Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 B 3 mond búa aðeins 300 þúsund manns. Svo er alltaf verið að segja að við séum svo fá og þessvegna getum við þetta ekki. Ég segi að það sé vitleysa — við getum þetta ef við viljum — og það er einmitt svona flokkur sem mig langar að byggja upp.“ Nú er mikill fjöldi af ungum börn- um í þeim þremur ballettskólum sem hér starfa. Geta þau sem hafa áhuga ekki haldið áfram í Listdans- skóla Þjóðleikhússins? „Þær sem komast úr þessum skólum inn í Þjóðleikhússkólann eru mjög fáar — hinar hætta. En þegar þær eru búnar í skólanum hjá Þjóð- leikhúsinu, bíður þeirra ekki neitt nema þær fari á skóla erlendis. Þá koma upp viss vandamál, því ekki er víst að allir foreldrar kæri sig um að senda bráðung börn sín til útlanda í harðan skóla — og hafa heldur ekki tækifæri til þess. Þegar ég fór í skólann í London, var ég 1-2 árum of sein. Eftir fyrsta árið voru þeir að hugsa um að segja mér að ég væri of sein - og láta mig hætta. En ég var svo rosalega áhugasöm og dugleg að þeir leyfðu mér að halda áfram. Ef mér hefði ekki verið gefið þetta tækifæri í London, væri ég ekki ballettdansari í dag — og það er hræðileg tilhugs- un.“ Þú hefur ekki dansað mikið hérna heima þann tíma sem þú hefur unnið sem dansari. (Morgunblaðið/Sverrir) „Nei, aðeins þrisvar sinnum. Ég dansaði með íslenska dansflokkn- um á Listahátíð fyrir tveimur árum og 1980, og í mars 1982 dansaði ég á móti Helga Tómassyni í Gis- elle. Það hafa bara-ekki verið fleiri tækifæri hér. íslenski dansflokkur- inn hefur svo fáar sýningar og stelpumar þar hafa orðið að fá að dansa þær sjálfar." Nú dansarðu við opnunarhátíð Listahátíðar, sem er aðeins fyrir boðsgesti. Hvers vegna kemurðu ekki oftar fram? „Ég veit það ekki. Ég fór fram á það, en fékk það svar að það væri ekki hægt.“ Svo við snúum okkur aftur að ballettinum í Richmond, þá er hann byggður á skóla sem mér heyrist að sé fyrirmynd að þeim skóla sem þú vilt koma á laggimar hér. Hversu unga nemendur tekur þessi skóli og hvernig er hann byggður upp? „Krakkarnir era teknir inn frá fímm ára aldri. Fyrst til að byija með era þau í látbragði og dans- gleði, sem byggð era á söng og klappi, og síðan læra þau að hreyfa sig eftir tónlist. Síðan er byrjað að þjálfa þau í ekta ballett. Yngstu flokkarnir mæta þrisvar í viku, en þeir eldri á hvetjum degi — líka á laugardögum. Tveir elstu hóparnir æfa í 2 '/z tíma á dag og af þeim tíma fer ein klukkustund í æfíngu á táskóm. Á laugardögum era æf- ingar í nútímadansi, jass og karakt- er. Elstu fiokkarnir era með sýning- ar tvisvar á ári, en þau minnstu með, eina sýningu. Síðan er það orðin hefð, alls staðar þar sem ball- ett er iðkaður í Bandaríkjunum, að dansa Hnotubijótinn á jólunum. Þetta er geysilega fjölmenn sýning og í henni eru dansarar alveg niður í yngstu hópana. Þau fá þessvegna markmið til að vinna að strax í upphafí. Það er inntökupróf í sýn- inguna, sem allir nemendur skólans mæta í. Allir kennararnir era í dóm- nefnd, en í þessum 800 manna skóla komast auðvitað ekki allir í sýning- una. Þegar krakkamir alast upp við það frá fímm ára aldri að eiga möguleika á að dansa í Hnotu- bijótnum, er það þeim mikið keppi- kefli að komast að og þau leggja sig mjög mikið fram. Og í Ameríku era engin jól á Hnotubijótsins. Þessa hefð vantar alveg hér. Það er rosalegt fjör að vinna með krökkunum úr skólanum. Þau eru svo áhugasöm og á hveijum jólum sjá þau hlutverkið sem þau stefna á næstu jól á eftir. Ef þau komast ekki, þá vita þau að þau þurfa að vera duglegri — þannig að bara þessi sýning, virkar sem mikil hvatning." Heldurðu að hér sé grundvöllur fyrir svona skóla? „Ég er að vona það — og ég veit að ég er alveg fær um að hrinda þessu í framkvæmd. Það tekur auð- vitað tíma að byggja svona skóla upp. Við þurfum að fá stuðning frá fólki sem hefur einhver peninga- völd. Það er dálítið erfitt, því það er útbreidd skoðun á íslandi að ballett sé bara eitthvert sprikl og hopp fyrir sætar stelpur. Fólk virð- ist ekki gera sér grein fyrir því að þetta er listgrein en ekki íþrótt og að dansinn er miklu erfíðari en nokkur íþróttagrein. Það hefur ver- ið gerð könnun á íþróttum og list- dansi í Bandaríkjunum og þar kom í ljós að dansarar eru undir ein- hveiju mesta líkamlegu álagi sem til er. í sambandi við þessa könnun voru bandarískir fótboltamenn sett- ir í þjálfun með dönsuram um tíma og þeir höfðu aldrei búist við að þetta væri svona rosalega erfítt. En þetta er líka andlegt álag, því þú ert að reyna að ná fullkomn- un. Þú verður betri og betri með hveijum deginum sem líður — en aldrei nógu góð, og það er mjög erfítt, andlega. Þú getur aldrei sagt, nú er ég orðin nógu góð, svo ég get bara hætt. Þetta er endalaust." Er þá ekki erfítt að hætta? „Jú. Enda hefur enginn sagt að það yrði auðvelt. En ef maður fær tækifæri til að byggja eitthvað upp, er það ekki eins erfítt. Þegar eitt- hvað endar — er það alltaf upphaf að einhveiju öðra.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Stephen W. Haw- George Orwell king John Stuart Mill Gottlob Frege Andleg spekt og drykkjuskapur? „En svo við komum aftur að vali á bókum, þá er allur gangur á því hvernig farið er af stað með einstök rit. Ýmist veljum við þau sjálfír og fáum þýðanda og inn- gangshöfund í verkið eða þá að fólk slær á þráðinn til okkar, kemur með bækur eða jafnvel drög að þýðingu. Við athugum uppástung- urnar og ráðfærum okkur við þá sem við teljum hafa vit á hveiju sinni.“ — Hvaða bækur ætlið þið að gefa næst út? „Æ, við viljum sem minnst segja, fyrr en hlutirnir eru fullfrágengnir ... Orðræða um aðferð eftir Dec- artes kemur út á næsta ári, höfuð- rit í vísindabyltingunni á 17. öid. Og svo erum við að vinna í bók um drykkjuskap, eða misnotkun áfeng- is ... Nei annars, það er ekki rétt að tala of mikið um framtíðina.“ — En nútíðina, er Hið íslenska bókmenntafélag farið að lofsyngja heimskuna? „Nei, tilgangur Bókmenntafélag- ins er enn sem fyrr sá sami; að efla mennt og andlegan þrótt land- manna. Lof heimskunnar er skop- ádeila, Erasmus hefur trúlega verið orðinn langþreyttur á því að reyna að koma vitinu fyrir samtímamenn sína. I bókinni kveður heimskan sér hljóðs og rekur hvernig menn og guðir eigi henni allt að þakka sem einhvers virði er. Hún bendir les- andanum á að líf vitringa geti verið píslarganga en líf heimskingja hið vænsta hnoss. En undirtónninn í bókinni er ákall eftir fegurra mannlífí og andlegri spekt. Bókin á ekki síður erindi til okkar í dag en fyrir fímm hundrað áram. Hið sama má segja um Þeófrast- os sem einnig kemur út núna. Hann var nemandi Platóns, handgenginn Aristótelesi og rak skóla í Aþenu. Það má ætla að hann hafði verið mjög afkastamikil við ritstörfín, þótt fátt verka hans hafi varðveist í tímans rás. Manngerðir eru lýsing- ar á þijátíu manngerðum eða „kar- akterum" og er engin þeirra falleg: Smjaður, blaður, óþokkaskapur, dindilmennska, illmælgi, meinfýsi, nurl o.s.frv. Allt saman eiginleikar sem við könnumst við í daglega lífinu. Hver manngerð er skilgreind og háttalag hennar útlistað í fáein- um orðum. Þeófrastos er hnyttinn, ekki síst vegna þess að hann neitar sér um að láta hnjóðsyrði falla um kauðann sama á hveiju gengur.“ Miklihvellur Annars er þriðja bókin sem við eram nú að gefa út Saga tímans eftir Stephen Hawking ný af nál- inni. Hún kom út fyrirtveimur árum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessi bók er skrifuð fyrir almenning fremur en sérfræðinga og er met- sölubók víða erlendis. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur hún fær hér.“ Við svínin vinnum með heilan- um. Öll skipulagning og rekstur búskaparins hvílir á herðum okkar. Dag og nótt vökum við yfír velferð ykkar. Það erykkar vegna að við drekkum mjólkina og étum eplin. Vitið þið hvað verða mundi ef við svínin brygðumst skyldu okkar? Jón bóndi mundi koma aftur!“ (George Orwell, Dýrabær.) MÁLÆÐI: Málæði — ef einhver kærir sig um að skil- greina það — virðist vera hömluleysi í tali ... Sem dómari aftrar hann því að dómur falli, sem áhorfandi að hægt sé að fylgjast með og sem veislugestur að hægt sé að njóta matarins. Hann bendir á að erfítt sé fyrir málugan mann að þegja, hann hafí nú einu sinni liðugan talanda og gæti ekki þagað þótt menn álitu hann hinn versta kjataskúm. Hann má þola háð og spott, jafnvel frá sínum eigin börnum. Þegar þau vilja lokins fara í háttinn, biðja þau hann að tala við sig með þessum orðum: „Pabbi kjaftaðu svolítið við okkur svo við sofnum.“ (Þeofrastos, Manngerðir.) NÍSKA: Níska er aðhaldssemi í fjármálum umfram Nískupúkinn það sem góðu hófí gegnir ... Hversu ódýru verði sem einhver verslar fyrir hann, kallar hann það óþarft bruðl... Ef kona hans týnir koparpen- ingi má búast við að hann færi úr stað húsbúnað, rúm og kistur og leiti í slæðunum hennar ... Hann er vís til að taka bæði dráttarvexti og vaxtavexti." (Þeofrastos, Manngerðir.) — Saga tímans er dálítið víðfeðmur eða óljós titill, um hvað fjallar bókin? „Heimsfræði, fræði um alheim- inn og tímann. — Ekki bara frá upphafí heldur einnig í upphafí. Hawking hefur meðal annars rann- sakað upphaf alheimsins í mikla- hvelli, „big bang“ og svo líka enda- lok stjarna þegar þær hrynja undan eigin þunga í svonefnd svarthol. En það sem er framlegt hjá Hawking er að hann setur fram tilgátur til að samræma heim ör- eindanna og víðáttur himingeims- ins. Höfuðkenningar eðlisfræðinn- ar; afstæðiskenning Einsteins og kenningar skammtafræðinnar um hegðun öreinda era að nokkra leyti ósamræmanlegar. Við miklahvell og í svartholunum verða mæli- stærðir afstæðiskenningarinnar óendanlegar og hún því ófær um að lýsa því sem þar gerist. Hawking vill bæta úr þessu með því að setja fram nýja kenningu sem fellir sam- an atriði úr afstæðiskenningunni og skammtafræðinni. Sú kenning er enn sem komið er óljós í mörgum atriðum en Hawking bendir á að samkvæmt henni eigi tíminn sér takmörk og stærð alheimsins sé endanleg." — Upphaf og endir, Einstein og Mengun og offjölgun fólks era tvær greinar af sama meiði, sem teygja sig yfír heims- byggðina gráar og skuggaleg- ar. Við getum annaðhvort leyft þeim að þrengja að okkur, unz við erum nær dauða en lífí, eða brotist frá þeim út í bjarta og fagra veröld, sein við trúum á og erum staðráðnir í að verja, meðan við megum.“ (Frank Fraser Darling, Óbyggð ogalls- nægtir.) skammtafræði, er þetta ekki full- mikið í einni bók? „Það er afrek hjá Hawking að gera þessu skil á rétt rúmum 200 blaðsíðum. Auðvitað gerir svona bók ákveðnar kröfur til lesandans en lærdómsritin eru fyrir fólk með áhuga. Ekki bara á „hráum fróð- leik“, heldur fyrir fólk sem vill skilja heiminn í kringum sig. Við reynum samt að létta undir með lesandanum. Þýðandinn er undantekningarlaust kunnugur efninu og við ritstjórarnir erum til þess að gera óvanalega afskipta- samir. Þýðandanum til halds og trausts eru að jafnaði kallaðir til sérfræðingar til að yfírfara verkið, skrifa inngang, aðstoða þýðanda t.d. við athugasemdir eða orðskýr- ingar. Við reynum að byggja upp hóp í kringum hveija bók til að gera hana sem best úr garði.“ Platón metsöluhöfundur — Gæði kosta eitthvað, hvað kostar eitt stykki lærdómsrit? „1.800-1.900 kr. Þessar bækur eru dýrar í útgáfu og salan er að jafnaði ekki hröð. Annars hafa sum ritin gengið merkjanlega vel, en önnur síður — eins og gengur. Svo er að sjá að bækur sem snerta hagsýslu og stjómmál gangi einna best. Svo er nokkuð stöðug sala á heimspekiritunum. Frelsið eftir John Stuart Mill hefur tvíveg- is verið gefíð út og hið sama gildir um Afstæðiskenninguna eftir Ein- stein og Iðnríki okkar daga eftir John Kenneth Galbraith hefur verið þrívegis verið gefíð út. Við höfum gefið þijár bækur út eftir Platón og ein þeirra Síðustu dagar Sókrat- esar er þessa dagana að koma út í þriðja sinn, — svo segja má að Platón sé okkar metsöluhöfundur. Hluti skýringarinnar á góðri sölu liggur e.t.v. í því að ýmis lærdóms- rit hafa verið notuð sem kennslu- efni í skólum.“ — Er það upplýsingu og lærdómi til framdráttar að hafa „skyldu- bundinn lesendahóp" sem les fræðin nauðugur viljugur? „Hann gerir það viljugur, a.m.k. stundum því þessar bækur era oft kenndar í valgreinum. — Lærdóms- ritin virðast vinsælli en „eiginlegar" kennslubækur. Nemendur eru ófeimnir við að fá bækur lánaðar ef þeir geta og vilja ekki kaupa en við höfum ekki orðið varir við ann- að en að þeir vilji eiga þessi rit; þar fá þeir fræðin frá fyrstu hendi." — Þið sögðust vilja gefa út bæk- ur til að auka skilning ekki síður en vitneskju, fínnst ykkur að skiln- ingur fari vaxandi meðal íslend- inga? „Tja, ef tekið er mið af nemend- um í Háskólanum, virðast þeir sjálf- stæðari í hugsun og skilningsbetri en á árum áður. Það gæti verið vegna þess að menn eru ekki of mikið fyrir það að sanka að sér fróðleik. Hver veit nema það knýi þá til að leggja meir rækt við skiln- inginn? PLE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.