Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990 21. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Framúrskarandi sigur saulján ára bresks pilts Besti árangur Islands síðan 1984 Hollandi. Frá Viðari Ágústssyni, fréttaritar 21. Ólympíuleikunum í eðlis- fi-æði var á fimmtudag slitið með viðhöfii í Martinihal, ráð- stefhusal Groningen-borgar. „Þið hafið komið sem hin bestu y»á heimalandi ykkar og þau a Morgunblaðsins. ykkar sem taka verðlaunapen- inga heim getið litið á ykkur sem þau bestu af hinum bestu,“ sagði dr. Hoogenboom, formað- ur FYSIKA styrktarsjóðsins, um leið og hann aflienti verð- Kirkjuþing: Kosningum lokið NÝLEGA er lokið kosningu til kirkjuþings. Eftirtaldir hafa ver- ið kjörnir til setu á kirkjuþingi sem aðalmenn næstu íjögur árin: ÚrReykjavíkurprófastsdæmi: Sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Hreinn GENGISSKRÁNING Nr. 131 13. júlí 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 58,65000 58,81000 59,76000 Sterlp 105,75500 106,04300 103,69600 Kan. dollari -50.70700 50,84500 51,02200 Dönsk kr. 9,36530 9,39080 9,42660 Norskkr. 9,28590 9,31130 9,31710 Sænsk kr. 9,83240 9,85920 9,89320 Fi. mark 15,24560 15,28720 15,24680 Fr. franki 10,61590 10,64480 10,68860 Belg. franki 1,73010 1.73480 1,74810 Sv. franki 42,03400 42,14860 42,35890 Holl. gyllini 31,62320 31,70950 31,90600 Þýskt mark 35,64370 35.74100 35,92320 ít. líra 0,04865 0,04879 0,04892 Austurr. sch. 5,06540 5,07920 5,10790 Port. escudo 0,40660 0,40770 0,40790 Sp. peseti 0,58150 0,58310 0,58390 iap. yen 0,39670 0,39778 0,38839 írskt pund 95,61400 95,87500 96,27600 SDR (Sérst.) 78,81560 79,03060 79,07740 ECU, evr.m. 73.79640 73,99770 74,04560 Tollgengi fyrir júlí er söiugengi 28. júní Sjálfvirkur símsvari gengisskránmgar er 62 32 70. Hjartarson, Hólmfríður Pétursdótt- ir og Jóhann Björnsson. Úr Kjalarnessprófastsdæmi: Dr. Gunnar Kristjánsson og Helgi Hjálmsson. Úr Borgarfjarðar-, Snæfells- og Dalaprófastsdæmum: Sr. Jón Ein- arsson prófastur og Halldór Finns- son. Úr Barðastrandar- og ísafjarðar- prófastsdæmum: Sr. Gunnar Hauksson ogGunnlaugur Jónasson. Úr Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmum: Sr. Arni Sigurðs- son og Margrét K. Jónsdóttir. ' Úr Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmum: Sr. Þórhallur Hös- kuldsson og Halldóra Jónsdóttir. Úr Múla- og Austfjarðaprófasts- dæum: Sr. Þorleifur Kjartan Krist- mundsson og Guðmundur Magnús- son. Úr Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessprófastsdæmum: Sr. Sigur- jón Einarsson og Jón Guðmundsson. Úr hópi kennara guðfræðideildar Háskóla íslands: dr. Björn Björns- son. Úr hópi guðfræðinga og presta, sem fastráðnir eru til sérstakra verkefna innan Þjóðkirkjunnar: Sr. Jón Bjarman. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 13. júlí. FISKMARKAÐUR hf. Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur 91,00 70,00 83,85 13,946 1.169.400 Þorskurst. 96,00 58,00 90,70 0,480 43.534 Smáþorskur 58,00 58,00 58,00 1,671 96.918 Ýsa 141,00 60,00 114,91 0,687 78.943 Karfi 34,50 15,00 16,35 54,747 894.943 Ufsi 43,00 36,00 39,45 1,405 55.422 Smáufsi 36,00 36,00 36,00 1,788 64.368 Steinbítur 74,00 70,00 70,44 0,845 59.515 Langa v 45,00 45,00 45,00 0,148 6.660 Lúða 360,00 100,00 220,00 0,143 31.460 Koli 55,00 55,00 55,00 0,967 53.185' Keila 15,00' 15,00 15,00 0,330 4.950 Lýsa 10,00 10,00 10,00 0,019 190 Samtals 33,16 77,176 2.559.488 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur sl. 99,00 20,00 83,29 55,246 4.601.590 Ýsa sl 127,00 10,70 113,61 7,156 813.061 Karfi 33,00 28,00 30,09 54,106 1.628.061 Ufsi 47,00 29,00 44,86 16,587 744.063 Steinbítur 78,00 58,00 74,61 1,143 85.274 Langa 50,00 47,00 49,67 0,410 20.365 Lúða 245,00 150,00 212,34 0.331 70.285 Skarkoli 64,00 64,00 64,00 1,762 112.768 Rauðmagi 20,00 20,00 20,00 0,018 360 Skötuselur 425,00 185,00 283,82 0,102 28.950 Lýsa 12,00 12,00 12,00 0,034 408 Undirmál 62,00 20,00 53,66 4,236 ' 227.286 Samtals 425,00 10,70 59,04 7,156 8.332.473 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 110,00 74,00 89,55 30,681 2.747.528 Ýsa 120,00 47,50 87,23 5,462 476.327 Karfi 35,00 26,00 28,82 5,307 152,928 Ufsi 50,00 37,00 42,64 7,764 331.085 Steinbítur 70,00 61,00 66,85 1,028 68.516 Hlýri 57,00 57,00 57,00 3,860 220.014 Langa 50,00 40,00 46,16 0,620 28.620 Lúða 305,00 100,00 210,02 0,304 63.845 Grálúða 52,00 52,00 52,00 0,196 10.191 Skarkoli 67,00 39,00 40,88 1,166 47.650 Sólkoli 90,00 90,00 90,00 0,057 5.130 Keila 36,00 32,00 32,76 0,569 18.640 Skata 50,00 50,00 50,00 0,069 3.450 Skötuselur 400,00 126,00 393,33 0,184 72.372 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,034 510 Koli 62,00 62,00 62,00 0,125 7.750 Humar 1385 610,00 882,21 0,349 307.830 Öfugkj. 10,00 10,00 10,00 0,194 1.940 Blandað 17,00 17,00 17,00 0,039 663 Undirmál 50,00 50,00 50,00 0,596 29.800 Samtals 78,41 68,603 4.594.959 laun og viðurkenningar til keppenda. Sautján ára breskur piltur, Alex- ander H. Barnett, varð langefstur hinna 159 keppenda með 45,7 stig af 50 mögulegum. Hann náði hæstu einkunn í þremur af fimm verkefnum og hlaut- sérstök verð- laun fyrir framúrskarandi árangur. í öðru sæti var Austur-Þjóðverji með 42 stig, en í þriðja sæti Sovét- búi með 41,4 stig. Sérstök verðlaun hlaut einnig Tékkinn Katerina Luterova fyrir að vera efsta stúlk- an af fjórum með 24,5 stig. í óopinberri stigakeppni land- anna varð sovéska liðið efst með 35,5 stig að meðaltali, en Kínveij- ar fylgdu fast á eftir með 35,4 stig að meðaltali. Þýsku ríkin tvö voru í 3. og 4. sæti, en þetta er væntanlega í síðasta sinn sem Þjóðveijar tefla fram tveimur keppnisliðum. Bretland lenti í 5. sæti og í næstu sætum urðu Pól- land, Búlgaría, Ungveijaland, Hojland, Rúmenía og Bandaríkin. íslenska liðið náði sínum besta árangri síðan 1984 og lenti í 24. sæti af 32. Efstur af Islendingun- um varð Kristján Leósson, MR, og endurtók hann það afrek að vinna til viðurkenningar fyrir góðan árangur, en á Olympíuleikunum í eðlisfræði í Póllandi í fyn'a varð Kristján einnig efstur Islending- anna með meira en 50% af bestu lausn. Þennan góða árangur Is- lendinga má að miklu leyti rekja til þeirrar þjálfunar sem keppend- urnir hlutu um fjögurra vikna skeið fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Sáð í skemind svæði á Höskuldarvöllum. Jeppaeigendur á Suðurnesjum: Sá í skemmd svæði Vogum. Jeppaeigendur á Suður- nesjum lögðu nýlega sitt af mörkum í landgræðslu með sáningu grasfræs og áburðar- dreifíngu. Aðalsteinn Guðmundsson í félagi Jeppavina, sem er félag jeppaeigenda á Suðurnesjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hafi talið rétt að félags- menn tækju þátt í yfirstandandi landgræðsluátaki með því að leita uppi skemmd svæði eftir bíla og sá í þau. Laugardaginn 30. júní fór 35 manna hópur að Trölladyngju og sáði í skemmd svæði frá Höskuldarvöllum og eftir hálsinum að Spákonuvatni. Að verki loknu var haldin grill- veisla fyrir þátttakendur í góðu veðri sem lék um landgræðslu- fólkið. Á fundi Jeppavina nokkru ■ áður var fundarmönnum afhent- ur 10 kílóa poki með áburði og fræði sem félagsmenn dreifðu víða á Suðurnesjum. Alls hafa þeir dreift um einu tonni fræs og áburðar að undanförnu. í sambandi við landgræðsluna hefur verið haft samráð við Guðleif Siguijónsson, sem er talsmaður landgræðslu á Suður- nesjum, en hann tók þátt i ferð- inni. Markmið Jeppavina er að koma saman og ræða málefni jeppaeigenda og góða ferða- menningu. „Stór hluti af því er umgengni við landið," sagði Aðalsteinn Guðmundsson. - EG. Hrossabændur vilja ftmd með búnaðarmálasljóra INNAN tíðar munu íulltrúar hrossaræktarmanna óska eftir fundi með búnaðarmálastjóra vegna þeirrar óánægju sem ríkir meðal þeirra varðandi dóma kynbótahrossa á tímabili forskoðunar fyrir nýlokið landsmót hestamanna, en þeir telja dómana nú hafa verið miklu harðari en þeir voru á síðasta ári. Einn helsti ræktunarmað- ur íslenskra hrossa, Sigurður Ilaraldsson á Kirkjubæ, neitaði að koma með hross á landsmótið vegna þessa, en þar hafði hann ætlað sér að sýna ræktunarhóp frá Kirkjubæ og á landsmótinu neitaði síðan Sveinn Guðmundsson fi'á Sauðárkróki, framkvæmda- stjóri mótsins, að taka við heiðursverðlaunum. Þijátíu fulltrúar úr hópi forystu- manna hrossaræktarinnar úr öll- um landshlutuni ákváðu á fundi sem haldinn var á Hvanneyri fyrir Landsmótið, að farið skyldi á fund búnaðarmálastjóra með kröfu um að horfst yrði í augu við þau vandamál sem upp hafa komið, og til þess að leggja fram tillögur um hvernig tekið skyldi á þeim með ákveðnum hætti. Aðspurður um hvaða tillögur yrðu lagðar fyr- ir þúnaðarmálastjóra sagði Hall- dói' Gunnarsson, formaður mark- aðsnefndar Félags hrossabænda, að hann vildi ekki að svo stöddu segja í hveiju þær væru fólgnar. „Það er stefnt að þessum fundi með búnaðannálastjóra eins fljótt og hægt er. Bændur hafa sett það fram sem úrslitakost, að ef ekki sé hlustað á það sem þeir vilja að gert sé til lagfæringar á þessum málum, þá sé ekki önnur leið en að láta reyna á það að fara eftir búfjárræktarlögunum, sem gefa möguleika á því með leyfi ráð- herra, að viðkomandi búgreinafé- lag taki yfir starf Búnaðarfélags Islands varðandi þá búgrein. Sem formaður markaðsnefndar hjá Fé- lagi hrossabænda tel ég hins vegar að þetta sé síðasti kosturinn sem leitað verður eftir, og það verði ekki gert fyrr en allar aðrar leiðir hafi verið reyndar.“ Halldór sagði það vera mjög alvarlegt mál þegar Sigurður Har- aldsson á Kirkjubæ, einn af mestu hrossaræktarmönnum landsins, hefði tekið þá ákvörðun að koma ekki með hross sín á landsmótið, og sama gilti um þá ákvörðun Sveins Guðmundssonar að taka ekki við verðlaunum á mótinu. „Fyrir landsmótið hélt Sveinn því fram að þetta væri alvarleg- asta mál sem upp hefði komið hjá íslenskum hrossaræktarmönnum frá því að samstarf Landssam- bands hestamannafélaga og Bún- aðarfélags íslands hófst 1950. Á landsmótinu sjálfu gerst það síðan þegar hann leiðir hryssu sína Hrafnkötlu fram til dóms, sem-var með niu dæmd afkvæmi og í þeim hópi fjóra frægustu 1. verðlauna stóðhesta landsins, að hryssan er 0,01 kommu lægri en hryssan Hrund frá Keldudal, sem aðeins var með fimm afkvæmi og þar af engan 1. verðlauna stóðhest. Þeg- ar slíkt kemur fyrir hrossaræktar- mann eins og Svein að tölva er látin ráða vali, auk þess sem töl- van er látin lækka einkunnir á frægum stóðhestum, þá er slíkum manni auðvitað gjörsamlega nóg boðið. Ráðunautar geta ekki sagt við íslenska bændur að þetta sé bara allt í plati og aðeins sé verið að prófa þetta og þetta verði skoð- að betur seinna. Það er um að ræða milljónir króna sem bændur verða að gjalda fyrir svona tilraun- ir og við sættum okkur ekki við að ráðunautar geti verið að leika sér að þessum hagsmunum bænda á þennan hátt. Miðað við að fyrri stefnu í hrossadómum hefði verið haldið, og um 70% af hryssunum hefðu farið í ættbók í staðinn fyr- ir 45-50%, þá er hér um að ræða verulegt eignatjón fyrir bændur, en samkvæmt mínum útreikning- um er það á bilinu 200-300 milljón- ir króna sem bændur hafa skaðast á þessum tilraunum hrossaræktar- ráðunautanna," sagði Halldór. Arétting I myndaitexta með grein Ellen- ar Præstgaard Andersen, sem birt- ist í blaðinu s.l. fimmtudag, láðist að geta þess að Helga Bachmann leikkona gekkst fyrir og kostaði uppsetningu á minningarskildi um Guðmund Kamban rithöfund á Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn. Skjöldurinn var afhjúpaður 27. júní síðastliðinn. ■ JULIHRAÐSKAKMOT verð- ur haldið sunnudaginn 15. júlí klukkan 14 í Hjallaskóla viðAlf- hólsveg í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.