Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Morgunblaðið/KGA Nokkir flytjenda: Sögumaður Signý Sæmundsdóttir, ísak Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Abraham Viðar Gunnarsson, engillinn Sigríður Gröndal, Kristján Eldjárn fylgdarmaður úr húsi Abrahams. HNIFEVN A LOFT í HÁTEIGSKIRKJU Kirkjuópera eftirJohn Speight „ABRAHAM og ísak,“ fyrsta íslenska kirkjuóperan sem sögur fara af verður frumflutt mánu- dagskvöldið 4. júní í Háteigs- kirkju og sýningin endurtekin kvöldið eftir. Hvað er kirlg'uóp- era? Höfúndur verksins John Speight var beðinn um að svara því. V ■ irkjuópera er kirkjutón- JL, JL.list byggð á biblíutexta eða trúarlegu efni. íslendingar þekkja vel til stórra kórverka, óra- toría sem nota biblíutexta t.d. „Messías" eftir Handel eða „Matthe- usarpassían" eftir Bach. En þetta verk er ópera, þ.e.a.s. hún er svið- 5-sett og söngvarar eru klæddir í leik- búninga. Þótt verkið sé trúarlegt og flutt í kirkju þá lýtur það lögmálum óperuflutningsins rétt eins og það væri flutt í léikhúsi éða t.d. Gamla bíói.“ — Eru ritningatextar hent- ugt óperuefni? „Mjög hentugir. Það eru ótrúlega mikil átök og drama í biblíusögun- um. Lestu textann sem ég byggi á, 22. kafla 1. Mósebókar, 1.-19. vers, þar sem segir frá því þegar guð reyn- ir Abraham. Hann er reiðuhúinn til að slátra syni sínum!“ — 19 vers gera rúmlega hálfa blaðsíðu. Nægir það í heila óperu? „Óperan er nú ekki löng, tekur tæpar 40 mínútur í flutningi. En það er rétt, biblíutextinn er ekki marg- orður þótt hann segi mikið í fáum orðum. Eg nota því einnig gömul þjóðleg sálmalög úr safni Bjarna Þorsteinssonar." Gömul íslensk sálmalög, þú sækir ekki fyrirmyndir t.d. í enska kirkju- tónlistarhefð? „Eg held að ég sæki ekki í neina sérstaka hefð. Það eru að auðvitað til helgileikir og alþekktar kirkju- óperur t.d. eftir Britten. Ég reyni að vera ég sjálfur — og J-kannski dálítið íslenskur. Texti Mósebókar er mjög dramatískur. í óperum fylgir gjarnan aría á eftir dramatískum kafla svona til að hvíla áheyrendur. I þessari óperu þjóna gömlu sálmalögin þessu hlutverki. Þau eru útsett á mjög einfaldan hátt og éru hugsuð til hvíldar og . íhugunar, og stuðnings við biblíutex- ■'tann." — En tildrög þess að þú samdir þetta verk. Varstu að lesa 1. Móse- bók þér til sáluhjálpar eða afþreying- ar, fékkstu hugljómun, heyrðirðu í engli Drottins? „Ekkert svo dramatískt. Drif- krafturinn kom frá Elínu Sigurvins- dóttur söngkonu — og sóknarnefnd- armanni í Háteigssókn. Elín hefur safnað okkur nokkrum söngvurum saman til að flytja kirkjutónlist og það kom fljótlega til tals að semja og flytja óperu. Og þessi uppfærsla er styrkt af Háteigskirkju og Lista- hátíðinni." John Speight Morgunblaðið/KGA — Af hveiju var sagan af fórn Abrahmas valin? „Það er náttúrulega drama í sög- unni, og svo hafði það sitt að segja að þetta er mín frumraun á þessu sviði og því vildi ég ekki hafa verkið of langt." Fjóreinn guð „Ópera er samþættjng margra listgreina, Guðmundur Óli Gunnars- son stjórnar hljómsveitinni, Snorri Sveinn Friðriksson hefur hannað leikmynd og búninga. Geirlaug Þor- valdsdóttir stjórnar hinum leikrænu tilþrifum. Hún ætlar að leysa það vandamál hvernig eigi að birta Drottinn guð sem er sunginn af kvartett." — Er guð ekki þríeinn? „Þrenningin er heilög, en ég þurfti, sópran, allt, tenór og bassa. Sigrún Gestsdóttir, Elísabet Waage, Sigursveinn Magnússon og Halldór Vilhelmsson syngja fyrir guð.“ — En engilinn? „Engilinn, há sópranrödd, Sigríð- ur Gröndal." — Verður Sigríður með vængi? „Nei, — ekki nema hún flúgi á vængjum söngsins." — Mannlegi þátturinn? „Já, til að syngja Abraham hinn stöðuga og tnífasta, þarf voldugan og mikinn bassa; Viðar Gunnarsson. ísak? Bamslegt trúnaðartraust, til þess þarf messósópran Hrafnhildi Guðmundsdóttur. Og til að segja frá atburðarás sem ekki kemur fram í leiknum þarf sögumenn, sópran og tenór; Signýju Sæmundsdóttir og Þorgeir Andrésson." — Hvemig er hljómsveitarskip- anin? „Það verður kammerhljómsveit, flauta, óbó, klarinett, bassaklarinett, trompett, horn, básúna, píanó, 2 fíðl- ur, 1 lágfiðla, selló, kontrabassi." — Engin harpa, hljóðfæri engla? „Nei, en Sigríður hefur engla- rödd.“ — Standa einhver ákveðin hljóð- færi nær guði? „Ég nota nú eiginlega ekki hljóð- færin þannig að ég þau tengi þau ákveðnum persónum. — Er þó kannski ekki frá því að strengimir fylgi rödd — eða hinum fjórum rödd- um — gu'ðs. Og Abraham hefur stundum stuðning af horni eða klari- nett.“ — Að endingu, megum við eiga von á annarri kirkjuóperu fljótlega, t.a.m. um efni úr nýja testamentinu? „Hvað skal segja. Síðan ég kom fyrst til Skálholts hefur mig langað til að til að semja óperu um atburði eða sögur sem þar hafa gerst. Fáir staðir hafa eins kynngimagnað and- rúmsloft." PLE SÖNGVARAR ERUAÐGERA ÞAÐGOTT Varla fer framhjá íslendingum að íslenskir söngvarar eru að gera það gott. Stöðugt eru fréttir í blöð- um af ungu fólki sem að loknu námi er að ráða sig til að syngja við erlendar óperur og slá í gegn heima. Og það er gaman að fylgj- ast með þessu fólki og hvað það er að gera. Óperublaðið, sem gef- ið er út af Styrktarfélagi íslensku óperunnar, flytur styrktarfélögum í síðasta hefti fréttir af söngvurum og fyrirætlunum þeirra. Hafa rit- stjórar góðfúslega leyft okkur að ganga í fréttasjóðinn. Elsa Waage kontraltsöng- kona hélt debut-tónleika sína í íslensku óperunni 18. nóvember sl. Elsa hef- ur verið í framhaldsnámi í Bandaríkjunum á undanfömum árum og haldið þar fjölmarga tón- leika. Hún hyggst leggja fyrir sig bæði óperusöng og ljóðasöng og ætl- ar að leita fyrir sér hjá umboðsmönn- um í Evrópu nú á þessu vori. Tónleik- ar Elsu í Operunni þóttu takast mjög vel og var -það mál manna að hún hefði mikla og glæsilega rödd. Páll Jóhannsson, hinn norðlenski tenór, hefur verið ráðinn til að syngja hjá Stora Teatern i Gautaborg nú í vetur. „Storan" er næststærsta óperuhús í Svíþjóð á eftir Stokkhólm- sóperunni. Viðar Ggnnarsson bassasöngvari er kominn til Vínarborgar, þar sem hann syngur hlutverk Sarastrós í Töfraflautunni eftir Mozart í upp- færslu Kammeróperunnar. Honum hefur verið mjög vel tekið. Viðari hefur verið boðið að syngja sama hlutverk í uppfærslu Töfraflautunnar nú í sumar í Schönbrunner Schlosste- ater. Viðar hefur tekið þátt í næstum hverri einustu sýningu íslensku óf>e- runnar á undanfömum ámm og segja ritstjórar í Ópemblaðinu það mikinn skaða að missa hann til útlanda, en ferð Viðars til Vínar er liður í ætlun; um hans að leita fyrir sér erlendis. í því skyni hefur hann sagt upp traustri framkvæmdastjórastöðu hér heima til að geta helgað sig söngnum. Hann kom heim í maí til að syngja á ljóða- tónleikum í Gerðubergi. Af Kristjáni Jóhannssyni er það helst að frétta að hann verður meira eða minna viðloðandi Scala-óperuna í Mílanó á næsta ári og mun koma þar fram í þremur til fjórum ópemm. Vegna veikinda Kristjáns í desember varð ekki af að hann syngi í ópe- runni I Vespri Siciliani, en hann söng hlutverkið á óperuhátíðinni í Mont- pelier í Frakklandi í apríl. Einnig átti hann að koma fram í Carnegie Hall í New York, þar sem hann tók þátt í uppfærslu á ópemnni La Vally eftir Catalani. Þá hefur verið afráðið að hann muni syngja í Grímudans- leiknum eftir Verdi í Chicago 1991 og skömmu síðar í sama verki í Dall- as í Texas. í janúar söng Kristján í La Fanciulla Del West eftir Puccini í ópemhúsinu í Palermó á Sikiley. Gerði Kristján þar mikla lukku, en hann hefur áður komið fram í þessu húsi við miklar vinsældir. Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari kom fram á tónleikum á tónlistarhátíðinni í Buxton í Englandi sl. sumar og fékk þá mjög góða dóma í enskum blöðum, en hann hefur ver- ið í námi í London nú í vetur. Hann hefur gert samning við ópemna í Cardiff í Wales og mun syngja í Cosi fan tutte eftir Mozart í júní. Gunnar hefur verið svo heppinn að komast undir handatjaðar Nicolai Gedda og fer í tíma til hans öðm hvoru og þigg- ur af honum ráðgjöf. í janúar sl. söng Gunnar ljóðaflokkinn Die Schöne Mullerin eftir Frans Schubert á tónleikum á Akureyri og í Hafnar- firði. Gunnar túlkaði þennan ljóða- flokk frábærlega vel, en meðleikari á píanó var Jónas Ingimundarson. Guðbjörn Guðbjörnsson tenór- söngvari hefur gert tveggja ára samning við óperuhúsið í Kiel í V- Þýskalandi. Hefur verið ákveðið að hann fari þar með hlutverk Ferrandos í Cosi fan tutte, hlutverk Emestos í Don Pasquale og hlutverk í Kátu ekkjunni. Frá því í vor hefur Guð- bjöm verið við stúdíó ópemhússins í Zúrich í Sviss og hefur hann þegið boð um að syngja inn á hljómplötu á þess vegum nú í sumar. Um er að ræða upptöku á óperanni „Fötin skapa manninn" eftir Szmilinsky. Kristinn Sigmundsson starfar við ópemhúsið í Wiesbaden í Vestur- Þýskalandi nú í vetur. Hann hefur þegar sungið titilhlutverkið í Don “j Giovanni eftir Mozart og hlaut góða ™ dóma fyrir. Skömmu fyrir jól kom Kristinn fram á tónleikum ópemhúss- ins og flutti ljóðasöngva eftir Schu- bert. í framhaldi af því var honum boðið að syngja inn á tvær plötur sem I ópemhúsið hyggst gefa út og ákveð- ið að hann syngi inn á aðra þeirra nú í vor. Þar mun hann syngja ljóða- söngva eftir Schubert, en á hinni plöt- unni, sem fyrirhugað er að hann syngi í haust, verða tíu ljóðasöngvar eftir Schubert, sem aldrei hafa verið gefn- ir út, hvorki á- nótum né á plötu. Þetta er því fyrsti flutningur þessara ljóðasöngva frá árinu 1816, nema hvað hann flutti einn þeirra á tónleik- unum í desember. Óhætt er að full- yrða að þetta verði stórmerkur við- burður í tónlistarheiminum og hlýtur að vekja mikla athygli. Fieira er á döfinni hjá Kristni, því hann mun syngja inn á plötu í ópemnni Don Giovanni eftir Mozart, sem Decca gefur út næsta haust. Þar mun hann syngja hlutverk Commendatore, en Hakan Hagegard syngur titilhlut- verkið. Það eru söngvarar og hljóm- , sveit Drottningholm-óperuhússins í "" Stokkhólmi sem standa að flutningi, en stjórnandi er Amold Östmann. Næsta sumar mun Kristinn einmitt taka þátt í flutningi Drottningholm- óperunnar á Don Giovanni. Fleira stendur til, svo sem þátttaka í kon- sertuppfærslu á Die Frau ohne Schatten eftir Richard Strauss með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam, en þar mun Kristinn syngja tvö hlutverk. Hann hefur einn- ig fengið boð um að syngja með sömu TONLEIKAR IJUIMI FÓSTUDAGINN, 1. Borgarleikhúsið, kl. 20.30 Opnun Listahátíðar Sinfóníuhljómsveit ís- lands Einl.: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla. Stj. Petri Sakari. Leifúr Þórar- insson: Mót (frumfl.), Sarasate: Carm- en Fantasia, Minkus : Don Quixote. LAUGARDAGINN, 2. íslenska óperan, kl. 13.30. Listahátíð í Garðabæ. Tónleikar með ungum tón- listarmönnum. Listahátíð í Reykjavík. Háskólabíó, kl. 17.00. Sinfóníuhljómsveit fslands. Einl.: Andrej Gavrilov, píanó. Stj. J. Kaspszyk. Tchaikofsky : Forleikur 1812. Rachmaninoff : Tilbrigði um stef eftir Paganini. Beethoven : Sinfónta nr. 3. SUNNUDAGINN, 3. Listasafn íslands, kl. 15.00. Píanótón- leikar. Francoise Choveaux leikur verk eftir Poulenc, Debussy, Milhaud og Sa- int-Saens. Listahátið í Reykjavík. Háskólabió, kl. 17.00. Vínardrengjakórinn. Stj. Peter Marschik. MANUDAGINN, 4. Kirkjuhvoli Garðabæ, kl. 13.30. Listahátíð í Garðabæ. Tónleikar með ungum tónlistarmönnum. Listahátið í Reykjavík. Háskólabíó, kl. 17.00. Vínar- drengjakórinn. Stj. Peter Marschik. Listahátíð í Reykjavík. Háteigskirkja, kl. 21.00. Abraham & Isaac (frumfl.). Kirkjuópera eftir John Speight. ÞRIÐJUDAGINN, 5. . Listahátið i Reykjavík. íslenska óp- cran, kl. 21.00. Kocian strengjakvart- ettinn. Listahátíð í Reykjavík. Háteigskirkja, kl. 21.00. Abraham & Isaac. Kirkjuópera eftir John Speight. MIÐVIKUDAGINN, 6. . Listahátíð í Reykjavík. íslenska óp- eran, kl. 21.00. Tónskáldakynning. Magnús Blöndal Jóhannsson. FIMMTUDAGINN, 7. . Listahátíð í Reykjavik. Norræna húsið, kl. 20.30. Tónlist eftir Cari Nielsen. FÖSTUDAGINN, 8. . Listahátíð í Reykjavík. íslenska óp- eran, kl. 21.00. Jazztónleikar. Einl. : Leonid Chizhik, píanó. Tómas R. Einars- son, Eyþór Gunnarsson, Sigurður Flosa- son, Stefán S. Stefánsson. LAUGARDAGINN, 9. . Listahátið í Reykjavík. fslenska óp- eran, kl. 17.00. Yuzuko Horigome, fíðla. Wolfgang Manz, píanó. Verk eftir Beet- hoven, Bach, Webern & Franck. SUNNUDAGINN, 10. . Listahátíð í Reykjavík. Langholts- kirkja, kl. 17.00. J.S. Bach : 5 mótettur. Mótettukórinn, stj. Hörður Áskelsson. DUUS HÚS. Heiti potturinn, kl. 21.30. Sveiflu Sext- et - Dixieland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.