Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
Bandaríkin:
Hæstiréttur frest-
ar aftöku dauða-
dæmds morðingja
San Quentin. Reuter.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
ákvað í fyrradag að íiresta af-
töku dauðadæmds morðingja,
Roberts Harris, en hann átti að
ljúka lífi sínu í gasklefa í San
Quentin-fangelsinu í Kaliforníu
klukkan tíu í gærmorgun. Hefði
hann orðið og verður ef til vill
Vill setja met
í bameignum
Ras al Khaimah, Sameinuðu
arabísku furstadæmunum. Reuter.
OPINBER starfsmaður í fur-
stadæminu Ras al Khaimah
í Sameinuðu arabísku fúrsta-
dæmunum stefiiir að því að
setja Persaflóamet í barn-
eignum, að því er dagblað í
Ras al Khaimah sagði í gær.
Salim Juma, en svo heitir
maðurinn, á þegar 32 börn með
átta konum; þar af fæddust
fjögur á síðasta ári. Þtjú eru á
leiðinni, en Salim Juma hefur
sett sér að eignast 50 böm.
Blaðið segir að Juma, sem
er starfsmaður í ráðuneyti, hafi
kvartað yfir því að mánaðar-
launin, jafngildi um 200.000
íslenskra króna, hrökkvi ekki
fyrir uppihaldi bamanna, eigin-
kvennanna og fjögurra fyrrver-
andi eiginkvenna.
Samkvæmt múhameðstrú
mega karlar eiga allt að fjórar
eiginkonur í einu.
fyrsti maðurinn, sem tekinn er
af lífi í ríkinu í 23 ár.
Hæstiréttur samþykkti með 6
atkvæðum gegn þremur að fresta
aftökunni en andstæðingar dauða-
refsingar segja, að verði henni full-
nægt muni margar fleiri fylgja á
eftir í Kaliforníu og annars staðar.
Fulltrúar Kalifomíuríkis brugðust
illa við ákvörðun hæstaréttar og
Kíkisstjórinn, George Deukmejian,
sagði á blaðamannafundi í Sacra-
mento í gær, að hún væri undarleg
enda ekki deilt um staðreyndir
málsins. „Robert Harris myrti tvo
unga drengi með köldu blóði og
játar glæpinn,“ sagði Deukmejian.
Lögfræðingar Harris halda því
fram, að sálfræðingur hafi ekki
vitnað fyrir hans hönd í réttarhöld-
unum árið 1979 og sl. föstudag
fengu þeir talið John Noonan, dóm-
ara við bandaríska áfrýjunarrétt-
inn, á að fresta aftökunni. Kali-
forníuríki áfrýjaði þeim dómi til
hæstaréttar en hann staðfesti
frestunina eins og fyrr segir. „Enn
einu sinni hafa þeir bragðið fæti
fyrir réttvísina,“ sagði Deukmejian
á fréttamannafundinum.
Bandarísku borgararéttinda-
samtökin hafa tekið Harris upp á
sína arma og einn lögfræðinga
hans, Dorothy Ehrlich, sagði, að
undirrót glæpsins væru „margv-
íslegir geðkvillar". Harris hefði
verið barinn í æsku og hlotið heila-
skemmdir vegna mikils drykkju-
skapar móður hans meðan á með-
göngu stóð.
Reuter
Þennan samfanga sinn, bundinn á höndum og beran að ofan,
drógu uppreisnarfangarnir upp á þak Strangeways-fangelsisins
og hótuðu að kasta honum fram af brúninni yrði lögreglan
ekki við kröfúm þeirra. Þeir létu þó ekki verða af því og fóru
með hann inn aftur.
Fangauppreisnin í Manchester:
Matarlausir fengar
veittu enn viðnám
Frakkland:
Jean-Marie le Pen fagnað
sem frelsara á flokksþingi
Nice. Reuter.
FLOKKSÞING Þjóðarfylking-
arínnar í Frakklandi, flokks
hægri öfgamanna, fór fram í
Nice um helgina og haft var á
orði að þetta væri best heppn-
aða þingið í átján ára sögu
flokksins. Var leiðtoganum,
Jean-Marie Le Pen, fagnað sem
frelsara Frakka er hann flutti
ræðu sína.
„Þetta flokksþing markar tíma-
mót í sögu Þjóðarfylkingarinnar
og Frakklands," hrópaði Le Pen
við mikil fagnaðarlæti nokkurra
þúsunda stuðningsmanna. Flokks-
leiðtoginn þótti
flytja ræðuna af
miklum sann-
færingarkrafti
og minna um
margt á banda-
ríska sjón-
varpsprédikara,
þar sem hann
gekk um á sviði
fundarhallarinnar og geisli ljós-
kastarans fylgdi honum eftir.
Fundarmenn stóðu hvað eftir ann-
að á fætur og hylltu leiðtoga sinn
með lófataki og fagnaðarhrópum.
Hann sagði að straumur inn-
flytjenda til landsins eftir heim-
styrjöldina síðari væri undirrót
flestra þeirra vandamála, sem
Frakkar ættu við að etja. Hann
kenndi átta milljónum útlendinga,
sem sest hefðu að í landinu á
meðan stjórnir sósíalista og íhalds-
manna hefðu sofið á verðinum, um
sífjölgandi glæpi, atvinnuleysi og
húsnæðisskort í landinu. Sam-
kvæmt opinberam tölum eru þó
aðeins um fjórar milljónir innfiytj-
enda í Frakklandi en íbúar landsins
eru 57 milljónir.
Sovétríkin:
Manchester. Reuter.
BARIST var enn í
Strangeways-fangelsinu í Man-
chester á Englandi í gær, þriðja
daginn í röð, og hafa fangaverð-
ir nú um tvo þriðju byggingar-
innar á valdi sínu. Var látið til
skarar skríða gegn föngunum
þegar 20 þeirra gáfúst upp en
þeir, sem enn veita viðnám,
hafast við á efstu hæðunum og
uppi á þaki.
Eftir átökin í gær drógu fan-
garnir einn samfanga sinn, bund-
inn á höndum og beran ofan að
mitti, upp á þakið og hótuðu að
kasta honum fram af léti lögregl-
an ekki undan síga. Hafði einn
þeirra brugðið hnífi að háisi
manninum en síðan fóra þeir með
hann inn í húsið aftur. Ekki hafa
fundist nein lík í þeim hlutum
hússins, sem nú era á valdi fanga-
varðanna, en margir leggja samt
trúnað á frásagnir um, að ein-
hverjir kynferðisglæpamenn, sem
aðrir fangar fyririíta jafnan, hafi
verið myrtir.
A mánudag náðu fangaverðir
matarbirgðum fangelsisins á sitt
vald og því er talið, að uppreisnar-
fangarnir, sem eftir eru, um 85
talsins, muni gefast upp fljótlega.
PEN heiðr-
ar kínversk-
an rithöfund
Ofsóknum gegn
listamönnum í
Kína linnir ekki
Peking. Reuter.
KÍNVERSKUR rithöfúndur,
sem er í útlegð í Svíþjóð, verður
heiðraður í Bandaríkjunum í
dag fyrir baráttu sína fyrir rit-
frelsi. Frá Kína berast hins veg-
ar fregnir af því að rithöfundar
séu þar enn teknir höndum og
ekkert lát sé á ofsóknum gegn
þeim.
Bandaríkjadeild alþjóðlegu rit-
höfundasamtakanna PEN skýrði
frá því að hún hygðist verðlauna
kínverska bókmenntatímaritið Á
líðandi stund, sem stjórnvöld í
Kína bönnuðu árið 1980. Einn af
stofnendum ritsins, Bei Dao, flúði
landið í fyrra eftir að hafa staðið
fyrir undirskriftasöfnun til að
krefjast þess að pólitískir fangar
yrðu leystir úr haldi. Hann hélt
útgáfu ritsins áfram í Svíþjóð.
Rithöfundar í Kína fögnuðu
.þessum tíðindum en sögðu að þau
gætu orðið til þess að kínversk
stjórnvöld hertu enn frekar of-
sóknirnar gegn kínverskum rithöf-
undum og listamönnum, sem vildu
lýðræði og frelsi í landinu.
Eiginkona Beis Daos, Shan Fei,
sem er þekkt listakona, er enn í
Peking og líklegt er talið að verð-
launin verði til þess umsókn henn-
ar um vegabréf til að geta farið
til Svíþjóðar verði hafnað.
Að minnsta kosti fjögur skáld
hafa verið handtekin í Kína undan-
farnar vikur. Óháð útgáfustarf-
semi hefur verið bönnuð en nokkur
ljóðatímarit eru þó enn gefin út
leynilega.
Á sunnudag var ár liðið frá
upphafi mótmæla kínverskra lýð-
ræðissinna, sem kveðin voru niður
með grimmdarlegum hætti 4. júní.
ERLENT
Æðsta ráðið fjallar um frum-
varp varðandi sambandsslit
Moskvu. Reuter.
ÆÐSTA ráðið, löggjafarþing Sovétríkjanna, Qallar nú um ný lög
um mögulega úrsögn úr ríkjasambandinu. Onnur þingdeildin,
Þjóðaráðið, samþykkti Iagafrumvarpið í gær með miklum meiri-
hluta, 163 atkvæðum gegn 13. Samkvæmt frumvarpinu þurfa
2/3 kjósenda í viðkomandi lýðveldi að samþykkja aðskilnaðinn
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að síðan
hefjist samingaviðræður milli Sovétsljórnarinnar og lýðveldis-
ins. Fulltrúaþingið þarf samkvæmt frumvarpinu að samþykkja
aðskilnaðinn formlega innan fimm ára frá atkvæðagreiðslunni.
Sovésk yfirvöld hafa stöðvað
mestalla umferð á landamærum
Póllands og Litháens. Eina landa-
mærastöðin heitir Ogrodniki-Laz-
dijai, 300 km norðaustur af Var-
sjá. Að sögn pólsks landamæra-
varðar þar tóku sovéskir starfs-
bræður hans fyrir nær alla umferð
í gærmorgun. Um þrjú þúsund
pólskir ferðamenn hafa farið um
landamærin daglega að undanf-
örnu. Sovéskir borgarar og pólskir
fengu þó að fara til síns heima.
Einnig var sovéskum kaupsýsiu-
mönnum og vöruflutningabílstjór-
um leyft að fara yfir landamærin.
Nýkjörið þing Eistlands sam-
þykkti ályktun í gær þar sem þess
er krafist að Sovétstjórnin láti nú
þegar af stjórnmálalegum og hern-
aðarlegum þrýstingi á Litháa og
viðurkenni formlega sjálfstæðis-
yfirlýsingu þeirra frá 11. mars
síðastliðnum. Eistar og Rússar
deildu hart um ályktunina áður en
gengið var til atkvæða. Hún var
loks samþykkt með 64 atkvæðum
gegn 32. Þetta er í fyrsta skipti
sem eitthvert Sovétlýðveldanna
veitir Litháum formlegan stuðning
með þessum hætti.
Sendinefnd frá Litháen kom til
Moskvu í gær til að ræða við stjórp-
völd um sjálfstæði landsins.
Arkadíj Maslenníkov, blaðafulltrúi
Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov-
étríkjanna, sagði á fréttamanna-
fundi í gær að Gorbatsjovs væri
tii með að hitta sendinefndina ef
hún liti á Litháen sem hluta Sov-
étríkjanna. Ráðamenn í Litháen
segja að landið sé ekki hluti Sov-
étríkjanna. Sendinefndin frá Lithá-
en vill einnig ræða yfirlýsingar
yfirmanna sovéska hersins um að
vorherkvaðningu Litháa verði hrint
í framkvæmd eins og lög geri ráð
fyrir. Segja fulltrúar Litháa það
miklum erfiðleikum bundið vegna
þess að þjóðin sé ekki reiðubúin
að gegna herþjónustu í Rauða
hernum.
Enn er allt óvíst um útgáfu allra
helstu dagblaða í Litháen. Sovéski
herinn hefur tekið á sitt vald blað-
hús í höfuðborginni Vilnius þar
sem öll helstu blöðin eru prentuð.
Á mánudag tilkynntu sovésk yfir-
völd að einungis yrði leyfð útgáfa
eins dagblaðanna, Sovjetskaja
Litva, sem undanfarið hefur verið
prentað í Minsk, höfuðborg Hvíta-
Rússlands, vegna þess að prentar-
ar hafa ekki viljað koma nærri
útgáfu þess blaðs, sem mjög dreg-
ur taum Sovétstjórnarinnar. Prent-
arar brugðust við fyrirmælunum
með því að segjast annað hvort
prenta öil blöðin eða ekkert jafnvel
þótt hermenn stæðu yfir þeim. í
fyrrakvöld náðist samkomulag um
að blöðin kæmu út í gær þriðju-
dag. Óvíst var í gær hvað yrði um
útgáfu blaðanna í dag.