Morgunblaðið - 05.05.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.05.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAI 1990 19 SPRON í Breiðholti: Sýning verka Katrínar Agústsdóttur Sparisjóður Reykjavíkur o g nágrennis mun opna myndlistar- sýningu í útibúinu í Álfabakka 14, Breiðholti, sunnudaginn 6. maí kl. 14—17. Sýnd verða verk eftir Katrínu Ágústsdóttur. Katrín Ágústsdóttir er fædd í Reykjavík 11. ágúst 1939. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann auk náms við Handavinnudeild Kennaraskóla ís- lands og námsferða til Danmerkur og Finnlands. Katrín hefur lagt stund á textíl og vatnslitamynda- málun á undanförnum árum. Myndefnið sækir Katrín aðallega í húsaþyrpingar, t.d. í Reykjavík og íslensk landslag. Á sýningunni í SPRON er myndefnið nokkuð úr Breiðholtshverfinu og umhverfi þess svo og nokkrar landslags- stemmur. Sýningin er sölusýning og mun standa yfir til 31. ágúst nk. og verður opin frá mánudegi til föstu- dags frá kl. 9.15—16.00. Röng dagskrá Vegna mistaka birist röng dag- skrá Rásar 1 og Rásar 2 í dagskrár blaði Morgunblaðsins fyrir sunnu- dag og laugardag. Rétta dagskrá er að finna í blaðinu í dag og á morgun. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN í Zagreb, Júgóslavíu, 5. maí 199C atkvæði/' /^///////////$///// / // /// - mmiM/iMmMmMm/mm ik 1. Spánn Bandido 2. Grikkland Boris Skopo 3. Belgía Macedomienne 4. Tyrkland Gozlerinin hapsideyim 5. Holland Ikwil alles met je dellen 6. Lúxemborg Quand je te reve 7. Bretland Give a little love ... 8. ÍSLAND EITT LAG ENI\I 9. Noregur BrandenburgerTor 10. ísrael Shara Berechhovot 11. Danmörk Hallo, hallo 12. Sviss Musik klingt in die ... 13. V-Þýskaland Frei zu Leben 14. Frakkland White and black blues 15. Júgóslavía Hajde da ludujeno 16. Portúgal Ha sempre alguem 17. írland Somewhere in Europe 18. Svíþjóð Som en wind 19. Ítalía Insieme: 1992 20. Austurríki Keine Mauern mehr 21. Kýpur Milas Poli 22. Finnland Fri Söngvakeppnin ferfiram íkvöld Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu fer fram í Zagreb í Júgóslavíu í kvöld. Þetta er í 35. sinn sem keppnin er haldin. 22 þjóðir taka þátt í keppninni að þessu sinni. Framlag íslands verður Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafsson við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Flytjend- ur eru hljómsveitin Stjórnin og söngvararnir Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson. Bein útsending frá keppninni hefst í Sjónvarpinu klukkan 19 í kvöld. Atkvæði verða greidd í lokin og hér með fylgir seðill til að færa atkvæðatölur inn jafnóðum. B Y K O B R E I D D i gjilfnov h 'li'i/ii; filjjrf ít/o'ujJA .unif óulörí h fi9 jmærf IliJifiieiin ■nHHHnaB A .ÍST23ÍÍ oVS.O

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.