Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIÍSLANDSMÓTSINS
Gullinn bjarmi
yfir Vesturbæ
Fyrsti Islandsmeistaratitillinn í boltaíþrótt karla síðan 1979
bættist í glæsilegt verðlaunasafn KR-inga
GULLNUM bjarma sló á himin-
inn yfir Vesturbæ Reykjavíkur
og Seltjarnarnes síðari hluta
dags á laugardag — að minnsta
kosti íaugum KR-inga. Og
hjörtu þeirra hafa örugglega
slegið hraðar en undanfarin
ellefu ár. íslandsbikar í bolta-
íþrótt karla bættist í glæsilegt
safn KR-veldisins ífyrsta skipti
síðan 1979. Körfuboltamenn
félagsins fögnuðu þá sigri, og
aftur nú. Þeir unnu Keflvikinga
í þriðja leiknum í röð, nú á
heimavelli sínum á Seltjarnar-
nesi. Lokatölur urðu 80:73.
Skapti
Hallgrímsson
skrlfar
KR-ingar hafa leikið vel í vetur.
Töpuðu aðeins tveimur leikjunrf
í deildinni og eru verðugir meistar-
ar. Þeir renndu sér á glæsilegan
hátt í gegnum úr-
slitakeppnina; byij-
uðu á því að sigra
Grindvíkinga í
tveimur leikjum og
síðan íslandsmeistara Keflvíkinga í
þremur. Næsta örugglega. Það
verður þó að segja Keflvíkingum
til málsbóta að leikir þeirra í undan-
úrslitunum voru erfiðari — þeir
mættu Njarðvíkingum þrívegis,
síðast á föstudegi og fyrsti leikurinn
gegn KR var strax mánudeginum
á eftir. Þreyta hefur hugsanlega
setið í þeim, en hvað sem því líður
voru KR-ingar betri þegar á hólm-
inn kom.
Það hefur verið sérstaklega gam-
an að fylgjast með KR-ingum upp
á síðkastið. Þeir leika mjög skyn-
samlega, vömin er sterk með Sovét-
manninn Kovtoúm sem besta mann,
hann ver ófá skotin og hirðir fjölda
frákasta í hveijum leik. Það er Ijóst
að KR-ingar tóku rétta ákvörðun
þegar þeir ákváðu að fara að ráðum
þjálfara síns og fá Kovtoúm til Iiðs-
ins. Sovétmaðurinn er fyrirmyndar
leikmaður, mótmælir aldrei dómi,
hvetur samheija sína til dáða frá
fyrstu mínútu til hinnar síðustu,
leikur vel í vörninni sem fyrr segir
og er öruggur í sókn. Annar Ieik-
maður sem kom til KR fyrir tíma-
bilið er Páll Kolbeinsson. Hann kom
heim eftir námsdvöl í Bandaríkjun-
um og er álíka mikill fengur og
Sovétmaðurinn. Geysilegur hraði
Páls, knattleikni og næmt auga
fyrir samleik hefur gert mótheijum
hans erfítt fyrir að undanfömu.
Drengurinn hefur verið í miklum
ham; stjómað sóknarleik liðsins eins
og herforingi og skorað fallegar
körfur.
Guðni Guðnason og Matthías
Einarsson em báðir geysilega góðir
varnarmenn og ómetanlegir í sókn.
Geta tekið sig til og skorað hvaðan
sem er þegar á ríður. Fimmti mað-
ur í byijunarliði KR er Axel Nikul-
ásson. Odrepandi baráttukraftur og
viljastyrkur Axels hefur smitað út
frá sér, hann gefst aldrei upp og
er frábær liðsmaður. A bekknum
var svo Birgir Mikaeisson, og er
satt að segja ekki ónýtt að hafa
slíkan skiptimann. Hann hafði verið
daufur í leikjunum á undan en kom
af bekknum á laugardag og stóð
sig geysilega vel.
Langþráður bikar
Morgunblaðið/Einar Falur
Sigri fagnað
Guðni Guðnason, fyrirliði KR, með íslandsbikarinn glæsilega sem hann og
fleiri meðlimir Vesturbæjarstórveldisins voru búnir að bíða eftir í langan tíma.
Gleði KR-inga var gífurlég þegar dró að
myndinni fær Ungveijinn Lazlo
leikslokum og eftir að flautað var til leik;
Nemeth, þjálfari íslandsmeistaranna, flug
Láras Árnason og Hörður Gauti
Gunnarsson Iéku minna en gerðu
góða hluti og eru menn framtíðar-
innar.
Einstaklingarnir hjá KR eru góð-
ir og liðsheildin sem þeir mynda
frábær. Kéflvíkingar mættu ein-
faldlega oljörlum sínum að þessu
sinni — urðu að játa sig sigraða.
Þeir hafa mjög góðum leikmönnum
á að skipa, Guðjóni Skúlasyni, Fal
Harðarsyni, Einari Einarssyni,
Magnúsi Guðfinnssyni, Nökkva Má
Jónssyni og Sandy Anderson, svo
aðalmennirnir séu nefndir, en þeim
var ekki ætlaður íslandsbikarinn
þetta árið.
Sigur KR-inga var öraggur í
síðasta leiknum. Keflvíkingar náðu
foiystu snemma í leiknum en fljót-
lega komst heimaliðið yfir og gaf
lítið eftir. Keflvíkingar náðu reynd-
ar að jafna strax í upphafi síðari
hálfleiks en KR-ingar voru ekki
lengi að komast yfir á ný og höfðu
leikinn raunar alltaf í hendi sér.
Gæði leiksins voru ekki þau sem
liðin eiga að geta boðið upp á, en
það skipti ekki höfðumáli. Liðin,
sérstaklega KR-ingar, sýndu stór-
skemmtileg tilþrif á köflum, en
síðan fór allt úr böndunum inn á
milli. En KR-ingar gleymdu því
fljótt þegar flautað var til Ieiksloka,
fögnuðurinn var gífurlegur — lang-
þráður draumur varð að veruleika.
KR-IBK
80:73
Iþróttahúsið á Seltjarnamesi, úrslitakeppnin í körfuknattleik — 3. leikur — laugardaginn
7. apríl 1990.
Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 8:10, 10:13, 16:16, 20:16, 27:19, 31:21, 40:27, 43:36, 45:40,
50:50, 52:43, 56:46, 62:50, 67:53, 71:55, 75:61, 78:70, 80:73.
Stig KR: Páll Kolbeinsson 15, Axel Nikulásson 15, Guðni Guðnason 14, Birgir Mikaels-
son 14, Anatolíj Kovtoúm 10, Matthías Einarsson 10, Hörður Gauti Gunnarsson 2.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 15, Sandy Anderson 14, Einar Einarsson 11, Magnús Guð-
fmnsson 11, Falur Harðarson 9, Nökkvi Már Jónsson 7, Sigurður Ingimundarson 4,
Ingólfur Haraldsson 2.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Bergur Steingrímsson. Aliorfendur: Um 600.
„Vömin skipt-
ir öllu máli“
- segirAnatolíj Kovtoúm, Sovétmaður-
inn í meistaraliði KR
ANATOLÍJ Kovtoúm, Sovét-
maðurinn íliði meistara KR,
hélt ró sinni sem fyrr eftir að
titillinn var íhöfn. „Þegar í
haust var ég sannfærður um
að við myndum sigra, því við
leikum besta varnarleikinn.
Vörnin skiptir öllu máli.“
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Kovtoúm, sem er fyrsti Sovét-
maðurinn til að verða ís-
landsmeistari í einhverri grein
íþrótta, átti stóran þátt í sigri KR
enda besti varnar-
maðurinn í deild-
inni. Hann varð
Sovétmeistari með
Stroitel Kiev í
fyrra og íslandsmeistari með KR
í ár. „Eg hef unnið til allra verð-
launa sem hægt er í körfubolta í
Sovétríkjunum, en þetta er þriðji
meistaratitillinn, var einnig meist-
ari með CSKA Moskva og svo
með Kiev í fyrra. Þetta er ótrú-
legt, en körfubolti er mitt líf og
takmarkið er ávallt að gera sitt
besta og hampa titli."
Kovtoúm sagði að körfuboltinn
í deildinni hefði tekið framförum
frá síðasta keppnistímabili. „Ég
hef séð leiki frá úrslitakeppninni
í fyrra á myndbandi og þeir voru
ekki eins góðir. Boltinn er á mun
hærra plani nú og öll liðin eru
betri, en við erum bestir.“
Sovétmaðurinn hældi samheij-
um sínum. „í hópnum eru margir
ungir leikmenn, sem eru mjög
efnilegir og eiga framtíðina fyrir
sér. Annars era strákarnir líkam-
lega sterkir, við höfum æft vel
og það skiptir miklu máli. Vörnin
var góð og hefur lagast með hverj-
um leik. Það var ekkert álag á
okkur fyrir síðasta leikinn. Við
gerðum okkur grein fyrir mikil-
vægi hans og vorum staðráðnir í
að halda áfram á sigurbraut, ljúka
dæminu. Leikurinn var erfiður,
ekki góður sóknarlega, en vörnin
hjá okkur stóð fyrir sínu og mér
líður vel.“
Kovtoúm sagðist ekki vita hvert
framhaldið yrði. Hann ætti eftir
að ræða við íjölskyldu sína í Sim-
feropol í Sovétríkjunum og færi
þangað á næstunni. „Kannski
kem ég aftur. Ég kann mjög vel
við KR og Reykjavík, en við verð-
um að sjá til.“
Stoltir feðgar
Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleil
vitað ánægður með það — sjálfur fyrrum
á einn leikmanna KR þegar hann afhenti
klefanum á eftir.