Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
33
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Bjálkiinn um framrúðuna
Ökumaður vörubíls slasaðist lítillega þegar snörp vindhviða þeytti
bjálka af palli annars vörubíls og inn um framrúðuna á bíl hans. Vöru-
bílarnir tveir voru að mætast á Gullinbrú þegar óhappið varð. Lögregl-
an ók ökumanninum á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki alvarleg.
Eins og sjá rná af myndinni skemmdist bíll hans nokkuð. Lögreglumað-
ur heldur á bjálkanum.
Stykkishólmur ekki
„gjörgæslumatur“
Stykkishólmi.
ÞAÐ HEFIR tíðkast hér í Hólminum undanfarið að atvinnumála-
nefhd og ferðamálanefnd hafa haldið svokaliaða morgunverðarfundi
í félagsheimilinu um það bil einu sinni í mánuði og rætt þar helstu
mál kaupstaðarins og um hin aðskiljanlegustu efhi og fengið aðila
til að hafa um þau Jramsögu.
Nú í marsmánuði flutti bæjar-
stjóri, Sturla Böðvarsson, erindi um
fjárfestingar bæjarins og atvinnu-
lífíð. Var gerður góður rómur að
þessum fundi, en hann sóttu um
40 manns allra þátta atvinnulífsins.
Fram kom hjá bæjarstjóra að á
vegum bæjarins hafa verið miklar
fjárfestingar undanfarin ár. Bærinn
hefir staðið fyrir að byggja upp
þjónustu sem sveitarfélögum er
ætlað lögum samkvæmt. Það hefir
verið stefna bæjarins að auka fram-
kvæmdir þegar önnur atvinna hefir
minnkað.
Á undanfömum tveimur ámm
hefir bærinn fjárfest mjög mikið,
t.a.m. í hafnargerð vegna komu
Leiðrétting
í grein í síðasta sunnudagsblaði
var sagt að Ásta Erlingsdóttir hafi
stundað homopatiu, eða smá-
skammtalækningar. Þetta er rangt.
Ásta stundaði grasalækningar en
er nú hætt störfum.
hinnar nýju Breiðafjarðarfeiju, og
svo er' einnig verið að byggja hér
mjög glæsilegt íþróttahús. Gerð
hefir verið krafa um að bærinn lyki
framkvæmdum til að taka á móti
þessu nýja skipi en vegna þeirra
skuldaði ríkið bænum 40 milljónir
um síðustu áramót.
Til að tryggja framgang bygg-
ingar íþróttahússins var gerður
samningur við ríkissjóð um greiðsl-
ur. Þegar gerð var breyting á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga rifti
ríkið þessum samningi einhliða og
vantar stórlega upp á að ríkið standi
við sínar upphaflegu skuldbinding-
ar, enda spurði ein fundarkonan'
hvort ríkið gæti brugðist því sem
lofað hefði verið.
Þetta hefir leitt til skuldasöfnun-
ar umfram það sem ætlað var. En
auknar framkvæmdir og skulda-
aukning hefir verið með vilja undan-
farin tvö, þijú ár til að jafna sveifl-
ur í atvinnulífinu. Þrátt fyrir þetta
er langt frá því að Stykkishólmur
sé „gjörgæslumatur" eins og látið
hefir verið að liggja um sum sveitar-
félög. - Árni
st^nrROÐ_
Mmennótgáfa
lýiMiifoiiiigif,
uaa
• •i p 1
i
Saga \
íslaö®8 *■"
— fermingargjöf —
ómissandi þeim sem landið erfa
Saga lands og þjóðar birtist lesandanum Ijósltfandi í
skýru máli og myndunt. Ritverkinu varhleyptaf stokkunum
að tilhlutan Þjóðhátíðamefndar 1974 og höfundar þess
eru allir kunnirfrœðimenn. Saga íslands er afaryfirgrips-
mikið verk. Þar eru meðal annars gerð skil: jarðsögu
landsins, landnámi, fomminjum, stjómskipun og stjóm-
málum, lögurn, trúarlífi og kirkjusókn, bókmenntum,
listum og frœðaiðkan, atvinnuvegum og daglegu lífi
manna og störfum, mataræði, klœðnaði,
skemmtunum auk margs annars.
Saga íslands er sígilt, fróðlegt og aðgengi-
legt ritverk sem á erindi við alla íslendinga.
Hið íslenzka
Vantar e.t.v. 4. bindið, sögu 14. og 15. aldar bókmenntafélag
í safnið þitt? Þingholtsstrceti 3, pöntunarsími 21960
Wélagslíf
I.O.O.F. 9 = 171448 '/2 = F.L.
□ GLITNIR 5990447 - 1
I.O.O.F. 7 = 171448 '/2=
□ HELGAFELL 5990447 VI 2
RF.GLA MUSTERISRIDDARA
A RM Hekla
^MV4VS- fl
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindlsins.
Almenn samkoma í kvöld
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
SAMBAND ISLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samkoma verður í Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, í
kvöld kl. 20.30. Ræðumaður
Páll Friðriksson. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Ferðafélag íslands
Fjölbreyttar Ferðafélags-
ferðir um páskana
1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull,
3 dagar (12.-14. apríl).
Jökulgangan og hin fjöl-
breytta strönd undir Jökli er
að sjálfsögðu aðalaðdráttar-
afl ferðarinnar, en ekki siður
frábær gistiaðstaða í svefn-
pokaplássi á Görðum í Stað-
arsveit. Sérherbergi (kojur),
góð setustofa og eldhús.
Skipulagðar gönguferöir, um
fjöll og strönd, við allra hæfi.
Kvöldvaka. Stutt i sundlaug.
Fararstj. Kristján M. Baldurs-
son o.fl.
2. Snæfellsnes-Snæfellsjökull,
5 dagar (12.-16. apríl).
Ferð fyrir þá, sem kjósa að
vera allan tímann. í Snæfells-
nesferðirnar er tilvalið að
hafa með gönguskíði, en ekki
skilyröi. Brottför skírdags-
morgun kl. 08.00.
3. Páskaganga á skfðum til
Þórsmerkur, 3 dagar
(14.-16. apríl).
Vegna mikilla snjóa er ekki
ökufært í Mörkina og því
bjóðum við upp á þessa
spennandi páskagöngu um
Þórsmerkurleiðina inn í
Langadal. Gist tvær nætur í
Skagfjörðsskála. Séð verður
um flutning á farangri. Brott-
för laugard. kl. 08.00.
4. Landmannalaugar, skíða-
gönguferð, 5 dagar (12.-16.
apríl).
Gengið frá Sigöldu, 6-7 klst.
Séð verður um flutning á far-
angri. Kynnist Landmanna-
laugum í vetrarbúningi. Far-
arstj. Jón Gunnar Hilmars-
son. Brottför skírdagsmorg-
un kl. 08.00.
Við minnum ennfremur á dags-
ferðir um bænadaga og páska.
Nánari upplýsingar um ferðirn-
ar á skrifst. Pantið tímanlega.
Páskaferðirnar, sem og aðrar
Ferðafélagsferðir, eru fyrir fólk
á öllum aldri. Verið með!
Ferðafélag (slands.
Útivist
Myndakvöld
fimmdud. 5. apríl í Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109,
hefst kl. 20.30:
Þingvellir - Hlöðufell - Brúar-
árskörð/Haukadalur.
Sumar og vetur. Ath. Um pásk-
ana verður farin 3 d. göngu-
skíðaferð á þessar slóðir. Eftir
hlé þemað: Fuglar. Kaffi og kök-
ur að lyst innifalið í miðaverði.
Þórsmörk - Goðaland
7.-8. aprfl gönguskíðaferð. Ekiö
að Merkurbrú og gengið þaðan
í Bása. Brottför kl. 09.00 á laug-
ardagsmorgun. Uppl. og miðar
á skrifstofu, Grófinni 1, simi/sím-
svari 14606.
í Útivistarferð eru allirvelkomnir.
Sjáumst.
Útivist.
skíðadeildar Fram verður haldið
laugardaginn 7. apríl nk. kl. 10.00
í Eldborgargili. Keppt verður í
stórsvigi í flokki 11-12 ára, 9-10
ára og 7-8 ára. Brautarskoðun
11-12 ára hefst kl. 10.30.
Nánari uppl. í símsvara 31180.
Stjórnin.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur
verður í félagsheimilinu Baldurs-
götu 9, miðvikudaginn 4. apríl
kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar-
störf. Gestur fundarins verður
Guðrún Óladóttir, Reikimeistari.
Kaffiveitingar. Mætið vel.
Stjórnin.
Útivist
Páskaferðir
Snæfellsnes - Snæfellsjökull
12.-15. apríl. Góð gisting á
Lýsuhóli. Sundlaug. Gönguferðir
við allra hæfi, m.a. á jökulinn.
Þórsmörk - Goðaland. 5 d.
12.-16. apríl, 3 d. 14.-16. apríl.
Gönguskiöaferð. Gengið frá
Merkurbrú i Bása. Séð um flutn-
ing á farangri. Góð aöstaða í
Útivistarskálunum i Básum.
Þjórsárdalur. 12.-14. apríl.
Gönguskíði. Gist í góðu húsi.
Þingvellir - Hlöðufell - Hauka-
dalur. 14.-16. april. Göngusk-
íðaferð fyrir fólk i góðri þjálfun.
Fyrsta nóttin í tjaldi við Kerlingu,
önnur í skála á Hlöðuvöllum.
Uppl. og miðar á skrifst., Gróf-
inni 1, sími/simsvari 14606.
I Útivistarferð eru allir velkomnir.
Sjáumst!
Útivist.