Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
13
föstudaginn 12. júní 1925 kl. 12 á
miðnætti!
Þetta var á þeim tímum, er kenn-
ingar Sigmundar Preud, voru vegn-
ar og metnar hvar sem tveir og
fleiri komu saman, og engan skyldi
því undra, þótt mikið beri á ást-
þrungnu myndefni í verkum súr-
realistanna, sem fyrst og fremst
voru að kanna raunveruleikann allt
um kring, — svo og innri hvatir og
duldir mannssálarinnar og endur-
géra í mynd og máli.
Og eins og orðabókin skilgreinir,
þá er súrrealisti hjástíll, nútíma-
stefna í listum og bókmenntum sem
ber vott um áhrif frá Freud; sækir
fyrirmyndir í hið dulvitaða sálarlíf,
t.d. drauma, og tjáir það með sér-
kennilegum formum sem ekki eru
í rökréttu samhengi.
En þetta segir ekki allt, því að
það er svo margt fleira sem kemur
til og þá helst tímarnir sem fæddu
stefnuna af sér, lífið sjálft.
Súrrealistarnir voru og fjöllista-
menn að því leyti, að þeir unnu flest-
ir í mörgum listgreinum eða rann-
sökuðu möguleika forma og lita frá
öllum sjónarhornum líkt og André
Masson, sem virkar á köflum frekar
ósamstæður, sem stafar þó einung-
is af hinni ríku þörf hans til upp-
stokkunar myndrænna gilda.
Svið listar hans var mjög
víðfeðmt svo sem fram kemur
greinilega á sýningunni í Listasafn-
inu, en þar eru ekki síður mjög
mjúkar og fíngerðar myndheildir
sem grófar og harðar, auk þess að
kenna má áhrifa frá impressjónist-
unum í stöku mynd.
Hvað sem öðru líður þá er það
einstætt tækifæri sem Listasafn
íslands býður uppá fram á sunnu-
dag að kynnast einum fremsta súr-
realista aldarinnar og eru þessi
ósamstæðu brot sett saman til að
minna á það.
■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ
heldur námskeið í skyndihjálp fyrir
almenning. Það hefst miðvikudag-
inn 18. júlí klukkan 20 og stendur
í fimm kvöld. Kvöldin sem kennt
verður eru 18., 24., 25., 30. júlí og
1. ágúst. Námskeiðið verðut' haldið
íFákafeni 11, annarri hæð. Öllum
15 ára og eldri er heimil þátttaka.
Nánari upplýsingar og skráning
þátttakenda er á skrifstofutíma í
síma 688188.
■ TÍMARITIÐ 2000 kom út í
gær, föstudag. Tímaritið 2000 er
132 blaðsíður og er prentað í stærð-
inni 49x29 sm. Aðstandendur tíma-
ritsins eru Ari Gísli Bragason,
Lars Emil Árnason, Sigurjón
Ragnar og Þorsteinn Siglaugs-
son. Dreifing tímaritsins hefst á
mánudag.
hreinsuð, þannig að einstakir litflet-
ir njóta sín betur en ella, eins og
| t.d. íverkinu „Við Selsvör" (nr. 16).
Það er erfitt að benda á einstök
verk á sýningunni öðrum fremur
sem meistarastykki Snorra Arin-
bjarnar. Til þess er úrvalið í heild
of gott. Hins vegar verður ljóst, að
ýmsir meðal yngri málara hafa í
raun verið að glíma við svipaða hluti
undanfarin ár og Snorri á sínum
tíma. Hér er einkum átt við hina
hörðu og djörfu litafleti, sem er að
finna í mörgum mynda hans frá
síðasta áratugnum. I þessu sam-
bandi má benda á litina í verkum
eins og „Viðeyjarsund" (nr. 29), „í
sjávarplássi“ (nr. 25) og jafnvel
„Gula gluggann“ (nr. 23). Þessi
áhrifamikla litanotkun kom fyrst
fram í verkinu „Upp þrepin“ (nr.
14) frá 1943, sem einnig hefur ver-
ið nefnt „Stigamenn", þó hefðbund-
in merking þess orðs sé ef til vill
óheppileg.
Þó að sýningin standi lengi enn
(til 26: ágúst), er ástæða til að
hvetja áhugafólk um myndlist til
að líta sem fyrst inn í Norræna
húsið — því þetta er sýning sem
er alveg óhætt að sjá oftar en einu
sinni.
-i -------------------------
Flautuleikur
_________Tónlist_____________
JónÁsgeirsson
Áshildur Haraldsdóttir, flautu-
leikari, og Love Derwinger, píanó-
leikari, héldu tónleika í Hafnarborg,
sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru
verk eftir Faure, Roussel, Dutilleux,
Doppler, Skrjabín, Sancan og Poul-
enc.
Áshildur er góður flautuleikari,
bæði hvað varðar tækni og túlkun.
Leikur hennar í Fantasie eftir Faure
og „Cantelenunni" úr sónötu eftir
Poulenc var mjög fallega mótaður.
Aðalverkin á tónleikunum, Sónatína
eftir Sancan, Sónata eftir Poulenc
og „Flautuleikararnir“ eftir Rouss-
el, voru glæsilega flutt.
í verki eftir pólsk-ungverska tón-
skáldið Albert Franz Doppler, sem
er samið fyrir tvær flautur, lék
Kristín Guðmundsdóttir með Ás-
hildi. Kristín stundar framhaldsnám
í Frakklandi og var ánægjulegt að
heyra þær stöllur leika saman, svo
ólíkur sem leikstíll þeirra er.
Píanóleikarinn Love Derwinger
lék „Eldljóð" eftir Skijabín, sem var
þokkalega flutt en þrátt fyrir vel
útfærðan undirleik, vantaði nokkuð
á mótun blæbrigða og á stundum
var leikur hans of sterkur.
Áshildur hefur mikið að gefa í
leik sínum og hún hefur svo sannar-
lega gott vald á franskri flaututón-
list. Ekki þarf mikinn spámann til
að sjá að Áshildur er efni í góðan
listamann og nú er það samspil
hennar við tímann, stafnbúa henn-
ar, búinn til iangrar ferðar, sem
skiptir mestu máli. Aðeins einu
sinni er blásið til ferðar og aldrei
aftur snúið. Vel má heyra að Áshild-
Áshildur Haraldsdóttir
ur hefur svarað kalli stafnbúans en
fram undan er löng og ströng ferð.
í Kaupmannahöfn
• FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI