Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990 L> © 1990 Umversal Pt ess Syndicale [/allO<rm£t €/" /9." Ast er... c.-'í . . . að lesa börnin í svefn. TM Reg. U.S. P>t Ott —«ll rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu -51 rer* Ættum við ekki heldur að leita aðstoðar lögreglunnar? Þú nefnir mig á nafn í dag- bókinni, ekki rétt? HOGNI HREKKVISI t»essir hringdu Hvað er innan verksviðs lögreglunnar? Margrét hringdi: „I tilefni af myndinni í Morgun- blaðinu á bls. 5 fimmtudaginn 12. júlí sl. þar sem fjórir lögreglu- menn eru að fylgja önd með unga þá langar mig til að segja frá því þegar var keyrt yfir kött í göt- unni þar sem ég bý. Þetta var á hádegi sunnudagsins 17. júní, kötturinn var kettlingafullur og voru kettlingarnir út um allt á götunni og innyflin dreifðust lang- ar leiðir. Eg hringdi í lögregluna til að biðja um aðstoð við að hreinsa köttinn og kettlingana upp en svarið sem ég fékk var: til hvers heldur þú áð við séum, áttu ekki skóflu og poka. Þeir voru ófáanlegir til að hreinsa þetta upp en gáfu reyndar upp símanúmer hreinsunardeildar, en hún starfar ekki um helgar. I götunni býr mest eldra fólk og var enginn sem treysti sér til að moka þessu upp af götunni. Þar sem þetta var hátíðisdagur voru börn á ferli og var þetta hálf óhugnanlegt á að líta. En þetta bjargaðist þegar ungir strákar komu okkur til bjargar og hrein- suðu þetta upp. A myndinni sem Morgunblaðið birti eru hvorki meira né minna en fjórir lögreglu- menn að vernda fuglinn en svo gátu þeir ekki gert þetta viðvik." Köttur í óskilum Svört og hvít læða er í óskilum í Sketjafirði. Hún er með rauða ól sem á eru bláir steinar og bjalla, en ekki merkt. Eigandi getur hringt í síma 13419. Vantar skilti með opnunartíma Kona hringdi: „Mig langar til að benda á að það vantar stórt skilti fyrir fram- an Árbæjarsafnið þar sem á stendur opnunartími safnsins. Þar er skilti sem á stendur Árbæjar- safn og er ör sem vísar veginn, en enginn opnunartími er uppgef- inn. Erlendis sér maður ávallt stór skilti fyrir framan öll söfn þar sem tilgreindur er opnunartími. Væri ekki hægt að ráða bót á þessu?“ Kettlingar Kettlingar fást gefíns. Kassa- vanir. Upplýsingar í síma 10243. Hvar fást skordýrafælur? Piltur hringdi: „í einhveiju blaði sá ég að hægt væri að fá skordýrafælur sem hægt er að stinga í sam- band. Það er eitthvað síðan ég sá þetta og man því ekki hvar. Getur ekki einhver sagt mér hvar slík tæki fást?“ Tapaði seðlaveski Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist á Laugaveginum sl. miðvikudag. Engin skilríki eru í veskinu en í því stendur María Krista. Einnig tapaðist rauður svissneskur vasa- hnífur í Hafnarfirði fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 51771. Týndur köttur Grár högni fremur smávaxinn hvarf úr sumarhúsi við Apavatn 4. júlí sl. Kötturinn sem á heima á Seltjarnarnesi er ómerktur. Sá sem veit um köttinn er beðinn að hringja í síma 91-612197. Gullhálsmen fannst Gullhálsmen fannst í íþrótta- húsi Kennaraháskólans á glímu- mótinu sem var .haldið fyrir um hálfum mánuði. Á hálsmeninu er áletrunin IJS 20.7 1973. Eigandi getur hringt í síma 77173. Tapaði gleraugum Svört dömusjóngleraugu með rauðu í spönginni töpuðust á Hót- el Islandi laugardaginn 9. júní sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 652363 eða 641257. Tapaði leikfimitösku Ungur piltur tapaði drapplitaðri leikfimitösku, líklega í strætóskýl- inu við Laugardalslaugina. í tösk- unni var sunddót, nestisbox o.fl. Finnandi hringi í síma 12651. Tapaði gleraugum Blá Mondí lesgleraugu töpuðust í lok maí. Finnandi vinsamlega hringi í Jóhönnu í síma 83106. Víkveiji skrífar ,0.k.G6 Ee A FÖSTV...OG Hx/AOMB&pAO?.'" Víkveiji hefur gaman af að skoða tölur og í síðustu viku gluggaði hann í upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um einkaneyslu. Fleira er forvitnilegt varðandi þær stærðir. Það getur t.d. ekki_ heyrt til framfara að neysla okkar íslend- inga eykst stöðugt á meðan fjár- munamyndun minnkar. Þetta á bæði við um einkaneyslu og sam- neyslu. Þannig hefur einkaneysla aukist úr 57,1% árið 1980 í 63,3% árið 1987 þegar hún nær hámarki. Á sama tíma dróst fjárfesting sam- an; úr 25,3% í 19,7% hvort tveggja af landsframleiðslu. Það er fróðlegt að sjá hvaða upphæðir er um að ræða þeg- ar einkaneyslan er annars vegar. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofn- unar er einkaneyslan árið 1988 158.200 milljónir króna. Það sam- svarar því að hver íslendingur í landinu, börn og fullorðnir, eyði um 53.500 krónum á mánuði og eru þá opinber gjöld ekki talin með. Fjögurra manna fjölskylda ætti þá að hafa 214 þúsund krónur til neyslu á mánuði að meðaltali. Það er nokkuð há tala að mati Víkveija og bendir til þess að sumir hafi vel yfir meðailagi, því örugglega veit Víkverji um marga sem hafa minni peninga á milli handanna en hér um ræðir. Það má vera að Víkveija sjáist yfir eitthvað í þessum útreikn- ingi, en þá væri gaman ef einhver hagfróður maður gæti ieiðrétt það. x x Hlutfall matar af einkaneyslu hefur aldrei verið eins lágt og núna, hvað svo sem okkur finnst, og er það um 20% af heildarneysl- unni. Hin fjögurra manna viðmiðun- arfjölskylda Víkverja eyðir sam- kvæmt því 42.800 krónum á mán- uði í mat og drykk. Nú er sá árstími þegar fólk sem býr svo vel að eiga garð ver miklum hluta tómstunda sinna þar við ræktunarstörf. Áhugi á garð- rækt hefur aukist jafnt og þétt eft- ir því sem fólk sér hve miklum árangri er hægt að ná hér á iandi. Sífellt fleiri trjá- og blómategundir ryðja sér til rúms, sem áður voru ekki taldar eiga lífsmöguleika svona langt norður á hjara veraldar. Þetta eykur ræktunarfólki bjartsýni og framkvæmdagleði. Garðurinn er af þessum ástæðum samverustaður fjölskyldunnai' í auknum mæli. Sjónvarpið hefur nú í sumar sýnt þætti sem Hafsteinn Hafliðason hefur umsjón með og heita Grænir fingur. Þættir þessir eru mjög gagnlegir og skemmtilega gerðir og veita þeim stuðning sem eru að stíga sín fyrstu spor í garðrækt- inni. Víkveiji var fyrir skömmu á ferð í gróðrarstöð í þeim erinda- gjörðum að kaupa plöntur í garð- inn, en rak sig á það fljótt að slík ferð þarfnast frekari undirbúnings. Skipulagning garðsins krefst tíma og vandvirkni. Það verður ekki fal- legur garður þar sem hinum og þessum plöntum og tijám er holað niður hér og þar þar sem pláss sýn- ist vera. Einfaldur og vel skipulagð- ur garður er yfirieitt fallegri en ofhlaðinn og ruglingslegur. Víkverja var ráðlagt að byija á því að ganga um í Grasgarði Reykjavík- ur í Laugardal til að sjá tré og bióm í fullum þroska. Þannig væri best að velja plöntur í garðinn og fara síðan og kaupa þær á gróðrarstöð. Þá væru frekar líkindi til þess að stærðarhlutföll yrðu seinna meir í lagi. Varðandi skipulag getur reynst nauðsynlegt að leita til fag- fólks, en það getur líka verið skemmtilegt að glíma sjálfur við verkefnið. Fjöldinn allur af bókum, íslenskum og útlendum, er til um skipulag garða þar sem hægt er að fá hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.