Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
b r
hljómsveit vorið 1991. Kristinn hefur
fengið mörg önnur tilboð frá erlend-
um óperuhúsum, en þar sem hann
er bundinn samningi í Wiesbaden í
eitt ár enn, getur hann ekki sinnt
þeim öllum. Kristinn mun koma heim
I ágúst og gefst þá vonandi kostur á
að heyra í honum.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran-
söngkona hefur sungið sópranhlut-
verkið í Cármína burana í íslensku
óperunni og er fyrirhugað að hún
syngi titilhlutverkið í Lucia di Lamm-
ermoor eftir Donizetti næsta haust.
Segir í Óperublaðinu að glæsileg
frammistaða Sigrúnar í Ævintýrum
Hoffmanns og Brúðkaupi Fígarós
hafi ekki farið fram hjá neinum og
gæti hún fengið næg verkefni erlend-
is ef hún kærði sig um. Sigrún kom
fram á Vínartónleikum Kammersveit-
ar Akureyrar í vetur og fyrirhugað
að hún syngi á tónleikum Styrktarfé-
lags óperunnar næsta vetur
Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzósópran er nú fastráðin við
Vínaróperuna. Nýjustu fréttir herma
að hún hafí verið ráðin til að syngja
lítið hlutverk í óperunni Elektra eftir
Richard Strauss í Carnegie Hall í
New York, þar sem verður sett á
svið konsertuppfærsla á óperunni
undir stjórn Claudio Abbado 4. mats
á næsta ári. Rannveig mun syngja
eitt fimm lftilla hlutverka í Elektru
og var það Claudio Abbado sjálfur
sem valdi hana til þess. Eins og kunn-
ugt er, er hann einn virtasti hljóm--
sveitarstjóri heims og var nýlega ráð-
inn til að gegna starfi aðalhljómsveit-
arstjóra Fílharmoníuhljómsveitar
Berlínarborgar að Herbert von Karaj-
an látnum. Rannveig hefur annars í
nógu að snúast í Vínarborg og hefur
komið fram í hlutverkum í fjölmörg-
um óperum. Nú fyrir stuttu fékk hún
hið fágæta tækifæri að syngja fyrst
allra nokkrar línur eftir Richard
Wagner sem nýlega fundust í Vínar-
borg. Um er að ræða söng svansins
í Lohengrin, en eins og kunnugt er
heyrist aldrei í þeim svani í óperunni
sjálfri. Hins vegar hafði Wagner látið
sér detta í hug að láta svaninn eiga
nokkrar strófur. Hann hafði samið
20-30 takta fyrir mezzósópran að
syngja „a capella", en hætti síðan
við að nota það í óperunni. Söng
Rannveig þessar strófur á kynningar-
tónleikum fyrir frumsýningu á Lo-
hengrin við Vínaróperuna og vakti
það mikla athygli. Hún kom m.a.
fram í austurríska sjóvnarpinu og um
þetta var skrifað í þarlendum blöðum.
Sigríður Ella Magnúsdóttir hélt
í haust tónleika í hinum þekkta tón-
leikasal Wigmore Hall í London, sem
tókust mjög vel. Sigríður Ella er bú-
sett í London og hefur mikið að gera
í söngnum. Hún hefur komið fram í
óperusýningum í Bretlandi og Frakkl-
andi og á mörgum tónleikum.
Sigurður Bragason baritón-
söngvari, sem syngur í Dido og Aene-
as, hélt tónleika á Norðurlöndum í
haust, m.a. í Kaupmannahöfn og
Osló. Tónleikar Sigurðar þóttu takast
vel og voru blaðaumsagnir vinsam-
legar.
Guðjón Óskarsson bassasöngvari,
sem söng Sacritian í Tosca í haust,
dvelst nú á Ítalíu og leitar fyrir sér
við þarlend óperuhús. Hann mun
líklega syngja á tónleikum Styrktar-
félagsins næsta haust.
Bergþór Pálsson baritónsöngvari
starfar við óperuhúsið í Kaiserslaut-
ern í V-Þýskalandi þar sem hann
hefur m.a. sungið hiutverk Don Gio-
vannis. Hann söng nýlega hlutverk
greifans f Brúðkaupi Fígarós þar sem
Sólrún Bragadóttir fór með hlutverk
greifafrúarinnar og fengu þau bæði
mjög góða dóma fyrir frammistöðu
sína, bæði í leik og söng.
Garðar Cortes. Þessi vetur hefur
verið Garðari Cortes happasæll. Hann
hefur komið fram í II Trovatore í
Seattle, brillerað í hlutverki Cavara-
dossi í Norsku óperunni og aftur í
íslensku óperunni og söng hlutverk
Canios í Pagliacci af sinni einstöku
snilld. Næstu verkefni Garðars er-
Iendis verða hlutverk Cavaradossi í
Toscu í Stokkhólmsóperunni, Manrico
í II Trovatore og Radames í Aida hjá
Norsku óperunni og svo mun hann
syngja Edgardo í Lucia di Lam-
mermoor með íslensku óperunni
næsta haust.
Sólrún Bragadóttir hefur nýlega
gert samning til þriggja ára við
óperuhúsið í Hannover. Þetta er mik-
il viðurkenning fyrir hana því óperu-
húsið er eitt af þeim stóru í V-Þýska-
landi. Þegar hefur verið ákveðið að
Sólrún muni syngja hlutverk Paminu
í Töfraflautunni og hugsanlega hlut-
verk Micaelu í Carmen í Hannover
næsta vetur. Undanfarin tvö ár hefur
Sólrún verið fastráðin við óperuhúsið
í Kaiserslautern og kom hún fram í
hlutverki greifafrúarinnar í Brúð-
kaupi Fígarós í janúar og fékk mjög
góða dóma.
Hrafiihildur Guðmundsdóttir
mezzósópran, sem kom svo skemmti-
lega á óvart með frábærri frammi-
stöðu í hlutverki Cherúbínós í fyrra,
hélt ljóðatónleika í Gerðubergi í nóv-
ember og hlaut góða dóma. Á dag-
skránni voru íslensk sönglög, Lieder-
kreis eftir Schumann o.fl. Nú í mars-
mánuði tók hún þátt í sýningu ís-
lensku hljómsveitarinnar á Dido og
Aeneas.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir hefur
að vanda haft í nógu að snúast nú í
vetur. Hún hélt ljóðatónleika í Gerðu-
bergi í október og söng hlutverk
greifafrúarinnar í Brúðkaupi Fígarós
um líkt leyti. í nóvember kom hún
fram á Háskólatónleikum og nú í vor
söng hún hlutverk Neddu í Pagliacci.
Auk þess stundar hún kennslu í Söng-
skólanum og er í stjórn íslensku ópe-
runnar. Allt þetta gerir hún jafn leik-
andi létt!
Signý Sæmundsdóttir sópran
hefur haldið fjölda tónleika í vetur.
Þá kom hún fram á Vínartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Islands í janúar
og gerði mikla lukku. Hún kom fram
á afmælistónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar 9. mars, þar sem hún tók
þátt í flutningi á sinfóníu nr. 2 eftir
Gustav Mahler.
Ólafúr Ámi Bjarnason er 27 ára
gamall tenórsöngvari, sem mun
syngja á tónleikum Styrktarfélags
íslensku óperunnar um miðjan maí.
Hann fór haustið 1988 til náms við
tónlistarskólann í Bloomington í Indi-
ana í Bandaríkjunum og lauk þaðan
prófi í vetur og hefur nám hans tek-
ið óvenju skamman tíma. Ólafur hef-
ur þegar fengið boð frá óperuhúsinu
í Regensburg í V-Þýskalandi um að
syngja Don José í Carmen næsta
vetur og hann mun leita frekar fyrir
sér þar í landi í vetur.
Efnilegir ungir söngvarar. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju undir stjórn
Harðar Áskelssonar flutti jólaoratoríu
eftir Saint-Saéns og safn jólasöngva
í vetur. Með kórnum komu fram efni-
legir einsöngvarar, sem ýmist eru í
námi eða að ljúka því. Þetta voru þau
Ásdís Kristmundsdóttir, Marta Hall-
dórsdóttir, Snorri Wium, Magnús
Baldvinsson og Guðrún Finnbjarnar-
dóttir og var söngur þeirra allra mjög
góður.
EPá tók saman.
MÁNUDAGINN, 11. .
Listahátíð í Reykjavík. Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar, kl. 17.00 & 20.30. I
Salonisti frá Sviss.
Listahátíð í Reykjavík.
Hótel ísland, kl. 22.00. Salif Keita frá
Mali ásamt hljómsveit & dönsurum.
ÞRIÐJUDAGINN, 12. .
Listahátíð í Reykjavík. Háskólabíó, kl.
20.30. Sinfóníuhljómsveit íslands. Einl.
: Leonid Chizhik, píanó, stj.: Gunther
Schuller.
Listahátið í Reykjavík.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar, kl.
20.30. I Salonisti frá Sviss.
MIÐVIKUDAGINN, 13. .
Listahátið i Reykjavík. íslenska óp-
eran, kl. 21.00. 20. aldar tónlist. Einl.,
Sigrðn Eðvaldsdóttir, fiðla. Kammer-
hljómsveit, stj. Guðmundur Hafsteins-
son. Verk eftir Boulez, Lutoslawski,
Schnittke & Takemitsu.
FIMMTUDAGINN, 14. .
Listahátíð i Reykjavík. Hótel fsland,
kl. 21.30. Les Negresse Vertes.
FÖSTUDAGINN, 15. .
Listahátíð í Reykjavík. Borgarleikhú-
sið, kl. 21.00. Músikleikhús frá Amsterd-
am.
LAUGARDAGINN, 16. .
Listahátið í Reykjavík. Háskólabíó, kl.
17.00. Óperutónleikar. Sinfóniuhljóm-
sveit íslands. Einl. : Fiamma Izzo
d’Amico, sópran. Kór fslensku óperunn-
ar. Stj.: John Neschling.
ÞRIÐJUDAGINN, 19. .
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, kl.
20.30. Ljóðatónleikar. John Speight, ba-
riton. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, píanó.
SUNNUDAGINN, 24. .
Duus Hús. Heiti potturinn, kl. 21.30.
Göran Palm Quartet.
ÞRIÐJUDAGINN, 26. .
Listasafti Sigurjóns Ólafssonar, kl.
20.30. Blásarakvjptett Reykjavíkur.
mHMNGAR
HLJÓTA AÐ UMMYNDAST
- EINS OGÖNNUR ORKA
Viðtal við Elísabetu Jökulsdóttur um ást oghatur
og leikrit hennar, Eldhestur á ís
hver ótti, sem hún bælir. En eins og
Glerbúinn segir: „Að þora að vera
hræddur — það er hugrekki ... “
ELDHESTUR á ís er nýtt íslenskt verk, sem frumsýnt verður í kvöld
á litla sviði Borgarleikhússins. Það er leikhópurinn Eldhesturinn, sem
stendur að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem frjáls leikhópur
fær inni í Borgarleikhúsinu og að sögn aðstandenda hópsins hefúr góð
samvinna verið við Leikfélag Reykjavíkur um verkefnið. Höfúndur leik-
ritsins er Elísabet Jökulsdóttir og segir hún að það séá vissan hátt
ferðalag og sambland af rokki, ljóði, dansi og drama. í sýningunni eru
þrjár leikkonur, Vilborg Halldórsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir og
Bryndis Petra Bragadóttir. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir. Leikmynd, búninga og lýsingu annast Elísabet O. Ronaldsdótt-
ir. Helgi Björnsson semur tónlistina í verkinu og leikur ásamt hljóm-
sveitinni, Síðan skein sól.
Þijár persónur eru í leikrit-
inu, Hún, Hin og Glerbú-
inn. Grunntónninn í verkinu er um
ástina; hvernig ástin breytir mann-
eskjunni — opnar hana eða lokar.
Hún er ástfangin — og opin. Hin er
skynsöm — og lokuð og Glerbúinn
stendur á milli þeirra, sem barnið,
efínn, alheimsvitundin, eða hvað eina
sem varpað getur Ijósi á tilfinningar
Hennar og Hinnar. Þær geta verið
þijár ólíkar persónur og þær geta
verið þrír ólíkir þættir persónuleik-
ans, en saman spinna þær eina sögu
um ástina, tilfínningu sem lifír eigin
lífí og getur tyllt sér niður hvar sem
er. Öll viljum við eiga hana — eins
og hún birtist á sinn iákvæða hátt,
en ástin er hvikul og fyrr en við
snúum okkur við, hefur hún runnið
úr greipum okkar - snúið sér við og
öskrar á okkur. Hvers vegna kýs
leikritahöfundur ástina sem þema?
„Ég nota hana sem mótív fyrir
baráttu tveggja persóna í verkinu,
Hennar og Hinnar. Þær eru ólíkar
og baráttan gengur út á það að hvor
um sig vill vera hinni yfirsterkari."
Ólíkar segirðu. Eru þær tákn fyrir
tilfinningar annarsvegar og skyn-
semi hinsvegar?
„Hún er tvímælalaust fulltrúi fyrir
tilfinningar, en ég upplifi Hina ekki
sem skynsemina, heldur sem frysta
tilfinningu. Glerbúinn segir á einum
stað: „Tilfinningar hljóta að um-
myndast, eins og önnur orka,“ og
við sjáum hjá Hinni að þessar fínu
tilfinningar, sem tilheyra ástinni, eru
ekkert farnar. Þær geta ekki farið.
Hún hefur bara leyft þeim að fijósa
— og leikur vissan leik. En Hún, sem
hefur meira flæði í tilfinningum er
líka að leika sér. Hún er jafn mót-
sagnakennd. Hún segist vilja elska,
en hún segir líka: „Mér finnst gaman
að lifa í blekkingu." Hún vill leika
sér að öllu.“
En hún er ástfangin upp fyrir
haus.
„Já, og hún vill dansa og leika
sér. Ástin er nefnilega orka — alveg
rosaleg orka. Ég held hún sé ein
mesta orka sem maðurinn býr yfír.
Stundum eigum við mjög erfitt með
að virkja hana. Það er stundum sagt
að ástin stjómi fólki. Það er alveg
rétt, hún er svo miklu stærri en við.
En til að geta notað þessa orku,
þarf fólk að hafa fengið tiltölulega
sómasamlegt uppeldi. Fólk sem er á
„bömmer", með minnimáttarkennd
og hefur ekki fengið að blómstra í
uppeldi, getur orðið viðkvæmt fyrir
höfnun. Ottinn við höfnun getur virk-
að eins og stífla fyrir tilfínningarnar.
Ástin getur líka snúist upp í and-
hverfu sína — hatur. Hatur er líka
orka; eyðileggjandi orka.
Það sagði mér einu sinni geðlækn-
ir að inni á geðdeildum væri alltaf
verið að tala um að það þyrfti að
„bijóta skelina" á hinum og þessum
sjúklingum. Hann var alveg á móti
þessu og sagði að fólk þyrfti að fá
að hafa sína skel í friði. Það ætti
að banna að bijóta þessar skeljar og
bíða þar til fólk er sjálft tilbúið til
þess. En i leikritinu er Hún ómeðvit-
að að bijóta skelina á Hinni, sem
virðist vera mjög sterk. En hún er í
rauninni mjög veik. Það er svo mikið
tóm hjá henpi. Það býr í:henni ein-
algengt í dag, að í hversdagsam-
strinu gefst svo lítill tími til að við-
halda ástinni. Svo hættir fólk að t
nenna að vaska upp og fer að horfa'!
á „video“.
Þegar ég tala um að fólk þurfi
að takast á við eitthvað nýtt, er það
eitthvað sem það ræður varla við;
eitthvað sem ögrar því, svo það fái
að reyna styrk sinn saman.
En fólki er vorkunn. Það vinnur
of mikið; því er hreinlega misþyrmt
með vinnu. Og það gengst inn á
þetta. Fólk beitir sig ofbeldi í tilfinn-
ingalegum og veraldlegum efnum.
Verkalýðsmál eru hér í ólestri og
fólk lætur allt yfir sig ganga á með-
an það bíður eftir almennilegum
(Morgunblaðið/Einar Falur)
Vilborg Halldórsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir sem Hún og Hin
verkalýðsleiðtoga. í tilfínningamál-
um er fólk alltaf að bíða eftir að
einhver eða eitthvað breytist. Við
erum alltaf að bíða ... og við erum
svo þreytt að við breytumst í „vídeó-
dýr“.“
Nú gerist leikritið inni í herbergi,
en samt úti í skógi.
„í upphaflegu gerð leikritsins
skrifaði ég leikmyndina inn. Hún var
þetta herbergi og Hin var að flytja^
inn, búa þetta herbergi til. Þegar við
fórum að vinna þessa sýningu, kom
Elísabet, leikmyndahönnuðurinn,
með þessa snjöllu hugmynd um nátt-
úruna. Hún talaði um að náttúran
væri gleymdur heimur. Glerbúinn er
tengdur óútskýranlegu afli í náttú-
runni og gæti ekki þrifíst inni í her-
bergi og því býr hann í hól. Hún er
lfka tengd náttúrunni, því ástin gæti
ekki þrifíst innan þessara veggja, þar
sem Hin hreiðrar um sig.
Af hveiju?
„Hún er að búa út herbergið til
að gefa vissa ímynd. Bara eins og
gert er. Hefurðu tekið eftir því, að
það eru ekki bara föt sem eru í tísku?
Það eru líka húsgögn í tísku, gardín-
ur, blóm og allskonar fylgihlutir.
Þetta á að gefa einhverja ímynd af
íbúum hússins. Svo er þetta sýnt í
tímaritum og fólk eltist við þetta.
Heimili í dag eiga að vera einhvers
konar leikmynd utan um ... ja, ekk-
ert — eða sama leikritið kvöld eftir
kvöld, árum saman. Þetta er ekki
tíska, heldur kúgun.
Að vísu hef ég tilhneigingu til að
búa til leikmynd heima hjá mér. En
það er ekki sú leikmynd sem ætlast
er til. En mér fínnst gaman að mála,
breyta og snúa við, eins og lífið sé
leikrit. ^
Helst vildi ég búa í leikhúsi. Það^
fylgja því svo miklar tilfínninga-
sveiflur. Maður ræður ekki yfir leik-
húsinu. Ég skrifa kannski eitthvað
og vil hafa það þannig. Svo virkar
það ekki uppi á sviði. Þá þarf að
breyta og það tekur á. Það er ein-
mitt þessi barátta sem gerir leikhús-
ið svo heillandi. Það er eins og ástin,-
... stórt eins og ástin.“
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Elísabet Jökulsdóttir
... Það er dálítið ógnvekjandi.
Ég held að fólk sem hleður utan
á sig sterkum skeljuni, sé mjög veikt
— og fyrr eða síðar brotnar fólk nið-
ur. Nær undantekningalaust út af
ást, og hún getur verið á hveijum
sem er; konu, manni, foreldrum, eða
ást á.barni.
Mér finnst líka listir og hugsjónir
nátengdar ástinni. Ég held maður
verði að vera ástfanginn til að geta
skrifað og hugsjónir eru auðvitað
ekkert annað en ást. Maður heyrir
oft sagt núna: „Við eigum að vera
þroskuð. Fólk á að geta búið saman
í tuttugu ár — eða lengur. En mér
finnst það ekkert nauðsynlegt. Mér
fínnst svo æðislegt að vera ástfang-
in; fá skjálfta í hnén og missa alla
stjórn. Og það er hægt að verða
ástfanginn af sömu manneskjunni
mörgum sinnum.
En ástin er ekkert sjálfsögð. Til
að endurnýja hana þarf fólk að bijót-
ast út úr vananum og gera eitthvað
nýtt. Þegar Hún er að lýsa því hvað
hún er ástfangin og að hún vilji ekki
gera neitt annað en elska vissan
mann, segir Hin: „Og svo munduð
þið hætta að nenna að vaska upp.“
Ég held nefnilega að það sé mjög