Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 - Þú getur aldrei sagt: Nú er ég nógu góö „Mig er farið að langa til að gefa eitthvað af mér. Ég er orðin þreytt á að láta skipa mér fyrir verkum. Þegar maður er að dansa, vinnur maður undir stjórnanda. Ég veit ekki hvort þú hefur séð ballettstjómendur vinna. Sumir þeirra umgangast dansarana eins og krakka og maður verður leiður á því, sérstaklega þegar stjómend- umir em mikið yngri en maður sjálfur og með minni reynslu. Það er svo mikill agi í dansinum og þegar stjómandinn segir manni að gera eitthvað svona en ekki hin- segin, þá hlýðir maður, jafnvel þótt maður sjái að hann er að gera mis- tök. Einn daginn kemur sá tími, að manni líkar þetta ekki lengur." Gott og vel, en hvernig dettur þér í hug að koma heim? „Mig hefur alltaf langað heim. Þegar ég fór til London að læra, var ég svo bjartsýn að halda að ástandið í ballettmálum hér yrði komið í lag þegar ég lyki námi. Þegar ég tala um ástand, á ég við tækifæri fyrir dansara til að dansa. En svo var nú ekki og er ekki enn. En þessu þarf að breyta og ég hef verið svo lengi að gæla við þá hugmynd að koma heim, að einn daginn tók ég af skarið, sagði upp samningi mínum hjá Richmond — og það var allt í góðu. Ég get í rauninni dansað í nokkur ár í við- bót — en ég kýs að hætta á toppn- um.“ Ertu að segja að þú sért hætt að dansa? „Já. Ég dansa í síðasta sinn um næstu helgi; fyrst á opnunarhátíð Listahátíðar og svo daginn eftir á Garðabæjarhátíðinni sem haldin verður í Gamla bíói.“ Hvað ætlarðu að gera héma? „Við Hlíf Svavarsdóttir höfum talað mikið um að opna skóla fyrir nemendur sem eru efnilegir og hafa virkilegan áhuga. Þetta yrði skóli sem tæki ekki inn börn yngri en níu ára og þá aðallega krakka sem hyggjast leggja dansinn fyrir sig. Áhuginn verður að vera mikill, því þessir krakkar yrðu að sækja tíma á hveijum degi, en þarna myndum við líka vilja kenna allt sem viðkem- ur ballett; klassískan og nútíma ballett, táskó, karakter, jass og drama, svo eitthvað sé nefnt. Við emm að kanna möguleikana á að hrinda þessu í framkvæmd; við emm rétt byrjaðar og ég verð að segja eins og er, að viðbrögðin gefa okkur ekkert alltof mikið til- efni til bjartsýni. Hugsaðu þér, hér em starfandi nokkrir ballettskólar, sem taka inn nemendur frá fjögurra ára aldri og það er mikil aðsókn að þeim — en til hvers? Það er alveg sama hversu efnilegir dansarar koma út úr þeim, þeir eiga enga möguleika hér heima, ekki einu sinni á að læra meira. Það er í rauninni ekki nógu gott að hver sé í sínu horni að gera sitt. Ég er með 18 ára reynslu sem at- vinnudansari og gæti gert svo margt, ef ég fengi stuðning. Ég get ekki gert þetta ein. í fyrsta lagi þarf fjármagn til að koma svona skóla á laggirnar og svo þarf fleiri en einn kennara. Ég fór út til London strax eftir gagnfræðapróf og það var ansi seint. Þessir krakkar sem eru núna að fara út í dansnám fara enn seinna og það er enn erfiðara fyrir þau að komast inn í góða skóla, vegna þess hve gömul þau eru. Það er líka annað hér. Ég skil ekki hvað em fáir strákar í ballett. Það virðist verá almennur hugsun- arháttur hér að ballett sé ekki fyrir stráka. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Fólki virðist finnast eitt- hvað pempíulegt við að strákar fari í ballett, en ég get nú alveg sagt þér eins og er, að pempíur hafa ekkert í þessa listgrein að gera. Karlmenn í ballett hafa rosaleg völd sem dansarar. Þeir geta alveg ráðið því hvernig manni tekst til, þegar þeir eru að lyfta manni og snúa. Það getur sko ekkert hver sem er gert þetta. Ballettdansari þarf að vera töluvert sterkur til að geta þetta." Þú talar um að ástandið hér hafí ekkert breyst frá.því þú fórst út fyrir nærri tuttugu ámm. Hvemig finnst þér ástandið í ballettinum vera? „Mér finnst það mjög niðurdregið og það batnar aldrei nema nýtt blóð komi í íslenska dansflokkinn, og þá sérstaklega karlmenn. Það þarf að fjölga stöðum þar til muna og það þarf að fjölga sýningum veru- lega til að skapa dönsurum tæki- færi. Það verður að vera einhver tilgangur með öllum þessum æfíng- um, allan ársins hring, rétt eins og hjá íþróttafólki. Það er ekki hægt að æfa bara og æfa. Þegar ég byijaði að dansa með flokknum í Richmond, var hann ekkert sérstaklega góður, en á þess- um fimm ámm hefur honum farið gífurlega mikið fram. Aðalástæð- urnar fyrir því eru í fyrsta lagi að sýningum var fjölgað vemlega. Með fleiri sýningum fær fólk betra kaup og þegar boðið er upp á gott kaup, er hægt að fá betri dansara. Flokk- urinn er orðinn mjög góður núna og ég er ánægð með hann, sérstak- iega með stelpurnar. Strákarnir eru ekki eins góðir, en þeim fer stöðugt fram. Stjórnandi flokksins er 32 ára og hún hefur byggt hann upp frá gmnni. Það em ekki nema sex ár síðan hún byijaði að vinna með flokkinn á atvinnugmndvelli. Það era 22 fastráðnir dansarar í flokkn- um og það hefur verið mikið ævin: týri að fá að taka þátt í uppbygging- unni, meðfram því að vera aðal- dansari. Þetta þykir mjög lítill flokkur, en það þarf ekki að vera ókostur, því dansararnir fá þá meira að gera. Fyrir utan þessa 22 dans- arasamninga er flokkurinn með nemendasamninga, fyrir besýu nemendurna úr skólanum. Ég kynntist starfseminni mjög vel, því þegar dansflokkur er svona lítill, er maður þátttakandi í öllum liðum starfseminnar; bæði dansinum og rekstrinum. Þetta er eins og lítil fjölskylda — þú veist hvað gróðinn, eða tapið, er mikið hveiju sinni og fylgist vel með. Þetta var mjög ólíkt því að vera í Berlín eða öðrum stór- um dansflokkum, þar er maður bara dansari. Þetta er eini atvinnu ballettflokk- urinn í Virginiufylki — og í Rich- HEIMSKA - HEIMS- FRÆÐI - MAMGERÐIR Spjallað viðÞorstein Gylfason ogÞorstein Hilmarsson, ntstjóra Lærdómsrita Bókmenntafélagsins „Og nú heyri ég fyrir mér þau andmæli heimspekinganna að ekkert sé meiri ógæfa en að vera þræll heimskunnar, lifa i villu og blekkingu og vita ekkert í sinn haus. Það er hins vegar alrangt, því einmitt þetta er að vera mað- ur... Þið eruð nú einu sinni fædd svona, þetta er ykkar upp- lag og sameiginlegur arfúr allra manna.“ Ofangreindur boðskapur er yfirleitt ekki beinlínis til þess fallinn að jafn æruverðugur félagsskapur eins og Hið islenska bókmenntafélag taki hann upp á sína arma. En við nánari athugun, er ástæða til að ætla að þeir hjá Bókmenntafélaginu viti hvað þeir em að gera. Einn merkasti fræði- maður siðaskiptatímans, Erasmus frá Rotterdam (1469-1536) skrifaði lofgjörð um þennan sammannlega eiginleika; Lof heimskunnar. Art- húr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson þýddu ritið af latínu. — Og nú þessa dagana er bókin að koma í verslanir í ritröðinni Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. í sömu ritröð kemur nú út rit gríska heimspekingsins Þeófrastosar (um 372-287 f.Kr.), Manngerðir í þýð- ingu Gottskálks Þórs Jenssonar. Og að endingu Saga tímans eftir Bretann Stephen Hawking, í þýð- ingu Guðmundar Arnlaugssonar fyrrum rektors. Lærdómsrítin eru þar með orðin 26 að tölu; Morgun- Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Hilmarsson. Morgunblaðið/Sverrir blaðinu þótti tími til kominn að at- huga þessa útgáfu og knúði dyra hjá ritstjómnum, þeim Þorsteini Hilmarssyni og Þorsteini Gylfasyni heimspekingum. Þorsteinn Gylfa- son hrinti þessari útgáfu af stað LÆRDÓMSRIT Aristóteles: Um skáldskaparlistina. Noam Chomsky: Mál og mannshugur. Marcús Túllíus Ciceró: Um ellina. Frank Fraser Darling: Óbyggð og alls- nægtir. Albert Einstein: Afslæðiskenningin. Erasmus frá Rotterdam: Lof heimskunn- ar. Gottlob Frege: Undirstöðurreikningslisl- arinnar. Sigmund Freud: Um sálgreiningu. Karl von Frisch: Bera bý. John Kenneth Galbraith: Iðnríki okkar daga. Godfrcy Harold Hardy: Malsvörn stærð- fræðings. Stephen W. Hawking: Saga tímans. David Hume: Rannsókn á skilningsgáf- unni. David Hume: Samræður um trúarbrögð- in. John Locke: Ritgerð um rikisvald. John Stuart Mill: Frelsið. George Orwell: Dýrabær. Platón: Gorgías. Platón: Menón. Platón: Síðustu dagar Sókratesar. Charles Percy Snow: Valdstjórn og vísindi. Hugh Trevor Roper: Galdrafárið í Evr- ópu. Voltaire: Birtíngur. Max Weber: Mennt og máttur. Þeófrastos: Manngerðir. Þorleifur Halldórsson: Lof lyginnar. fyrir tuttugu árum. „Það bjuggust fáir við því að þessi útgáfa gæti staðið undir sér og engan óraði fyrir því hún ætti eftir að endast í tvo ártugi." Undirstöðurit Árið 1969 skrifaði Þorsteinn Gylfaspn um fyrirhugaða útgáfu, m.a: „í flokknum verða lærdóms- rit eingöngu. Þar verða alls engar fagrar bókmenntir sem svo eru nefndar." Höfundur þessara orða var inntur eftir því hvort Birtíngur eftir Voltaire eða Dýrabær eftir Orwell væm ekki „fagrar bók- menntir". „Undantekningin sannar regluna. Annars hafa báðar þessar bækur hugmyndafræðilegt og menningarsögulegt gildi. Fagur- bókmenntir með boðskap.“ — Hvað ræður vali á ritum til útgáfu? „Fyrst og fremst verður bókin að vera góð. Hún verður að hafa hlotið skýlaust lof fremstu manna. Helst þarf hún að örva lesendur til umhugsunar og skilnings og þá geta umdeildar bækur engu síður komið til greina. Við leitum að bók- um á sem flestum sviðum og viljum að fólk geti fundið í bókaflokknum áhugaverð og skiljanleg undirstöðu- rit í sem flestum greinum. í mörg- um fræðum er enginn hörgull á góðum bókum sem eiga erindi til okkar, t.d. virðist það vera hefð meðal eðlisfræðinga að setja saman alþýðleg yfírlitsrit.“ — Á hvaða sviði mannlegrar þekkingar finnst ykkur helst vanta bækur í lærdómsritaflokkinn? Þeófrastos Rotterdara Aristoteles Platón Gijót hefur orðið til svo hægt væri að höggva það sundur og byggja úr því kastala; og minn herra á einn dægilegan kastala, mesti greifinn í landsfjórðúngn- um verður að hafa best í kríngum sig; og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda erum við étandi svín ár og síð; Þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé f lagi eru hálfvit- ar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi.“ (Voltairc, Birtingur.) „Það vantar sárlega bækur á sviði nútímalíffræði. Við höfum leit- að dyrum og dyngjum að bók sem fjallar um sameindalífræði og lífheiminn í víðari skilningi. Það kom reyndar ein bók út árið 1972, Óbyggð og allsnægtif eftir Frank Fraser Darling. En það er engin spurning, Islendinga vantar góðar bækur um líffræði og umhverfis- mál. Því miður virðast nútímá líffræðingar gera lítið af því að koma sínum niðurstöðum og álykt- unum frá sér á þannig máli að venjulegt fólk skilji. — Kannski þeir hafi svo mikið að gera í rann- sóknarstofunum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.