Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 1
L R A LANDS N N 1990 ■ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL BLAD HANDBOLTI / SPANN Bidasoa stöðv- aði Barcelona ALFREÐ Gíslason og samherjar í Bidasoa stöðv- uðu sigurgöngu Barcelona um helgina. Þegar 24 sekúndur voru eftir og staðan jöfn, 20:20, varði markvörður Barcelona. Hann flýtti sér um of, sendi beint á Bogdan Wenta, sem þakkaði fyrir sig, gaf aftur inná línuna og sigurmarkið kom rétt áður en flautað var til leiksloka. Alfreð Gíslason (7/1) og Wenta (8) voru í sérflokki hjá Bidasoa. Vujovic (5/5) var markahæstur hjá gestunum, sem léku 20 leiki í röð án taps. Við sigur Bidasoa vænkað- ist staða Kristjáns Arasonar og Teka, sem sigraði Arrate og er nú aðeins stigi á eftir Barcelona, en níu umferðir eru eftir. Kristján Arason (8/3) og Melo (9/4) áttu góðan leik, er Teka vann Arrate 29:26. Geir Sveinsson og Atli Hilmarsson gerðu sitt markið hvor fyrir Granollers, en Massip (7/2) var markahæstur er liðið tapaði, 20:21, á útivelli gegn Michelin. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN KNATTSPYRNA / BRETLAND Clough tilbúinn að greiða 10O millj. fyrir Guðmund BRIAN Clough hjá Nottingham Forest er tilbúinn að greiða milljón pund eða um 100 milljónir kr. fyrir Guðmund Torfason, miðherja St. Mirren. Frá þessu er greint í Daily Express i gær. „Félögin hafa rætt saman, en það hefur ekkert verið talað við mig. Ég á hins vegar eftir tvö ár af samningnum við St. Mirren, sem er mjög góður, og það þarf mjög gott tilboð til að ég íhugi að breyta enn einu sinni til,“ sagði Guð- mundur við Morgunblaðið í gær. Guðmundur skoraði með skalla á 24. mínútu og gaf samheijum sínum í St. Mirren tóninn gegn Celtic á' laugardag. St. Mirren, sem er í næst neðsta sæti, hafði ekki skorað í síðustu sex leikjum, en 3:0 sigur á laugardag gaf ekki rétta mynd af gangi leiks- ins — yfirburðirnir voru mun meiri. Guðmundur, sem missti af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla, átti mjög góðan leik, lagði upp þriðja markið og átti m.a. tvö stang- arskot, fékk ýmist 8 eða 9 í einkunn hjá skosku dagblöðunum og var alls staðar valinn maður leiksins, sem var í beinni útsendingu sjónvarps. „Þetta var mjög gott hjá okkur og góð auglýsing fyrir mig og liðið. Það var þýðingar- mikið að skora, en ég held að ég sé ekkert á förum frá félaginu. Þetta er gott lið, mikið betra en staðan segir til um, og ég geri ráð fyrir að gera nýjan samning í vor.“ Haft var eftir Tony Fitzpatrick i Daily Express að allt yrði gert til að halda Guð- mundi. „Við getum ekki látið hann fara og það er engin ástæða til að óttast, því hann er ánægður hjá okkur. Ef við ætlum að vera í hópi fjögurra efstu liða næsta tímabil, verð- um við að halda leikmönnum eins og Guð- mundi.“ kom inn í liðið að nýju um helgina eftir fjögurra leikja hlé vegna meiðsla og skoraði fyrsta markið gegn Celtic. Morgunblaðið/Einar Falur Meistari tvö ár í röð Axel Nikulásson varð íslandsmeistari með ÍBK og hampaði þess- um glæsilega íslandsbikar annað árið í röð. „Búinn að bíða allt of Iengi“ - sagði Guðni Guðnason, -fyrirliði KR, eftir sigur á íslandsmótinu „ÉG var búinn að bfða lengi eftir þessum — allt of lengi,“ sagði Guðni Guðnason, fyr- irliði KR, við Morgunblaðið eftir að hann hafði hampað íslandsbikarnum íkörfu- knattleik á laugardag. Vesturbæjarliðið varð þar með íslandsmeistari í bolta- íþrótt karla í fyrsta skipti í ell- efu ár — síðan að körfuknatt- leikslið vann þennan saman titil síðast, 1979. Guðni varð bikarmeistari með KR 1984, „en þessi sigur er miklu skemmtilegri vegna þess að maður átti meiri þátt í hon- um,“ sagði fyrirliðinn. „Mark- mið okkar í vetur var að gera betur en í fyrra. Það tókst. Það sem við höfum umfram Suður- nesjaliðin er að við erum mjög sterk liðsheild — þeir byggja meira á einstaklingum. Ég hafði á tilfinningunni í dag, ogjafnvel í leiknum í Keflavík, að þeir hefðu sætt sig við tap. Þeir voru alltaf á eftir okkur,“ sagði Guðni. Nánar/ B4 HANDKNTTLEIKUR: FH-INGAR STANDA VEL AÐ VÍGI / B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.