk. kl. 16.00. Dagskrá: 1. Undirbúningur sveitarstjórnakosninga. 2. Önnur mál. Stjórnin. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni veröur hald- inn í Sjálfstaeðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 25. mars kl. 10.30. Ásmundur Ólafs- son, forstöðumaður dvalarheimilisins Höfða, mun kynna starfsemi Höfða. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Óðinn, félag launafólks í Sjálfstæðisflokknum: Spjallfundur um málefni launþega Málfundatélagið Óðinn efnir til spjallfundar um málefni launafólks í Óðinsherberginu í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 24. mars milli kl. 10.00 og 12.00. Gestur fund- arins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Stjórn Óðins. fP) Föstudagsrabbfundur I kvöld mætir Sigurður Helgason, 6. maður á lista sjálfstæðismanna [ Kópavogi, í rabb til Týsara. Sigurður var á árum áður bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Kópavogi og er nú aftur mætturtil leiks. Forvitni- legt verður að skyggnast til baka til þeirra ára, er Sigurður var bæjarfulltrúi og einnig heyra hvað hann telji framtiöina bera i skauti sér. Allir velkomnir. Fundurinn er i Hamraborg 1, 3. hæð. Týr. Árshátíð Heimdallar Árshátíð Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, verður haldin í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18.00 en borðhald hefst kl. 19.00. Miðapantanir og nánari upplýsingar í síma 82900 á skrif- stofutíma. Heiðursgestur verður formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson. Veislustjóri Ólafur Arnarson, ný ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- manna' Stjórn Heimdallar. I IFIMDAI.I UK F ■ U S Sauðárkrókur Landssamband sjálfstæðiskvenna Landssamband sjálfstæðiskvenna efnir til almenns stjórnmálafundar í Sæborgu, Aðalgötu 8, Sauðárkróki, laugardaginn 24. mars kl. 15.00. Fundurinn er hald- inn i tengslum við stjórnarfund L.S. Dagskrá: 1. Starfsemi Landssambands sjálfstæðiskvenna: Arndís Jónsdóttir, varaformaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. 2. Sveitarstjórnakosningar 1990: Steinunn Hjartardóttir, formaður Sjálfstæðiskvennafélags Sauð- árkróks. 3. Almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Félagslíf I.O.O.F. 1 = 1713238V2 = Eb. □ St:.St:. 59903244 VIII Sth. Kl. 16.00 I.O.O.F. 12 = 1713238V2 = SPILAKVÖLD. Biblíufræðsla í Grensáskirkju á morgun, laugardag, kl. 10.00. Juda Phua frá Singapor fjallar um efnið: Biðjið hvert fyrir öðru. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19 Föstudagur 23. mars Kl. 20.30: Bænasamkoma vegna alþjóðlegrar bænaviku. Ræðumaður: Sr. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup. Kristniboðsfélag kvenna heldur fjáröflunarsamkomu laugardaginn 24. mars kl. 20.30 í kristniboðssalnum Háaleitis- baut 58. Fjölbreyttur söngur. Happdrættisborð ofl. Hugleiðing Bjarni Gunnarsson. Allir velkomnir. Frá Guöspeki- fólaginu Ingólfsstreoti 22. Áskrtftarsfml Ganglers ar 39673. I kvöld kl. 21.00 heldur Karl Sig- urðsson erindi í húsi félagsins i Ingólfsstræti 22. Laugardaga kl. 15.00-17.00 er opið hús með fræðslu og umræðum. Fimmtu- daga kl. 20.30 er hugleiðing og fræðsla um hugrækt. Aliir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. FERDAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur28. mars kl. 20.30 Kvöldvaka í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Efni: Á slóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu. Um- sjón: Árni Björnsson og Grétar Eiriksson. Myndagetraun. Ath. að kvöldvakan er á miðvikudags- kvöldið, en ekki fimmtudags- kvöldið eins og misritaðist í gær. Nánar auglýst i sunnudags- blaði. Ferðafélag Islands. V" / KFUM KFUM & KFUK 1899-1989 90 Ar fyrir rcsbu lslands KFUMog KFUK Samfélagsstund verður í Suður- hólum 35 í kvöld kl. 20.30. Jón Ágúst Reynisson fjallar um eðli bænarinnar. Vitnisburðir og bænastund. Allir velkomnir. Útivist 15. ára Afmælisárshátíð Útivistar verður laugard. 24. mars að Efstalandi, Ölfusi. Fordrykkur i hlöðunni. Ljúffengur matur. Óvæntar uppákomur. Stöðin mætir á staðinn. Hrókarnir leika fyrir dansi. Allir velkomnir. Miðar á skrifstofu, Grófinni 1, simi/simsvari 14606. Afmælisganga á Keili sunnud. 24. mars: Afmæliskaffi að göngu lokinni. Þorleifur hellir uppá bláu könnuna. Brottför kl. 13.00 frá BSl, bensínsölu. Verð kr. 800,-. Gönguskíðaferð sunnud. 24. mars: Gengið í ná- grenni Keilis. Tekið þátt í af- mælisveislunni i lok göngunnar. Brottför kl. 13.00 frá BSÍ, bensínssölu. Verð kr. 800,-. Reykjavíkurganga Létt ganga um Öskjuhlíð með- fram Fossvogi, um Fossvogsdal að Elliðaám. Brottför kl. 13 frá BSÍ. í Útivistarferð eru allir velkomnir. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.