Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 8
í. 8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Kaiuiski er það kostur - að draumur manns rætist ekki Að lokum lítið annað en minning um tilfinningu (egg og lirfa og púpa en hvar er fíðrildið?) þagnarmál á vörum en augu full af ljóðum Ljóðmál" er heitið á ljóðinu hér að framan og er úr ljóðabók, sem væritanleg er á þessu ári. Bókin ber heit- ið „Mýrarljós", og er eftir Gylfa Gröndal. Mýrarljós verður 6. ljóða- bók Gylfa, en sú fyrsta, „Náttfíðr- ildi“, kom út árið 1975. Næst sendi Gylfí frá sér „Draumljóð um vetur“, 1978, „Döggslóð“, 1979, „Her- námsljóð", 1983 og „Eilíft andar- tak“, 1986. Einnig hafa birst ljóð eftir Gylfa í Ljóðum ungra skálda, Árbók skálda, Menntaskólaljóðum, Ljóðaárbók 1988, Ljóðsporum og Ljóðspeglum. Gylfi er þó þekktur fyrir fleira en ljóðabækur sínar, því hann hefur líklega skrifað fleiri ævisögur og viðtalsbækur en nokkur annar. Þeg- ar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, hafði hann árum saman starfað sem blaðamaður og ritstjóri. „Það gerist oft með blaðamenn, að þegar þeir hafa starfað sem slíkir í nokkur ár, þá er eins og þeir séu orðnir mettir og fara að feta sig inn í ritstörfin," segir Gylfí, þegar ég spyr hann, hvers vegna hann fór að skrifa ævisögur og viðtalsbækur. „Ég bytjaði kornungur að vinna sem blaðamaður á Alþýðublaðinu. Á þeim tíma var mikið að gerast í fjöl- miðlaheiminum og tækifærin voru mjög mörg. Tæknin var að aukast og blöðin voru að stækka." Það má til sanns vegar færa, því Gylfi var aðeins 24 ára gamall, þegar hann var ráðinn ritstjóri Fálkans. Þeirri stöðu gegndi hann í þrjú ár, eða þar "■fc-íil hann var gerður að ritstjóra Al- þýðublaðsins, 27 ára gamall. „Þetta voru miklir breytingatímar og meðal þeirra nýjunga sem við á Alþýðublaðinu brydduðum upp á þá, var að ráða Ólaf Jónsson til að skrifa gagnrýni — og ekkert annað. Þá héldu menn að þetta yrði fram- tíðin; fastir menn í menningarskrif- um. En það varð nú ekkert úr því þá.“ Varstu ekkert farinn að yrkja á þessum tíma? „Jú, heldur betur,“ svarar Gylfí, „ég var sískrifandi frá því ég var barn og gaf út mínar eigin bækur og blöð. Þetta var svo mikil starf- semi hjá mér, að mér var gefin svört ERICÁ-ritvél þegar ég var aðeins tíu ára. En hún er nú glötuð. En heimurinn er skrýtinn. Þijátíu árum eftir að ég fékk mína ritvél, kom ég eitt sinn heim til Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, og þá sá ég alveg eins vél á borðinu hjá honum. Hann skrifaði öll sín snilldarverk á hana. Ég var stöðugt að yrkja og þegar ég var í Menntaskólanum í Reykja- vík má segja að ég hafi verið meðal hinna áberandi skólaskálda. Mér er mjög minnisstætt, að við ortum mikið af dægurlagatextum, sem voru sungnir í skólanum. En við settum þá aldrei neitt í samband við alvöru ljóðlist. Við gerðum mjög skörp skil þar á milli. Ljóðagerðin var heilög í okkar huga. Við stund- uðum hana af mjög mikilli alvöru og við Ólafur Jónsson unnum okkur það til frægðar á menntaskólaárun- V um, að fá birt ljóð eftir okkur í „Ljóðum ungra skálda“, sem Magn- ús Ásgeirsson gaf út. Enda þótti það alltaf sjálfgefið að ég mundi leggja fyrir mig ritstörf. Það var engin spurning. Og ef einhver hefði sagt við mig þá, að ég ætti eftir að skrifa viðtalsbækur, hefði ég sagt: Ekki aldeilis.“ En svo gerðirðu það. „Já,“ segir Gylfi, þegir smástund og brosir: „Þegar ég fór í blaða- mennskuna, fékk ég mjög mikinn áhuga á henni. Þá kynntist ég bók- menntalífínu innan frá — og öllu því sem gerist á bak við bókaútgáf- una. Og það var mikill darraðar- dans. Og þar voru öll þessi hags- munatengsl. Auðvitað gat ég gefið út ljóðabækur, vegna þess að ég eignaðist vini og kunningja sem störfuðu við út-gáfu. En hvers virði er frægð, sem ég bý til sjálfur, með hjálp vina? Svo var það minn raun- verulegi vinahópur sem var mjög vandlátur og gagnrýndi mjög harka- lega. Kannski tók ég of mikið mark á þeim. Allavega dróst það lengi að i ég gæfi út ljóðabók. En svo fór ég að ókyrrast, þegar ' fór að líða á ævi mína og mér fannst ég vera að svíkja æskuhugsjónina og það gerðist dálítið undarlegt. — Ég fór eitt sinn á fyrirlestur hjá bókmenntafræðingi, sem talaði um skáld, sem höfðu farið mjög vel af stað, en höfðu síðan hætt að yrkja — ég var þeirra á meðal. Ég varð, að vonum, mjög sár yfir þessu, því ég hafði aldrei hætt að yrkja. En það var fyrst og fremst fyrir hvatningu frá konunni minni, Þórönnu, að ég gaf út fyrstu ljóða- bókina — 39 ára gamall. Ég var alltaf að yrkja og þetta lá út um allt hús — og hún varð óneitanlega vör við andvökunæturnar, þegar þetta sótti á mig.“ Hvernig leið þér, þegar bókin kom út? „Biddu fyrir þér — þetta var al- veg geysileg spenna. Én hún vakti enga sérstaka athygli, frekar en ljóðabækur yfirleitt. En þá fylltist ég þvermóðsku og hélt áfram . .. ... þetta er ólæknandi ástríða. Annars er þetta ættgengur sjúk- dómur — ég er sjötti ættliðurinn, sem er að fást við þetta. Onnur ástæða fyrir því að ég dró svo lengi að gefa út bók, var að á þessum tíma voru miklir fordómar ríkjandi í ljóðlistinni — og það átti sér stað meiri háttar formbylting. En ég hafði eignast ljóð eftir mód- ernistana þegar ég var mjög ungur; Dymbilvöku og Imbrudaga, eftir Hannes Sigfússon, þegar ég var 13-15 ára og um sama leyti Svart- álfadans, eftir Stefán Hörð. Þessar bækur mótuðu mann ansi mikið. Nýrómantísku skáldin höfðu líka mjög mikil áhrif á mig; þeir Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson. Svo kom Hann- es Pétursson. Hann sló í gegn í Ljóð- um ungra skálda þegar ég var í menntaskóla. Atómskáldin töldu hann svikara, því hann fór bil beggja. En þetta voru allt þrætur um skegg keisarans — því ljóð mód- ernistanna eru eins ólík og hugsast getur, þótt öll séu þau sett í einn pott. Og þótt menn þjarki endalaust um hvað er ljóð og hvað er ekki ljóð, held ég að engum hafi tekist að skilgreina hvað ljóð er. Og þó. Ég hef heyrt eina skil- greiningu, sem ég er sáttur við: „Ljóð er iðkun máls.“ Það hefur líka verið sagt að ljóð sé lífsreynsla — og hvað mig sjálfan varðar, þá vil ég að mín ljóð séu minning um til- finningu." Eru þá ekki öll ljóð minning um tilfinningu? „Nei, því miður er ekki mikið um tilfinningar hjá póstmódernistunum. Ljóðagerð þeirra er oft flöt og of nærri prósanum. Mér finnst ljóð þurfa að hafa í sér vissar stað- reyndir. Það þarf að vera sterk hrynjandi og hún þarf ekkert að vera í tengslum við stuðla og höfuð- stafí. Það þarf að vera mjög sterkur hljómur í ljóðum. Það heyrist best, þegar lesið er upp. Hljómur er það sem kallað er lýrik. Lýrik er dregið af gríska orðinu lyra, sem er strengjahljóðfæri og þetta strengja- hljóðfæri, sem ljóðið er, verður að hljóma. Póstmódernistarnir eru dálítið torræðir. Ég hef aldrei fallið í þá freistni að yrkja ljoð sem eru mynda- gáta fyrir bókmenntafræðinga. En það virðist ganga nokkuð vel að vera torræður í dag. En þá erum við kannski komin að skilgreining- unni... ... en það er nú einu sinni svo, að þótt erfitt sé að skilgreina ljóð, Spjallað við Gylfa Gröndal ríthöfund um ljóðagerð, viðtalsbækur og blaðamennsku finnst mér þau verða að höfða til tilfinninganna.“ Gylfi hefur skrifað alls 22 bæk- ur; ævisögur og viðtalsbækur og þegar ég spyr hann hvers vegna hann hafi farið út á þær brautir, svarar hann: „Ég skrifaði fyrstu viðtalsbókina árið 1974. Hún heitir „Frá Rauða- sandi til Rússíá“. Á þessum tíma var mjög mikill ljómi yfír þessu bókmenntaformi. Eg hef alltaf litið á viðtalsbækur sem hluta af blaða- mennsku, þótt þær séu visst form af list — þegar best lætur. Það eru allar viðtalsbækur settar undir sama hatt í dag — og það er mjög óréttlátt. Það eru til dæmis ekki allar skáldsögur settar undir sama hatt. Það eru til mjög lélegar skáldsögur, sem njóta meiri virðing- ar en góð viðtalsbók. En það er kannski ekki hollt að fá meiri viðurkenningu; á meðan maður fær hana ekki, lifir viss ögr- un. Hvað getur maður svosem gert eftir að hafa sent frá sér 'oók, sem allir telja meistaraverk? Kannski er það bara kostur að draumur manns rætist ekki.“ Hvers vegna heldurðu að viðtals- bækur njóti ekki þeirrar viðurkenn- ingar sem þeim ber, ef þær eru góðar? „Þetta er dálítið ný listgrein. Þú sérð að fyrsta viðtalsbókin hér á landi er „I kompaníi við allífíð" þar sem Matthías Johannessen ræðir við Þórberg Þórðarson. Við erum mjög fáir sem höfum fengist við að skrifa bækur af þessu tagi, þar til á allra seinustu árum. Þá fjölgar þeim mjög skyndilega. Það eru margir blaða- menn sem hafa skrifað eina til tvær bækur. Fyrir nokkrum árum breyttist þessi iðja í iðnað, með markaðssetn- ingu og öllu tilheyrandi — og í fram- haldi af því er farið að selja fólk, en ekki bækur." Hvaða eiginleika þarf góð viðtals- bók að hafa? „Hún þarf að hafa mjög marga eiginleika. Hún þarf fyrst og fremst að vera skemmtileg og skrifuð á góðu máli. Varðandi skrásetningu í 1. persónu, þá þurfa menn að hafa í huga að það þarf að þræða vandr- atað einstigi á milli talmáls og rit- máls — og það er ekki auðvelt. Síðast en ekki síst þarf viðtalsbók að hafa heimildargildi — og þegar best lætur er hún einnig persónulýs- ing. Persónan þarf að vera ljóslif- andi í frásögn sinni. Heimildaöflun er líklega sá þáttur sem er hvað mest vanræktur í viðtalsbókum hér á landi, en hann hefur gífurlega þýðingu. Minni manna getur leikið þá grátt; það getur verið að viðmæl- andi manns segi manni frá einhverj- um löngu liðnum atburðum. Þegar maður fer svo að afla heimilda, sér maður að viðkomandi man þá ekki rétt og maður verður að reka allt ofan í hann aftur. Varðandi heimildagildi bóka, get ég sagt þér að þegar ég skrifaði bókina um Kristján Sveinsson, augnlækni, þá sagði hann við mig: „Einu sinni sá ég sveitaflutninga þegar ég var strákur. Þetta var ung kona með þijú börn og það var ver- ið að flytja hana i sveit mannsins hennar." Svo sagði Kristján: „Eitt þessara barna varð síðar þjóðkunn- ugt skáld og þetta skáld var Steinn Steinarr." Þegar maður lendir í svona, fer viss fiðringur um mann og þá er gaman að fást við þetta. En til að vera viss um söguna, verður maður að fletta upp í heimildum. Ég hef tekið óskaplega mikið af viðtölum. Einu sinni var ég að taka viðtal við ekkju Jóhannesar úr Kötl- um. Utan viðtalsins sagði hún mér frá viðtökunum sem bækur hans fengu: „0, hann fékk alltaf skamm- ir fyrir þetta, hann Jóhannes minn.“ Ég leit á hana vantrúaður og sagði: Þó ekki frá samheijum sínum. „Ó jú,“ svaraði hún, „þeir skömmuðu hann líka — og það þótti honum verst af öllu.“ Ég spurði hana hvort hann hefði ekki fengið viðurkenn- ingu í lokin, en þá sagði hún að hann hefði verið orðinn svo gamall, að honum var orðið sama. Ég tók líka einu sinni viðtal við Ásthildi Björnsdóttur, ekkju Steins. Ég spurði hana hvort hún héldi ekki að hann yrði hissa ef hann vissi hversu végur hans sem skálds hefði vaxið eftir að hann dó — og hún svaraði: „Nei, hann vissi það alltaf, að hann yrði frægur eftir sinn dag.““ Jæja Gylfi, frægðin, viðurkenn- ingin og draumar sem rætast eru kannski hluti af þessu — en segðu mér á hveiju þú lumar þetta árið. „Nú, það er þetta ljóðahandrit, sem ég ætla mér að koma út á ár- inu. Svo er ég með viðtalsbók . ..“ Við hvem? „Núna rétt eftir áramótin hringdi til mín þjóðkunnur maður, sem heit- ir Bjöm á Löngumýri, bóndi og þing- maður, og hann spurði einfaldlega: „Viltu skrifa um mig bók?“ Ég fór að heimsækja hann og hann var svo skemmtilegur að hann hressti veru- lega upp á sálarhróið mitt. Þegar ég var búinn að heimsækja hann nokkrum sinnum í þijá mán- uði, fór ég að leita til útgefenda — sem bar árangur og ef vel gengur, þá kemur þessi bók út í haust. Björn hefur að mínum dómi flest það sem til þarf í viðtalsbók. Hann hefur góða frásagnargáfu. Hann hefur þetta skemmtilega hún- vetnska málfar og er bæði fyndinn og skemmtilegur. Hann er núna 85 ára og það er heil forneskja sem hann man. En það er erfíð glíma að ná honum; bæði frásagnargáf- unni og fyndninni." Þannig að þú ert rétt einu sinni tvískiptur milli ljóðagerðarinnar og blaðamennskunnar í formi viðtals- bóka. „Já, og okki bara tvískiptur, held- ur margskiptur. Eftir að ég hætti á Alþýðublaðinu var ég ritstjóri Vik- unnar í átta ár — og hef núna ver- ið ritstjóri Samvinnunnar í 14 ár. Þegar það blað var lagt niður, fór ég að hugsa um það hvort ég ætl- aði að halda áfram að vinna fast við blaðamennsku, en ákvað svo að starfa á eigin vegum — og sjá svona til. í stuttu máli, þá hef ég meira að gera en nokkru sinni áður. Það er dálítið mikil breyting að vera ein- yrki. Það hefur bæði kosti og galla, en ritstörf eru einmanaleg í eðli sínu því þau eru eilíf glíma: Glíma við mál og stíl er alltaf erfið og verður erfiðari eftir því sem maður skrifar fleiri bækur. Ég verð sífellt gagn- rýnni á sjálfan mig og les helst ekki bækur sem ég hef skrifað áður — einbeiti mér bara að þeirri sem ég er að skrifa hveiju sinni.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.