Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 3

Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 3
B 3 MORGUNBLAÐED IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Morgunblaðið/Bjarni Arna Steinsen, fyrirliði Fram, hampar hér sigurverðlaununum, en Framstúlk- ur hlutu í gærkvöldi sjöunda íslandsmeistaratitilinn í röð. Enn einn titill í höfn Framstúlkur tóku í gærkvöldi við sigurverðlaunum Islandsmóts- ins eftir glæsiiegan sigur gegn KR. Þetta var síðasti leikurinn í 1. deild kvenna í vetur og var vel við hæfi að mótið endaði á enn einum stórsigri Fram. Að þessu sinni unnu þær andstæðingana 41:12! ítfúmR FOLK ■ RAFMAGNIÐ fór af salnum í nýja FH-húsinu kl. 16:24 og kom aftur kl. 16:56. Leikurinn átti að byija kl. 16:30, en hófst ekki fyrr en kl. 17:04 vegna þessa. ■ JAKOB Sigurðsson, fyrirliði Vals, afhenti Guðjóni Árnasyni, fyrirliða FH, blómvönd fyrir leik vegna nýja hússins. ■ JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, afhenti FH 20 bolta að gjöf í hálfleik. Hann sagði að boltarnir ættu að vera til upp- byggingar unglingastarfsins en sú hefð hefði skapast að að gefa við- komandi félögum, sem reistu ný hús, bolta að því_ tilefni. ■ ÞORGILS Óttar Mathiesen, þjálfari og leikmaður FH, var valinn Iþróttamaður FH. Þetta var til- kynnt í leikslok og fékk Óttar bik- ar afhentan. íslandsmeistaratitill Framstúlkn- anna er sá sjöundi í röð, en alls hefur liðið unnið 14 sinnum síðustu 20 ár. Guðríður Guðjónsdóttir, stór- skytta úr Fram, er markadrottning íslandsmótsins að þessu sinni með 181 mark, en næst henni er Sigur- björg Sigþórsdóttir, KR, með 157 mörk. ■ Úrslit/B 6 1.DEILD KARLA Grótta niður? ALLT útlit er fyrir að Grótta falli í 2. deild. Eftir góða byrjun gegn KR í gær datt allur botn úr leik liðsins og KR-ingar kaf- sigldu þá. KR var undir lengst af fyrri hálfleiks en breytti stöðunni undir lok hans úr 6:8 í 14:10. í síðari hálfleik réð liðið ferðinni, staðan var orðin SkúliUnnar 23:12 eftir 10 ■Sveinsson mínútur og Gróttu- skrifar menn játuðu sig sigraða. KR-ingar léku vel. Bestir hjá þeim voru Leifur, Páll og Stefán auk þess sem Sigurður og Jóhannes léku vel. Halldór var sá eini sem var góður hjá Gróttu. Katrín Friöriksen skrifar SUND / INNANHÚSSMEISTARAMÓT ÍSLANDS Magnús Már, Bryndís og Arnar Freyr Ólafsbörn stálu senunni SYSTKININ Magnús Már, Bryndís og Arnar Freyr Ólafs- börn voru að öðrum ólöstuðum þau sem stálu senunni á Meist- aramóti íslands í sundi sem lauk í Vestmannaeyjum í gær. Magnús Már keppti ífjórum greinum og vann þær allar, Bryndís varð tvöfaldur meistari og sá yngsti, Arnar Freyr, vann ein gullverðlaun, ein silfur og tvenn bronsverðlaun og setti þrjú piltamet. Kvennasveit Ægis setti tvö íslandsmet á mótinu, 14x100 og 4x200 metra skriðsundi. Ragnheiður Run- ólfsdóttir náði ekki að setja íslandsmet. Magnús Már Óláfsson, HSK, vann flest gullverðlaun á mótinu og sigraði í öllum þeim greinum sem hann keppti í. Magnús sagði í samtali við Sigfús Morgunblaðið að Gunnar hann hafi verið Guömundsson ejnna hræddastur að ná ekki að vinna 50 ÉfÚMR FOLK ■ ÍSLAND og Bandaríkin hafa leikið þijá landsleiki knattspyrnu. 1978 gerðu þjóðirnar markalaust jafntefli á^ Laugardalsvelli, en 1955 vann ísland 3:2 á Melavellin- um. Þá gerði Þórður Þórðarson eitt mark, en Gunnar Guðmanns- son hin tvö, þar af annað með skoti af um 35 m færi og skömmu síðar hafnaði knötturinn uppi í vinklinum. ■ LANDSLIÐ heimamanna lék þtjá leiki í undankeppni HM á vell- inum. Bandaríkin unnu Jamaika 5:0, Costa Rica 1:0 og tryggðu sér þátttökurétt í úrslitum HM í fyrsta sinn síðan 1950 með 1:0 sigri gegn Trinidad & Tobago í nóvember s.l. ■ ÞETTA var eini leikur Banda- ríkjamanna í miðvesturríkjum fyrir HM. Liðið heldur nú til austur- strandarinnar, þar sem nokkrir leik- ir eru á dagskrá, en farið verður til Ítalíu 26. maí. ■ HORNABOLTALIÐ St. Louis er mun þekktara heldur en nokkurt knattspyrnulið í borginni. Fyrir tveimur árum sáu tæplega 2,9 millj- ónir heimaleiki liðsins. Heimavöllur- inn, sem er í eigu Anheuser-Bush fyrirtækisins, var opnaður 1966 og síðan hafa meira en 60 milljónir mætt þar á viðburði eða fleiri en íbúar samanlagt í Missouri-, Illi- nois-, Iowa-, Kansas-, Arkansas-, Oklahoma-, Indiana-, Kentucky-, Tennessee-, Ohio- og Nebraska- ríki í Bandaríkjunum. ■ ÞÓRÓLFUR Beck lék með St. Louis Star 1967 og var fyrirliði liðsins. ■ ÍSLENSKI hópurinn kemur heim í dag, nema hvað Valsmenn- irnir fóru beint til Bretlands til liðs við félaga sína og FH-ingarnir fóru til Portúgal, þar sem silfurlið- ið undirbýr sig fyrir komandi átök. Magnús Már Ólafsson metra skriðsundið. Hann var þokka- lega ánægður með þá tíma sem hann fékk og var sérstaklega án- ægður með að komast niður fyrir 59 sekúndur í 100 metra flug- sundi, sem hann sagði hafa verið orðið tímabært. Arnar Freyr, bróðir Magnúsar, setti þijú piltamet. Fyrst í 400 metra fjórsundi, synti á 4.41,64 mín. og bætti eldra metið um 8,84 sek og var tími hans vel undir lág- marki fyrir Evrópumeistaramót unglinga. Síðan tvíbætti hann pilta- metið í 100 metra skriðsundi, fyrst í undanrásum og síðan í úrslitum. Arnar Freyr sagðist ekki hafa átt ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu mátti sætta sig við 4:1 tap gegn Bandaríkjamönnum í St. Louis á sunnudag. „Þetta var slakur leikur hjá okkur, einkum í vörn og á miðjunni, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði ión Gunnlaugsson, landsliðsnefndarmaður, við Morgunblaðið. Bandaríkjamenn gerðu þijú mörk með skalla, þar af tvö af þremur fyrir hlé, en Pétur Pét- ursson minnkaði muninn úr víta- spyrnu á 85. mínútu. Heimamenn réðu gangi leiksins lengst af og unnu öll skallanávígi. von á svona góðum tíma í 400 metra fjórsundi. „Ég stefndi að vísu á að bæta piltametið og komast í B-hóp [landsliðsins]," sagði þessi ungi og efnilegi sundmaður. Systir þeirra, Bryndís, var einnig at- kvæðamikil á mótinu. Hún vann tvenn gullverðlaun og tvenn silfur- verðlaun. Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi varð þrefaldur íslands- meistari, en náði ekki að setja Is- landsmet eins og hún hafði vonast eftir. Hún synti 100 metra bringu- sund á 1.11,30 mín. og var 0,64 sek. frá meti sínu. Tími hennar í 200 metra bringusundinu var 2.34,05 mín. og í loks synti hún 200 metra fjórsund á 2.08,14 mín. Ragnheiður sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri ekki í nógu góðu stuði til að setja Is- lands- eða Norðurlandamet í 100 og 200 metra bringusundi. Hún sagðist hafa opnað sundið í 100 metrunum of hægt til að ná að slá metið. „Tímamunurinn hér og í Bandaríkjunum hefur einnig sitt að segja,“ sagði Ragnheiður sem kom til landsins frá Alabama á fímmtu- dag. ■ Úrslit / B6 íslenska liðið fékk sitt fyrsta horn á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks, en fékk tvö góð marktækifæri, þeg- ar staðan var 0:0. Bo Johansson gerði tvær breyt- ingar í byijun seinni hálfleiks. Har- aldur Ingólfsson kom inná fyrir Pétur Arnþórsson og Kristinn R. Jónsson fyrir Pétur Ormslev, en annars léku eftirtaldir: Bjarni Sigurðsson, Ingvar Guð- mundsson, Alexander Högnason, Sævar Jónsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Arnþórsson (Haraldur Ing- ólfsson), Pétur Ormslev (Kristinn R. Jónsson), Bjarni Jónsson, Rúnar Kristinsson, Kjartan Einarsson og Pétur Pétursson. IÞROTTAHREYFINGIN / STYRKIR Áskorun frá ÍSÍ Frumvarp til laga um stofnun afreksmannasjóðs íslenskra íþróttamanna hefur vakið ánægju innan íþróttahreyfingarinnar. Framkvæmdastjórn ISÍ sendi frá sér eftirfarandi ályktun: „Fundur framkvæmdastjómar Í.S.Í. haldinn 5. apríl 1990, lýsir fyllsta stuðningi sínum við tilgang framkomins frumvarps Inga Björns Albertssonar og Hreggviðs Jónssonar um stofnun afreks- mannastjóðs íslenskra íþrótta- manna. Jafnframt er lýst stuðningi við framkomið stjórnarfrumvarp um stofnun „Launasjóðs stórmeistara í skák“. Framkvæmdastjórn íþrótta- sambands íslands skorar því á hæstvirta alþingismenn úr öllum þingflokkum að ljá báðum þessum málum liðveislu og sýna þannig vilja Alþingis í verki gagnvart þeim sem fram úr skara og varpa ljóma á nafn íslands um víða ver- öld með frammistöðu sinni og afrekum. Leggur framkvæmdastjómin áherslu á að slíkir afreksmenn eru einna athyglisverðustu fulltrúar (sendiherrar) landsins á hveijum tíma á erlendri grund.“ KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Slakt í St. Louis BLAK / BIKARURSLIT KARLA „Sýndum að við vorum einfaldlega betri“ Við áttum von á að KA-menn myndu mæta sterkari til leiks, en við sýnum það í leiknum að við vorum einfaldlega betri. Við hleypt- um KA aldrei í Guömundur gang. .Okkar lið er í Þorsteinsson toppæfingu um skrifar þessar mundir og það hefur mikið að segja,“ sagði Leifur Harðarson, fyr- irliði Þróttar, eftir að lið hans hafði lagt KA að velli, 3:0, í úrslitaleik bikarkeppninnar á Húsavík Fyrir leikinn höfðu menn búist við jöfnum og spennandi leik tveggja öflugra liða, en raunin varð önnur. Það var eins og KA-menn næðu sér aldrei upp úr startholun- um, en að sama skapi voru Þróttar- ar sprækir. Fyrsta hrinan gaf góð fyrirheit um spennandi leik. Þróttarar höfðu frumkvæðið framan af, en KA tókst að komast í 14:12 og átti góða möguleika á að klára hrinuna, en lánleysið var algjört. Þróttarar gáf- ust aldrei upp, sýndu mikið keppnis- skap og náðu að sigra hrinuna í annarri hrinu gekk móttaka KA-manna illa og sóknir liðsins urðu ekki eins beittar fyrir vikið. Þróttarar nýttu sér það út í ystu æsar og unnu 15:12. Með tvær hrinur í forskot var þetta aldrei spurning, pressan var öll KA meg- in. KA byijaði þó vel í þriðju hrinu og komst í 11:6, en síðan var allt stopp og gamla Þróttaraseiglan fór að segja til sín. Lokahrinan fór 15:12 fyrir Þrótt, sem fagnaði sigri í bikarkeppninni í níunda sinn. KA átti ekki góðan dag að þessu sinni, hávörnin var slök og Þróttar- ar áttu auðvelt með að koma sókn- um sínum í gegn. Þróttarar sýndu hins vegar ágætan leik á köflum og voru mun stöðugri í leik sínum, þegar mikið lá við og uppskáru samkvæmt því. Hjá KA stóðu þeir Hafsteinn Jakobsson og Haukur Valtýsson sig best. Hjá Þrótti voru þeir Jón Ámason og Einar Þór Ásgeirsson sterkir og Sveinn Hreinsson var KA hávörninni erfið- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.