Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 8

Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 8
i IPROntR Jftaxgtntlfói&ift JUDO / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ „Þettagekk vonum framar" Verðlaunahafar í þungavigt á opna breska meistaramótinu. Frá vinstri: Bjarni Friðriksson, Douilet, Gordon og Bemewald. „ÞETTA gekk vonum framar og ég er ánægður með annað sætið því þetta var mjög sterkt mót og kemur næst á eftir Evr- ópumóti að styrkleika. Ég keppti í þungavigt og var lang léttastur í flokknum — 95 kg,“ sagði Bjarni Friðriksson, júdó- kappi úr Ármanni, sem glímdi til úrslita á opna breska meist- aramótinu í London á sunnu- dag. Bjarni glímdi þrjár glímur áðui en hann komst í úrslit og vann þær allar á ippon, fyrst tvo Breta og síðan Finna. I úrslitum mætt hann Douilet frá Frakklandi, sem er 2,10 metrar á hæð og vegur 120 kg. Bjarni hélt lengi í við hann, eða þar til ein mínúta var eftir af lo- tunni. Þá sagðist Bjarni hafa tekið áhættu sem varð honum að falli. „Ég hugsaði meira um að verjast framan af og hefði líklega getað haldið út lotuna, en ákvað að freista þess að ná honum niður. Hann náði þá að sigra á ippon.“ Sigurður Bergmann úr Grindavík keppti einnig í þungavigt og stóð sig vel, hafnaði í 7. sæti af 20 kepp- endum. Hann tapaði fyrstu glímunni fyrir Harry Van Berne- vald frá Belgíu, en fékk síðan upp- reisnarglímu og vann þá Belga og síðan Frakka á ippon. Hann tapaði svo naumlega fyrir Elvis Gordon frá Bretlandi í keppni um 5. sætið. Gordon, sem varð Evrópumeistari 1988, hafnaði í 3. sæti ásamt Belg- anum, Bernevald. Þess má geta að Sigurður Bergmann kom til London frá Kaupmannahöfn þar sem hann tók þátt í Norðurlandamóti lög- reglumanna í júdó. Þar sigraði hann í þungavigt og varð annar í opnum flokki, tapaði fyrir Carsten Jensen frá Danmörku, sem er þekktur júdó- maður. Hinn ungi og efnilegi Freyr Gauti Sigmundsson frá Akureyri, sem keppti í -78 kg flokki, vann Breta á ippon í fyrstu glímu, en tapaði síðan fyrir Frakka með því að stíga út fyrir völlinn. Guðlaugur Halldórsson frá Akur- eyri, sem keppti í -86 kg flokki, tapaði fyrir Frakka í fyrstu umferð, en fékk því uppreisn. Hann mætti þá Belga og tapaði naumlega. Alls voru 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu frá 15 þjóðum. Reuter IMick Faldo mátar græna jakkann. Faldo hélt titlinum Nick Faldo tókst það sem fæst- ir áttu von á; að sigra í banda- rísku meistarakeppninni (Masters), annað árið í röð, þrátt fyrir að standa illa þegar níu holur voru eftir. Hann sigraði Raymond Floyd í bráðabana, eftir mjög góðan enda- sprett, og varð þarmeð annar kylf- ingurinn í sögu keppninnar til að klæðast græna jakkanum tvö ár í röð. Faldo, sem tryggði sér sigur með pútti af átta metra færi, sagði að þetta væri án efa sætasti sigur sinn: „Stóru mótin eru það sem alit snýst um og þetta var það stærsta," sagði Faldo. „Ég vissi að Floyd myndi ekki gefa eftir og þetta var erfitt mót. Það gerir sigurinn sætari," sagði Faldo. Floyd sló í vatn á síðustu holunni og þarmeð voru sigurvonir hans úr sögunni en fram að því hafði hann haft undirtökin. „Ég hitti boltann vel og var viss um að hann færi vel inná. En þegar ég leit upp var hann kominn til vinstri og ég vissi að þetta var vonlaust," sagði Fioyd, sem sigraði í keppninni 1986. Margir af sterkustu kylfingum heims náðu sér ekki á strik á mót- inu og Greg Norman og Sandy Lyle lentu t.d. í þeirri framandi aðstöðu að sitja eftir þegar kepp- endum var fækkað á þriðja degi. ■ Úrslit B/6 HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ „Ólrúleg stemmning í Linköping áí Það er ótrúleg stemmning hér í Linköping, eins og við séum að verða heimsmeistarar. Það er löngu uppselt á næsta leik og menn gera sér góðar vonir um að við náum meistaratitlinum enda kom sigurinn í Drott mjög á óvart,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, þjálfari íslenska lands- liðsins og leikmaður með Saab, eftir sigur á Drott í fyrsta leik úrslitakeppninnar um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Saab sigraði 25:20 á útivelli og Þorbergur gerði 6 mörk og var valinn maður leiksins. Saab hafði yfirhöndina allan leikinn og í leikhléi var staðan 12:9, Saab í vil. Munurinn varð mestur sjö mörk, 24:17, og sigur- inn öruggur. Þorbergur gerði fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins og var tekinn úr umferð eftir það. „Drott er með mun betra lið en við vorum ákveðnir og sýndum mikla baráttu. Það er nú líka svo að maður eflist við mótlæti og fjögur þúsund áhorfendur, sem allir voru á móti okkur, hjálpuðu bara til,“ sagði Þorbergur. Liðin mætast að nýju á morgun á heimavelli Saab í Linköping. íþróttahúsið tekur 2.400 áhorf- endur og er löngu uppselt á leik- inn. Saab á þó í nokkrum vand- ræðum. Sænski landsliðsmaður- inn Pierre Thorsson handarbrotn- aði í leiknum um helgina og önn- ur skytta liðsins, Pólverjinn Dzuba, leikur ekki með vegna meiðsia. Þorbergur sagðist engu að síður vera bjartsýnn enda á h'eimavelli og gera sér vonir um að enda ferilinn sem sænskur meistari. faém FOLX ■ GJJÐNI Bergsson lék vel í Nottingham, þegar _ Tottenham vann 3:1. Þorvaldur Örlygsson lék ekki með Forest. ■ BRIAN Clough hefur aldrei gengið eins illa með lið sitt og nú. Nottingham Forest hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum og farið úr þriðja í 11. sæti. ■ NEVILLE Southall lék 450. leik sinn á ferlinum og hélt upp það með því að veija vítaspyrnu frá Simon Barker á síðustu mínútu. Hann tryggði Everton þar með 1:0 sigur gegn QPR. ■ TONY Cottee skoraði úr víta- spyrnu, 11. mark hans í síðustu 12 leikjum og það 150. á ferlinum. ■ ROB Hindmarch gerði sjálfs- mark og það nægði Coventry til að vinna Derby 1:0. Þetta var fyrsta tap Derby gegn Coventry í þijú ár. ■ GARY Stevens fótbrotnaði í leik Rangers og Aberdeen á sunnudag. Læknir Rangers sagði að sennilega gæti Stevens ekki leikið með Englendingum á Hm vegna þessa. ENGLAND / UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR Davíð sigraði Golíat Crystal Palace í úrslit í fyrsta sinn „ÞETTA var á við sjálfsmorð. Við vorum betri, en leikur þeirra var skipulagðari, einkum í aukaspyrnum, og þeir unnu á því,“ sagði Kenny Dalglish eftir óvæntan 4:3 sigur Crystal Palace gegn Liverpool í undan- úrslitum ensku bikarkeppninn- ar. „Það er gott fyrir knatt- spyrnuna, þegar úrslitin fara ekki alltaf eftir bókinni," sagði Steve Coppell hjá Palace, sem er í fallhættu í 1. deild. Crystal Palace tapaði 9:0 fyrir Liverpool í deildinni í vetur og fæstir áttu von á að liðið ætti nokkra möguleika gegn efsta liði deildarinnar og núverandi bikar- meisturum á Villa Park í Birming- ham. Vonir þeirra bjartsýnustu dvínuðu, þegar Ian Rush skoraði á 14. mínútu, en Mark Wright jafn- aði í byijun seinni hálfleiks og Gary O’Reilly kom Lundúnarmönnum yfir eftir 70 mínútur. Bikarmeistar- amir gerðu tvö mörk á tveimur mínútum; Steve McMahon jafnaði • og Barnes skoraði úr umdeildri víta- spyrnu. En Palace gafst ekki upp, Gray jafnaði áður en venjulegur leiktími var út og því var fram- lengt. Alan Pardew gerði sigur- markið á 109. mínútu. Manchester liðin, Manchester United og Oldham gerðu 3:3 jafn- tefli eftir framlengdan leik og mætast aftur á morgun. United náði forystunni tvisvar, en 2. deild- ar liðið jafnaði. Bryan Robson og Neil Webb skoruðu fyrir United, en þeir hafa ekki fengið tækifæri í marga mánuði vegna meiðsla. Oldham leikur til úrslita í deildar- bikarnum, mætir Nottingham For- est á Wembley 29. apríl. Annar leik- ur á Wembley er ekki úr sögunni, en til þess verður Iiðið að sigra nágrannarisann. Úrslitaleikurinn verður 12. maí. ■ Úrslit / B6 Reuter Alan Pardew fær blíðar móttökur hjá samherjum sínum eftir að hafa gert sigurmark Crystal Palace gegn Liverpool.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.