Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Fornmannatónn
úr Rangárþingi
Nýtt sinfónískt tónverk eftir Leif Þórarínsson
Listahátíð í Reykjavík pantaði sinfónískt tónverk aftónskaldinu
Leifi Þórarinssyni síðastliðið haust. I vetur hefiir listamaðurinn se-
tið við tónsmíðar austur í Rangárþingi. — Og við opnun hátiðarinn-
ar flytur Sinfóníuhljómsveit íslands tónverkið, „Mót“ eftir Leif. Nú
er sumarið — og Listahátíðin að ganga í garð. Morgunblaðsmaður
og tónskáldið mæltu sér mót á Hótel Borg.
A- -»
borgarskáld sötra nett úr glasi til
að fagna sumri en við látum oss
nægja kaffi og tertusneið í þetta sinn.
Tónskáldinu er óskað til hamingu
með að Listahátíð skyldi hafa pantað
íslenskt tónverk. En er það svo
óvanalegt að Listahátíð panti tón-
verk?
„í seinni tíð, jú,“ svarar skáldið
hálf dauflega, en hressist eilítið á
þriðja tertubita: „í upphafi var þetta
víst á stefnuskránni og ef ég man
rétt samdi Þorkell Sigurbjömsson
fyrsta opnunarverkið, vann með því
samkeppni. Kannski verður þetta til
frambúðar núna. Það væri óskandi,
því menn standa í biðröðum til að
semja svona snilldarverk og eru sum-
ir orðnir dofnir að neðan og veitti
ekki af að fá sér sæti.“
Nærstaddir votta Leifi og íslensk-
um tónskáldum samúð og hluttekn-
ingu. Er kannski ekki mikið um að
íslenskir aðilar sækist eftir tónverk-
um?
„Yfirleitt heyrir það til undantekn-
inga. Sinfónían hefur rausnast til
þess að panta íslenskt verk einu sinni
eða tvisvar. Svo var það borgin á
200 ára afmælinu. — Það væri helst
að útvarpið gæti sýnt einhverju
áhuga. Það ætti að hafa burði til
þess og gæti bjargað mörgu. En
músíkfjármagnið á þeim bæ er vist
bundið í Evróvisíon.“
— Nú ætlum við að tala um listir
og menningu. Tónverk þitt sem flutt
verður við opnun Listahátíðar í Borg-
arleikhúsinu 1. júní næstkomandi
heitir „Mót“. Hvers vegna?
„Nú, það er samið fyrir mót, lista-
mót. Og það mætast í því flokkar
stefja sem takast á um efnið og hafa
hátt. — Dálítið eins og í knattleik
eða diskussjón um ráðhús við Tjöm-
Morgunblaðið/Sverrir
Leifur Þórarinsson
ina. Annars má líka skilja „mót“ sem
„form“ og formið er þrískipt eins og
í Njálu.“
Já, Njála. Þú ert fluttur á Rangár-
vellina, til Hellu. Er það „inspírer-
andi“ fyrir skáld?
„Ég var búinn að gera tilraun til
að búa í Reykjavík í heil tíu ár. En
framfarimar þar og uppbyggingin
ætluðu mig lifandi að drepa. Það er
meira hvað Davíð er duglegur. Ann-
ars hef ég búið út um allar trissur:
ísafirði, Vestmannaeyjum, Akureyri,
Reykjavík, New York og Kaup-
mannahöfn, — fyrir nú utan Vín á
námsárunum. Einu sinni var ég
næstum búinn að kaupa jörð fyrir
austan og ætlaði að stunda þar blek-
búskap. En ég lenti þá í ferðalögum
sem tóku nokkur ár. Og einu sinni,
það var uppúr „Homakóralnum",
söngleik sem við gerðum í Þjóðleik-
húsinu, 1967 eða ’68. vorum við
Benni Áma og Siguijón Jóhannsson
næstum búnir að stofna félagsbú
fyrir austan fjall. En því miður rann
af okkur áður en það kom til fram-
kvæmda.”
— En tónverkið? Er það sveita-
sæluverk?
„Mót? Já, það var samið fyrir aust-
an í vetur. Þetta var snjóvetur m_eð
miklum skafrenningi á köflum. Ég
er ekki frá því að það megi heyra
norðaustanáttina í þessu. Það er að
minnstakosti mikið tremóló í 'strengj-
unum. En það er nú líka hjá Bruckn-
er. — Það eru ýmis stef að þvælast
þama sem hafa komið fyrir hjá mér
áður, breytt og umsnúin; þau eru
stundum í lýdískri tóntegund, sem
er sérstök „Rangeyingatóntegund"
ættuð úr Litlu-Asíu; og þá kemur í
þetta fommannatónn."
— Og hvað er verkið fyrir stóra
hljómsveit?
„Svona rúmlega meðalstóra, með
öllum tiltækum blásurum og barn-
ingsmönnum, plús píanó og harpa.
Og eins margir strengir og mögulegt
er.“
Hver verður „Mót“-stjóri; hljóm-
sveitarstjóri?
„Petri Sakari, aðalstjómandinn
okkar, stjórnar á opnunartónleikun-
um sem em víst fyrst og fremst fyr-
ir boðsgesti. En svo verður verkið
flutt aftur á tónleikum með jass-
ívafi, þann 12. júní. Og þá verður
stjórnandinn Gunther Schuller sem
er einn besti stjómandi í nýrri músík
sem völ er á í heiminum. — Reyndar
góður í Mozart líka, já og Berlioz
og Brahms. — Hann er ameríkani
og einhver magnaðasti músíkant sem
ég hef nokkru sinn kynnst. Upphaf-
lega var hann homvirtúós, var orðinn
fyrsta hom í stómm hljómsveitum
16 ára gamall og var lengi fyrsta
sólóhom hjá Metropólitanóperunni.
En um þrítugt sneri hann sér að
hljómsveitarstjórn og tónsmíðum ein-
göngu og hefur unnið ótrúlegt starf
á þeim vettvangi, — fyrir utan að
vera forstjóri tónlistarháskóla (Bos-
ton), listahátíða (Tanglewood) og
einn besti rithöfundur um jassmúsík
sem völ er á. Þegar hann var strák-
ur spilaði hann líka jass, t.d. með
Miles Davis, og samdi fullt af músík
fyrir Modem jazzquartet. — Þetta
era tveir alveg gjörólíkir stjómendur,
báðir fyrsta flokks. Ég hlakka því
til að heyra „Mót“, er satt að segja
þakklátur forsjóninni."
PLE
Bandarískur myndlistarheim-
ur er samofin heild opinberra
safnastofnana, sjálfstæðra sýn-
ingarsala, listatímarita, gagn-
rýnenda og markaðsfræðinga.
Aðeins þeir sem geta reitt sig
á stuðning eins eða fleiri þess-
ara áhrifaaðila fá aðild að því
samfélagi innvígðra.
l/ ið sem búum í litlu landi
Y á útjaðri listaheimsins
stöndum síðan öllu verr að vígi en
aðrir, þar sem við höfum ekki sama
bolmagn til að kynna okkar listir
fyrir áðurnefndum áhrifaaðilum eins
og þeir sem búa á meginlandi Evr-
ópu.
Séu íslenskir listamenn ekki til-
búnir til að setjast að í Bandaríkjun-
um og keppa á jafnréttisgmndvelli
við bandaríska starfsbræður sína,
eins og Louisa Matthíasdóttir og
Steina Vasulka hafa gert, og Nína
Tryggvadóttir á undan þeim, verða
þeir líkast til að binda vonir sínar
við litla og lítt þekkta sýningarstaði
á höttum eftir nýmeti frá útlöndum
eða opinber samtök eins og American
Scandinavian Foundation, sem hafa
menningarsamskipti á stefnuskrá
sinni.
En þar er ekki alltaf á vísan að
róa, því í báðum tilfellum verða lista-
menn oftast að standa undir hluta
kostnaðar við sýningarhald.
Fjögurra manna sýning
Myndlistarmaðurinn Baltasar lét
þá annmarka þó ekki á sig fá, þegar
hann fékk boð um að sýna verk eft-
ir sig á fjögurra manna samsýningu
í Boston fyrir skömmu. Boðið kom
frá menningarmiðstöðinni Newton
Arts Centre í útjaðri Boston-borgar,
sem er eins konar risastórt Gerðu-
berg í borgarkerfinu, með sýningar-
sal í endurbyggðu kirkjuskipi.
Þar hafði mönnum dottið í hug
að tefla saman fjórum expressjónísk-
um listmálumm frá jafn mörgum
löndum, Bretlandi, Frakklandi, Júgó-
slavíu og íslandi, undir yfirskriftinni
„Týndir hlekkir og fundnir" (Links:
Missing and Found), meðal annars
til þess að bera saman ólík viðhorf
evrópskra og bandarískra listmálara
til fígúratífs expressjónisma, svo
vitnað sé í aðfaraorð skipuleggjanda
Völuspá
sýningarinnar, Charles Giuliano, í
sýningarskrá.
Listamennimir Baltasar, Miroslav
Antic frá Júgóslavíu, Marthe Larson
frá Bretlandi og Rafael Madhdavi frá
Frakklandi, voru valdir eftir ýmsum
leiðum, bæði persónulegum sam-
böndum og opinberri eftirgrennslan.
Af alþekktum eldmóði og stórhug
hófst Baltasar handa við að ljúka við
mikla myndröð byggða á Snorra-
Eddu sem hann hafði verið með i
bígerð um nokkurt skeið og setja
saman vandaðan kynningarbækling
um myndlist sína og myndefnið.
Síðan sá hann sjálfur um að koma
verkum sínum heiman og heim á ný,
með dyggri hjálp Eimskips og Flug-
leiða, sem reynst hafa íslenskum
myndlistarmönnum frábærlega vel.
Lofsarnlegir dómar
Sýningin hófst síðan þann 17.
mars síðastliðinn og auk Baltasars
og Kristjönu konu hans, voru nokkr-
ir íslendingar og íslandsvinir við-
staddir opnun, þar á meðal fyrrver-
andi sendiherrahjón Bandaríkjanna á
íslandi, Marshall Brement og Pamela
Sanders Brement.
Að sögn gerði Baltasar ekki ráð
fyrir að selja neitt þeirra risastóra
verka sem hann sendi á sýninguna
og fór það eins og hann bjóst við.
Hins vegar fékk hann mjög lofsam-
lega dóma fyrir verk sín í dagblöðum
Boston-borgar, einkum frá gagnrýn-
anda stórblaðsins Boston Sunday
Herald, Nancy Stapen. í upphafi
umsagnar sinnar um sýninguna talar
gagnrýnandinn um hátt ris hennar,
sem þakka megi fagmennsku þátt-
takenda, og auk þess um gott sam-
ræmi milli mikilfenglegra málverka
Baltasars og Marthe Larsons og hins
hátimbraða kirkjuskips. Síðan segir
gagnrýnandinn orðrétt:
„Baltasar er af spænsku bergi
brotinn, en settist ungur að á íslandi
til að sniðganga spillingu alþjóðlegr-
Um glæpi og refsingar a Islandi II
Kviksetningin
og konungsvaldið II
- Onnurgrein
Valdið og líkaminn
Átjánda öldin var ekki aðeins refsi-
öld hér á landi. Þannig voru viðurlög
við þjófnaði og lausung hert víðast
hvar. Lögin urðu sífellt þéttriðnari
og teygðu sig um allan þjóðfé-
lagslíkamann. Þau urðu smásmugu-
legri og náðu til æ fleiri frávika og
yfirsjóna sem áður höfðu verið látin
afskiptalítil. Samfara þessari út-
þenslu laganna jókst ótti manna við
glæpi og glæpamenn. Því var statt
og stöðugt trúað að afbrotum færi
sífjölgandi. Slík viðhorf vora eðlileg
hér á landi. Þjófnaðarfár brutust oft
út á eymdarárum þegar heilar sveit-
ir fóra á vergang. Bændur sáu eign-
um sínum ógnað af átroðslu ókunn-
ugs fólks — fólksstraumi sem ekki
linnti vikum og mánuðum saman á
harðindatímum. Þetta var ekki nýtt
vandamál. Þannig gengu margir
dómar um förufólk og lausingjalýð á
16. öld „sem niðurkefja og fordjarfa
svo þessar sveitir, svo menn geta
sökum þessa og þeirra miklu harð-
inda sem yfir koma hvorki sér né
sínu sveitarfólki bjargað". Sömu
kvartanir vora endurteknar hvað eft-
ir annað í bænarbréfum til valds-
manna, tilskipunum, lagasetningum
og konungsbréfum langt fram á 18.
öld. En það er eins og ekkert hafi
dugað; bönn og boð voru virt að
vettugi, ástandið versnaði ef eitthvað
var: bjargþrota en vinnufært fólk
lagðist í flakk og neitaði að vinna
hjá bændum með þeim afleiðingum
að margar jarðir lögðust í eyði og
stéttakerfið riðaði til falls. Til urðu
stórir flokkar utangarðsfólks er lifði
fyrir utan skipulagið og ógnaði því
með tilveru sinni, fólks sem hafði
engu að tapa en allt að vinna. Þann
11. febrúar 1569 er felldur dómur í
Vaðlaþingi um „þó óráðvanda stráka
og stelpur, sem yfír ganga og frá
öðram mönnum stela, hvað mikill
óvani á hér í sýslunni, sem nálega
skeður nú dag og nótt“. Er umboðs-
manni heimilað að leggja refsing á
þetta fólk án þings eða dóms nema
hann kjósi annað, þótt það sé í fullri
andstöðu við lög og rétt. Hálfri öld
síðar er lesið upp bréf frá Kristjáni
fjórða á Alþingi. Segist hann hafa
spurt að á landinu séu lausamenn
„sem af leti hjálpar sér með iðjuleysi
og vill ekki stunda, hvorki upp á
nokkurt ærlegt handverk fiskifang
né önnur meðöl, sem þjóna til þeirra
næringar og bjargar". Skipar hann
lénsmanni sínum að sjá til þess að
„soddan hneyksli" verði af tekið og
þessir menn leiti sér atvinnu og upp-
heldis á löglegan hátt. Gerði lögrétta
samþykkt sama efnis og skyldu
sýslumenn fylgja boði konungs. Bréf
af þessum toga gengu fram og aftur
öldina alla en án árangurs. Illþýðinu
virtist fjölga hvað sem gert var. Loks
ríkti örvæntingarfullt ráðleysi í hóp
valdsmanna. Réttum 64 áram eftir
samþykktina á Alþingi ákalla lög-
þingismenn landfógeta: vildi hann
gjöra svo vel „af sinni góðri gunst
til þessa fátæka lands stómauðsynja
eitt hvert gott ráð upp þenkja, svo
bæði letingjar, lausgangarar og óráð-
vandir umhleypingar .. . mættu und-
ir tilbærilegt straff og réttarins
hlýðni skikkast". Lofaði landfógeti
að kynna konungi málið svo „slíkir
landsins fordjarfarar" yrðu sendir á
Brimarhólm. Menn sáu „hina óráð-
vöndu” fjölga sér og flæða um hérað-
in eins og grimmlynda óværa, er
ógnaði tilvera allra búandi manna.
Þetta voru óvinahersveitir að mati
ærlegs fólks, hersveitir sem lifðu að
vild saurugu lífi, sem í hernumdu
landi og heimtu kvaðir af bændum
undir yfirskini ölmusna.
Þetta ástand kallaði ásamt öðra á
breytta löggjöf. Jónsbók var á 18.
öld orðin úrelt í mörgum atriðum,
enda byggðist hún á sáttmála inn-
lends og erlends réttar, sjálfsákvörð-
un að ákveðnu marki, réttarhugsun,
sem nú var að hverfa. Einveldið
krafðist þess að endimörk hins leyfi-
lega yrðu skilgreind á annan hátt
en áður. Nýjar og strangar reglur
urðu til, sem horfðu að sumu leyti
til einföldunar, jafnframt því sem
glæpurinn öðlaðist nýtt inntak í vit-
und fólks. Hann varð fyrst og síðast
að félagslegri ógnun, ofbeldi gagn-
vart skipulagi konungs; náttúrulög-
máli var ekki ögrað heldur valdboði
þjóðhöfðingja. Hið trúarlega og ver-
aldlega féllu saman í orðræðu vald-
hafans, sem teygði sig yfir smávægi-
leg afbrigði og yfírsjónir, smæstu
frávik í daglegu lífi. Það fylltist bönn-
um og boðum, ákvæðum og hættum,
sem menn urðu að vera meðvitaðir
um ef ekki átti illa að fara. Hveijum
og einum var gert að breyta lífi sínu
í orðræðu ef svo má að orði komast,
laga það að samfélagslegu lögmáli,
sem reið net sín æ þéttar um ein-
staklinginn, kenndir hans og leynd-
ustu þrár. Lögmálið var ekki lengur
rammi um frelsi hans heldur inntak
þess. Hann varð að lögfræðilegu
„objekti" eða skotmarki. Jafnframt
urðu líkamlegt harðræði og niður-
læging að megininntaki dóma. Það
þótti nauðsynlegt að gera glæpinn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
B í
*
BALTASARIBOSTON
Urður, Verðandi og Skuld
ar listmiðlunar. Eins og aðrir lista-
menn á sýningunni virðist hann í
senn á skjön við og í kallfæri við
nýexpressjónisma 9. áratugarins.
Þrátt fyrir vistaskiptin, era málverk
hans ívímælalaust með spænsku
yfirbragði, dimmleit og ábúðarfull,
en þá eiginleika er að fínna í verkum
Vélazquez og Picassos.
Norrænn alvöruþungi
Eflaust er hér einnig um að ræða
norrænan alvöraþunga. Baltasar tek-
ur til endurmats verar úr norrænni
goðafræði. Þótt hann fjalli um goð-
umkynja verar, bregðast þau við ör-
lögum sínum eins og menn. Þeir ein-
staklingar sem Baltasar málar eru
allir staddir í einhvers konar úlfa-
kreppu, en engu að síður er lífsnautn-
in sterkasta aflið i sérhveiju verki.
Þessum áhersluþáttum getur hæg-
lega bragðið til lágkúru og tilfinn-
ingasemi, eins og raunin varð með
obbann af nýexpressjónismanum. í
málverkum Baltasars er ekkert slíkt
uppi á teningnum, því þau bera með
sér andrúmsloft ástríðufullrar sam-
kenndar. Kvikir og breiðir pensil-
drættir hans era þrungnir fölskva-
lausum tilfinningum. Öfugt við
bandaríska listmálara á svipaðri
bylgjulengd reynir Baltasar ekki að
fírra sig ábyrgð með hlutleysi eða
kaldhæðni.
í verkinu „Hrímgerður" teygir af-
bakaður kvennmannsbúkur sig yfír
allan myndflötinn. Bijóst konunnar
vísa upp á við, en höfuð sitt hefur
hún keyrt aftur á bak og horfir
umsnúnum augum í átt til okkar.
Efst til vinstri á fletinum bregður
fyrir yfírnáttúrulega bláu Ijósi sem
er eins og ávæningur af andlegri
uppljómun, sem virðist þó engin áhrif
hafa á steinranna konuna. Það er
eins og öll sund séu henni lokuð. Á
áhrifamikinn hátt gerir Baltasar
áhorfandann að þátttakanda í tilvist-
arkreppu hinna máluðu persóna
sinna."
Myndræn spenna
Niðurstaða gagnrýnandans er
síðan sú að þau Marthe Larson og
Baltasar beri af á þessari sýningu,
hafí bæði lag á að magna upp mynd-
ræna spennu. Svo mörg vora þau orð.
Baltasar komst líka í Boston dag-
blöðin af öðru, og ekki eins ánægju-
legu, tilefni þegar hann og kona
hans fóru einn morguninn til að
skoða hið þekkta Isabella Stewart
Gardner safn. Þá um nóttina höfðu
þjófar brotist inn í safnið og hirt
verk eftir Vermeer, Manet,
Rembrandt og Degas, og vora blaða-
menn frá Boston Globe á staðnum
til að ræða við vonsvikna sýningar-
gesti, þar á meðal Baltasar. Lýsti
hann hryggð sinni yfir þessum þjófn-
aði og öðrum slíkum, heimsmenning-
in yrði fátækari fyrir vikið.
Aðalsteinn Ingólfsson
(
sýnilegan fyrir allra augum. Með því
móti gerði lögmálið sjálft sig sýnilegt
og varð að nálægum veruleika. Það
opinberaði mátt sinn á lemstraðum
líkama einstaklingsins og auglýsti
mátt sinn í vanmætti hans.
Hrun íslensks réttar
Með konungsbréfí 19. febrúar
1734 var boðið að dæmt skyldi í
þjófnaðarmálum eftir Norsku lögum
Kristjáns fímmta. Þar með hófst
lokataflið. Ákvæðum Jónsbókar sem
gilt höfðu óbreytt í hálft þúsund ára
eða frá 1281 var hrundið. Konungs-
valdið hafði fundið sjálft sig.
Hin nýju lög vora að ýmsu leyti
harðari en hin fyrri þótt ákvæðum
um aftökur væri fækkað. Þannig
urðu smáþjófar mun verr úti en áður
því ekki var lengur gerður munur á
hvinnsku og þjófnaði. Takmörk um
verðmæti þýfís niður á við voru eng-
in sett, svo refsa mátti fólki fyrir
hreint smáræði. Áður höfðu smáþjóf-
ar aðelns þurft að gjalda konungi
og eiganda þýfís sekt. Nú varðaði
minnsta hvinnska húðstrýkingu.
Smáþjófnaður öðru sinni varðaði
húðláti og brennimerkingu á bak en
hvinnska þriðja sinni hýðingu og
brennimerkingu á enni. Var brenni-
mark nú boðið í miklu fleiri tilvikum
en áður og beittu dómendur því ós-
part enda var þjófnaðaröld í landinu.
Með tilskipun 17 árum síðar, 19.
nóvember 1751, var svo mælt fyrir
um að brennimerktir sakamenn
skyldu einnig sæta ævilapgri refsi-
vist í Kaupmannahöfn. Það er eink-
um tvennt sem er athyglisvert við
hinar nýju tilskipanir:
1. Einföldunin.I Hegning fyrir
þjófnað var áður miðuð við verð-
mæti þýfís og fjölda afbrota eins og
fyrr getur. Bannið við stuldi var
sundurgreint í flókinni, lögfræðilegri
orðræðu er kortlagði lögleysuna. í
hinum nýju lögum er aðeins greint
milli „smáþjófnaðar" og „stórþjófn-
aðar“, orðræðan er einfölduð að
mun. Ástæðan er fólgin í breyttri
stöðu konungsvaldsins, sigri einveld-
is og einveldishugarfars. Nú eru öll
lögbrot túlkuð sem uppreisn. Skiptir
nánast engu hvaða lagaboð er brotið
né hvort afbrotið veldur skaða. Sá
sem brýtur af sér hlýtur að taka út
harða refsingu hversu smávægileg
sem yfírsjón hans er. Með verknaði
sínum hefur hann misboðið virðingu
þjóðhöfðingjans. Lögbrotið sem slíkt
er ekki aðeins skerðing á rétti ann-
ars einstaklings heldur og uppreisn
gegn valdhafanum. Það beinist gegn
konunginum sem persónu af því að
lögin endurspegla vilja hans, það
beinist gegn líkama konungsins af
því að afl laganna er afl hans. Lög-
brotið táknar að styrkur hans hefur
verið skertur. Af þessum sökum er
hætt að taka tillit til málavaxta í
einstökum málum. Horft er fram hjá
fortíð eða aðstæðum einstaklings.
Hann hefur runnið saman við glæp-
inn. Maður og verknaður era eitt.
2. Útþenslan. Sakamál eru nú að
fullu og öllu dregin undan forræði
einstaklinga. Samkvæmt Jónsbók
átti hver fijáls og fulltíða maður rétt
á því að sækja mál sín sjálfur eða
veita öðram umboð til þess. Sú venja
komst þó smám saman á að umboðs-
menn konungs rækju þau mál er nú
teljast til opinberra mála. Afskipti
konungsvaldsins af refsimálum ná
þannig aftur í aldir, enda gengu sekt-
ir að jafnaði til þess samkvæmt
ákvæðum Jónsbókar. Með tilskipun-
um 18. aldar nær þetta ferli loka-
marki sínu. Þá tekur konungsvaldið
að sér rekstur sakamála að fullu og
öllu. Einstaklingum leyfist yfirleitt
ekki lengur að velja sér umboðsmann
til sóknar eða varnar, heldur er hartrí
skipaður af yfirvöldum — oftast úr
hópi sýslumanna — með hörmulegum
afleiðingum fyrir réttaröryggi fólks.
Jafnframt breytist rétturinn úr ein-
vígi einstaklinga í táknræna sýningu
þar sem valdið og glæpurinn heyja
stríð kóngi til dýrðar, stríð þar sem
úrslit eru ráðin fyrirfram.
Segja má að sjálfstæði íslensks
réttar hafi endanlega verið afnumið
á alþingi 1759. Árið áður hafði verið
birt konungsbréf á þinginu þess efn-
is, að ekki mætti fullnægja dauða-
dómum án staðfestingar konungs.
Nu birtist ný tilskipun svipaðs efni?í
er kvað á um kagstrýkingar og
brennimerkingar. Matti ekki fram-
kvæma þær án þess að málin hefðu
fyrst verið lögð fyrir kansellíið og
staðfest af konungi. Þessi tilskipun
táknaði í raun endalok íslensks rétt-
ar. Hann hafði verið kviksettur í
valdakerfí einveldisins.