Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 40
Kringlan 5 Sími 692500 SIOVAÖaALMENNAR EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM FOSTUDAGUR 23. MARZ 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Reykjanesbraut: Þrír slös- ^uðust í um- ferðarslysi Vo^um. ÞRIR voru fluttir a sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut skammt vestan við Vogaveg, klukkan 17.45 í gær. Bílamir tveir, Toyota Hilux og Mitsubishi Lancer, komu úr gagn- stæðum áttum. Allir sem í þeim voru, þrír að tölu, vom fluttir í sjúkrahús, tveir til Reykjavíkur en einn til Keflavíkur. Tækjabíl þurfti wx til að ná einum manni út. Reykja- nesbraut var fljúgandi hál þegar áreksturinn varð. Bílarnir eru gjör- ónýtir. - EG ♦ ----- Viðræð- ur um fram- - tíð Mazda- umboðsins HÉR á landi eru nú staddir fúll- trúar Mazda-fyrirtækisins í Jap- an og kanna þeir hvað verða skuli um Mazda-umboðið, sem var í höndum Bílaborgar hf. þar til rekstur fyrirtækisins stöðvað- ist fyrir um mánuði. Flugleiðir: Nýju þoturn- ar forsenda hagnaðar FORRÁÐAMENN Flugleiða telja m að hinar þrjár nýju þotur sem væntanlegar eru liingað til lands i apríl og maí muni breyta rekstr- arskilyrðum félagsins til hins betra og séu forsenda fyrir því að unnt verði að snúa tapi í hagn- að. Þótt lánabyrði aukist og fjár- magnskostnaður verði mun hærri, þá séu þessar flugvélar svo miklu ódýrari í daglegum rekstri að það geri miklu meira en að vega upp aukinn Qár- magnskostnað. Þetta kom firam á aðalfúndi félagsins sem haldinn var í gær. Eins og komið hefur fram var 374,6 milljóna króna tap af reglu- legri starfsemi Flugleiða á síðasta ári en með tilkomu nýrra véla er stefnt að því að hagnaður af reglu- legri starfsemi verði að lágmarki 5% af tekjum félagsins. Flugleiðir hyggjast leggja vaxandi áherslu á þá farþega sem greiða hærri gjöld, þ.e.a.s. farþega í viðskiptaerindum. I ræðu Sigurðar Helgasonar, stjórn- arformanns Flugleiða, kom einnig fram að samstarf við erlent flugfé- lag hefur verið til umljöllunar hjá stjórn félagsins beinlínis til að tryggja tilveru þess þegar til lengri tíma er litið. Sjá nánar í miðopnu. Bretlandsmarkaður: Verð á frystum þorskflökuni hefur hækkað um 8 til 10% Verðhækkun gæti dregið úr fiskneyzlu vestan hafs að mati markaðsfræðinga Japanirnir hafa átt könnunar- viðræður við nokkra aðila og er Morgunblaðinu kunnugt um að þeir hafa rætt við fyrrum eigendur wjBílaborgar og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, einnig við fulltrúa Ræsis hf. og Bifreiða og land- búnaðarvéla hf. Morgunblaðið hefur rætt við hr. Hajme Ogata, einn fulltrúa Mazda, og segir hann að verið sé að kanna hvemig framtíð Mazda-umboðsins verði best fyrir komið með hag eigenda Mazda-bíla í huga. Hann segir að ákvörðun verði tekin svo fljótt sem auðið er, en jafnframt að það verði ekki fyrr en þeirra athugunum er lokið hér á landi. Ekki er búist við ákvörðun fyrr en í næstu viku hið fyrsta. SKORTUR á fiski á mörkuðum í Evrópu gæti, að mati banda- rískra markaðsfræðinga, leitt til verðhækkunar, sem yrði meiri en svo að neytendur vestra sættu sig við hana. Evrópubúar væru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir fiskinn og því færðist salan þangað frá Bandaríkjunum. Verð á frystum þorskflökum hefúr hækkað um 8—10% á Bretlands- markaði undanfarnar vikur vegna minnkandi framboðs af fiski. Það hefúr leitt til þess að frystihúsin, ekki síst Sambands- frystihúsin sem selja hlutfalls- lega meira af sinni framleiðslu á þennan markað, hafa aukið fram- leiðslu flaka fyrir Bretlands- markað og nú fer 3/4 framleiðsl- unnar þangað. The Erkins Seafood Letter, sem gefið er út í Bandaríkjunum, segir meðal annars, að Bandaríkjamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því, að fiskiðnaðurinn sé alþjóðlegur og það, sem gerist í einum heimshluta, hafi áhrif í öðrum. Minnkandi afla- kvótar í Kanada og Noregi muni höggva djúpt skarð í botnfiskbirgð- ir, en aflakvótar við Island verði ekki minnkaðir jafnmikið og í fyrr- greindu löndunum. Aðstæður í þessum löndum séu gjörólíkar hvað varði nýtingu fiskistofnanna, „enda sé sjávarútvegur í Kanada og Nor- egi styrktur af stjórnvöldum, en á íslandi styrki sjávarútvegurinn ríkið.“ Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, segir tæpast tíma- bært að draga ályktanir sem þessar nú. „Yfirlýsingar í The Erkins Sea- food Letter eru þekktar fyrir að vera ekki mjög áreiðanlegar. Til dæmis hlýtur yfirlýsing um að Bandaríkjamenn átti sig ekki á því hve sjávarútvegur sé alþjóðlegur að hljóma undarlega, þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn eru stærstu útflytjendur sjávarafurða í heimi,“ segir Magnús. Magnús segir, að eftirspurn í Evrópu sé ætíð mikil á þessum árstíma, en framboð nú með minna móti. Því sé eðlilegt að hátt verð fáist þar, einkum fyrir ferskan þorsk og ýsu í Bretlandi og ufsa og karfa á meginlandinu. Þegar um frystan fisk sé að ræða sé verð á þorski og ýsu í Evrópu ekki eins gott og vestan hafs. Hins vegar sé mikil eftirspurn eftir ufsa og karfa á meginlandi Evrópu og geti það haft áhrif á markaðinn fyrir vestan. Þá geti framboð á Alaskaufsa einn- ig skipt máli, sem mikilvægri fisk- tegund fyrir Evrópumarkaðinn. Magnús taldi ennfremur að breyt- ingar á vægi gjaldmiðla vestan hafs og austan hefðu vissulega áhrif á hagkvæmni framleiðslu fyrir við- komandi markaði, en ekki væri hægt að ætlast til að neytendur brygðust snögglega við slíkum breytingum. „Ég tel enga breytingu hafa orð- ið á því, að enn er borgað hærra verð í Bandaríkjunum fyrir gæða- vöru en í Evrópu. Okkur er áfram hollast að fylgjast með gangi mála og forðast ákvarðanir teknar í fljót- færni. Slíkar ákvarðanir hafa reynzt íslenzku þjóðinni illa,“ sagði Magnús Gústafsson. Landbúnaðarráðherra: Tillögnr um bráðabirgða- lausn á vanda fóðurstöðva LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Steingrímur J. Sigfússon, lýsti því yfir á samráðsfundi um loðdýrarækt sem haldinn var í ráðuneyt- inu í gær að hann myndi leggja tillögur um bráðabirgðalausn á vanda fóðurstöðvanna fyrir ríkisstjórnarfúnd í dag. Hann er einn- ig með hugmyndir um að hækka niðurgreiðslu á loðdýrafóðrí, svokallað jöfhunargjald, úr 45 í 65 til 70 milljónir kr. og að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins leysi til sín óseld skinn og afurðalán bænda frá síðasta sölutímabili þannig að bændur fái nýju lánin óskert í ár. Á fundinum voru auk ráðherra og annarra ráðuneytismanna formaður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda, forstjóri og stjórnarmaður Byggðastofnunar, fulltrúar Fram- leiðnisjóðs og Stofnlánadeildar landbúnaðarins og nokkrir þing- menn, m.a. formenn landbúnaðar- nefnda þingsins. Á fundinum var það gagnrýnt að vandi fóðurstöðvanna skyldi ekki hafa verið leystur um leið og ákveðnar voru skuldbreytingar og fleiri aðgerðir til að einhver hluti loðdýraræktenda gæti haldið áfram rekstri. „Þetta var mjög gagnlegur fundur og við erum bjartsýnir á að málið leysist," sagði Einar E. Gíslason formaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.