Morgunblaðið - 05.05.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 05.05.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAI 1990 23 fltargtiiiÞIafrií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Breytt afstaða til kjarnorkuvopna Hinar nýju aðstæður í Austur-Evrópu eru nú teknar að hafa skýr og greinileg áhrif á ákvarðanir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) um vamarviðbúnaðinn í Evrópu. Þetta var staðfest á aukafundi utanríkisráðherra bandalagsríkjanna 16 á fundi þeirra í Brussel á fímmtudag. Þar samþykktu ráðherramir til- lögur George Bush Bandaríkja- forseta um að skammdrægar eldflaugar Bandaríkjamanna í Evrópu yrðu ekki endurnýjaðar. Þá hefur Bandaríkjaforseti skýrt frá því að hann ætli ekki að endurnýja 2000 kjarna- sprengjuhleðslur fyrir stór- skotavopn í Vestur-Þýskalandi. Á vettvangi NATO hefur verið tekist á um framtíð bandarískra kjamorkuvopna í Evrópu og hafa þau átök ann- ars vegar snúist um endurnýjun vopnanna og hins vegar um nauðsyn þess almennt að bandarísk kjamorkuvopn verði áfram í álfunni. Þótt fallið verði frá endumýjun þeirra vopna sem hér hafa verið nefnd, hefur ekkert enn verið endanlega af- ráðið um framtíð bandarískra kjamorkuvopna í Evrópu. Enn er í gildi sú stefna sem hefur verið mótuð innan NATO, að viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra banda- rískra kjamorkuvopna í Evrópu hefjist ekki fyrr en tekist hefur samkomulag um fækkun hefð- bundinna vopna í álfunni, en viðræður um það - CFE-við- ræðumar - fara nú fram í Vínarborg. Auðveldast er að átta sig á rökunum fyrir breyttri afstöðu NATO-ríkjanna til kjarnorku- vopna í Evrópu með því að líta á landakortið í pólitísku ljósi. Þar til fyrir fáeinum mánuðum vom ríkin í Austur-Evrópu, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía og Ungveija- land, fylgiríki Sovétríkjanna. Þar sátu við völd menn sem áttu allt sitt undir stuðningi sovéska hersins, þegar þeir vom sviptir þeim stuðningi hmndu kommúnistastjómimar eins og spilaborg í vindhviðu. Með því að fara út á stræti og torg í nafni frelsis og lýðræðis breyttu íbúar þessara landa þeirri stöðu í öryggismálum í Evrópu sem myndaðist eftir síðari heimsstyrjöldina. Austur- -Evrópuríkin hættu að verða stuðpúði fynr Sovétríkin í hugs- anfegum1 áítokum við Vestur-1 lönd og urðu þess í stað stuð- púði fyrir NATO-ríkin. Viðvör- unartími vegna hugsanlegrar árásar að austan lengdist úr tveimur vikum í marga mánuði og gamla þörfín fyrir skamm- dræg kjarnorkuvopn til að stöðva framrás innrásarhers í skyndiátökum hvarf. Atlantshafsbandalagið verð- ur að laga sig að þessum nýju aðstæðum eins og þjóðimar sem mynda það. Bandalagið er ekki annað en hluti hins pólitíska og hernaðarlega vem- leika sem ríkir á hveijum tíma. Þar ber nú hæst fyrirhuguð sameining Þýskalands og er að því stefnt, að hið nýja og öfluga Þýskaland verði ekki hlutlaust eins og Sovétmenn hafa viljað heldur aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Þá er hitt einnig ljóst, að hin nýfijálsu ríki í Áustur-Evrópu vilja ekki aðeins tengjast Vesturlöndum efna- hagslega með þátttöku í Evr- ópubandalaginu heldur er ósk þeirra sú að öryggishagsmunir þeirra og NATO-ríkjanna falli saman og verði tryggðir með sameiginlegum ráðstöfunum. Með hliðsjón af þeirri varkámi sem NATO-ríkin kjósa að sýna Sovétstjóminni vegna sjálf- stæðiskrafna Eystrasaltsríkj- anna er ekki líklegt að þau vilji ganga hratt fram í því að hrekja sovéska herinín frá ríkjunum í Austur-Evrópu, en brottflutn- ingur hans hlýtur að vera for- senda fyrir aðild þjóðanna þar að vestrænu varnarsamstarfí. Líkur benda til þess að við- ræðurnar innan ramma ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÓSE) beri þann árangur að komið verði á fót fastri stofnun á vegum ríkjanna í austri og vestri til að ijalla um hin víðtæku mál- efni, sem þar em á dagskrá. Með því fengju ríkin í austri og vestri fastan vettvang til að geta ráðið ráðum sínum með skipulegum hætti. Þar með yrðu mótaðar nýjar forsendur til að skapa stöðugleika í Evr- ópu eftir hrun kommúnismans. Ný stofnun kemur hins vegar ekki í veg fyrir þörf ríkja til að gæta öryggis síns og það munu þau gera áfram með svæðisbundnum bandalögum eins og Atlantshafsbandalaginu og fælingarmáttur kjarnorku- vopnanna verður áfram stað- reynd í heimsstjómmálum, þótt hlutverk þeirra breytist í ein- wwhi mmhiúm.)0U rwj ENGIN VERÐBOLGA - ALLT SKRIFAÐ eftir Þorstein Pálsson Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur sent frá sér nýja skýrslu um stöðu efnahagsmála á íslandi. Athugasemdir stofnunar- innar eru um margt athygli verðar. Alvarlegust er sú aðvörun, að hér muni að öllu óbreyttu ríkja stöðnun á lokaáratug aldarinnar meðan aðr- ar þjóðir sækja fram. Þjóðarsátt 1986 Það er álit Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, að þjóðarsáttin svokallaða frá 1986 hafi veikt við- brögð við þeirri miklu og skjótu uppsveiflu í efnahagslífínu er varð á þeim árum. En þegar sáttin var gerð voru _ráð flestra, að rétt væri og nauðsynlegt að gera tilraunina. Eftir á að hyggja geta sérfræð- ingar ugglaust haldið því fram að óráðlegt hafí verið af minni hálfu sem fjármálaráðherra að verða við tilmælum þáverandi forsætisráð- hen-a og forystumanna launþega og atvinnurekenda að minnka tekj- ur ríkissjóðs til þess að greiða fyrir þessari frægu þjóðarsátt sem þá var gerð á vinnumarkaði og allir voru sammála um. Hún veikti sannanlega stöðu ríkissjóðs. Enginn sá fyrir hversu mikii uppsveiflan yrði og þá snöggu kreppu sem kom í kjölfarið. Það sem allir töldu vera árangursríkt meðal gegn verðbólgu reyndist þegar til lengri tíma er litið heldur auka þenslu. Fróðlegt er að rifja upp afstöðu Alþýðubandalagsins til viðfangs- efna efnahagsstjórnar þegar þjóð- arsáttin var gerð. Krafa þess var meiri kauphækkanir og meiri ríkisútgjöld og þar af leiðandi meiri þensla. Alþýðuflokkurinn vildi auka ríkisútgjöldin um 500 milljónir króna á verðlagi þess árs. Forystumenn þessara fiokka eru því ekki rétt vaxnir til þess að taka dómarasæti í dag. Á þessu ári er veruleg uppsveifla vegna batnandi ytri skilyrða og hallinn á ríkissjóði verður þrátt fyrir allar skattahækk- anirnar a.m.k. sex milljarðar króna. Of seint brugðist við Samstarfsflokkur okkar sjálf- stæðismanna í ríkisstjórn 1983-87, Framsóknarflokkurinn, var andvíg- ur því að innleiða markaðsákvörðun vaxta til þess að örva sparnað og stuðla að auknu jafnvægi. Fyrir þá sök var brugðið of seint við á því sviði efnahagsstjórnar. Einmitt þetta atriði er eitt af höfuðgagnrýn- isefnum í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Is- land. Það er líka vert upprifjunar nú, að árið 1988 var gengi krónunnar ekki breytt eins og þörf krafði vegna andstöðu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins eftir verulegt verðfall á erlendum mörkuðum og fall Bandaríkjadollars. Sá ágreiningur leiddi ekki einasta til stjómarslita heldur jók hann mjög á vanda útflutningsframleiðsl- unnar. Fyrir vikið varð kaupmátt- arrýrnunin meiri en þurft hefði að vera, ef gengið hefði verið Ieiðrétt haustið 1988. Og víst er að atvinnu- leysið hefði orðið minna. Þannig má finna fjölmörg dæmi um það hvernig sambræðslustjórnir margra ólíkra flokka leiða til þess að réttar ákvarðanir eru ekki tekn- ar á réttum tíma og viðbrögð verða of lin og seinvirk. Þetta er því sár- grætilegra sem ætla má að miklu meiri samstaða um meginstefnu og aðgerðir í efnahagsmálum sé úti á meðal fólksins í landinu en í þingsöl- um. Skýrslan og steftia Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins og þingflokkur mörkuðu nýja fijálslynda stefnu í efnahags- og atvinnumálum síðastliðið haust. Henni hefur verið fylgt eftir í mál- flutningi og tillöguflutningi á Al- þingi. Athyglisvert er að margt af því sem Efnahags- og framfarastofnun segir í skýrslu sinni að brýnast sé að gera er í fullu samræmi við þessa stefnumörkun. Talsmenn ríkis- stjórnarflokkanna hafa á hinn bóg- inn kosið að túlka hana á þann veg að ætla má að þeir hafí lesið hana eins og sá í neðra les Biblíuna. Efnahags- og framfarastofnunin telur til að mynda óhjákvæmilegt að íslandi tengist fijálsum fjár- magnsviðskiptum Evrópubanda- Þorsteinn Pálsson „En alvarlegustu stað- reyndirnar sem við stöndum frammi fyrir eru þær vísbendingar sem fram koma í skýrslu Eftiahags- og framfarastoftiunarinn- ar að á næstu árum eða áratug verði hér að óbreyttum aðstæðum stöðnun og oflítill hag- vöxtur til þess að við getum fylgt öðrum þjóðum efftir í framfara- sókn. Þetta er dómur- inn um afleiðingar af eftiahagssteftiu vinstri flokkanna.“ lagsins til þess að auka hagkvæmni í dreifingu fjármagns og bæta jafn- vægi í hagþróuninni. Sjálfstæðis- menn hafa flutt þingsályktunartil- lögu um þetta á Alþingi í vetur en henni hefur verið hafnað af stjórn- arflokkunum. Sérstaklega er at- hyglisvert að Alþýðuflokkurinn sem mikið talar um þessi efni skuli sitja frest þegar í byijun þessa stjórnar- samstarfs með því að stofna milli- færslu og styrkjasjóði af ýmsu tagi. Slíkir sjóðir leysa engan vanda nú fremur en fyrir þremur áratugum þegar Islendingar héldu að þeir hefðu sagt skilið við þau vinnu- brögð. Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir 20 milljarða króna tilfærslum í formi styrkja, lána, skulbreytingar og gjafapeninga. Aætla má að gjaldþrot milli- færslusjóðanna verði nær 5 millj- örðum króna við lok kjörtímabilsins að ári. Það er hinn óleysti vandi hefðbundinna vinstristjómarað- ferða. Til viðbótar hafa nú verið sett íslandsmet tvö ár í röð, í söfnun erlendra skulda. Þær eru nú hærra hlutfall af landsframleiðslu en nokkru sinni fyrr. Þessi vinstri stjórn lifír eins og aðrar slíkar eftir kenningunni: eng- in verðbólga: Allt skrifað. Vaxandi miðstýring og geðþóttastjórn Á flestum sviðum gætir tilhneig- ingar til aukinnar miðstýringar. í skipulagsmálum á að færa vald frá sveitarfélögum til ríkisins. í hús- næðismálum er markvisst stefnt frá séreignastefnunni í skandinavískt leiguíbúðakerfi. Við höfum um alllangan tíma búið við tvöfalt hagkerfi þar sem atvinnuvegir landsbyggðarinnar hafa verið háðir miðstýringu og sjóðavaldi en atvinnulíf þéttbýlisins notið meira frelsis. Núverandi ríkis- með hendur í skauti. Erlent áhættufé til að auka fjölbreytni í atvinnulífi í skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar er lögð mikil áhersla á að ný löggjöf verði sett er miði að því að auka fjárfestingu erlendra aðila í öðrum greinum en sjávarút- vegi í þeim tilgangi að nýta erlent áhættufé til þess að auka fjöl- breytni í atvinnulífínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur flutt viðamikið frumvarp til nýrrar lög- gjafar á þessu sviði. Stjórnarflokk- arnir fást ekki einu sinni til þess að taka það til umræðu á þessu þingi. Afhám ríkiseinokunar í bankakerfinu í skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar kemur ennfremur fram að nauðsynlegt sé að hverfa frá ríkisrekstri í bankakerfinu og að dregið verði úr sjálfvirkum ríkis- ábyrgðumí opinbera sjóðakerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn- ig flutt frumvarp um þetta efni á þessu stigi. Alþýðuflokkurinn hefur viðurkennt að nauðsynlegt sé að breyta bönkunum til þess að aðlaga fjánnálakerfið að nýjum aðstæðum. En vegna andstöðu í tveimur stjórnarflokkanna situr þetta mál fast og alþýðuflokksmenn þora ekki að ljá frumvarpi sjálfstæðismanna atfylgi sitt. Vandamálum skotið á frest Að hætti gamaldags vinstri stjómar var vandamálum skotið á stjórn hefur dýpkað þesa gjá í stað þess að brúa hana. Dómurinn um vinstri stefiiuna Að undanförnu hafa ýmsar ytri aðstæður gengið í haginn. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu ríkisstjórn- inni til nýjan efnahagsgrundvöll með djörfum kjarasamningum. Bandaríkjadalur hefur aukist að verðgildi og verðlag á erlendum mörkuðum hefur hækkað langt umfram björtustu vonir manna. Af þessum ástæðum hefur rekst- ur útflutningsatvinnugreinanna skánað. Og viðskiptahalli er ekki jafn mikill vegna þess að kaupmátt- arrýrnunjn hefur eðlilega haft þær afleiðingar í för með sér að almenn- ingur hefur ekki haft efni á inn- kaupum í sama mæli og áður. En alvarlegustu staðreyndirnar sem við stöndum frammi fyrir eru þær vísbendingar sem fram koma í skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar eða á næstu árum eða áratug verði hér að óbreyttum aðstæðum stöðnun og of lítill hag- vöxtur til þess að við getum fylgt öðrum þjóðum eftir í framfarasókn. Þetta er dómurinn um afleiðingar af efnahagsstefnu vinstri flokk- anna. Þeirri alvarlegu þróun, sem blas- ir við í þessu efni verður ekki snúið við nemameð frjálslyndri efnahags- stefnu. Úrræðin sem Efnahags- og framfarastofnunin bendir á eru flest þau sömu og sjálfstæðismenn hafa verið að beijast fyrir á Alþingi. Tíminn lýsir því yfir í gær að þar á bæ sé öllum hugmyndum af því tagi hafnað. Það blasir því við stöðnun, ef ekki tekst að koma ríkisstjórninni frá. Og þetta er íslenskur veruleiki á sama tíma og aðrar þjóðir taka stór stökk fram á við í sókn til betri lífskjara. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Fimm námsmenn hljóta Námustyrk Landsbanka IsLands FIMM námsmenn hlutu i gær styrki frá Landsbanka íslands að upp- hæð 100.000 krónur hver og voru þeir aíhentir við hátíðlega athöín í Háskóiabíói. Styrkveitingin er liður í þeirri starfsemi Landsbank- ans að styðja við námsmenn og ýmsa menntastarfsemi, segir í frétt frá bankanum. Upphaflega var ráðgert að veita tvo styrki en alls bárust á annað hundrað umsóknir og var því ákveðið að fjölga þeim í fimm. Allir námsmenn í framhaldsskólum og framhaldsnámi erlend- is sem eru í „Námunni", námsmannaþjónustu Landsbankans, geta sótt um þessa styrki. Þeir sem styrkina hlutu eru Svala Sigurðardóttir og Sólveig Ásá Ámadóttir sem báðar stunda nám í Háskóla íslands, Alexander Kr. Smárason sem stundar doktorsnám í læknisfræði við háskólann í Ox- ford, Gísli Gylfason vélskólanemi og Hlín Pétursdóttir sem stundað hefur nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og er nú á leið til fram- haldsnáms í Þýskalandi. Dómnefnd skipa Sverrir Her- mannsson bankastjóri, Eyjólfur K. Síguijónssön,'formaður bankaráðs Landsbankans, Kristín Rafnar, starfsmaður á markaðssviði, dr. Gylfí Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra, og Kristrún Heimisdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- nema. Ingólfur Guðmundsson er ritari dómnefndar. Sverrir Her- mannsson segir að stefnt sé að því að bankinn veiti styrkina jöfnum höndum til nemenda í háskóla- sem og tækni- og listanámi. Næsta styrkveiting verður að ári og sagð- ist Sverrir vilja hvetja nemendur til að fylgjast með tilkynningu um- Morgunblaðið/Þorkell Námsmennirnir sem hlutu Námustyrk Landsbankans, 100 þúsund krónur hver, frá vinstri: Svala Sigurðar- dóttir, Sólveig Ása Árnadóttir, Auður Alexandersdóttir móðir Alexanders Kr. Smárasonar, sem staddur er erlendis, Gísli Gylfason og Hlín Pétursdóttir. styrkveitingu og sækja um því allt framhaldsskólanám væri styrk- hæft. „Náman“ er sérstök þjónusta við námsmenn 18 ára og eídri. Ýmsir þjónustuþættir bankans, svo sem einkareikningur, VISA-kort, náms- lokalán, Kjörbók og fleira eru settir -saman f-pakka sem er -sérfitakle, sniðinn að þörfum námsmanna. Við athöfn í Háskólabíói, þar sem Námustyrkirnir voru afhentir, kynnti Sverrir Hermannsson bankastjóri nýjungar Námunnar, slagorða- og hugmyndasamkeppni sem hleypt hefur verið af stokkun- um og sérstaka „Námuviku" sem aoáimsmláijl uaaitöl verður haldin dagana 7. til 11. maí og fer fram í Vesturbæjarútibúi Landsbankans. Þar geta nemendur kynnt sér alla þætti Námunnar. Gylfi Þ. Gíslason afhenti síðan styrkina. í Iokin söng Hlín Péturs- dóttir styrkþegi við undirleik Kryst- ,ynu Cortesi n i o-u n i ,w oai u j ,i I h§n9! JifilgiBta u BjJsd jþ nifiisí BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR Borgar- stoftianir noti endur- unninn hrein- lætispappír HALLUR Magnússon, vara- borgarfúlltrúi Framsóknar- flokksins, lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að borgarstofnanir noti endurunn- inn óbleiktan hreinlætispappír og aðrar hreinlætisvörur, sem ekki séu skaðlegar náttúrunni. Tillögunni var vísað til borgar- ráðs. í greinargerð með tillögunni segir, að ýmsar hreinlætisvörur innihaldi efni, sem séu mjög skað- Ieg náttúrunni. Jafnframt skipti miklu í baráttunni gegn mengun, að endurunnar vörur séu notaðar í sem mestum mæli. Katrín Fjeidsted, formaður heilbrigðisráðs borgarinnar, lagði til að tillögunni yrði vísað til borg- arráðs, enda væru þar til meðferð- ar tillögur svipaðs efnis. Var sú málsmeðferð samþykkt sam- hljóða. Tillög'ii um flutning' flugvallar- ins vísað firá BORGARSTJÓRN vísaði á fundi sinum á fímmtudag frá tillögu Guðrúnar Ágústsdóttur, Alþýðubandalagi, um flutning Reykjavíkurflugvallar. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsncfndar, sagði að tiilagan virtist einkum sett fram til að draga athyglina fra borgarmálunum almennt og því vandræðaástandi sem hijáði flokk Guðrúnar og skylda flokka. í tillögu Guðrúnar Ágústsdótt- ur var gert ráð fyrir að efnt yrði til atkvæðagreiðslu meðal borg- arbúa, samhliða sveitarstjórnar- kosningum í vor, um framtíðar- nýtingu Vatnsmýrarsvæðisins, þar sem nú er Reykjavíkurflug- völlur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson flutti frávísunartillögu frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins við tillögu Guðrúnar. Vilhjálmur sagði meðal annars að ákvörðun um að leggja niður Reykjavíkur- flugvöll krefðist ítarlegrar athug- unar og umfjöllunar, bæði af hálfu ríkisins og borgarinnar. Um mikla fjármuni væri að tefla og auk þess hefði enn ekki verið hægt að benda á heppilega staðsetningu fyrir nýjan innanlandsflugvöll, þrátt fyrir umfangsmiklar athug- anir. Tillaga Guðrúnar virtist einkum sett fram í þeim tilgangi, að reyna að draga athyglina frá borgarmálum almennt og því vandræðaástandi sem hijáði flokk hennar og aðra skylda flokka. Fjölgnn ferða SVR í miðbænum til athugunar BORGARSTJÓRN fól sljórn Strætisvagna Reykjavíkur að kanna möguleika á að ljölga strætisvagnaferðum milli Hlemms og Lækjartorgs. Þetta var ákveðið á borgarstjórnar- fundi á fimmtudag. i —ri.il iniil.LjJI i i.n . Borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna lögðu fram tillögu um að koma á fót sérstakri miðbæjar- leið á vegum SVR. í greinargerð var vísað til þess að nú væri að- eins einn vagn í ferðum, sem flytti fólk frá Hlemmi niður Laugaveg að Lækjartorgi og sam- tökin Gamli miðbærinn hefðu ein- dregið óskað eftir því að sú þjón- usta yrði aukin. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að nú væri sérstök miðbæ- jarleið fyrir hendi, en ástæða væri til að skoða, hvort auka mætti þjónustu Strætisvagnanna hvað þetta varðaði. Lagði hann til að stjórn SVR yrði falið að gera kostnaðaráætlun í málinu, sem skilað yrði til borgarráðs. Var sú tillaga hans samþykkt sam- hljóða. Kaupum á Iðnó haftiað TILLÖGU frá Elínu G. Ólafs- dóttur um að Reykjavíkurborg kaupi Iðnó var vísað frá á fúndi borgarstjórnar. Davíð Oddsson, borgarsljóri, sagði að sér virtist tillagan óþörf, með hliðsjón af því að málið væri til sérstakrar meðferðar í menntamálaráðu- neytinu. Elín G. Ólafsdóttir sagðisttelja, að borgin ætti að kaupa Iðnó til að varðveita húsið undir lista- starfsemi af ýmsum toga. Borgar- stjóri sagðist geta tekið undir það sjónarmið Elínar, að mikilvægt væri að húsið nýttist áfram í þágu menningar- og félagsstarfs. Hins vegar væri tillöguflutningur henn- ar óþarfur, enda væri málið til sérstakrar meðferðar í mennta- málaráðuneytinu og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra hefði lýst því yfir, að hann myndi tryggja, að ekki yrði „menningar- slys“ við Tjörnina. Virðisauka- skatti á vinnu skólafólks mótmælt JÓNA Gróa Sigurðardóttir, for- maður atvinnumálanefiidar Rcykjavíkur, kynnti í borgar- stjórn ályktun nefndarinnar, w / gi 'PjJl ij.ii .i'i't",RJ.i'T'.r 'a'ii* þar sem mótmælt er álagningu 24,5% virðisaukaskatts á launa- greiðslur til skólafólks í sumar. . í ályktuninni segir, að atvinnu- málanefnd telji óviðunandi að fyr- irsjáanlegur atvinnuvandi skóla- fólks á sumri komanda verði auk- inn, með þvi að leggja 24,5% virð- isaukaskatts á launagreiðslur þess, að viðbættu 30% álagi vegna skrifstofukostnaðar og annarrar umsýslu í tengslum við sumar- störfin. Fyrir Reykjavíkurborg sem launagreiðanda jafngildi þetta 31,85% álagi á launagreiðsl- ur til skólafólksins. í ræðu sinni í borgarstjóm sagði Jóna Gróa, að það væri óheppilegt ef álagning virðisauka- skatts á starfsemi sveitarfélaga yrði til þess að draga úr mætti þeirra til að leysa atvinnuvanda skólafólks og koma um leið í veg fyrir, að unnt yrði að ráðast í brýn verkefni á sviði umhverfis- mála. Borgin efni til fræðslu um umhverf- ismál BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti tillögu ft-á Júlíusi Hafstein, formanni umhverfís- málaráðs, um að borgin efiii til fræðslu og kynningar á um- hverfismálum í framhaldi af „Degi jarðar“, sem haldinn var r í siðasta mánuði. Tillaga Júlíusar hljóðar svo: „1 framhaldi af „Degi jarðar“, þann 22. apríl síðastliðinn samþykkir borgarstjórn að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir fjárveitingu til fræðslu og kynningar á umhverfisvemdar- málum almennt. Umhverfísmála- ráði verði falið að móta tillögur og kostnaðaráætlun vegna þessa og skulu tillögurnar ná til sem flestra þátta umhverfismála.“ í greinargerð með tillögunni segir meðal annars, að nauðsyn sé að efla vitund manna varðandi umhverfismál með öflugu fræðslu- og kynningarátaki. Markmið tillögunnar sé að gera „Dag jarðar“, sem Reykjavíkur- borg hafði frumkvæði að í apríl, að upphafi nýrrar sóknar í þeim - efnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.