Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 41
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
Leiðir til að lækka
lyfjakostnaðinn
eftir Hörð Bergmann
Heilbrigðisráðherra er að reyna
að lækka útgjöld ríkisins vegna lyfja-
notkunar. Fyllsta ástæða er til þar
sem mörg lyf eru ofnotuð, miklu er
hent ónotuðu af kaupendum og
kostnaður almennings og ríkisins
vegna lyfja vex hröðum skrefum.
Heildarkostnaður var í fyrra áætlað-
ur rúmir þrír milljarðar króna og
hlutur ríkisins er a.m.k. 2A upphæð-
arinnar.
Aðgerðirnar, sem heilbrigðisráð-
herra hefur gripið til í því skyni að
lækka lyfjakostnað ríkisins, virðast
þó mjög í skötulíki. Það staðfesta
m.a. upplýsingar sem koma fram í
grein eftir Hauk Ingason í Morgun-
blaðinu 15. febr. um hvernig reglu-
gerðin, sem gekk í gildi þann dag,
virkar. Hann nefnir dæmi um að
ákveðnum framleiðendum sé hyglað
með henni, ekki síst erlendum og
útgjöld Tryggingastofnunar aukin
með sumum ákvæðanna. Einnig sé
lyfjakaupendum í einhveijum tilvik-
um gert að greiða minna fyrir stórar
pakkningar en smáar. Þegar þetta
er skrifað hefur viðhlítandi skýring
ekki verið gefin af þeim sem bera
ábyrgð á reglugerðinni.
Um áramót var smásöluálagning
apótekara lækkuð úr 68% í 65% enda
þótt komið hefði fram í haust, þegar
lyfjanefndin svokallaða skilaði tillög-
um um lækkun lyfjakostnaðar, að
álagningin væri yfirleitt 65-105%
hærri hér á landi en í sænskum apó-
tekum þar sem ríkið á meirihluta í
sölukerfinu. Margoft hefur verið bent
á það í umræðum á Alþingi og í ijöl-
miðlum að forsendur hinnar háu
smásöluálagningar á lyf hér á landi
séu löngu brostnar, m.a. vegna þess
að lyf eru nú seld í tilbúnum pakkn-
ingum og lyijagerð í apótekum lokið
að heita má. Þess vegna virðist ekk-
ert því til fyrirstöðu að lækka álagn-
ingarheimildina niður í svona 40%
og spara þannig rúmar 500 milljónir.
Heilbrigðisráðherra gengur of
skammt í tilraun sinni til að gæta
almannahagsmuna á þessum vett-
vangi og ráðgjöfum hans við reglu-
gerðasmíði virðast mislagðar hendur
svo ekki sé meira sagt.
Einkaleyfi eru úrelt
Skattskýrslur staðfesta ár hvert
hve ábatasöm lyfsala er en segja þó
ekki nema hálfa söguna. Fjármagns-
kostnaður við reksturinn er óþarflega
mikill vegna hins úrelta einkaleyfa-
skipulags á lyfsölu í landinu. Með
því að ríkið veitir um 40 apótekurum
Hörður Bergmann
„Veiting einkaleyfa
hækkar lyíjaverð. Ríkið
á að hætta henni; hætta
að auka óþarfan um-
búðakostnað við heilsu-
leit almennings.“
einkaleyfi til að annast mestalla lyf-
söluna verða apótek og það sem þeim
fylgir óeðlilega dýr, rétt eins og fiski-
skip fá hátt verð þegar kvóti fylgir
með kaupunum. Rekstrarkostnaður
apóteka ræður sínu um álagninguna
og verður hvort tveggja óeðlilega
hátt vegna einkaleyfafyrirkomulags-
ins. Það verður óeðlilega dýrt fyrir
nýja einkaleyfishafa úr hópi lyfja-
fræðinga að byija að reka apótek.
Þeir verða í raun að kaupa einka-
leyfi dýrum dómum af þeim eru að
hætta rekstrinum auk fasteignanna
sem til þarf. Kostnaðinum 'er velt
yfir á alþýðu manna með óeðlilega
hárri smásöluálagningu.
Auk þess eiga lyfsalar kost á að
nota vísan hagnað sinn til að örva
fjárstreymið úr ríkissjóði og vösum
sjúklinga í sína. Þeir geta t.d. byggt
læknastofur í nánd við apótekið sitt
og leigt þar læknastofur til sérfræð-
inga sem vinna í akkorði við að lækna
og gefa út lyfseðla eins og dæmin
frá öfugþróuninni í Reykjavík sanna.
Það er því orðið brýnt hagsmunamál
almennings að hætt verði að veita
einkaleyfi til lyfsölu. Veiting einka-
leyfa hækkar lyfjaverð. Ríkið á að
hætta henni; hætta að auka óþarfan
umbúðakostnað við heilsuleit al-
mennings. Sveitarfélög eða heilsu-
gæslustöðvar geta tekið lyfsöluna að
sér þegar núverandi leyfi renna út.
Einnig mætti hugsa sér að einstakl-
ingar fengju tækifæri til að gera til-
boð í lyfsöluleyfi. Þeir sem byðu
lægstu álagningarprósentuna fengju
leyfin.
Eitt smásöluverð á sama
lyfjaflokki
Ég gat áðan um gallana sem fund-
ist hafa á reglugerð um lyfsölu og
lyíjagreiðslur -sem gekk í gildi 15.
þ.m. Tilgangur með setningu hennar
er hins vegar sá að draga úr lyfja-
kostnaði ríkisins þannig að það bitni
sem minnst á sjúklingum. Gallana
má lagfæra og ná tilganginum full-
komlega með annarri aðferð. I stað
þess að vera að eitast við einstök
lyfjaheiti, sem kunna að vera ódýr-
ust í sínurn flokki á þeim tíma sem
svonefndur bestukaupalisti er sam-
inn, á einfaldlega að fyrirskipa fasi
verð í smásölu á ákveðnum algengum
lyíjaflokkum sem taki mið af því
verði sem lægst gerist í hlutaðeig-
andi flokki og láta það gilda ákveð-
inn tíma. Lyfsalar munu þá gæta
þess að eiga nóg af því merki sem
ódýrast er hveiju sinni og beita áhrif-
um sínum til að læknar ávísi þeim
en ekki dýru merkjunum. Því það
gefur þeim mest í sinn hlut.
Þetta skipulag auðveldar lyfsölum
hagkvæm og viðeigandi innkaup og
kemur í veg fyrir að ríkið (almenn-
ingur) og sjúklingar, sem kaupa lyf,
séu látnir kaupa óþarflega dýra vöru.
Eftir síðustu kjarasamninga og verð-
kyrrðina, sem á að fylgja þeim, gefst
einstakt tækifæri að taka upp nýja
skipan með hætti sem hér er lýst.
Við verðum að leyfa okkur að
vona að þess sé ekki langt að biða
að þær leiðir, sem ég hef bent hér
á, verði farnar. Að vísu eru dæmin
um veikburða gæslu almannahags-
muna innan heilbrigðiskerfisins og
grimma vörn sérhagsmunahópa með
einkarekstur á ríkisframfæri mörg
og til þess fallin að vekja vonleysi
um getu stjórnmálamanna og ríkis-
valdsins til að rækja það gæsluhlut-
verk? En ætli það sé ekki vænlegra
fyrir kjörfylgið að sýna í verki að
þeir geti haft stjórn á því ijárstreymi
úr ríkissjóði sem rennur til sérhags-
munahópa en að staðfesta aftur og
aftur vanmátt sinn í því hlutverki.
Verði ekki breyting á er hætt við
að þeim fjölgi sem ekki þykir taka
að koma á kjörstaði þegar þeir eru
opnir.
Höfundur er kennari og
rithöiiindur.
41
.. , ;,~s.
BRÉFA-
BINDIN
I
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. 5
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
0
Sinfóníuhljómsveit fslands
13. áskriftar
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fímmtudaginn 5. apríl
kl. 20.30.
Stjórnandi:
Eri Klas
frá Eistlandi
Einsöngvari:
Aage Haugland
Félagar úr Fóstbræðrum og
Karlakór Reykjavíkur.
Efnisskrá:
Arvo Párt: f minningu
Benjamin Britten
(frumflutningur á íslandi)
Beethoven: Sinfónía nr. 8
Sjostakovitsj:Sinfónía nr. 13
„Babi Jar“
(frumflutningur á íslandi)
Aðgöngumiðasala í Gimli við Lækjargötu.
Opið frá kl. 9-17, sími 62 22 55
Metsölublad á hverjum degi!
Er gjaldkerastarfíð flókið?
Við greiðum úr því.
Æði margir gjaldkerar húsfélaga og félagasamtaka
vita hvernig það er að sitja fram á nótt við að reikna út
greiðslur og skrifa gíróseðla eða kvittanir. Vera svo
jafnvel andvaka yfir öllu saman.
Núna höfum við hjá sparisjóðunum endurbaett
féiaga- og húsfélagaþjónustuna. Við reiknum
saman gjöld og skiptum þeim niður á greiðendur,
skrifum gíróseðla með fullum upplýsingum og sjáum um
innheimtu.
Með tengslum við Símabanka sparisjóðanna
er hægt, hvenær sem er, að fá upplýsingar um reikninga
félagsins, hreyfingu o.fl.
3
<
n SPARISJÓÐIRNIR