Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAI 1990 3í Kveðjuorð: Sigríður Þorsteins- dóttir sjúkraliði Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Úr Davíðssálmum) Við samstarfsfólk Sigríðar á deild A-2 á Borgarspítala viljum minnast hennar og þakka fyrir kynni og vináttu um áraraðir. Hljóð og háttvís vann hún með okkur, vann verk sín hávaðalaust. Ráðþrota stöndum við þegar alvar- legir sjúkdómar herja. Við hjúkr- unarfólk eigum ávallt erfitt með að sætta okkur við vanmátt okkar. Sjálfsagt mest þegar einhver úr okkar röðum á í hlut. Hjálp mín kemur frá Drottni. Höfum það að leiðarljósi í minningu um góðan vin. Páskum er nýlokið. Upprisuhátíð. Við vonum og biðjum að heimkoma vinar okkar verði björt. Þjáningin burtu tekin. Friður í sál. Náðar- faðmur Drottins opinn. Við biðjum algóðan Guð að styrkja dætur, tengdasyni og barnabörn í þeirra sorg. „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins. Svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning Sigríðar Þor- steinsdóttur. Samstarfsfólk deild A-2, Borgarspítala. Helga Hermanns- dóttir - Minning Fædd 5. júní 1927 Dáin 24. apríl 1990 í dag, laugardaginn 5. maí, er til moldar borin frá Hólakirkju í Saurbæjarhreppi Helga Hermanns- dóttir sem lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 24. apríl sl. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast Helgu, móður minna æskufélaga, og sannrar öðl- ingskonu. Við vorum oft nokkuð fyrirferð- armiklir piltarnir í litla bænum í Grænuhlíð þar sem Hegla og Krist- ján þjuggu á þeim tíma sem ég var að vaxa úr grasi í Gnúpufelli. Það var alveg sama á hveiju gekk, ævinlega gat Helga hlegið sínum milda hlátri og gert gott úr öllu, þegar flestir aðrir hefðu notað önn- ur vinnubrögð við að siða okkur til. Mér er einnig minnisstæð sú mikla hlýja sem var Helgu svo eig- inleg, og kom ósjálfrátt fram þegar eitthvað bjátaði á. í byijun þessa árs átti ég þess kost að vera Helgu lítillega til að- stoðar þegar hún þurfti að leita læknis í Reykjavík. Það var því miður mitt síðasta tækifæri til að endurgjalda allt hið góða og já- kvæða sem Helga gaf mér, sem og öllum öðrum sem hún umgekkst á lífsleiðinni. Ég minnist Helgu með kærleika. Friðfinnur K. Daníelsson Úr nýjustu mynd Regnbogans, „Helgarfrí með Bernie“ Regnboginn: „Helgarfrí með Bernie“ REGNBOGINN hefiir hafið sýn- ingar á grínmyndinni „Helgarfrí með Bernie“. I aðalhlutverkum eru Andrew McCarthy og Jon- athan Silverman. Leikstjóri er Ted Kotcheff. „Vinnufélagarnir ungu og metn- aðargjörnu, Larry og Richard, upp- götva að einhver hefur svikið fé út úr fyrirtækinu sem þeir vinna hjá.» í viðurkenningarskyni býður yfir- maður þeirra, Bernie, þeim til helg- ardvalar í stórglæsilegu sumarhúsi sínu á Long Island. Félögunum þykir mikið til koma að fá að blanda geði við allt fína fólkið og ekki spill- ir fyrir að draumastúlka Richards, Gwen, er þar Iíka. En þegar vinirn- ir tveir koma til sumarhússins upp- götva þeir sér til hrellingar að Bernie er iátinn. En gleðskapurinn er að byija og félagarnir vilja alls ekki missa af öllu fjörinu, svo þeir ■ SÝNING á vatnslitamyndum ellir Þór Ludwig Stiefel stendur nú yfir á Mokkakaffí við Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Reykjavíkurmyndir og stendur hún til 28. maí. Mokka- kaffi er opið kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga, en þá er opið kl. 14.00-23.30. láta bara sem ekkert hafi í skorist. En það hefur óvæntar og spreng- hlægilegar afleiðingar," segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. ■ KVENFELAG Langholtssafn- aðar verður með kaflisölu sunnu- daginn 6. maí eftir messu til styrkt- ar minningarsjóði frú Ingibjargar, fyrstu prestfrúr við Langholts- kirkju. Við andlát hennar stofnuðu ástvinir hennar og velunnarar minningarsjóð, sem ætlað var það hlutverk að styðja kirkju og menn- ingarmál innan prestakallsins og einnig þá er standa höllum fæti í lífinu í borginni okkar. Fjár tii sjóðs- ins er aflað með sölu minningar- korta, fijálsum framlögum og svo árlegri kaffisölu kvenfélags safnað- arins. Auk þess að styrkja gott málefni gefst fólki kærkomið tæki- færi til þess að eiga saman ljúfa stund í kirkjumiðstöðinni í Lang- holtinu eftir samfélag guðsþjón- ustunnar. Einnig er tilvalið fyrir þau sem ætla að njóta H-moll messu Bachs í flutningi Langholtskórsins kl. 16 að fá sér kaffi og gera þann- ig tónleikaferðina að hátíðardegi fjölskyldunnar. Sr. Þórhallur Heimisson Tryggjum framhald kvik- myndagerðar á Islandi Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að lögum um Kvikmyndastofnun Is- lands, sem ætlað er að bæta stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar. Frum- varpið er því miður ekki líklegt til að skila tilætluðum árangri, því þar er gert ráð fyrir framlagi, sem trygg- ir gerð aðeins einnar kvikmyndar á ári. Reynsla síðustu tíu ára sýnir, að kvikmyndagerð getur ekki þrifist nema hér séu framleiddar að minnasta kosti íjórar kvikmyndir á ári. Nái telquákvæði frumvarpsins fram að ganga óbreytt, er stutt í það, að íslensk kvikmyndagerð legg- ist niður fyrir fullt og allt. Tekjur Kvikmyndasjóðs voru upp- haflega ákvarðaðar söluskattur af sýningum kvikmyndahúsa. Rök- semdin var sú, að íslenskar kvik- myndir þyrftu að keppa við sýningar á erlendum myndum og því rétt að ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Reiðhjól og hjólreiðar Vorið er sá árstíini þegar reiðhjólin eru tekin úr geymslu. Mest ber á tápmiklu ungu hjólreiðafólki. Stundum má ekki mikið bera út af hjá því svo illa fari. Til þess að draga megi úr likum á að svo verði fylgja hér á eftir nokkr- ar leiðbeiningar, sem nauð- synlegt er fyrir lijólreiðafólk að hafa í huga. Búnaður, s.s. hemlar, ljósker, glitaugu, bjalla og lás, þarf að vera í fullkomnu lagi. Þá er mælt með viðvörunarstöng og góðu endurskini á öll reiðhjól. Ekki má skilja reiðhjól eftir á almannafæri nema hafa áður læst því og þannig gengið frá því að ekki trufli eða valdi hættu fyrir umferð. Hjólreiðafólk sem á samleið á að hjóla í einfaldri röð ög virða reglur um umferð sem og aðrir vegfarendur. Óheimilt er að flytja farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjól- reiðamaður, sem orðinn er 15 ára, flytja barn yngra en 7 ára á reiðhjóli enda sé barninu ætlað miða framlag til Kvikmyndasjóðs við aðsókn að eriendum kvikmyndum. Nú hefur aðsókn að kvikmyndahús- um dregist saman og í staðinn bæst við nýtt dreifíngarform, þ.e. leiga myndbanda. Þess vegna er eðlilegt, að í endurskoðuðum lögum um kvik- myndir bætist virðisaukaskattur af leigu myndbanda. Það er skilyrði þess, að frumvarp- ið um Kvikmyndastofnun tryggi framhald kvikmyndagerðar á íslandi. Ágúst Guðmundsson form. Samtaka íslenskra kvikmynda- framleiðenda. Kristín Jóhannes- dóttir form. Samtaka kvik- myndaleikstjóra. Þorsteinn Jónsson form. Félags kvik- myndagerðarmanna. (Undirskriftir féllu niður í blaðinu í gær, er athugasemd þessi var birt. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum.) sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi ekki hætta af hjóla- teinunum. Nauðsynlegt er að vanda mjög val slíkra sæta. Þrátt fyrir 7 ára aldurslág- mark á reiðhjólum mælir lög- reglan ekki með því að börn yngri en 9 ára.hjóli einsömul á vegum þar sem vænta má um- ferðar vélknúinna ökutækja. Mörg slysanna verða þegar börnin hjóla út á umferðargö- turnar. Hjólreiðamaður er illa varinn ef óhapp hendir. Þá getur góður og léttur hjálmur komið að gagni auk þess sem hann veitir skjól fyrir veðri og vindum. Hjólreiðamaður á aldrei að flýta sér um of. Hann á alltaf að gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða, líta vel í kringum sig og fara varlega. Æskilegt er að hjólreiðafólk noti gangstéttir og götustíga þar sem slíku er til að dreifa, alveg sérstaklega þar sem um- ferð vélknúinna ökutækja er þung. Ekki má gleyma að sýna gangandi vegfarendum þar fyllstu tillitssemi. + Eiginkona mín, ANNA ÁRNADÓTTIR frá Þverá, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Kjartan V. Haraldsson og fjölskylda, HQnefoss, Noregi. Innilegar þakkir fyrir alla vinsemd og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KARENAR GESTSSON. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem veittu henni umönn- un í langvarandi veikindum hennar. Kærar kveðjur. Hjalti Gestsson, Margrét Hjaltadóttir, Kristján Guðmundsson, Ólafur Hjaltason, Steinunn Ingvarsdóttir, Unnur Hjaltadóttir, Friðrik Páll Jónsson, Gestur Hjaltason, Sólveig Ragnheiður Kristinsd. og barnabörnin. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Ánahlið 6, , Borgarnesi. Jónas Gunnlaugsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR G. ÞÓRÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Magnús S. Magnússon, Guðbjörg M. Gunnarsdóttir, Gunnar H. Magnússon, Elísabet Eyjólfsdóttir, Jón H. Magnússon, Magnús H. Magnússon, Sissel S. Magnússon, Ingibjörg Ósk Birgisdóttir. + Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR UNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Brekkustíg 3a, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunardeild Vífilsstaða- spíta. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.