Morgunblaðið - 13.05.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.1990, Síða 1
HEIMILI Fjarfestlng í íbúóarhns- næði jölii og stöóug FÁRMUNAMYNDUN ííbúð- arhúsnæði hefur verið nokkuð stöðug undanfarin 10 ár eins og súluritið hér til hlið- ar sýnir, en allar tölur þar eru á verðlagi 1989. Mest varð hún 1980 eða rúml. 13,3 millljarðar kr. Arið eftir lækkaði hún í 12 miiljarða kr., en jókst svo aftur næsta ár og nam þá 13,2 millj- örðum kr. Arið 1983 lækkaði fjármunamyndunin í 12 millj- arða kr., en hækkaði svo að nýju næsta ár og nam þá 13,2 milljörðum kr. Næstu tvö ár á eftir fór hún lækkandi og varð 11,4 milljarðar kr. 1985 og að- eins 9,8 milljarðar kr. 1986 og hefur ekki verið minni á sl. 10 árum. Síðan fór hún hækkandi á ný og nam 11,2 milljörðum kr. 1987. Undanfarintvö ár hefur fjármunamyndunin verið jöfn og stöðug eða rúml. 12,4 milljarðar kr. bæði árin. Fjárfesting hefur verið mun meiri í íbúðarhúsnæði en at- vinnuhúsnæði undanfarin ár, en fjárfesting t. d. í skrifstofu- og verzlunarhúsnæði hefur far- ið ört minnkandi á sama tíma. Fjárfesting f íbúðarhúsnæði hefur líka haldið hlut sínum gagnvart ýmsum atvinnugrein- um. Þannig hefur fjárfesting f landbúnaði farið minnkandi og sömu sögu er að segja um fjár- festingu í fiskiskipum og vinnslu sjávarafurða. Garðhú§ handa börnum FRAMUNDAN eru vonandi sólríkir og mildir dagar, þar sem garðurinn verður mikill vettvangur ekki sízt fyrir börn- in. í dag fjallar Bjarni Ólafsson um, hvernig smíða megi lítið hús úti í garði handa börnun- um. Það á að vera 120 cm á lengd, breiddin 90 cm og vegg- hæðin 68 cm en hæðin upp á mæni 115cm. Bjarni segir, að hús af þessu tagi geti veitt börnum margv- fslega möguleika til hugmynd- aríkrar sköpunar og ómældar gieðistundir. Sjálfsagt er að mála húsið að utan sem innan, því að börn hafa ánægju af lit- um. Litirnir mega vera hreinir og skærir en vanda beri vai li- tanna. _ 2 Geldinganes IIKIL byggð á eftir að rísa I f Geldinganesi, sem verð- ur fframtíðinni eitt helzta bygg- ingasvæði Reykvíkinga. í viðtali hér í blaðinu í dag fjallar Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi um hugmyndasam- keppnina um skipulagningu Geldinganessins, en úrslit hennar voru kunngerð ekki alls fyrirlöngu. Vilhjálmur telur líklegt, að á Geldinganesi verði 6000-7000 manna byggð auk atvinnu- og hafnarsvæðis. — Það er skoð- un mfn, að samkeppnin um Geldinganes hafi tekizt afar vel, segir Vilhjálmur. — Það bárust margar ágætar tillögur og ég tel tvímælalaust, að byggt verði á þeim, þegar að því kemur, að gert verði deili- skipulag fyrir Geldinganes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.