Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23, MARZ 1990
Ást er . . .
... að lenda í lukku-
pottinum.
TM Reg. U.S. Pat Off. —all rtghts reserved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffínu
254
Kjötbollur! — Sumir kalla Erfitt verður að vera án
þær handsprengjur ... ? þess. Þú veist.
Þú skalt
ekki stela
Mikil verðmætasköpun
Til Velvakanda.
„Forðist þjófnað" blasir við gest-
um Sundhallar Reykjavíkur. Þetta
mun flokkast undir forvamarstarf
sem mjög er í tísku um þessar
mundir, þ.e. beina mönnum inn á
hinn þrönga veg dyggða svo að
ekki álpist þeir inn á hinn breiða
veg synda og afbrota.
Þótt orðið „forvarnarstarf" sé svo
ungt að hvorki finnist það í Orða-
bók Menningarsjóðs né í Blöndal,
er siðvæðingin sjálf ævaforn. Fyrir
svo sem þremur öldum „vann“
Leirulækjar-Fúsi sitt „forvarnar-
starf“ er hann kvað við reifar-
strangann: Varastu þegar vits fær
gætt/til vamms að brúka hend-
ur ... Virðist það ekki að ósynju,
sé framhald kveðlingsins á rökum
reist.
íslensk þjóð rekur öll ættir sínar
til Jóns Arasonar og annarra dáind-
ismanna. En þjófar hafa líka lagt
sitt af mörkum. Má því ætla að
allir landsmenn séu haldnir hvinsku
í meiri eða minna mæli, því að illt
er í ætt gjarnast.
Þótt flestum auðnist að halda
þessari áráttu þolanlega í skefjum,
er forvarnarstarf Sundhallar
Reykjavíkur engu að síður lofsvert.
En ég legg til að orðum verði breytt
og skráð: Þú skalt ekki stela. Þá
kemst boðskapurinn óbrenglaður til
skila. Móses stendur fyrir sínu.
130206-2719
Skrifiö eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni tii þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Til Velvakanda.
Það virðist nú orðin tíska að
agnúast út í landbúnaðinn, sérstak-
lega sauðfjárbúskapinn. Svo virðist
sem fólk geri sér ekki grein fyrir
hversu mikil verðmætasköpun fer
fram í landbúnaðinum og ýmsir
hafa gefið í skyn að það væri vel
hægt að flytja inn allar landbúnað-
arvörur.
Þá vaknar ein lítil spurning.
Hvar á að fá gjaldeyri fyrir öllum
þessum innflutningi? Þessir spek-
ingar sem mest ráðast á land-
búnaðinn ættu að svara því.
Það er og mikill misskilningur
að sauðfjárbúskapur þurfi að vera
ógnun við landgræðslu eins og sum-
Til Velvakanda.
Mig langar að kvarta undan stað-
setningu pósthússins í Mjóddinni
og lýsa undrun minni á því hvers
vegna inngöngudyrnar eru hafðar
inni í horni bakatil á húsinu. Það
getur verið að það líti vei út á teikni-
borði arkitekts að hafa aðkomu að
pósthúsinu við enda einhverrar
göngugötu sem liggur milli versl-
anahúsanna. En staðreyndin er sú
að langflestir sem eiga erindi á
pósthúsið koma frá bílastæðinu
austanverðu við húsið. Annað hvort
ir hafa haldið fram. Sé beit skipu-
lögð og viðkvæm svæði friðuð þarf
beitin alls ekki að valda skaða eða
tjóni. En við verðum að nytja landið
því ekki lifum við á loftinu.
Að endingu. Menn verða seint á
eitt sáttir í víðtækum málum og á
það við um landbúnaðinn eins og
allt annað. En er það ekki lág-
markskrafa að þeir sem fjalla um
mál kynni sér þau eitthvað fyrst.
Oft fínnst mér mikið á skorta að
þeir sem skrifa um landbúnaðrmál,
og taka gjarnan mikið uppí sig,
hafi kynnt sér málefni landbúnaðar-
ins að nokkru marki. Slík vinnu-
brögð leiða ekkert gott af sér.
Gamall bóndi
leggja þeir bílum sínum þar eða
koma gangandi frá Kaupstað. Inn-
göngudymar eru því úrleiðis fyrir
flesta og löng leið fyrir þá sem
koma með böggla í póst. Mér finnst
líka út í hött að hafa póstkassann
þar sem hann er, iangt frá allri
umferð. Væri ekki hægt að hafa
hann þar sem hann var áður, við
inngöngudyrnar í Kaupstað? Þar
eiga margir leið um og væri þægi-
legra að geta stungið bréfi í póst-
kassann í leiðinni.
Viðskiptavinur
Dyrnar á röngum stað
Víkverji skrifar
Hlutfall matar í rekstrar-
kostnaði heimilanna er
óeðlilega hátt hér á landi, sér-
staklega ef fólk leyfir sér þann
„lúxus“ að borða hollan og fjöl-
breyttan mat. Eftir matarinn-
kaup nýlega gerði Víkveiji sér
það til gamans(!) að reikna út
hve mikið allra nauðsynlegustu
matvæli kosta 4-5 manna fjöl-
skyldu. Til nauðsynlegra mat-
væla telur Víkveiji ávexti og
grænmeti og verður vart komist
af með minna en 400 krónur á
dag aðeins fyrir það. Mjólk fyrir
300, brauð og kornmeti a.m.k.
annað eins og ostur eða annað
álegg 300, fiskur eða kjöt að
meðaltali fyrir 500 krónur. Þetta
gera 1.800 krónur á dag. Þá er
ekki talin ýmis munaðarvara, s.s.
sætabrauð og gosdrykkir. Út-
koman þýðir að 4-5 manna fjöl-
skylda eyðir 54 þúsundum króna
aðeins í allra nauðsynlegustu
matvæli á mánuði. Þetta er ógn-
vekjandi há tala sérstaklega þeg-
ar hugsað er til þess að eftir er
að bæta við öðrum rekstrarkostn-
aði, hreinlætisvörum, fatnaði,
bifreiða- og húsnæðiskostnaði
o.s.frv.
xxx
purningin sem vaknar í fram-
haldi af þessu er: Hvað gerir
fólk sem hefur ekki efni á að
kaupa mat fyrir 54 þúsund á
mánuði? Svörin eru sjálfsagt
margvísleg og bera sjálfsagt ekki
öll velferðarþjóðfélaginu jafn
fagurt vitni. Flest mun það sjálf-
sagt ganga út á það, að ávextir
og grænmeti séu flokkuð sem
munaðarvara og því tekið út af
innkaupalistanum. Aðrir draga
einnig úr eða sleppa kjötneysl-
unni, eða kaupa þá hálsbita og
álíka lélegt kjöt. Það er óþarfi
að tíunda frekar þær leiðir sem
fólk fer sem ekki hefur efni á
að kaupa í matinn. Það sem
Víkveiji vill hins vegar koma á
framfæri með þessu er eftirfar-
andi. Það er ekki hægt að horfa
lengur aðgerðalaus á þetta
ástand. Hvað sem líður öllum
núlllausnum, þá þarf að leysa
vanda þess fólks sem ekki hefur
efni á að kaupa í matinn. Fyrsta
skrefið gæti verið að aflétta virð-
isaukaskatti af matvælum.
Heimilin hafa engan útskatt til
að draga frá innskattinn. Lögmál
fyrirtækjarekstrar er varla hægt
að heimfæra á heimilin og sam-
ræming við EB-löndin verður
hjákátleg röksemd í eyrum þess
fólks sem þarf að borða lélegan
mat.
xxx
eglulega heyrast fréttir af
því frá Sauðárkróki að það-
an sé fyrirhugað að flytja út vatn
til drykkjar. Þessar fréttir hafa
borist að norðan eiginlega svo
lengi sem Víkverji man, en þó
verður þeim norðanmönnum ekk-
ert úr þessu verki. Nýjustu frétt-
ir herma að iðnaðarráðuneytið
eigi einhvern hlut að máli. Fram-
gangur málsins og saga þess
mörg síðastliðin ár bendir hins
vegar til þess að hér sé um drau-
móra eina að ræða. Ymis fyrir-
tæki hafa í gegnum tíðina verið
nefnd til þessarar sögu, stór og
smá, alþjóðleg og þjóðleg, en
ekkert hefur dugað til að gera
drauminn að veruleika, vatnið
hefur alltaf runnið út. í sandinn.